Þjóðviljinn - 03.04.1962, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 03.04.1962, Blaðsíða 12
Samningar tókust milií lœkna og S.R Nú um helgina náðist sam- komulag í læknatleilunni í öll- um aðalatriðum en bráðabirgða- samkomulag það, sem gert var um áramótin rann út 1. apríl. í meginatriðum var samið á sama grundvelli og gert var í bráðabirgðasamkomulaginu að viðbættu 3,5% Iramlagi, sem læknar fá í námssjóð, scm er ætlað það hlutverk að styrkja lækna til framhaldsnáms erlend- ís. Enn er ósamið um fáein at- riði og verður væntanlega eltki endanlega gengið frá samning- unum og þeir undirritaðir fyrr en eftir næstu helgi. I viðtali við Þjóðviljann í gær, eagði Arinbjörn Kolbeinsson for- maður Læknafélagsins, að á laug- ardag hefði verið ’haldinn fjöl- mennui' í'undur í félaginu og hann samþykkt aö fela stjórn félagsins að ganga frá samning- um á grundvelli tillagna, sem hún lagði fyrir fundinn. Þó voru undanskilin nokkur minniháttar atriði, sem enn er ósamið um. Arinbjörn kvað erfitt að segja u.m það fyrr en búið væri að ganga endanlega frá samning- unum og undirrita þá, hve mikil kauphækkun læknanna yrði að prósentutölu, hins vegar væri ó- hætt að segja, að . heimilislækn- ar hefðu íengið verulega leið- réttirigu og ennfremur rnjög bætt starfsskilyrði, nú yrði auðveld- ara fyrir þá en áður að skipu- leggja vinnudag sinn, vinnudag- urinn yrði styttri, þeir yrðu síð- ur ónáðaðir að óþörfu en jafn- framt væri auðveldara fyrir al- menning að ná til læknis. Hjá sérfræðingunum verða verulegar hækkanir, sagði Arinbjörn. Þá sagði Arinbjörn, að samn- ingarnir fælu í sér allvíðtækar breytingar . er snertu almenning, Þannig breytist nú vaktaþjónusta þannig að milli kl. I—5 e.h. verður höfð sérstök neyðarvakt læknaj sem fólk á að leita til, ef það þarf á skjótri læknis- hjálp að halda en kl. 5 tekur kvöld- og næturvakt við. Er Þetta gert ti.1 þess að létta af heimil- islæknunum. Þjóðviljinn átti einnig tal við Gunnar Möller forstjóra Sjúkra- samlagsins. Sagði hann, að enn væri ósamið um næturvakt en læknar myndu gegna henni á- fram eins og verið hefur og taka sérstaka greiðslu fyrir af sjúk- lingunum, sem SR myndi senni- lega endurgreiða síðar. Þá sagði hann, að Sjúkrasamlagið myndi gefa út leiðbeiningarpésa fyrir almenning um samningana, er frá þeim hefði verið gengið til OAS- menn auka árásir í Alsír þlÓÐVILllNH Þriðjudagur 3 apríl 1962 — 27. árgangur — 77. tölublað flÉÉfÍ SU&AyA 2 tilkynningar um Vilhjálm Þár 0 Seðlabankinn hefUr með skömmu millibili sent frá sér tvær tilkynningar um rnetorð Vilhjálms Þórs, sakbornings í olíumálinu. 0 Sú fyrri var send út nokkru cftir að saksóknari ríkisins hafði höfðað mál á Vilhjálm Þór fyrir gjaldeyrissvik sem námu á sjöundu milljón króna, og var þar skýrt frá því að Vilhjálmur tæM engu að síður við sem aðalbankastjóri 31. marz: Bankastjórnin ákvaö í apríl 1961 að skipta þannig með sér verk- I um fyrstu þrjú árin, að núverandi bankastjórar skiptist á að vera formenn bankastjórnarinnar hver á fætur öðrum í aldurs- röð og eitt ár í senn. Jón G. Maríasson er formaður til 31. marz 1962, en þá tekur Vilhjálmur Þór við sem formaður banka- I stjómarinnar.