Þjóðviljinn - 03.06.1962, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 03.06.1962, Blaðsíða 6
:i: '! GuIIfaxi er búinn til flugs. Enn bætast nokkur þúsund kílómetrar við þá veg’alengd, sem flugvélar Flug- félagsins hafa flogið frá stofnun þess fyrir 25 árum. Því verður vart trúað í fljótu bragði, en vegalengdin jafngildir roeira en 750 ferðum umhverfis jörðu eða 39 ferðum til tunglsins og tií baka. Farþegafjöldinn, sern vélarnar hafa flutt á þessu tímabili, er orðinn um 850.000 eða svipaður fimmfaldri íbúatölu Islands. Það er okkur gleðiefni að líta yfir farinn veg og virða fyrir okkur þróun Flugfélags Islands í 25 ár. Fél- agið hefir haslað sér völl á vettvangi samgöngumála og hefir notið til þess skilnings og velvildar íslenzku þjóðarinnar. Mest er þó um vert, að við höfum áunnið okkur traust farþega okkar og viðskiptavina og það hvetur okkur til dáða í framtíðinni. Flugfélagið er í stöðugri þróun og það mun ekki láta hlut sinn eftir liggja í framförum komandi ára. y) — ÞJÓÐVILJINN — Sunnudagur 3. júní 1962

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.