Þjóðviljinn - 24.05.1962, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 24. maí 1962 — ÞJÓÐVILJINN — (3
— Á sunnudaginn kemur er tækifæri verkalýðsins og
annarra vinnandi manna til að' höggva þau skörð í vígi
íhaldsins, sem seint munu gróa. Atkvæðaseöillinn er
vopnið.
Svo fórust Kjartani Ólafssyni orð í útvarpsumræðun-
um í gærkvöldi. Kjartan er sjöundi maður á framboðs-
iista Alþýðubandalagsins viö borgarstjórnarkosningarn-
ar i Reykjavík.
— Það er aðeins eitt vald í þessu
landi, sagði Kjartan, sem getur
molað valdakeríi íhaldsins, þetta
Vald er sterk og einhuga verka-
lýðshreyíing.
— Alþýðubandalagið er stjórn-
málaflolckur verkalýðshreyfing-
arinnar — sá eini sem hún ár
Atkvœðamagn Alþðubandalags-
ins á sunnudaginn slcer alger-
lega úr um styrk verkalýðshreyf-
ingarinnar á næstu mánuðum.
Kjartan benti á þá staðreynd
að verkamaður verður nú að
vinna einni klukkúsund og 40
mínútum lengur á degi. hverjum
en hann gerði árið 1958 til að
bera það sama úr býtum.
— Hafa þá stjórnarvöldin haft
úr minna að spila, er þau
skammta þjóðfélagsstéttunum
lífsviðurværi?
Kjartán vitnaði til skýrslu
Seðlabankans fyrir 1961, en þar
segir að heildarafli landsmanna
hafi á því eina ári aukizt úr
514 þús. tonnum í 634 þús. tonn\
eða um nær 25%, og í öðrum
framleiðslugreinum hafi einnig
verið um verulega framleiðslu-
aukningu að ræða.
— Hver er skýring þess að í
slíku góðæri fara lífskjör alþýð-
unnar á lálandi versnandi?
Hún er einfaldlega sú að Sjálf-
stæðisflokkurinn hefur reynzt
trúr því hlutverki sínu að neyta
valdanna til að tryggja tugmillj-
ónerum leiðina til bættra lífs-
kjara.
Kjartan tók því næst dæmi
um það hvernig fjármunum
landsmanna er sóað í óráðsíu
íhaldsins:
— Einar Sigurðsson hefur á
Alþingi upplýst að Sölumiðstöð
hraðfrystihúsanna hafi ein dregið
200 milljónir króna út úr land-
inu og fest í braskfyrirtækjum
Jóns Gunnarssonar., í Ameríku.
íslenzkir sjómenn eru um 5000
alls. Þessar 200 milfjónir eru
árslaun 2500 þeirra, reiknað með
80.000 króna meðaltekjum. Árs-
launum hins helmingsins hefur
nú verið sólundað í framleiðslu-
tap vegna margra mánaða tog-
araverkfalls, sem valdhafarnir
hafa ekkert gert til að leysa.
Og svo boðar íhaldið að íslenzkt
þjóðfélag þoli ekki að beztu
starfsmenn þess fái tólf stunda
hvíld á sólarhring.
Kjartan benti á að gróði bank-
anna hafi 1960 verið um 150
milljónir.
— En það er upphæð sem ein
nægði til að borga Dagsbrúnar-
mönnum í Reykjavík 18% upp-
bót á allt dagvinnukaup — ekki
í eitt ár heldur fimm ár! — og
gæti samt bankavaldið sjálft hirt
gróðann frá hinum árunum fjór-
um.
Bankaauðvaldið notar svo í-
haldið til að drottna yfir öllú
atvinnulífi landsins.
