Þjóðviljinn - 06.06.1962, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 06.06.1962, Blaðsíða 1
Hvítasunnu- ferð ÆFR Önnur síða Ekkert er gert í máli Karísefnis Ekki er útflúíningsdeild viðskiptamálaráðuneytisins kunnugt um að neitt hafi verið gert í máli togarans Karlsefnis. Útgerð þessa togara gerðist sem kunnugt er gróflega brotleg við landslög, þegar hún flutti ísfisk til Þýzkalands í banni stjórnarvaldanna og seldi hann þar. Ofan á allt þetta var þarna um verkfallsbrot að rasða og samningsbrot. Afsakanir fyrir hegðun sinni hafði útgerðin engar, nema svo hlægilegar að ekki tekur því að nefna þær. , . Emil Jórisson sjávarút- vegsmálaráðherra hefur iþetta mál til meðferðar og umhugsunar og hafði hann í byrjun stór orð um að mál- ið yrði tekið föstum tökum og útgerðin látin sæta þyngstu refsingu fyrir af- broti.ð, hálfrar . milljón króna sekt Qg tugthúsvist handa forstjóranum. Sjó- manhafóiagið hefur. þegar refsað sínum- mönnum. t.d. rekið skipstjórann. Halldór Ingimarsson úr félaginu og sek.tað aðra "siriá ' merin. Komið hefur einnig til orða að önnur félög. sem óttu meðlimi sína um borð í skipinu, beiti þá hliðstæð- um aðgerðum. Félagsmálaróðuneytið úrskurðar Einar Olgeirsson réttkförinn í Sogsvirkiunarstjórn Ofbeldi íhaldsins á síðasta fundi borgar- stjórnar Reykjavíkur fyrir kosningar, þeg- ar riftað var löglegri kosningu í Sogsvirkj- unarstjórn, hefur nú verið úrskurðað aíger lögleysa af félagsmálaráðuneytinu. Hefur síðari kosning íhaldsins, eftir að búið var að handjárna borgarfulltrúa Sjálfstæðis- flokksins, verið dæmd marklaus með öllú en Einar Olgeirsson réttkjörinn fulltrúi í Sogsvirkjunarstjórn. Dómsniðurstaða ráðuneytis-^" ins er svohljóðandi: „Samkvæmt 37. gr. sveitar- stjórnarlaga nr. 58, 29. marz 1961, skulu kosningar í nefnd- ir vera leynilegar og bundnar, ef þess er Fyrrj kosningim á þrem mönn- um í stjórn Sogsvirkjunarinn- ar. sem fram fór í borgarstjórn fyrir fundarhléð, var hlutbund- in og leynileg. Ekkcrt liggur fyrir um það, að á hcnni hafi verið neinir meinbugir. Virðist því bera að telja þá kosningu liigmæta. Úrslit kosninga, ein út af fyrir sig, geta ekki valdið því, að annars Iögmæt kosning verði ólögmæt vegna þess eins, að úrslit hafi orðið á þenna veg en ekki hinn. Sú ályktun borgarstjórnar að ákveða encl- urkosningu í stjórn Sogsvirkj- unarinnar er byggð á því einu. að úrslit kosninganna urðu með þeim hætti sein raun varð á. Eins og fyrr segir getur það ekkj haggað gildi hinnar fyrri kosningar. Það ber því að ó- gilda síöari kosninguna.“ Úrskurður Félagsmála- ráðuneytisins birtisft í heild á 6. síðu Framsókn hafnar vinstri að þóknast íhaldinu Bæjarstjórnar- fundur á Akureyri: samvinnu AKUREYRI í gær — Fyrsti fundur hinnar nýkjiirnu bæjar- stjórnar var haldinn i dag. AI- þýðubar.dalagið og Framsóknar flokkurinn hafa til samans hreinan meir’hluta í bæjar- stjórninni, 6 fulltrúa. en Fram- sóknarflokkurinn kaus fremur að afhenda ihaldinu sæti for seta bæjarstjórnar cn að koma á vinstra samstarfi. íhaldið og kratar stóðu sanian við kjiir forseta og nefndarkosn.ingar. Við kjör forseta komu frarn tveir listar. annar með naíni Jóns Sólnes. en hinn með nafni Ing- ólfs Árnasonar. Var Jón kjörinn með 5 atkv. (íhalds og krata). Ingólí'ur hlaut 2 atkvæði, en full- trúar Framsóknar (4) skiluðu auðu. Þeir buðu ekki einu sinni fram móti íhaldinu. Fyrri vara- forseti var kjörinn Bragi Sigur- jónsson og annar varaforseti Árni Jónsson, — á sama hátt og forseti. * Alþýðubandalagið bauð Fram- sókn upp á viðræður um vinstra samstarf á Akureyri, en því var haínað án þess að viðræður færu ! fram. Framsóknarfulltrúarnlr af- I söluðu sér. þannig sæti. forseta ; bæjarstjórnar í heridur íhaldinu án allrar baráttu. I I Bæjarstjóri var endurkjörinn Magnús Guðjónsson með öllum i atkvæðum. RRAGI VELTIST UR BÆJARRÁÐI Er kjósa átti í bæjarráð, kom íram tillaga frá Braga Sigur- jónssyni um að fækka bæjar- ráðsmönnum úr 5 í 4 og skyldi kosning miðast við að kosinn yrði ei.nn maður frá hverjum flokki! Fellt var að taka tiljög- una á dagski’á. þar sem aðeins 4 fulltrúar greiddu henni at- kvæði, — Bragi og íhaldsfulltrú- Framhald á 12. síðu. Vitaskipið ÁRVAKUR. sem smíðað var í Ilollandi fyrir íslcnzku vita- og hafnarmála- skrifstofuna í stað vs. Her- móðs cr fórst fyrir nokkr- um árum, kom til Reykja- víkur í gær. Skipið Iagði af stað frá Hollandi 26. maí en ltom við á leiðinni hing- að í Rretlandi og tók þar bryggjuefni og stykkjaviiru til heimaflutnings. Einnig hafði það í fyrradag skamma við- Svöl i Vestmannaeyjum. þar sem skipað var um borð 9 tonna jarðýtu er flytja þurl'ti hingað. Að sögn Guðna Thorlacius, skipstjóra, var vcð- ur það gott á heimilciðinni að ekki reyndi á sjóbæfni Árvakurs. — Á 3. síðu er nánari iýsing á hinu nýja vitaskipi, en myndin var tek- in af því í gærmorgun, þar sem það lá við Ægisgarð í

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.