Þjóðviljinn - 17.04.1962, Síða 4

Þjóðviljinn - 17.04.1962, Síða 4
ERLENDAR FRÉTTIR Litlu skuttogararnir reynast Norðmönnum vel Ég hef áður sagt frá hinni mjög svo góðu afkomu hjá smáskuttogaranum Hekktind ó s.l. ári. Eftir fréttum sem mér hafa borizt) hafa einnig litlu skuttogararnir Möretrál I og Möretrál II reynzt vel. Afli þeirra er sagður vel sambærilegur við afla miklu, stærri skipa, en allur til- kostnaður mikið lægri. Nú í s.l. marzmánuði voru þessi skip að veiðum á Halten- grunninu vestur af norðan- verðum Noregi og fengu þar allt upp í 100 smálestir á viku miðað við slægðan og hausaðan fisk, og má það kallast gott. Kanadamenn hafa samið við norsku skipasmíðastöðina Aukra Bruk um að fá að smíða 10 litla skuttogara eftir teikningum stöðvarinnar af smátogurunum Hessatrál og Hessagutt sem smíðaðir vcru fyrir rúmu ári og eru sagðir hafa reynzt sérstaklega vel við veiðar. Fyrsti togarinn af þessum tíu mun hlaupa af stokkunum kringum mánaða- mótin maí-júní. Nú þegar hefur verið byrjað á næsta skipi. iþetta verða frambyggð- ir skuttogarar, eins og norsku ' fyrirmyndirnar eru. Vei&ireglur og vi&urlög Kringum 20. marz hafði eftirlitsmaðurinn með fisk- veiðum á grunnmiðum á Ló- fótensvæðinu sektað fiskibáta fyrir brot á settum reglum frá því í vertíðarbyrjun um upphæð sem var 50 þúsund norskar krónur, eða rúmlega 300 þús. íslenzkar. Langflest voru brotin í því fólgin að bátar fóru inn á veiðisvæði og notuðu þar veiðarfæri, sem bönnuð voru á viðkom- andi svæði. En við Lófót og víðar við Noreg er veiði- svæðunum á grunnmiðum skipt á milli veiðiaðferða, og eftirlitsbátar sjá um að sett- um reglum sé fylgt. Þessar reglur eru þó einungis í gildi á meðan aðalvertíðar standa yfir. Af .þessari veiðisvæða- skiptingu getum við óefað mikið lært. Islendingar ekki me& Nú eru komnar nákvæmari upplýsingar um alþjóða fisk- iðnaðarsýninguna í Forum í Kaupmannahöfn sem var opnuð 14. apríl s.l. og stend- ur til 24. þessa mánaðar. Eins og áður hefur verið skýrt frá sýna 14 þjóðir á sýningunni. Hinsvegar eru fyr- irtæki sem þátt taka í sýn- ingunni 200 að töiu, og er helmingur þeirra danskui’. Til að gefa smá yíirlit yfir sýn- ingar-þátttakendur má nefna, að 36 brezk fyrirtæki hafa þarna deildir, 18 fyrirtæki frá Vestur-Þýzkalandi, 11 norsk, 8 sænsk og 7 japönsk. Þá eru þarna sýningardeildir frá Bandaríkjunum, Frakklandi, Hollandi, Belgíu, Italíu, Aust- bíðum, þeim mun betri verði öll aðstaða gagnvart þeim vandamálum sem fyrir liggja. Og enn heldur Braaten á- fram: Við eigum góð spil á hendinni, þar sem er fossafl okkar, skógur og fengsæl mið undan langri strandlengju. Svo bætir hann við. Það geta varla verið margir í landinu Hessagutt, norski skuttogarinn eftir tíu skip handa sér sem Kanadamenn láta smíða urríki og Póllandi. En hvergi hefúr þess verið getið svo ég viti að íslendingar séu þarna þátttakendur. I sambandi við þessa sýningu, verða sýndar ýmsar nýjar gerðir fiskibáta í höfninni ásamt helztu ný- ungum í veiðitækni og marg- vísleg hjálpartæki sem gera veiðarnar öruggari. Álit ívars Braeten á EBE .ívar Braaten í Álasundi skrifar grein í Fiskaren 14. marz. s.l. um væntanlega inn- göngu. Noregs í Efnahags- bandalag Evrópu. I grein þessari er ekki töluð nein tæpitunga um hlutina. Braat- en segir, að eftir þeirri með- ferð sem innganga Noregs í Efnahagsbandalagið hafi fengið hjá norskum stjórnar- völdum, gætu menn haldið að norska þjóðin væri í lífs- hættu á verzlunarsviðinu, og að hver d.agur sem liði, án skuld'bindingar frá Noregs hendi, mundi veikja aðstöðu til allra samriinga. En svo heldur hann áfram á þessa leið: Það eru margir sem ekki geta skilið þetta tímahrak stjórnarvaldanna,. og halda þvf beinlínis fram að allu.r dráttur í málinu sé nauðsynlegu.r og þjóðinni í hag. Fjárhagshlið þessa máls er nefnilega sú, að Noregur kaupir meira frá löndum Vestur-Evrópu heldur en þau af honum. Og þegar þannig er háttað, þá er rökrétt að á- lykta, að því lengur sem við sem í alvöru óska þess, að verzlunarflota Noregs sem nú siglir ó öllum heimshöfum, verði framvegis stjórnað af Þjóðverjum og Frökkum. Síðan útmálar Braaten hvernig það sé nú túlkað|. sem einhver fögur hugsjón, að afhenda öðrum frelsið í hendur, svo hægt verði að innlima Noreg inn í hina vesturevrópsku fjölskyldu. Og hann heldur áfram: Sumir okkar muna þó máske, að þetta hefu.r verið