Þjóðviljinn - 26.04.1962, Page 1
Nœsti fundur
Viðræðufunclur Dagsbrú
■VinnuveitencIasanibaiKJsins,
airnar í röðinni,
gær og stóð í Jiálfan
Nýr funclur verður á
kl. 4;30.
Fimmtuclagur 26. apríl 1962 — 27. árgangur — 92. íölublað
Rœðukona fró Hirosima
Hún er frá Hiroshima,
japönsku bdrginni sem
fyrstu kjarnorkusprengjunni
var varpað á. Þá var Mijoko
Matsubara tólf ára gömul.
Núna á páskunum kom hún
til London og ávarpaði
mannfjöldann í Hydé Park
þar sem páskagöngunni
gegn kjarorkuvígbúnaði
lauk með útifundi. Hún
skýrði frá drápi hundrað-
þúsundanna í fæðingatborg
sinni cina motgunstund
fyrir 16 árum og harmkvæl-
um þeirra sem lifðu af
sprenginguna. Páskagöng-
urnar víða um lönd gegn
kjarorkuvopnum vorú nú
f jölmennari en nokkru sinni
fyrr. 1 Japan vex dag frá
degi mótmælahrcyfing gcgn
kjarorkusprengingum sem
Bandaríkjastjórn lét í gær
hefja á Jólaey. Úr því
Bandaríkjamenn sprengja
kveðst sovétstjórnin gera
slíkt hið sama.
Alheimsmótmæli gegn frekari eitrun andrúmsloftsins virt að vettugi
WASHINGTON 25/4. í dag hófu Bandaríkjamenn á ný
kjarnorkusprengingar í andrúmsloftinu. Um klukkan
.15..45 sprengdu þeir kjarnorkusprengju í grennd við Jóla-
ey á Kyrrahafi. Var sprengjunni varpað úr flugvél og
samsvaraði hún að styrk um þaö bil einni milljón tonna
af TNT-sprengiefni. Alls hafa Bandaríkjamenn ráðgert
að sprengja um 30 kjarnorkusprengjur á næstu tveim
til þrem mánuðum.
Skömmu áður en fullvíst var
að sPrengingin hefði átt sér stað
sagði fulltrúi utanríkisráðuneyt-
isins, Lincol White, að Banda-
ríkjamenn myndu hefja spreng-
ingarnar jafnvel þótt So.vétrík-
in féllust á samning um bann
við kjarnorkutilraunum undir al.
þjóðiegu eftirliti. Hann bætti
þó við að Bandaríkin myftdu
leggja sig fram um að ná sam-
komulagi um slíkt bann' á ráð-
stefnunni í Genf!
I dag vísaði Dean, fyrirliði
bandarísku sendinefndarinnar í
Genf, á bug síðustu áskorun Ind-
verja um að fresta sprengingun-
um í nokkrar vikur meðan á ráð-
stefnunni stæði. Sorin fulltrúi
Sovétríkjanna, sagði að spreng-
ingar Bandaríkjamanna sýndu
að vesturveldin kærðu sig ekk-
ert um bann við kjarnorkutil-
raunum, það eina sem þau vildu
væri að losa sig undan þeirri á-
byrgð sem á þeim hvildi.
MOSKVU • 25/4, . — Æðsta- ráð
Sovétríkjanna 'endurkaus . í dag
ríkisstjórn Krústjoffs lítt breytta
og samþykktj að samin skyldi
ný stjórnarskrá. Helzta breyting
á stjórninrii er sú að nýr ráð-
herra. Písin að nafni, mun fara
með iandbúnaðarmál. Fúrsteva
verður áfram menntamálaráð-
herra, Malinovskí landvarnaráð-
herra og Mikojan. Kosigin og
í Washington létu ráðamenn £
Ijós að ekki væri vonlaust un*
að þokast myndi í átt til sanv
komulags eftir að reykskýið frá
sprengjunum væri horfið.
Eins og fyrr segir munu til<*
raunir Bandaríkjamanna vara í
tvo t.'l þrjá mánuði og um 3íi
kjarnorkusprengjur verðris
sprengdar. Um 11.800 menn o^
100 skip hafa verið send til tii*.
raunasvæðísins umhver'fis Jólar
ey. Öllum áætlunum um spreng
Ustinoff varaforsafefisráðherrar.
Krústjoff verður formaðufl
nefndar þeirrar er annast un$
samningu nýrrar stjórnarskráí.
en í nefndinni eiga 97 menn sætú,
Hin ný.ía stjórnarskrá mun komaí
í stað stjórnarskrárinnar fráfc
1936. Mun hún einkum byggjasfc
á kenningum Leníns og verðulf
þar lögð áherzla á nauðsyn viivi
samlegrar sambúðar allra þ.ióða^-
Framhald á 11. síðí'
------------------
Ný stjórnarskrá fyrir
Sovétrikin undirbúin '
Reyndi Liz
sgalfsmorð?
RÓM 25/4 — I gær var banda-
ríska kvikmyndaleikkonan Eliza-
beth Taylor lögð inn á sjúkrahús
í Róm. í tilkynningu frá sjúkra-
húsinu segir að hún þjáist af
alvarlegri matareitrun.
Eliztbeth leikur annað aðal-
hlutverkið í kvikmyndinni Kleó-
patra sem tekin er í Róm.