Kjartan drap því næst á hina
einkennilegu baráttu íhaldsihs
fyrir lýðræði og frelsi, sem að
sögn Morgunblaðsins á nú mjög
í vök að- verjast fyrir „komm-
únistum". — Og hvað er líka
sannara lýðræði en það, að láta
bara halda áfram að kjósa þang-
að til valdhafarnir eru ánægðir
með úrslitin, og verði einhverj-
um það á í leynilegri kosningu
að styðja annan en þann út-
valda, þá skal hinn sami þegar
í stað lýsa því yfir opinberlega,
að hann sé jú ekki alveg viss
í stafrófinu — samanber aðfarir
íhaldsforystunnar í borgarstjórn
Reykjavíkur við kosningu í
stjórn Sogsvirkjunarinnar nú
fyrir fáum dögum.
— En er ekki valdaskeið þess-
arar sjálfskipuðu lýðræðishetja
orðið nógu langt?
Alþýðubandaiagið krefst i dag
samfylkingar allra íhaldsand-
stæðinga.
Hvert nýtt atkvæði greitt Al-
þýðubandalaginu er krafa um
slíka samfylkingu vinstri manna.
Dauðu atkvæðin. vegna sundr-
ungar íhaldsandstæðinga í
Reykjavík í síðustu bæjarstjórn-
arkosningum færðu íhaldinu tvo
bæjarfuiltrúa.
Við þurfum ekki fleiri vinstri
flokka, fleiri dauð atkvæði, held-
ur órofa samfylkingu gegn vald-
níðslu Sjálfstæðisflokksins.
— Við heitum á íhaldsand-
stæðinga að sameinast urn Al-
þýðubandalagið í þessum kosn-
ingum. .
Verkalýðshreýfingin á það
skilið af öllu láglaunafólki, að
það styrki haná til þeirra átaka,
sem á eftir fara um hag alþýðu-
heimilanna á Islandi.
Jónas Arnason
Súín af greimim og ræðum eftir
lónas Árnason
í dag kemur út á forlagi
Heimskringlu ný bók eftir
Jónas Árnason rithöfund,
og nefnist hún „Sprengjan
og pyngjan“. Hefur hún að
geyma greinar og ræður.
í formála segir höfundur:
' „Þessar greinar og ræður
fjalla flestar um málefni sem
hafa valdið mér gremju og
reiði. Sumt af þessu kann að
virðast úrelt, þar á meðal nío
ára gömul grein um lífið í
braggahverfi höfuðborgarinnar..
En það er enn vcrið að ofbjóða
mannlegum tilfinninguin með
því að láta börn alast upp í
bröggum. Enn er því ástæða til
að reiðast af því. Mcginefni bók-
arinnar er þó um báskann af
Framhald á 14. síðu.
Þessi mynd er af malbikunarvél, sem bæjarstjórn Hafnarfjarðar hefur fengið Icigða hjá Galnagerð-
inni s.f., en Hafnarfjarðarkaupstaður er einn af stofnendum þess fyrirtækis ásamt nokkrum öðrum
bæjar- og svcitarfélögum. Vél þess, sem er mjög afkastamikil, er leigð á 2500—3000 krónur á dag
eftir því hvort hún er leigð cin eða með manni og bíl að auki. Verður vélin næst leigð til fsa-'
fjarðar, er hún hefur lokið störfum í Hafnaríirði. Gera stórvirkar vélar eins og þessi kleift að
auka afköst við gatnagerð til mikilla muna frá því sem nú ei. — (Ljósm. Þjóðv.).
Eru
þeir byrjendur?
Alltaf er okkur íslending-
um að íara fram á heims-
vísu. Nú hafa mönnum vitr-
azt þau sannindi að ekkert
púður er í kosningabaráttu
án þess að upp komi njósna-
mál, en njósnir hafa um
margra ára skeið verið e:tt
helzta fréttaefni heimsblað-
anna, og bera þær fregnir
með sér að hugviti og snilli
stórveldanna séu engin tak-
mörk sett á því sviði. En það
er til marks um byrjendaörð-
ugleika okkar hversu frum-
stæð íslenzka njósnasagan
er. Tékkneskur verzlunar-
maður er talinn hafa beðið
isilenzkan flugmann — ein-
dreginn Sjálfstæðisflokks-
mann sem hann þekkti sára-
lítið — að safna vitneskju
um hernámsflugvélar á Kefla-
vikurflugveili. Og njósnatæk-
ið mikla var venjulegur
skrúfblýantur af tegund sem
fæst hér í hverri búð og
annarhver maður á. Barna-
Iegri vinnubrögð hefur mað-
ur ekki heyrt um. Skyldu
Tékkarnir vera gersamlega
fáfróðir nýliðar á þessu
sviði?
