Þjóðviljinn - 15.06.1962, Page 3

Þjóðviljinn - 15.06.1962, Page 3
AFMÆLISÚTGAFA i haust i viShafnarbúningi * Tólfbœkur eftir ÞJÓÐKUNNA ISLENZKA HÖFUNDA Að því íilefni að bókmenntafélagiö Mál og menn- ing verður 25 ára 17. júní í ár hefur stjórn félags- ins og félagsráð ákveðið að stofna til afmælisút- gáfu og hefur fengið til samstarfs nokkra helztu rithöfunda og skáld þjóðarinnar sem leggja til í þessa útgáfu ný frumsamin verk. Stjórnin vill að á útgáfu þessari sé myndarbragur, að það fari sam- an fjölbreytileg verk eftir góða höfunda og vönduð bókagerð, svo að útgáfan verði félaginu til sóma og að allir sem hana fá í hendur hafi ánaegju af að eiga hana og varðveita. Allar bækurnar verða eftir íslenzka höfunda og verður leitað aðstoðar fremstu bókagerðar- og listamanna til að gera á þær kápur og sjá um útlit þeirra. Bækurnar sem Mál og menning hefur verið svo heppin að fá í afmælisútgáíuna eru þessar — (tólfta bókin verður ákveðín síðar): Þórbergur Halldór Einar Jóhanncs Stefán Kiljan Gunnar Þórbergur Þórðarson: Minningai úi Unuhúsi. Skrásettar eftir Stefáni frá Hvítadal. Unuhús var annað heimili margra íslenzkra skálda og listamanna áratugum saman. Um þetta merkilega hús hafa margir íslenzkir rithöfundar skrifað, en einkum um þá „akademfu og veizlu11 sem þar stóð á þriðja og fjórða ára- tug aldarinnar. Minningar þær sem Þórbergur Þórðar- son skráði eftir Stefáni frá Hvítadal 1923 má hinsvegar segja að fjalli um forsögu þessa skáldahúss, því þar er greint frá íbúum þess á ár- unum fyrir 1910. Rannveig Sverrir Ilalldór Kiljan Laxness: Pijónastoían Sólin. ............ Nýtt leikrit. Halldór Kiljan hefur nú hvílt sig um stund frá sagna- gerð, en ryður sér kappsfull- ur nýja braut í leikritasmíð, og þar er ekki síður haft á honurh vakandi augá. Sromp- leikurinn olli miklu umróti i hugum leikhússgesta. Prjóna- stofan Sólin er flóknara leik- rit, öldin í grímubúningi, heimsviðburðir í hnotskurn, ragnarök gerast og líða hjá. Þessa leikrits er beðið með nýrri eftirvæntingu. 1» Jón Helgason: Tuttugu eilend kvæði, þýdd og stæld. Af undirtektum iþeim að dæma sem Jón Helgason hlaut þegar hann las úr þessum Ijóðaþýðingum í vor, er ó- hætt að fullyrða að Tuttugu erlend kvæði verði á sína vísu annar eins bókmenntaviðburð- ur og fyrsta útgáfa frumsam- inna Ijóða Jóns fyrir tuttugu og þremur árurn. Meðal margra dýrgripa þessarar bókar er sérstök ástæða til að benda á fjögur af fræg- ustu kvæðum Francois Viill- ons. sem verða nú í fyrsta skipti aðgengiiég íslenzkum aiménningi. Gunnar Benediktsson: Skiiftamál uppgjafa- prests. I þessari bók eru elztu fyr- irlestrar og ritgerðir Gunnars Benediktssonar, frá þeim ár- um þegar orðið var of þröngt um hann innan kirkjunnar og hann hóf boðskap sinn um réttlæti í þjóðfélaginu. Margir minnast þess umróts sem þessar ritgerðir ollu á sínum tíma, en bær hafa ekki birzt áður í bókarformi. Bóikin er helguð sjötugsafmæli höfund- ar Jóhanncs úr Kötlum: Ný Ijóðabók. Síðasta ljóðabók Jóhannes- a.r úr Kötluth, Sjödaégra, flutti með sér algera endurnýjungu á ljóðastíl hans. Með þessari bók brýtur skáldið enn nýtt land, og er þó skeleggur og óhlífinn sem jafnan fyri’. Halldór Stefánsson: Blakkai lúnii. Smásögur. Eftir að hafa gefið út 2 skáld- sögur á undanförnum árum kemur Halldór Stefánsson nú aftur að sérgrein sinn, smá- sagnagerðinni. 