Þjóðviljinn - 11.05.1962, Blaðsíða 11
HÚSNÆÐI 'fW,
>
Þessa dagana leitar fólk eftir húsnæði eða býður til leigu
og vill blaðið bjóða upp á vettvang, þar sem lesendur afía
sér upplýsinga á ein’um stað.
Hér er um aö ræða ódýra þjónustu við Icsendur.
Degas síðan. Haivorsen konsúll
sagði eitthvað um þá mynd, —
og ég gleymdi hvað það var.
Allan tímann, meðan þessi harm-
ieikur hefur staðið yfir, hef ég
vitað að það var eitthvað sem
ég átti að muna, — en ég
mundi það aidrei. í fyrradag
rifjaðist það allt í einu upp
fyrir mér ...“
Klukkan var átta mínútur yf-
ir hálfellefu.
„Preben,“ sagði ég.
Hann hrökk við.
„Þú ert góður bókmennta-
gagnrýnandi,“ sagði ég. „Þú
hefur líka einu sinni skrifað
bók. Og þú ert ijómandi áhuga-
píanóleikari, — einhver sá
bezti sem ég þekki. En það var
enn eitt sem þú gerðir ennþá
betur . ..“
Ef saumnálin fræga hefði
dottið í gólfið, hefði það látið
í 'eyrum eins og þórdunur.
„Preben, þú varst frábær
listfræðingur, — það voru ekkj
margir hérlendis sem höfðu eins
vel vit á málverkum og þú. En
þú varst annað og meira, —
þú varst góður málari sjálfur.“
Hann laut aftur höfði og huldi
andlitið í höndum sér. En ég
hafði enga samúð með honum.
„En það sem þú gazt bezt
og vissir mest um, það snertir
þú ekki lengur. í meira en tutt-
ugu ár hefurðu ekki snert á
pensli, — og fólk á auðvelt með
að gleyma. Þú lézt alla gleyma
því, að þú hefðir einu sinni ver-
ið góður málari.“
Sígarettan brenndi mig í
gómana. Ég drap í henni.
„Þegar við Kristján komum
heim tií Halvorsens konsúls ár-
ið 1939, var hann orðinn aldr-
aður maður, meira en sjötugur.
En hann hafði heyrt getið um
þig. Þú hafðir nýskeð lokið dá-
litlu verki fyrir hann. Halvorsen
gamli sagði okkur einmitt .frá
því. Hann sagði okkur frá því
13.25 Við ýinnuná: — Tónléikar.
15.00 Síðdc|isútvarp.
18.30 Ýmis tþjóðlög. — 18:45 Til-
kynningte. — 19.20 Vfr.
20.00 Daglegt mat ‘(Bjairni Ein-
arsson cand. mag.).
20.05 Efst á baugi.
20.35 Frægir söngvarar: — Tito
Gobbi syngur.
21.00 Ljóðaþáttur: Guðbjörg Vig-
fúsdóttir les kvæði éftir .
Þorstein Erlingsson.
21.10 Tónleikar: Svíta nr. í ‘i'd1-
moll fyrir einleiksselló eftir
Bach (Casals leikur).
21.30 Útvarpssagan: Sagan um
Ólaf — Árið 19ý,4.
22.10 Um fiskinp (Stf.fán Jóns-
son fréttamaðúr).
22.30 Á síðkvöldi: Létt klassísk
tónlist. a) Gestaatriðið úr
óperunni Sadko eftir Rim-
sky-Korsakov (Mark Reiz-
en, Ivan Kozlovsky og Pav-
el Lisitsjan syngja með
Bolshoj leikhúshljómsv. í
Moskvu; Nicolaj Golovanov
stjórnar). b) Les Sylpides,
ballettmúsik eftir Chopin
(Hljómsveit Philharmonia í
Lundúnum leikur; Robert
Irving stjórnar).
63.15 Dagskrárlok. i.| , ;
að þú hefðir nýlega keypt fyrir
hann tvær myndir í París ...“
Lísa fór að gráta hljóðlega.
„ . . . og hann sagði okkur
hvaða myndir það voru og sýndi
okkur þær. Það var kirkju-
myndin eftir Monet og dans-
meyjarnar eftir Degas. Ég veit
ekki hversu mikið Halvorsen
gamli konsúll hefur borgað þér
fyrir þær, en það hlýtur að hafa
verið stórfé.“
Ég fálmaði eftir sigarettu. Ég
gleymdi að kveikja í henni.
