Þjóðviljinn - 01.04.1962, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 01.04.1962, Blaðsíða 5
pOLYTEX piflSTMALNIW© Nú hefur Frondizi Argentínu- forseti ofrðið undir í valda- baráttunni og hefur herfor- ingjaklíka hann í haldi. Það var um næst síðustu helgi að verulega fór að síga á ógæfu- hliðina fyrir honum, en þá beið hann mikinn kosningaó- sigur. Ósigur hans átti fyrst og- fremst rætUr að rekja til frámunalegrar undirgefni hans við auðvaldið bandaríska. Verkamennirnir hér á mynd- inni eru að mótmæla þeirri á- kvörðun 'ríkisstjórnarinnar aö leggja niður um 4000 km langa járnbraut, loka átta viðgerðar- verkstæðum og kasta þúsund- um járnbrautastarfsmanna út á gaddinn, allt til þess að geta losað Bandaríkjamenn við fleiri bíla og meira magn af benzíni. í lok ársins 1961 ge|rðu 250.000 járnbrautar- verkamenn verkfall í mót- mælaskyni við þcssa hrotta- legu ákvörðun. Verkfallið stóð í hálfan annan mánuð cn þá * lofaði Frondizi bættum kjörum. Þessi loforð sveik hann og því fór sem fór. NEW YORK — Hryllileg mis- tök á fæðingarspítala í Bing- hampton í Nevv York ollu i fyrri viku dauða sjö barna: Salti í stað sykurs var bland- að í pelamjólk þeirra. Börnin höfðu verið óróleg alla vikuna, einkum þegar þau fengu pela sína og mjólkin gekk jafn- óðum upp úr sumum. Á föstu- daginn dóu þrjú þeirra. Læknar spítalans óttuðúst að einhver faraldur væri kominn upp á spítalanum, en eftirgrennslanir þeirra báru ekki árangur. Daginn eftir dóu enn þrjú börn. Á sunnudagsmorguninn fékk ein hjúkrunarkonan sér kaffi- sopa og sótti sykur í dós þá sem blandað var úr í mjólk barnanna. Kaffið var brimsalt. Það kom ií ljós við athugun að í dósinni var salt en ekki sykur og hafði börnunum verið gefið salt alla vikuna. Náð var í skyndi í alla lækna spítalans. Þeim var kunnugt um að salteitrun getur verið ban- væn. Gerð voru btoð eftir sér- Glœpaflokkar berjast um New York höfn NEW YORK — Hér gengur nú þrálátur orðrómur um að nýtt stríð milli bóíallokka um yfirráðin yíir New York-höín sé í þann veginn að hefjast. Glæpa- foringinn Anthony Anastasia hefur verið hér ein- ráður undanfarin ár og lítið borið til tíðinda, en nu hefur hann fengið keppinaut. Miohael Clemente, kallaður ingu fyrir fjárkúgun og aðra „Big Mike“, birtist aftur á hafn- arbakkanum í Brooklyn, eftir að hafa setið fimm ár í fang- elsi, en þar afplánaði hann refs- Líf á Venusi? MOSKVU — Vísindamaður við Krím-stjarneðlisstofnun- ma, Prokofjev að nafni, hef- ur sannað að súrefni er til staðar í gufuhvolfinu um- hverfis Venus. Sannaðist þetta við ná- kvæmustu rannsóknir sem gerðar hafa verið á loft- ajúpnum um Venus. Rann- sóknir þessar ~voru fram- kvæmdar er stjarnán var næst jörðu og síðan hvað eftir annað er hún fj-ar- lægðist. Lengli hefpr verið vitað að kolefni finnst þar einnig Hin nýja uppgötvun bendii enn frekar til þess að-unr líf geti verið að ræða Venusi. til skarar skríða. Lögreglan handtók Clemente fyrir nokkrum dögum og yfir- heyrði hann og er haldið að Anastasia hafi látið henni í té upplýsingar til að koma keppi naut sínum íi vandræði. Lög- reglan, sem veit að henni myndi reynast erfitt að stöðva gagn- kvæm mannvíg glæpaflokkanna þegar þau væru hafin á ann- að borð, virðist hafa tekið þann kost} aið vfei^ta AnastaE|'.a lið' gegn Clemente. Hjúkrunarkonan sem varð fyrir því óláni að blanda saltinu í mat barnanna. fræðingi frá Baltimore og tókst að bjarga öllum börnunum sem orðið höfðu fyrir eitruninni og enn lifðu, nema einu. Þau voru nær dauða en lífi, en lífi þeirra. var bjargað með því að sjúga saltvökvann úr kviðarholi þeirra og dæla í staðinn í, þau sykur- upplausn. Dósirnar sem saltið og sykur- inn