________________________________________________ 0 Hin síðari var send út á laugardaginn var — cftir að Þjóð- viljinn hafði skýrt frá upphefð sakborningsins — og var svohljóð- andi: AIGEIRSBORG 2/4 — OAS-sam- tökiin reyndu um helgina mestu árásaraðgcrðir sínar síðan samn- ingarnir um vopnahlé volru und- irritaðir í Evian. OAS-menn ætluðu sér að ná Jouhaud íyiir rétt 11. apríl PARÍS 2/4 — Réttarhöldin yfir OAS-forsprakkanum Edmond Jouhaud hefjast í París 11. apríl. Jouhaud var handtekinn í Oran í fyrri viku. Honum verður stefnt fyrir hernaðar-hæstaréít, en yfirdómari verður ekki her- foringi, heldur forseti Hæstaréttar Frakklands, Charles Bornet. 23. atómsprenging Bandaríkjamanna WASHINGTON — Banda- ríkjamenn sprengdu enn eina kjarnorkusprengju neð- anjarðar í Nevada-eyði- mörkinni s.l. laugardag. Fylgjast með sprengingum MOSKVU — Útvarpið í Moskvu skýrði frá því í dag að Sovétmenn hefðu með mælitækjum sínum getað fylgzt með öllum neðan- jarðarkjarnasprengingum Bandaríkjamanna í Nevada- eyðimörkinni. Bandaríkja- menn hafi sprengt 23 sprengjur síðan í septem- ber, og engin þeirra hefur farið fram hjá mælitækjum okkar. Sagt var að bæði Rússar og Bretar hefðu nú tæki til að greina neðan- jarðarsprengingar frá jarð- skjálftum. algerum yfirráðum í U Douar- héraðinu í vesturhluta Alsír. í héraðinu ætluðu þeir síðan að hafa aðalstöðvar samtakanna og vinna gegn sjálfstæði Alsír. %eð- al annars ætluðu OAS-menn að ná undii' sig þrem stórum her- búðum franska hersins sem eru í héraðinu. Jean Gardes, fyrrverandi of- ursti í franska hernurn, stjórn- aði filokki 100 OAS-manna, sem gerði árás á herbúðirnar þrjár í Ouarsenis-fjöllum. Gardes reyndi að fá héraðsstjórann, sem er serk- neskur, til þess að ganga til sam- vinnu við OAS um valdatöku í héraðinu. Héraðsstjórinn, Boula- em, hefur unnið gegn sjálfstæði Alsír, og hann á sæti á franska þjóðþinginu og er varaforseti þess. Honum leizt þó ekki á slíka samvinnu og hafnaði henni. Franskar hersveitir, studdar flugvélum, réðust gegn Gardes og liði hans, hröktu þá frá herbúð- unum og handtóku 38 þeirra. Gardes var sjálfur ekki meðal fanganna, en hinsvegar margir háttsettir OAS-foringjar. Fimm menn voru myrtir í Or- an í dag. Rán voru framin í mörgum bömkuim og pósthúsum í Algeirsborg. Stolið var um 300. 000 nýfrönkum. Bifreið með 11 manns veltur Um kl. 6 sl. sunnudagsmorg- un valt Ohevroletbifireið af stationgerð út af veginum á móts við Korpúlfsstaði og hlutu fjórir af farþegunum í þjfreið- inni nokkur meiðsli en ekki al- varleg. Voru þeir fluttir í Slysavarðstofuna og gert þar að meiðslum þeirra. í bifreiðinni voru alls 11 manns með bifreið- arstjóranum. Líkur benda til þess að hægra framhjól hafi farið undan bifreiðinni og það orsakað veltuna. fulls. Hinir nýju samningar gilda til eins árs. Aðalhækkunin, sem fólst í bráðabirgðasamkomulaginu í vetur