„Þessi málverk eru falsanir,
Preben. Þú málaðir þau.“
• • •
Harin svaraði ekki einu orði,
ég sá bara álútt höfuð hans
bakvið hendurnar. ,
„Þú vissir að Halvorsen gamli
konsúli hafði ekki vit á málverk-
um i eiginlegum skilningi. Og þú
vissír að hann hélt vörð um
safnið sitt eins og afbrýðissam-
ur elskhugi, — það var ólíklegt
að sérfræðingur fengi nokkurn
tíma að sjá það meðan hann
væri á lífi. En svo veiktist Hal
vorsen gamli konsúll og þú viss-
ir, að þegar hann væri dáinn,
væru málverkin ekki lengur ör-
ugg. Þú máttir til að ná í þau
aftur, áður en nokkur kæmist að
því að þau væru fölsuð. Það
var nefnilega auðvelt að komast
að því, að það varst þú sem
hafðir útvegað þau. — Ég var
að fletta Kvöldblaðinu í gær og
ég fann smáfrétt um þessi mál-
verkakaup Og Hall lögreglufull-
trúi, sem hefur snuðrað allt upp
um okkur öli, — hann var löngu
búínn að koma auga á þá frétt.
En eins og hann sagði, þá var
ekkert glæpasmlegt í þeirri
frétt. Vel að merkja ef mál-
verkin voru ósvikin . ..“
Loks tókst mér að kveikja í
sígarettunnj minni.
„En þau voru fölsuð og þú
varðst að ná í þau aftur. Og þú
áttir enga peninga eftir. Það
voru tuttugu ár liðin síðan þú
hafðir haft stórfé útúr Halvor-
sen konsúl c£ nú voru þeir þen-
ingar ekki lengur til. — Þá
fórstu til Karenar. Og Karen
var hrifin af þér, þú ýarst
skyldur henni og hún vildi
gjarnan hjálpa þér. En húri gat
það ekki. Því að Eiríkur, — þótt
örlátur væri, — myndi aldrei
láta hana hafa þá fjárhæð sem
með þyrfti til að endyrkaupa
þessi tvö málverk. Þe.ss yegpa
fálaði h'ún v:ð Svein,1 hún þorði
ekki að tala við Eirik. En bræð-
urnir tveir voru býsna líkir, —
og Sveinn varð fo.kreiður, — al-
veg eins og Lisa hafði heyrt.
Hann gat ekki skilið hvað Kar-
en þyrfti að gera við alla þessa
peninga. Hann hélt að hún væri
beitt einhvers konar fjárkúgun.
Og svo réð hann Sná... P. M.
Horge til að komast að því hvað
Karen hefðist að . ..“
Preben var nábleikur.
„En ef Eiríkur dæi, þá myndi
Karen erfa mikið fé, — og þá
gaztu átt víst að hún myndi
hjálpa þér. Þú fengir myndirn-
ar aftur, — og enginn myndi
nokkru sinni geta sannað að
þær væru eftirlíkingar ..
„Og þú ekki heldur, Mar-
teinn.“
„Jú,“ sagði ég. „Það get ég
sannað. Ókunnugur maður
keypti þessar tvær myndir fyr-
ir peningar Karenar . . .“
Klukkan var ellefu mínútur
yfir hálfellefu.
„Hann ók með þær heim til
þín í fyrradag. Þú fórst út til
Lísu, hálftíma eftir að þú hafð-
ir fengið myndirnar. — Preben,
ég brauzt inn í íbúðina til þín,
meðan þú varst úti. Ég var þar
ekki nema í fimm mínútur, —
en það var nógu langur tími
fyrir mig. Ég hélt að brjálað-
ur maður hefði verið þar að
verki. Þú hafðir skorið mynd-
irnar tvær í óteljandi smábúta
og varst byrjaður að brenna þær
í arninum, — en þú varst ekki
búinn að því þegar Lisa hringdi.
Svo fórstu, — því að þú hélzt
sjálfsagt- að þú værir öruggur.
En þú varst ekki öruggur, Preb-
en, — því að ég tók með mér
sannanir.. .“
„ ég tók með mér tvo búta
úr málverkunum, því að það var
ekki búið að brenna allt. Ég
tók allstórt stykki úr kirkju-
myndinni. En ég var heppnari
með Degas, ég náði í stykk-
ið sem nafnið stóð á, falsaða
nafnið ..
Klukkuna vantaði kortér í ell-
efu.
„Ég er með þessa tvo búta í
töskunnj minni uppi,“ sagði ég.
