Þjóðviljinn - 07.04.1962, Blaðsíða 12
Innrás Indónesa
á Nýju - Gíneu
DJAKARTA 6 4 — Indóncsískir
skæruliðar haí'a hertekið olíu-
bæinn Sorong á vesturhluta Nýju-
Gíneu. Þeir hafa ýmist fellt eða
tekið til fanga marga hollcnzka
hermenn, sem þarna voru til
varnar, scgir fréttastofan Antara
í Inónesiu í dag.
Sorong er vestasti bærinn á
vesturhluta Nýju-Gíneu.
Samkvæmt upplýsingum út-
varpsins í Djakarta og indónes-
ískra liðsforingja streyma nú
flokkar skæruliða frá eynni
Waigeo til meginlands Nýju-Gín-
eu. Fréttir berast um að
Indónesar hafi algerlega náð á
sitt vald eyju um 40 km frá
Nýju-Gíneu. Hafi Hollendingar
yfirgefið eyna..
Skæruliðarnir réðust á Sorong
frá mörgum hliðum. Þeir halda
stöðugt áfram árásum gegn stöðv-
um Hollendinga.
Blöð í Djakar.ta herma, að
Indónesar hafi komið upp Ieyni-
legri útvarpsstöð á Nýju-Gíneu.
Laugardagur 7. apnl 1962 — 27. árgangur — 81. tölublað
Apakött-
urinn Jobbi
og pófo-
gaukurinn
Lóra
Paul V. Michaelsen í
Hveragerði á yfir 400 tegund-
ir af blómum í gróðurhúsi
sínu, þar af 400 kaktusa-
tegund'r. 1 gróðurhúsi hans er
einnig að finna apakött í búiá
og fallegan páfagauk. Paul
;agði ekkur að apaköttinn
lefði hann fengið héðan úr
bænum fyrir þrem vikum/. en
hér hafði hann átt heima i
nokkur ár. Pau.1 kallar apa-
köttinn Jobba. Jobbi er frísk-
ur apaköttur og nærist eink-
um á eplum, banönum, apel-
sínum, kartölfum og sveskj-
um. Fólk hefur mjög gaman
af að sjá apaköttinn og Paul
segist varla hafa vinnufrið
fyrir ásókn barna.
Paul ságðistiekki hafa þor-
að að sleppa honum lausum,
en éinu sinni missti hann
lobba úr búrinu og þá hent-
ist hann um allt gróðurhúsið,
en fór síðan sjálfur fríviljug-
í búrið aftur. Jobbi er
sarldýr og það eina sem
'iann kynni að vanta í hinu
suðræna umhverfi í gróður-
húsinu er apaköttur af veik-
ara kyninu.
Páfagaukurinn heitir Lóra
og kemur frá Danmörku.
Lóra er 6 ára gömul og fæst
ekki til að segja aukatekið
orð á neinu tungumáli, en
gargar á stundum. Hún er
fallegur páfagaukur af Kaka-
dú kyni að sagt er.
Mynd’mar voru teknar i
í fyrradag er fréttamenn
heimsóttu Hveragerði
(Ljósm. Þjóðv.).
Vi'OKIO 6/4 — Japanska utanrík-
íiráðuneytið tilkynnir, að Japan
Souni mótmæla kjarnorkuspreng-
jjBgum Bandaríkjamanna, sem
fcírirhugaðar eru í Kyrrahafi á
J&essu vori.
Engar herstoðvar og hlutleysis-
stefna er bezta vðrn íslendinga
Áhrifamcsta ráðstöfunin til að
vernda íslenzku þjóðina fyrir
ógnum þeim sem yfir dynja ef
til kjarnorkustríðs kemur er að
leggja niður hcrstöðvar á fs-
landi og vísa hinum erlenda her
úr landi, cn taka upp hlutleýs-
isstefnu í átökum stórveldanna.
Þessi var niðurstaða Lúðviks
Jósepsscnar í ýtarlegri pæðu sem
hann hélt á fundi neðri deildar
Allþingis í gær, er frumvarp rík-
isstjórnarinnar um „almanna-
varnir" var þar tiil 2. umræðu.
Ræddi Lúðvík rækilega þennan
frumvarpsóskapnað og lagði á-
herzlu á þá kröfu er fram hef-
ur komið ,einnig frá Framsókn-
anflokknum, að málið verði ekki
afigreitt athuganalaust nú í þing-
lokin, heldur sent sveitastjórn-
um landsins til álits og endur-
skoðað til afgreiðslu á næsta
þingi.