Áður um daginn hafði Eliza-
beth leitað læknis í smábænum
Orbetello er hún fór þar hjá á
leið sinni frá Porto Stefano, en
þar dvaldist hún um páskana á-
samt Burton friðli sínum, en
hann leikur aðal-karlhlutverkið í
Kleópötru.
Blaðið II Messaggero fullyrðir
að Eliztbeth hafi gert
tilraun til sjálfsmorðs með því
að gleypa mikið magn af svefn-
lyfi eftir að hafa lent i æðis-
gengnu Tifrildi við Burton.
Slys í Keflavík
1 gær varð það slys í Kefla-
vfk að ung stúlka, sem var að
vinnu í frystihúsinu Jökli, datt
fram af bjargi rétt við frysti-
húsið. Ekki tókst fréttamanni
blaðsins að fá nákvæmar fréttir
af meiðslum, en þau munu hafa
orðið tailsverð, handleggsbrot og
önnur meiðsl. Stúlkan er dóttir
Ólafs Björnssonar, útgerðar-
Atkvœði greitt Alþýðubandalaginu
er krafa um vinstra samstarf
Ásgeir Höskuldsson, Berg-
mundur Guðlaugsson, Kjart-
an Ólafsson, Ragnar Arnalds
og Jónas Árnason hafa sent
frá sér eftirfarandi yfirlýs-
ingu:
Við, sem að þessari yfir-
lýsingu stöndum, höfum í vet-
ur átt þátt í tilraunum til
að koma á sameiginlegu fram-
boði vinstri flokkanna í borg-
•arstjórnarkosningum hér í
Reykjavík. •
Árið 1958 færði sundrung
vinstri manna íhaldiriu tvo
bæjarfulltrúá umfram það,
sem atkvæðamagn þess sagði
til um. Þúsundir vinstri at-
kvæða féllu dauð.
Úrslit þeirra kosnjnga
gerðu ljóst, hversu sjálfsagt
það er að vinstri menn þoki
sér saman og komi sameigin-
lega fram gegn höfuðandstæð-
ingnum á hverjum þeim vett-
vangi sem hentar.
Viljinn tíí slíkrar einingar
og skilningur fólks á nauðsyn
hennar hefur farið mjög vax-
andi á síðustu árum og þarf
ekki að efa, að samstarf
vinstri flokkanna t.d. í borg-
arstjórnarkosningum í Reykja-
vík væri fagnaðarefni nær
öllum óbreyttum stuðnings-
mönnum þeirra. Aidrei hef-
ur þörfin á fordómalausri
samstöðu heldur verið meiri
en nú, þegar flokkur auð-
stéttarinnar virðist þess albú-
inn að'leiða íslenzku þjóðina
undir ok erlendra auðhr'nga
með þátttöku í Efnahags-
bandalagi Evrópu, og stefna
svo í beinan voða tilveru okk-
ar sem íslendinga.
Enn hefur þó samstaða í-
haldsandstæðinga strandað á
afstöðu nokkurra hægri sinn-
aðra forystumanna í Fram-
sóknarflokknum og einangrun-
arsinna í Þjóðvarnarflokkn-
um.
Ekki h'efur þó ágreiningur
um stefnu í borgarstjórnar-
málefnum híndrað slíka sam-
stöðu, heldur sérhagsmuna-
hyggja og annarleg sjónar-
mið.
Alþýðubandalagið eitt hef-
ur sýnt fullan skilning á
nauðsyn þess að vinstri flokk-
arnir skipi sér til sameig.in-
legrar varðstöðu gegn yfir-
vofandi .alræði íhaldsins,
þrátt fyrir það, sem á milli
þer.
Við undirritaðir höfum tek-
ið sæti á frambo.ðslistum Al-
þýðubandalagsins, fjórir í
Reykjavík og einn í Hafnar-
firði. Með þessum framboð-
um viljum við lýsa yfir vilja
okkar t:l samvinnu við alla
þá. sem af heilum hug vilja
stuðla að auknu samstarfi
vinstri manna.
Við viljum mótmæla hverri
tilraun til að auka á sundr-
ungu vinstri aflanna. Fram-
boð*okkar er áskorun til allra
viri'stri' manna að taka hönd-
um saman til allsherjar sókn-
ar gegn ihaldi og erlendri yf-
irdrottnun.
í komandi kosningum fá
allir íhaldsandstæðingar tæki-
færi tii að vísa misvitrum
forystumönnum veginn til
vinstri einingar.
Hvert nýtt atkvæði, sem
greitt er Alþýðubandalaginu
er viljayfirlýsing og krafa um
vinstra samstarf — bá ó-
rofa fylkingu, sem ein getur
fært íslenzkrj alþýðu sigur í
baráttunni fyrir mannsæm-
andi lífi sjálfstæðrar þjóðar
á íslandi.
Kosningabaráttan, sem nú
hefst, er því jafnframt frem-
ur en nokkru sinni fyrr bar-
átta fyrir einingu alþýðunn-
ar.
Þá einingarbaráttu verður
að heyja í þessum kosningum
og halda henni áfram að þeim
loknum.
Ásgeir Höskuldsson
Berginundur Gudlaugsson
Kjartan Ólafsson
Ragnar Arnalds
Jónas Árnason
manns.