Þjóðviljinn - 03.04.1962, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 03.04.1962, Blaðsíða 4
Þegar vel veiöist og mikið magn síldar berst á land v«(rður vinnudagurinn á síldarplönunum óhjákvæmilega langur. Það er nú mikið á dagskrá hjá stjárnarfl'ckkunum að leyfa útlendingum að stofn- setja hér stóriðnað. Helzt er gert ráð fyrir byggingu alum- iníumverksmiðju með um 30 þúsund lesta afköstum. Kostn- aður við byggingu slíkrar verksmiðju er sagður kringum 1200 milljónir króna, og svip- uð upphæð er sögð að þurfi til rafvirkjunnar fyrir slíkt fyrirtæki. Helzt er að skilja að stjórn- arherrarnir séu því meðmælt- ir, að erlendir stóriðjuhöldar verði eigendur slíkrar verk- smiðju, en orkuverið eitt í sambandi við slíkar fram- kvæmdir væri í eigu íslend- inga. , Ýmsar þjóðir, þár á meðal Norðmenn, hafa farið svipað- ar leiðir í uppbyggingu stór- iðnaðar, en þó aðeins til út- rýmingar á atvinnuleysi, enda er fjárfesting útlendinga í Noregi hverfandi lítið brot af fjárfestingu landsins. Hér er ekki þeirri ástæðu til að dreifa sem var fyrir hendi í Noregi þegar Norðmenn gerðu samning við kanadíska alum- íníumhringinn fyrir fáum árum um byggingu aluminíumverk- smiðju í Noregi, sem væri sameiginleg eign Noorðmanna og Kanadamanna. MáliS liggur Ijóst fyrir Þegar íslenzku stjórnarherr- arnir eru að bjóða útlendingum að stofnsetja hér stóriðnað) þá er ekki sú ástæða fyrir hendi að slíkt skref þurfi að stíga til að bægja frá dyrum atvinnuleysi. En sú hefur ver- ið ástæðan hjá Norðmönnum þegar þeir hafa leyft erlenda fjárfestingu hjá sér. Hér er ekkert atvinnuleysi nema árs- tíðabundið í sumum sjópláss- um úti á landi. Bót á slíku atvinnu.leysi verður ekki ráðin á þennan hátt, heldur með allt öðrum ráðum. Hér bíður fjöldi verkefna ó- leyst og ef farið verður í að leysa þau, þá fer okkur frek- ar að skorta vinnuafl heldur en við séum aflögufærir á því sviði. Og frá sjónarmiði hreinna viðskipta, þá nær það ekki mrkkvrri átt að við för- um að leigja útlendingum ís- lenzkt vinnuafl þegar þjóðin er fær um að nota það til að skapa tíu til fimmtánfaldar gjaldeyristekjur, móti því sem hægt væri að fá með því að leigja vinnuaflið útlendingum til stóriðjureksturs. Það hljóta líka allir að sjá, sem ekki eru blindaðir af hreinni vitleysu, að það er helber barnaskapur að tala um aukningu íslenzkra gjald- eyristekna sem næmi 500 milljónum ki’óna, þó útflutn- ingur slikrar verksmiðju í eigu útlendinga næmi þeirri upphæð. Hlutur íslendinga í slíku fyrirtæki væri aðeins sú upphæð sem vinnulaununum næmi að viðbættri sölu á raf- orku og aðstöðu sem skapað- ist til iðnaðar. Þó við metum þetta eins hátt og nokkurt vit er í þá hygg ég að sú upphæð komist ekki mikið yfir eitt hundrað miiljón króna. Verkefni þjóSarinnar Ef íslenzk stjórnarvöld væru svo fákæn að þau gerðu al- vöru úr tali sínu um erlenda fjárfestingu hér á sama tíma og okkur sjálfa skortir vinnu- afl til nauðsynlegustu fram- kvæmda, þá yrði það sem kallað er á Reykjavíkurmáli „skítabissnes". Verkenfin, sem þjóðin þarf og verður að sameinast um að leysa á allra næstu árum eru þessi: Að koma upp fullkomnum iðnaði sem byggist á okkar gömlu höfuðatvinnuvegum sjávarútvegi og landbúnaði. Við eigum að vinna alla ullina í eftirsótta markaðs- vöru. Gærunum, sem við flytjum nú úr landi í söltuðu ástandi, eigum við að breyta í loðskinn. Þetta á að vera verkefni rkkar hvað viðkemur landbúnaðinum. En þá er sjávarútvegurinn eftir, og þar bíða okkar höf- uðverkefnin í íslenzku.m iðn- aði á næstu árum. Hér við Faxaflóa þurfa að rísa ekki færri en tyær meðalstórar nið- ursuðuverksmiðjur, auk þeirra smáverksmiðja sem nú eru hér. Sá grundvöilur sem þess- ar verksmiðiur eiga að hvíla á er suðurland.ssíldveiðarnar auk margra annarra verkefna. Þá þarf að koma uoo ekki færri en s.iö reykir>earstöðvum f.vrir Suðu.rlandssíld þar sem aðal- viðfanesefnin vrðu „kippers" framleiðsla. Viðvíkjandi Norður- og Austurlandssíldveiðunum eig- um við leggja höfuðáherzl- una á aukna. síldarsöltun og margskonar sérverkun. Og við eigum að stefna að því mark- visst að leggja niður í dósir að vetrinum ekki minna en 50—100 þús. tunnur af þess- um afla (sem ætti ekki að vera u.ndir 800—900 þús. tn.) Við eigum að auka frystingu síldar til útílutnings. bæði sem heillrysta síld og þó sér- staklega síldarflök. Viö þurf- um að komá þessu magni upp í 40—50 þús. smálestir á ári sem