1 ibókinni eru tíu sögur. Stefán Jónsson: Veguiinn að biúnni. Skáldsaga. Þessi nýja skáldsaga Stef- áns Jónssonar er mikið verk, sem höfundur hefur unnið að síðustu árin. f sögu tveggja bræðra sem vaxa upp eftir fyrri heimsstyrjöldina, eru ofnir þættir úr örlögum þeirr- ar kynslóðar sem lifði þroska- ár sín á krepputímunum. Einar Olgeirsson: Voit land ei í dögun. Útdrættir úr ritgerðum. Bjöm Þorsteinsson annast útgáfuna. Inngangur eftir Sverri Krist- jánsson. Enginn á frjórri hugmyndir j en Einar Olgeirsson um fram-| tíðarþjóðfélag íslendinga. fi þessari bók birtist kjarninn| úr ritgerðum hans um fram- kvæmd sósíalisma og lýðræð-i is, nýsköpun íslenzks þjóðfé- Jón lags og um þjóðfrelsisbaráttu íslendinga. Bókin er gefin út að tilefni sextugs afmælis höfundar. Sverrir Kiristjánsson: Ræðui og riss Fáir íslenzkir ritgerðahöf- undar hafa kunnað betur en Sverrir Kristjánsson. ,að ydda orð sín og senda skeyti sín beint í mark; og fáir standa jafn föstum fótum í jarðvegi húmanískrar arfleifðar sem hann. Það er því ekki von- um -fyrr að gefið er út úr- val greina hans um menn og. málefni, pólitík og bókmennt- ir síðustu tuttugu ára. Rannveig Tómasdóttir: Rndlit Asíu. Ferðasaga. f þessari bók bregður hin víðföríi höfundur upp myndum frá Indlandi, Nepal, Ceylon, Kambodia, Tailandi, Uzbek- istan og Kazakstan, hefur lagt leið sína um frumskóga, eyði- merkur og upp að rótum Himalaya. Barbara Á. Árna- son skreytir bókina í austur- lenzkum stíl. Elztu hetjukvæði Eddu Með inngangi og skýringum cftir JÓN HELGASON. Færra en skyldi hefur verið ritað um eddukvæði handa ís- lenzkum almenningi. Jón próf- lessor Helgason er kunnur að fdjúpstæðri þekkingu á forn- [um skáldskap og engu síður lað sérstökum hæfileikum til *að miðla lesendum af henni. Ákveðið hefur vetib að afmælisútgáf an. verði í aðeins 500 einf§kum og seljast all- ' ’Ufc-tólf bækurnar í eihu-vlasi. s Áf þessum 500 eintökum afmælisútgá’f- unnar verða 100 eintök í sérstaklega vönd- uðum búningi, tölusett og árituð af höf- undum, og ætluð vandfýsnum bókamönn- um og bókasöfnurum. Þetta eru að vísu dýrustu en verða líka verðmætustu ein- tökin. Hefur þegar verið leitað áskrifenda sérp . reiðubúnir . væru að greiða helming verðs fyrirfram og er meirihlutf eintak- anna pantaður. eða -innah við brjátíu eftir óseld. Þeir bókamenn, sem ekki vilja missa af tölusettu árituðu eintaki, sru' því vinsamlega beðnir að hringja i síma Máls og menningar, 15199 eða L8F06.' -**•>. -tr~' v%- • . •> >. - Gert- er ráð fyrii? að bækúnnar komi allar út í einu, í haust eða nokkru fyrir jól. AUar verða þær í sama ibroti, árit- uðu eintökin í dálítið stærra sniði. Þar sem flestir bókamenn og bókasafnarar vilja sjálfir ráða bandi á bókum sínurn, eru árituðu eintökin seld í kápu, nema koml fram sérstakar óskir. Hin 400 ein- tök ;tfméeljsú tgá funnar ýerða- seld itpn- búddtn I g’ððah sHirtíng, aliíú’ tólf. bæk- 'urnár á kr. 2400.— eða 200 kr.‘ foókin ;að ‘fneðaltali. Þæf fást líka heftar á kr. 2000.— og ib. í skinn 2720.— Þar sem reynt verður að öllu leyti að vanda sem bezt til þessarar afmælisút- , gáfu og ekki horf t í k.os.tn,að, treystir stjórn Máls og menningar því að bóka- menn og vinir félagsins láti sér ekki vaxa í augum verð bókanna og hafi jafn- framt í huga stuðning við Mál og menn- ingu. Ilér verður um að ræða einstaka sögulega útgáfu á bókum eftir þjóðkunna höfunda. Safnað verður kaupendum að 400 ein„ táka útgáfunni fram til 1. sept. og geta .. menn strax gerzt áskrifendur með því að greiða minnst 500 kr. fyrirfram. Vegna mikils kostnaðar við útgáfuna er óhjá- ■ kvæmilegt að óska eftir fyrirframgreiðslu. ii.ztifi iög.,; r«' i;rl .l' imijiíi :i L. . !f l il,u Föstiidagur 15. .júni 1962 — ÞJÖÐVILJINN; —,. (3 .( • VSt‘ L bi.lt k'/ii y: mj7 Vó

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.