voru í voru af sömu gerð og stóðu hlið við hlið, en merki- miðar voru á lokum þeirra,. Skipt mun hafa verið á lokum fyrir slysni með þessum liræði- legu afleiðingum. glæpi ffi New York-höfn. Altal- að er að Clement sé staðráðinn að seilast aftur til yfirráða höfninni fyrir sunnan Man- hattan, en þar var hann ein- valdur yfir glæpaflokkunum allt frá árinu 1926 þar til hann var dæmdur, og leggja einnig undir sig bryggjurnar í Brook- lyn sem eru kjarninn í valda- svæði Anastasia og sá hlutinn sem mest gefur af sér. Anthony Anastasia er bróðir Alberts Anastasia sem var myrtur fyrir tveim árum í rakarastofu í miðbiki New York. Það morð hefur ekki ver- ið upplýst þótt fjöldi vitna væri að því. Þeir bræður voru á sín- um tíma helztu „hluthafar“ í morðfélaginu „Murder Incorpo- rated". Clemente hefur ekki látið það aftra sér frá því að leggja til atlögu við þá, enda er til mikils að vinna: Glæpa- mennirnir ráða lögum og lof- um í höfninni og ekkert skip er þar fermt eða affermt nema þeim sé greiddur „skattur“., a O'rðróíruTrinh 7 U?n~ 'að átök stæðu fyrir dy.rum hefur geng- ið í nokkra mánuði, en nú ef talið víst að brátt verði, látið Bœtur fyrir heilsutjón a vðldum lyfsins contergan BERLÍN — Vesturþýzka lyfjaverksmiðjan Chemie Griin- enthal hefur greitt bætur fyrir tjón af völdum svefnlyfs- ins contergan, allt aö 20.000 þýzkra marka (um 250.000 ísl. kr.), gegn því aö þeir sem bæturnar þiggja falli frá öllum frekari kröfum á hendur fyrirtækinu. Þetta skilyrði fyrir greiðslu skaðabótanna er sett vegna þess að svo kann að fara að skaðleg áhrif lyfsins komi ekki fram að öllu leyti fyrr en eftir langan tíma og einn- ig til að koma í veg fyrir að afkomendur þeirra, sem lyfs- ins hafa neytt, geti gert kröf- ur á hendur því. Læknir að nafni Horst Frenkel í Frankfurt am Main gekkst fyrir samtökum þeirra sem orðið hafa fyrir tjóni af völdum lyfsins og hefur hann varað alla við því að ganga að nokkrum samnindum við framleiðandann sem feli í sér að þeir missi frekari kröfurétt á hendur honum. Samtökin haía höfðað' mál gegn Grimenthal þar sem væntanlega verður skorið úr um skaðabótaskyldu fyrir- tækisins. Hins vegar hefur dómstóll í Aachen, þar sem fyrirtækið hefur aðsetur, nú kveðið upp þann úrskurð að beiðni þess, að dr. Frenkel megi ekki birta neinar aðvaranir gegn neyzlu contergans, fyrr en óyggjandi vísindalegar sannanir hafa verið færðar fyrir skaðlegum áhrifum þess. Hér er aðeins um lagaklæki að ræða því að skaðleg áhrif lyfsins eru ekki dregin í efa, eins og reyndar skaðabótagreiðslur fyrirtækis- ins bera með sér. Fyrst varð vart við hin skaðlegu áhrif lyfsins þegar í Ijós kom að konur, sem þess höfðu neytt meðan þær gengu með, ólu vansköpuð börn. Svo mikil brögð voru af því, að enginn vafi þótti leika á því, að lyfinu væri um að kenna- En komið hefur í ljós, að lyf- ið hefur einnig skaðleg áhrif á heilsu mæðranna og ann- arra sem þess neyta. Fyrst var talið, að þessar aukaverk- anir væru ekki mjög hættu- legar og myndu líða hjá þeg~ ar hætt væri að neyta lyfsins- Annað vii'ðist nú vera komið í ljós og hafa vesturþýzkir læknar haldið fram að lyfið sé miklu skaðlegra heilsu: manna en áður var ætlað. Lyfið valdi truflunum á starf- semi taugakerfisins og verði þess vart, jafnvel þótt lyfsins hafi ekki verið neytt lengi. Dr. 'Frenkel hefur athugað- 250 slík tilfelli og heldur hann því fram að flest hin skaðlegu áhrjf lyfsins geri ekki vart við sig fyrr en löngu. eftir að sjúklingarnir hafa. hætt að neyta þess. Árgentínumenn gegn Bandaríkjaþjónkun salt I stað sykurs, sjo dóu Sunnudagur 1. apríl 1962 — ÞJÓÐVíLJiNN — (>jj

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.