Þjóðviljinn - 03.04.1962, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 03.04.1962, Blaðsíða 10
Laust starf Starf síldarléitarstjóra skv. lögum nr. 56/1954 er Laust til umsóknar. Starfstími er frá 1. maí til loka októbermánaðar og má síldarleitarstjóri ekki gegna öðrum störfum þann tíma. Umsóknum sé skilað til Síldarleitarnefndar, Pósthólf 916, Reykjavík fyrir 15. apríl n.k. , SlLDARLRITARNEFND. St. Francidaisspítali í Stykkishólmi hefur ákveðið að ráða sjúkrahúslækni frá 5. júní næstkomandi. Umsækjendur skulu hafa staðgóða framhaldsmenntun í handlækn’ngum og kvensjúkdómum. Umsóknir, stílaðar á sjúkrahúsið, skulu sendar skrifstofu landiæknif' fyrir 20. maí næstkomandi. LAl S STAÐA Staða afgreiðslumanns við fríhöfnina á Kefla- víkurflugvelli er laus til umsóknar. Góð málakunnátta nauðsynleg. Laun skv. launalögum. Umsókn, ásamt meðmælum og prófskírteinum skulu sendar fríhafnarstjóranum á Keflavíkur- flugvelli fyrir 25. þ. m. Keflavíkurflugvelli, 3. apríl 1962. Fríhafnarstjóri Keflavíkurfiugvallar. Fulltrúaráð verkalýðsfélaganna í Reykjavík. I FLILTRÚARÁÐSFUNDUR verður haldinn fimmtudaginn 5. apríl 1962, kl. 8,30 e. h. í Aiþýðuhúsinu við Hverfisgötu. FUNDAREFNI: 1) Kosinn einn maður í stjórn Styrktarsjóðs verka- manna- og sjómannafélaganna í Reykjavík. 2) Kosin 1. maínefnd. 3) Guðjón Hansen, tryggingafræðingur flytur erindi um tryggingamál. Þeir stjómarmeðlimir verkalýðsfélaganna sem ekki eru fulltrúar eru einnig velkomnir á fundinn. Mætið vel og stundvíslega. Fulltrúáráð verkalýðsfélaganna í Reykjavík. Símanúmer vort er nú 20680 10 línur. Landssmiðjan. Sigurður og Marta sigruðu í R-víkurmótinu í stórsvígi Sigurður R. Guðjónsson Á. sigraði með yfirburðum. Önnur deild karla: I Akranes vann Keflavík i jöfmim spennandf leik Reykjavíkurmótið í stórsvigi var haldið í Jósepsdal 1. apríl sl. og' sá skíðadeild Ármanns um mótið. Reykjavíkurmeistari í stórsvigi varð Sigurður R. Guðjónsson Á 45,6 sek. og sveit Ármanns vann sveitakeppnina, hlaut 146,9 stig. Hlið voru 32 og brautin 1500 m. Reykja- víkurmeistari í kvennaflokki varð Marta B. Guðmundsdótt- ir KR 35,7 sek. Mótsstjóri var Þórst. Bjarna- son, formaður skíðadeildar Ár- manns. Veður var gott, sól og 2ja stiga frost. Bílfært var í skála Ármenninga og tók akst- ur úr bænum 45 mínútur. Margir gamlir Ármenningar, sem ekki hafa komið í Jóseps- dal í rnörg ár, sáust starfa við mótið. í skálanum voru seldar veitingar. sem kom að góðum notum fyrir stdran hóp af skíðafólki. Helztu úrslit: A-flokkur Sigurður R. Guðjónsson Á 45,6 Guðni Sigfússon ÍR 47,1 Steinþór Jakobsson ÍR 48,1 B-flokkur S'gurður Einarsson ÍR 45,3 Þórir Lárusson R 46,4 Þórður Jónsson Á 48,0 C-flokkur Ásgeir Christiansen V 33,7 Þorgeir Ölafsson Á 34,1 Björn Ólafsson V 34,5 Sigúrður Guðmundsson Á 36,9 Jóhann Reynis KR 38,7 m Drcngjaflokkur Gísli Erlendsson Á 38,8 Þórður Sigurjónsson ÍR 39,7 Bi-ynjólfur Bjarnas. Á 36,4 Georg Guðjónsson Á 52,7 Rúnar Sigurðsson Á 55,5 Magnús Leópoldsson ÍR 61,6 Reynir Ragnarsson ÍR 66,1 Jónas Lúðvíksson Á 69,2 IWi Kvennaflokkur Marta B. Guðmundsd. KR 