algjört lágmark. Og í þessu augnamiöi. þarf að auka afköst við slíka frystingu með tilkomu stórvirkja tækja. Það er fullkomlega raun- hæft) að hægt sé á þennan hátt að auka útflutningsverð- mæti , síldarinnar einnar um ekki minni upphæð en eitt þúsund milljón króna á fáum árum, þó aflamagnið standi í stað. Með aðeins hagkvæmari vinnslu heldur en nú á sér stað, þá er held.ur ekki nokk- ur vafi á því, að hægt er og . auðvelt, að auka verðmæti annars fiskafla, miðað við meðalár, sem næmi 300—400 milljónum króna í útflutningi, með því móti að vinna úr afl- anum ýmsa fiskrétti fyrir er- lenda markaði. það er að segjá ef aðeins nokkur hluti aflans væri þannig unnið í full- komna iönaðarvöru. Ég hef hér aðeins stiklað á stærstu verkefnunum í íslenzkum síldar- og fiskiðnaði, sem bíða úrlausnar á alira næstu árum, ef við viljum vera sjálfstæð þjóð. Við þessa upptalningu er mörgu hægt að bæta, sem hefði möguleika til að hækka stórlega þær upphæðir sem ég hef nefnt hér að framan. ríSi- Þetta er nœrtœkast' Áður en íslenzka þjóðin svo mikið sem rennir augum til verkefna á sviði stóriðnaðar, þá þarf hún að hafa leyst áð- ur hin nærtæku verkefni í fiskiðnaði okkar, sem nú bíða úrlausnar. og á næsta áratug hefnr hún ekki vinnuafl af- gangs, ef þar verður unnið í samræmi við möguleika og þjóðanþörf. Enda mun það koma á daginr) ef farið verð- ur að rannsaka bver fjárfest- ing verði íslendingum hag- kvæmust tii g.ialdeyrisaukn- ingar, miöað við þann höfuð- stól. sem festur væri í mann- yirkjum og tækjum. að þar bæri fiskiðnaðurinn sigur af hólmi án nokkurs vafa. Heill þér sextugum, Guð- mundur og þakka þér fyrir þennan rúma áratug, sem leiðir okkar hafa legið saman. Auðvitað bæri mér að rita , æviferilsskýrslu um upphaf þitt til þessa dags, svo sem tilheyrir ■ í afmælisgrein, en aillt slíkt læt ég öðrum eftir. Eitt er þó ekki hægt að láta ósagt um uppruna þinn: Þú ert Aðalvíkingur, Sléttuhreppsbúi, - og þetta verður að segjast, þvj engu er Ifikara en einmitt æsku- stöðvar þínar hafi gætt þig einhverju því undarlegasta fyr- irbrigði í-slenzkrar náttúru---- eiginleika hinna óvæntu augna- blika þegar jafiwel hrikalegt umhverfi getur Ijómað allt í einu í slíkri fegurð að því er líkast sem maður sé kominn i álfaheima. Þótt ek}ti sé ég gamall, hafa samferðamenn rpínir orðið furðu margir, og allir góðir, en þennan undarlega eiginleika hefur enginn þeirra átt í jafn- ríkum mæli og Guðmundur, Bjarnason. Hvar sem ég hef hitt hann við vinnu — á götu — eða óvænt í strætisvagni, ætíð þessi blýja, gefandi gleði — og ekki hætt fyrr en hann hefur einhvemveginn strokið af mannr ólundina og þyrkings- háttinn. Frásagnargleðin, smitandi kótínan og hlý samúðin — alft í senn leikandi í þessu sér- kennilega málfari og orðavali mótað af umhverfi og atvinnu- háttum löngu liðins tíma. Það er eins og ekkert hafi getað lamið úr þessum manni tnina á gleðina og hlýjuna i viðmóti við allt og alla; — ekki margra yertíða brimlepding á illviðrasömum útmánuðum, — togaravos árum saman þegar engin vökulög voru. — Ekki einu sinni töpuð orusta þegar barizt var fyrir bryggjubút í heimasveitinni svo ekki væri al- veg jafn vpnlaus . lending. — E.kjki heldur ílottirm ur atthög- unum — um fsafjörð, Reykja- vík og loks í Kópavog. Nei, ekkert af þessu hefur getað bugað hann, né heldur ömur- leiki atvinnuleysisáranna. Og nú síðast vaktavinna árum sam- an í Áburðarvenksmiðjunní, jafn óskylt sjó og vatnið eldin- um. Nei ekkert af þessu; enn hittir þú hann eins og nýkom- inn að landi með hressandi and- blæ af æðruleysi og sólglitrandi gleði. — Það getur komið fyrir að þú sjáir hann þreyttan, — en ef þú eri ekki fyrri til að bregða á léttari leikinn, þá tek- ur hann þig í hnakkann og skammar þig fyrir bölvaða deyfðina og rsefildóminn. o'wií fú' Ekki er svo hægt að hugsa til Guðmundar, að ekki komi manni í hug kona hans, Pálína Friðriiksdóttir. Það er tni mín, að sjáldan hafi tvennir lófar verið samluktari um það, að halda lifandi eidi á heimilisarn- inum, þar hefur hvort annað stutt og eggjað, sameiginlegur ski'lningur beggja að heimilið og börnin væri sá helgidómur, það hlutverk er þeim var falið og skyldi þar ekkert á hresta er þau máttu orka, enda hafa þau ekki þar staðar numið fyrr en þau hafa komið bömum sín- Framhald á 10. sí0w *pr ÞJÓÐVILJINN -r- Þriðjudagur ,3. apríl .1062

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.