reynt áður, að þvinga okku.r með góðu og illu inn í stórþýzkt efnahags- bandalag, en þá fórnaði nofckur hluti af æsku Noregs lífi sínu, svo þetta tækist ekki. Og konungur, sem þá var undir margfaldri þving- u.n, miðað við hvað ríkis- stjórn okkar er í dag. Hann vísaði á bug bæði hótunum og gylliboðum, þrátt fyrir eigin lífshættu og sagði sitt hreina sögulega Nei. Og síð- an þetta gerðist hefur nei Hákonar konu.ngs verið þjóð- inni lifandi tákn um sjálft frelsið. Þessvegna hlýtur það líka að vera óhugsandi að núverandi konungur vor í beinni mótsögn við föður sinn, samlþykki lög sem heim- iii ríkisstjórninni og Stórþingi að afsala hluta af frelsi landsins í hendu.r erlendra þjóða, án þess að spyrja áður þjóðina um hennar vilja. Síð- an 'minnir Braaten konung- inn á þafj að ekki séu liðin nema kringum fjögur ár síð- an hann hafði hátíðlega lof- að að virða þjóðarviljann. Og Braaten heldur áfram, og dregur upp mynd af því þeg- ar Hákon vi'ldi ekki taka við konungdómi í Noregi á sín- um tíma, fyrr en sjálf þjóðin hefði kosið hann fyrir kon- ung. Þessi framkoma Hákon- ar varð sú undirstaða ástar og virðingar sem konungsfjöl- skyldan naut meðal allra stétta landsins. ívar Braaten endar svo grein sína með þessum orðúm. Það voru menn hér í landi, sem óskuðu þess árið 1945j. að ríkisstjórn Nygaardsvold væri dregin fyrir þjóðardóm. Ef stjórnarskránni yrði breytt nú er ■ Noregur með þeirri breytingu þvingaður inn í Efnahagsbandalagið, gegn þjóðarviljinum, þá munu máske fleiri heldur en 1945 krefjast þess að ríkisstjórn Gerhardsen verði dregin fyrir þjóðardóm. Þetta eru umrnæli ívars Braatens þýdd og endursögð. Úfger& Rússa á lslandsmi& Samkvæmt fregnum frá Múrmansk við Hvítahaf legg- ur út þaðan stærri síldveiði- floti 10. júní í sumar, heldur en nokkru sinni áður. Síld- veiðiflota þessum mun ætlað að veiða aðallega á hafsvæð- unum kringum ísland og Færeyjar. Það fylgir þessari frétt að rússneski síldveiði- flotinn verði í sumar búinn ýmsum nýjum veiðarfærum gerðum úr grennri og léttari efnu.m heldur en áður hafa verið notuð við véiðar. Þá er sagt í fréttinni, að meðal þessara veiðarfæra sé alveg ný áður óþekkt gerð af snurpunót. Á s.l. ári veiddu Rússarnir ekki jafn mikið magn af síld og þeir höfðu ætlað sér en hinsvegar er síldin frá s.l. sumri sögð sér- staklega góð og vel verkuð. Bylting i tog- arasmi&i I Leningrad er nú verið að smíða sjálfvirkan risatogara. Skipið er byggt sem verk- smiðjuskuttogari og verður 5000 lestir. Talið er að hér sé á ferðinni slík undra smíði að um slíkt hafi menn ekki einu sinni dreymt fyrir fáum árum. Gert er ráð fyrir að skipshöfn þessa togara verði nær eingöngu tæknifræðingar og annað sérmenntað fólk. 1 skipinu verður rafeindaheili sem stjórnar veiðum og vinnslu um borð gegnum sjónvarp. og eins því sem gerist niðri í hafdjúpinu þeg- ar verið er að toga. I áætl- un Rússanna er reiknað með að slíkur togari hafi skilyrði til að veiða fimm sinnum rneira magn, heldur en togar- ar af sörnu stærð geta veitt nú. Hinsvegar er talið að út- gerðarkostnaöur muni geta lækkað um allt að 70% mið- að við afiamagn. Ég geri ráð fyrir að hér sé um sama skip að ræða, og fiskimálastjóri Sovétríkjanna sagði frá að unnið væri að í Leningrad, í grein sem hann ritaði fyrir ,.Fiskaren“ málgagn norsku fiskveiðanna á s.l. hausti, rg ég endursagði í þessum þætti 5. des. s.l., þar sem birt var mynd af líkani þessa togara. Þróun fisk- vei&a Svia Afli sænska fiskveiðiflotans á s.l. ári varð ca 265 þús. smálestir, móti 259 þús. smá- lestu.m árið 1960. Hinsvegar var fiskaflinn 1959, 268 þús. smálestir. Verðmæti þessa afla á s.l. ári upp úr sjó var nálægt 1080 milljónum ís- lenzkra króna. Þeim fækkar stöðngt í Svíb.ióð sem fisk- veiðarnar stunda, þó afla- magn taki ekki miklum breytingu.m frá ári til árs. Þannig er talið að fiski- mönnum hafi fækkað um 30% frá árinu 1948. Ellefta landsþi fítboð mg Slysavarnafélags Islands verður sett með guðsþjónustu í Neskirkju, föstudaginn 4. maí 1962 og hefst kl. 14. STJÓRNIN. Tilboð óskast um smíði á skólahúsgögnum (borð og stólar) bæði úr stáli og beyki Útboösgagna má vitja í skrifstofu vora, Tjarnargötu 12, III. hæð, gegn 300 króna skiiatryggingu. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR. ^ — ÞJÓÐVILJINN — Þiiðjudagur 17. apríl 1962

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.