Allt er þetta þeim mun
furðulegra sem Alþýðublaðið,
máigagn utanríkisráðherra;
segir réttilega í forustugrein
ríkisins er fyrir opnum tjöld-
um og þarf enga njósnara til
að snuðra umhverfis hana.
Sama má segja um varnar-
liðið. Það verður að sætta sig
við þá staðreynd, að hér sé
allt opið og engu hægt að
leyna. Jafnvel hin annáluðu
leyndarsvæði á Keflavíkur-
flugvelli, isem gætt er af
vopnuðum vörðum á síð-
kvöldum o.g næturlagi, eru
. opin íslenzkum embættis-
mönnum við venjulegar að-
stæður“.
Hversvegna þá að gefa ís-
Ienzkum flugmanni skrúfblý-
ant til að fela í vitneskju
um það sem a'llir þekkja?
Hví var
hann ekki kærður?
Og ekki eru viðbrögð rann-
sóknarlögreglunnar síður dul-
arfull. Flugmaðurinn kveðst
hafa farið til eins æðsta yf-
Trmanns þeirrar stofnunar og
trúað honum fyrir njósna-
inn lofaði að steinþegja um
allt saman! Síðan gerist ekki
neitt fyrr en utanríkisr .ðu-
neytið kemst í málið löngu
seinna. E.f lögreglan kemst á
snoðir um fyrjrhuguð lögbrot,
ber henni að sjálfsögðu að
reyna að afla sér sönnumar-
gagna, og eðlileg viðbrögð
hefðu auðvitað átt að vera
þau að fá flugmanninn í lið
með sér til þess að sanna
verknaðinn upp á Tékkann.
En rannsóknarlögreg'lumaður-
inn virðist auðsjáanlega ekki
hafa séð neina ástæðu til að
taka flugmanninn alvarlega.
Og hvers vegna var Tékk-
anúm visað úr iandi? Hann
var ekki starfsmaður sendi-
ráðsins og naut því engrar
diplómatískrar verndar. Væri
maðurinn ta'linn sekur um
lögbrot bar að draga hann
fyrir rétt á íslahdi og kveðá
upp dóm til sektar eða sýkn-
unar. En utanríkiisráðherra
virðist umfram allt hafa vilj-
að forðast það að dómstól-
málið. Áhugamál hans var
auðsjáanlega það eitt að geta
birt góða frétt á hæfilégum
tima fyrir kosningar.
Sann-
gjarnt
Allt er þetta jafn dular-
fullt. Það er aðeins eitt sem
er einkar skýrt. Flugmaður-
inn hefur þegar borið fram
fjárkröfur á hendur utanrík-
Isráðuneytinu o.g vill að það
taki ' við ónýtri flugvél sem
hann kveðst eiga: ..Mér finnst
það því isanngjarnt að utan-
ríkisráðuneytið tæki flugvél-
ina af mér. . . og tryg'gði mér
að ég fengi hálft upphaflegt
verð hennar, um 70 þúsun 1
tékkneskar krónur. Þet'a
fyndist mér ekki ósanngi °-’t
að utanríkisráðuneytið ge"S'“.
Víst er þetta sanngjarn*. rg
væntaniega stendur ekVi á
utanríkisráðherra að le--:a
fram fé úr ríkissjóði -".ðr-
um þeim sjóðum sern v> - vrn
í gær: „Öll starfsemi íslenzka sögunni, en lögreglumaður- amir fengju að fjalla um eru tiltækir, — Au t r.