Lúðvík lagði áherzlu á, að
mesta hættan stafaði af þeirri ó-
heillastefnu er tekin hefði verið
með því að fsland gekk í Atlanz-
hafsbandalagið og að erlendum
her var leyft að koma upp her-
stöðvum á íslandi
Með þessu hefði Island verið
dregið lengra og lengra inn á
hættusvæði hugsanlegra styrjald-
arátaka, og úr því yrði ekki bætt
nema með því móti að afnema
herstöðvarnar og vísa hemum
úr landi.
•Jr Herskylduheimildir dóms-
málaráðherra.
Lúðvík gagnrýndi mjög hinar
víðtæku og óhóflegu heimildir til
dómsmálaráðherra að gera ráð-
stafanir, sem að mörgu leyti gætu
jafngilt herskyldu. Og þetta mikla
váld væri ekki einungis heimilað
ef til styrjaldar kæmi, heldur
einnig ef „hættuástand" væri í
heiminum. En slíkt „hættuá-
stand“ hefðu núverandi stjórn-
arflokkar talið ríkja allt frá 1951
svo þessar víðtæku valdheimild-
ir ráðherra yfir fólki og eign-
um væri auðvelt að misnota, því
ekki væri annað sjáanlegt á
frumvarpinu en að ráðherrann
ætti að meta það einn hvenær
„hættuás.tand“ ríkti.
Umræðu um málið var hald-
ið áfram á kvöldfundi.
Stórsvikarar hand-
teknír ó Siglufirði
í gærdag fékk lögreglari á Siglufirði boð um að
með flóabátnum Draing væru þrír menn, sem
grunaðir væru um fjársvik og falsanir. Tók lög-
reglan á móti þeim, þegar Drangur kom um 3
leytið í gær og fór með þá til yfirheyrzlu. Þeir
játuðu svo á sig fjársvik og ávísanafalsanir fyrir
40—50 þús. króna, en óvíst er hvort þar eru öll
kurl komin til grafar.
Menn þessir höfðu á einhvern
hátt, komizt yfir stimpil frá raf-
veitu Reyðarfjarðar og gáfu út
falskar ávísanir í Reykjavík með
aðstoð hans, fóru síðan til Akur-
eyrar og opnuðu þar hlaupa-
reikning í Búnaðarbankanum
með 5000 kr. innstæðu, sem þeir
gáfu síðan út ávísanir á.
Frá Akureyri fóru þeir í gær-
morgun með flóabátnum og
skildu eftir sig ógreidda hótel-
reikninga og ekki áttu þeir held-
ur fyrir farinu á Ðrang. Ferð-
inni var heitið á sæluviku Skag-
firðinga.
Þegar sökudólgarnir höfðu ját-
aðj fól lögreglan þá umsjá
stýrimanns á strandferðaskipinu
Heklu, sem var statt á Siglu-
Framhald á 10. siðu.
NÝ PRENTSMIÐJA
Bjartsýni
★ Á hinum ágæta fundi
Sósíalistafélags Reykjavíkur
um vélakaup handa Þjóðvilj-
anum og stækkun blaðsins
var Sigurður Guðnason, fyrr-
verandi formaður Dagsbrún-
ar, mcðal ræðumanna. Hann
skýrði frá því að hann hefði
áður heitið því að leggja
fram í þágu Þjóðviljans 6.000
kr. á þremur árum, en nú
hefði hann ákveðið að leggja
fram alla þá upphæð í einuf
lagi fyrir 1. maí. Og Sigurð-
ur er þegar búin að fram-|
kvæma fyrirheit sitt.
En Sigurður Guðnason
lagði ekki aðeins fram þessa
miklu fjárupphæð. öll ræða
hans var gagnsýrð af bjart-
sýni og sigurvissu, þeim
stórhug scm ber menn hálfa
leið. Sigurður Guðnason hef-
ur alltaf átt þá ciginleika í
ríkum mæli og hann hcfur
rcynslu fyrir því að þcir
duga til mikilla afreka.
Myndarlcgustu kaflarnir í
sögu verkalýðshreyfingarinn-
ar og Sósíalistaflokksins
fjalla raunar um það hvernig
menn hafa vaxið með hverju
verkefni sem þcir hafa tekið
sér fyrir hcndur.
-fc Tökum Sigurð Guðnason
til fyrirmyndar; gerum bjart-
sýni hans að leiðarljósi í öll-
um daglegum athöfnum; þá
mun auðvelt verk að ná því
marki að safna 400 þúsund-
um króna fyrir 1. maí.
NÝR ÞJÓÐVILJI