„Ég skal sæ ...“
„Afsakaðu Marteinn," sagði
móðir mín allt í einu. Þau hin
sneru sér við og litu skelfd á
hana. Ég varð skelfdur sjálfur,
þótt ég setti von á þessu.
„Klukkuna vantar ko.rtér í
ellefu,“ sagði hún. „Mér þykir
leitt að trufla þig, —■ en þú
veizt að ég er frávita af hræðslu
við kertaljós. Og straumurjnn
er tekinn af klukkan ellefu. Ég
er hrædd um að ég verði að
segja, að nú sé nóg komið í
dag.“
„Já, en mamma . ..,“ sagði ég.
„Þetta er mikilvægt. Við skul-
um vera varkár . ..“
„Frú Bakke,“ sagði Karl-Jörg-
en, — hann virtist beinlínis ör-
vílnaður yfir þessari truflun.
„Ég skal ábyrgjast yður, að eng-
inn skal fara gálauslega með
eld. Það standa líka þarna
tveir stórir sjöarma stjakar
með kertum í . .
„Kertin þau arna eru bara til
skrauts,“ sagði móðir mín kulda-
legri röddu. „Ég sagði að mér
þætti það leitt, en þetta er mitt
hús. Það eru vasaljós á öllum
náttborðunum."
Hún reis á fætur. Hitt fólkið
varð að gera slíkt hið sama,
„Marteinn, — viltu vera svo
vænn r,að(; slökkva Ijósin eftir
okkur? Góða nótt, þið öll sam-
an.“
, Góða nótt.“ tautuðu hin. Svo
fóru þau eitt af öðru. En það
var rétt eins og Karl-Jörgen
værj að því kominn að fá slag.
„Þér líka. Hall lögreglufull-
trúi. Þið getið haldið áfram með
þetta i ,£yrramálið.“ >
- Hanns hprfðj1.i_þsm.,n5>kfefft.
stund, svo sneri hann sér allt
í einu við og fór. Ég lét sein,
ég sæi hann ekki. Síðust fór
mamma. Hún hafði staðið sig
betur en ég hafði þórað að
vona.
Ég heyrði að allir gengu upp
stóra stigann í ganginum fyrir
framan músikherbergið. Nokkr-
ar dyr voru opnaðar o.g þeim
var lokað. Síðan varð aUt hljótt.
Klukkuna vantaði tíu mínút-
ur í ellefu.
Ég. slökkti ekki á einum ein-
asta lampa í stóra herberginu,
Lng lijón
sem ibæði vinna úti, óska eftir
2ja til 3ja herbergja íbúð
Eyrir 15. júní.
(Jpplýsingar í síma 33425.
Ibúð óskast
2ja til 3ja herbergja íbúð
óskast til leigu. Reglusemi.
Upplýsingar í síma 37401.
Lítið herbergi
óskast til leigu um 5 mánaða
skeið og lengur ef um semst.
Tilboð sendist á blaðið merkt:
„Lítið herbergi fyrir geymslu“
— 1007.
FRÆ:
Matjurtafræ
Blómfræ
JURTALYF gegn:
plöntusj úkdómum,
skordýrum,
Ibúð óskast
Vantar íbúð strax.
Upplýsingar í síma 10329.
Húsnæði ?
til leigu
Fjögurra herbergja íbúð í
sambýlishúsi í Hlíðunum til
leigu frá 1. júní.
Tilboð sendist afgreiðslu
blaðsins merkt „Húsnæði
— 50“
Oska eftir
íbúð strax ^ *
3ja til 4ra herbergja.
Upplýsingar í síma 32507.
Garðsláttuvélar
Vatnsslöngur
Vökvatæki
Bakdælur og hand-
sprautur fyrir
jurtalyf
Garöyrkjutæki og
óþrifum á trjám. verkfæri f mikiu
GARÐÁBURÐUR Úrváli
Sendum gegn póstkröíu hvert á land sem er
SÖLUFÉLAG; , ;
GARÐYRKJUMANNA
Reykjanesbraut 6 — Sími 24366 — Reykjavík j ‘ j'f T
Kosningaskrifstofa
lista óháðra bindindismanna, H-listans í Góðtemplarahús-
inu opin daglega frá kl. 2 til 8 síðdegis.
S í M I 20160.
WifHi ‘
Allt til garðyrkju
WBT.. Föstudagur 11. maí 1962 —: ÞJÖÐVILJINN — .(íll