var hækkun aukagjalds af sjúklingum, sem læknar fá, úr kr. 5 fyrir viðtal i kr. 20 og úr kr. 10 fyrir vitjun í kr. 25 og helzt það að sjálfsögðu í þessum nýju samnir.gum. A fundi slhuru { gær 30. marz 1962, ákvað bankastjóm Seðlabankans að endurkjpsa Jón G.Maríasson íorxnann Dankastjómarinnar og er kjörtím'abil bans ttl 31.marz 1964. Byltingamenn bítast um völdin í Sýrlandi LONDON 2/4 — í dag var landamærum Sýrlands lok- aö aö nýju og útgöngubann var sett á um allt landið. Klofningur virðist vera inn- an hersins og hefur sérstök stjórn veriö sett á laggirnar í Alepo í norðurhluta lands- ins. Bæði sú stjórn og bylt- ina'arstjórnin í Damaskus fullyrða að hvor um sig hafi stuðning hersins. í dag tók til starfa útvarps- stöð í Alepo og tilkynnti hún að andstæðingar byltingarstjórnar- innar í Damaskus hefðu náð völdum í norðurhluta landsins. Ekki eru nema fimm dagar liðn- ir síðan herinn steypti hinni aft- urhaldssömu ríkisstjórn. Fréttir frá Sýrlandi eru óljós- ar, en fréttaritarar álíta að her- foringjarnir í Alepo hafi í h.yggju að endurreisa ríkjasamsteypuna með Egy.ptalandi. Egypzka frétta- stofan hefur það eftir útvarpinu í Alepo að herstjórnin þar hafi lýst hernaðarástandi í Norður- og Austur-Sýrlandi. Mikil ringulreið hefur skapast í landinu, og telja nargir áö til átaka kunni að koma í Alepo, því þar eru marg- ir stuðningsmenn afturhalds- stjórnarinnar, sem steypt var. Bæði forseti og forsætisráðherra hennar voru frá Alepo. Fylgism. ! Bæjarmála- | fundir ÆFR ; í vikunni Æskulýðsfylkingin í Reykja- : vík gengVt fyrir fjölþættum ; fundum um bæjarmálln á ■ næstunni. Fundirnir vei’öa ' sem liér sejfir: 1. Fimmtudaginn 5. apríl i kl. 8.30 sd.: Æskulýðsmál. ; Uppeldismál. Skólamál. ; 2. Sunnudaginn 8. apríl kl. ; 8.30 s.d.: Fjármál, atvinnu- ■ mál og rekstur bæjarfélaKS- [ ins. Skipulagsmál. 3. Miðvikudairiiin 11. apríl ; kl. 8.30 s.I.: Húsnæðismál. ; Jlitaveitumál. Gatnagerðar- ■ mál. Fundirnir verða haldnir í [ Tjarnarjíötu 20. Unjrir Wiisíal- ; istar eru hvattir til að fjiil- : menna Æ.F.R. ; sameiningar við Egyptaland eru líka fjölmennir í Alepo, og öll þróun mála í Sýrlandi nú sýn- ir að þar eru enn sterk öfl, sem vilja ríkjasameiningu með Eg- yptalandi. Á sunnudag bárust fréttir um að slegið hefði í bardaga í Mið- Sýrlandi milli þeirra afla innan hersins, sem nú deila um völd- in í landinu. AHmargir eru sagð- ir hafa fallið í átökunum. Síðustu fréttir BEIRUT 2/4 — Fréttir sem bár- ust til Beirut í Líbanon seint f kvöld herma, að herinn hafi snú- izt á sveif með fyrrverandi ríkís- stjórn, sem steypt var í fyrri viku, og tryggt henni örugg yf- irráð í landinu. Segir í fréttinni að Nazem E1 Kudsi hafi aftur tekið við forsetaembætti, og að byltingarforingjarnir hafi sjálf- viljugir farið í útlegð. Goðafoss kom til Reykjavíkur frá New York um 7 leytið í fyrradag og var allmargt manna viðstalt að taka á móti skipinu, sem hefur vakið á sér athygli að undanförnu vegna smygl- málsins.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.