35,7 Sesselja Guðmundsd. Á 39,6 Karólína Guðmundsd. KR 40,5 Davíð Guðmundsson KR, sést hér í stórsvigsbrautiinnl. Hann keppti í B-flokki. (Ljósm. Jakob Al- bertsson). Þessi leikur var frá upphafi jafn, og oft skemmtiilegur. Mátti lengst af ekki á mtlli sjá hvor mundi fá bæði stigin. Akranes skorar fyrsta markið, en Kefla- vík jafnar, og heldur þetta svona áfram: 2:2 — 3:3 — 4:4. Nú komast Akurnesingar tvö yfir, en Keflavík jafnar á 7:7 og hálfleikurinn endar 8:8. Eftir leikhlé taka Keflvfking- ar leikinn meir í sínar hendur og hafa forustuna með eins til tveggja marka mun. Akurnes- ingum tekst þó að jafna á 15:15, og komast yfir og eiga betri endasprett og sigra með 19:17. Eigi að síður vakti lið Kefla- víkur mikla athygli fyrir leik sinn. Er liðið skip>að kornung- um mönnum, nema Matthíasi Ásgeirssyni, sem leikur með og er þjálfari þéirra líka (kunnur úr ÍR, en ér íþróttakennari í Keflavík). Er greinilegt að Matthías hefur lagt mikla alúð við pilta þessa og hafa þeir náð mjög miklum hraða, meiri en maður á að venjast af svo ung- um mönnum. Sjálfur var Matt- hía-s sá sem var stjórnandinn og sá sem gaf „tóninn“, og kom vel í Ijós þegar Akranes tók hann „úr umferð" í lok leiks- ins, að þá vantaði samhengið. Þarna er á ferðinni ungt lið, sem vert er að veita athygli. Akranesliðið lók oft vel, en það er skipað nær sömu möxm- um og undanfarið, en það hafði ekki sama æskufrískleik og Keflvíkingarnir höfðu. Þó eru innanum (þar ungir og efnilegir merrn, sem Jofa mjög góðu og má þar nefna Atla, sem er jafn- vígur á báðar hendur að því er virðist. Dómari var Sveinn Kristjáns- son og dæmdi vel. 3. <1. ÍBK—Njaiíva' 11:7 Drengirnir úr Keflavík byrj- uðu vel, og sýndu léttan og leikandi handknattleik. Höfðu þeir skorað 6 mörk áður en Njarðvík komst á blað, og var þá komið nokkuð út í síðari hálfleik. Eftir það veittu þeir Keflvíkingum harða mótspyrnu. Njarðvíkingamir gerðu of mik- ið að þvx að skjóta, í stað þess að leika saman og sæta færi. Það gerðu þeir í síðari hálfleik og þá gekk betur. Eru þar, eins og í Keflavtfkurliðinu, efnilegir leikmenn, og er ekki að efa að Matthíasi Ásgeirssyni tekst að skapa þar gott lið, en hann þjálfar bæði liðin. 1 hálfleik stóðu leikar 4:0. 3. íl. Fram—ÍR 12:4 Lið það sem IR tetfldi fram var veikara en við mátti búast og réðu þeir ekki við Fram, sem sýndu oft allgóðan iei'k. Annars var mótstaðan það veik, að það er ekki hægt að gera sér hugmyndir um styrk Fram. Þurfa ÍR-Lngar að sinna þess- um ungu mönnum betur, því þeir eiga að taka við. Það virð- ist líka enginn fullorðinn vera með þeim, og er það líka til að Jama áhugann og sóknvilj- ann. 3. IL Valar—Vík- ingur 18:7 Síðasti leikur kvöldsins var á milli Víkings og Vals og unnu Valsmenn með miklum yfir- burðum, eða 18:7. Þetta unga Valslið ætti að geta orðið skemmtilegur kjami í framtíð- arliði Vals, ef það heldur saxn- an. Það hefur náð mikilli leikni og hraða, og samleikur þess er o£t góður. Frímann. %QJ$ ~ ÞJÓÐViLJINN — Þriðjudagur 3. apríl 1962 f

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.