Þjóðviljinn - 17.06.1962, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 17.06.1962, Blaðsíða 7
Keres? Geller? Petrosjan? Þegar þetta er skráð, er þremur fjórðu hlutum mótsins í Curacao að verða lokið. Má nú fullvíst telja að einhver Iþeirra Keresar, Gellers eða Petrosjans verði sigurvegari á mótinu og næsti áskorandi Bot- vinniks. Botvinnik fær þannig allavega nýjan andstæðing, þ.e. imann, sem hanii hefur aldrei teflt einvígi við áður. Ekki er ólíklegt, að Botvinnik sé feginn því, að ihann fær ekki Tal gegn sér einu sinni enn (a.m.ik, ekki í þetta sinn), því eftir fyrra einvígi þeirra 1960 lét hann svo ummælt, að hann teldi sig mundu hafa haldið velli gegn hvaða skákmanni heimsins sem var nema Tal. Hefur Botvinnik jafnan borið mikla virðingu fyrir Tal og ekki fetað í fót- spor Smisloffs, sem farið hefur hraklegum orðum um hinn unga meistára. En hver hinna þriggja meist- ara, sem verður áskorandi Botvinniks að þessu sinni, þá er örugg,t að sú keppni verður hörð og spennandi. Það er erf- itt að segja um, hver verður honum hættulegastur. Hvort það verður Tigran Petrosjan með sitt rólega yfirbi-agð en .rýtinginn uppi í erminni eða ævintýramaðurinn Eufim Geller, Ritstjóri Sveinn Kristinsson að líta, að hvorki hann né Pet- rosjan hafa teflt líkt því eins margar skáir gegn Botvinnik og Keres hefur gert. Keres hefur teflt fjölda skáka við Botvinnik og hefur Botvinnik eitthvað 2 eða 3 skákir íram yfir úr öll- um þeim fjölda. Er þar um aldarfjórðungstímabil að ræða, svo erfitt er að leggja það til grundvallar spádómum um einvígi þeirra í millum á næsta ári, ef til þess kemur. Við bíðum og sjáum hvað setur. Eftirfarandi skák er tefld í 14. umferð í Curacao. Hvítt: Petrosjan Svart: Filip. Drottningarbragð. 1. c4, e6, 2. Rc3 d5, 3. d4, Be7. (Fram undir þetta hefur verið langaigengast að leika Rf6 í 3. leik. En upp á síðk. hefur gætt tilhneigingar í þá átt að ieika þiskupnum fyrst til e7. Tilgang- sem hefur synt óvenjulegt bf-* yúrinn er sá að iknýja hvítan til yggi á þessu móti. Eða verður það kannski snillingurinn Paul Keres, sem um tvítugsaldur var kominn í röð fremstu skák- manna en hefur þó aldrei náð heimsmeistara-titlinum? Um þetta er erfitt að spá. Geller hefur víst gengið bezt gegn Botvinnik af þeim þremenningr um fram til þessa, en á það ber • að leika Rf3 á undan Bg5. 1 vissum afbrigðum og þá eink- um Tartakower-afbrigðinu (— — h6 og — — b6) gæti nefnilega verið hagfelidara fyr- ir hvítan að leika riddaranum til e2. Því er hann strax knú- inn til uppgjörs). 4. Rgl—f3, Rg8—46, 5. Bcl—f4. ( En Petrosjan er þá ekkert upp á það kominn að leika Bg5 en velur aðra fágætari leið, sem. er sjálfsagt engu betri, en minna könnuð. Honum er auð- vitað ekki ókunnugt um, að Tékkar eru miklir kunnáttu- menn í skábyrjunum sbr. t.d. Ludek Paehmann). 5. — — 0—0, 6. e3, C5. (Eðlilegur leikur. Svajrtur virðist geta náð auðveldri tafl- jöfnun í þessu afbrigði). 7. dxc5, Bxc5, 8. a3. (Petrosjan gat auðvitað drep- ið á d5 og gefið svörtum þar einangrað peð, en ávinningur að þvi væri hæpinn, þar sem svartur fengi svo gott leikrými fyrir lið sitt). 8. —-------Rc6, 9. DcZ, Be7, 16. Ha—dl, Da5, 11. Rf3—d2, e5. (Filip virðist vera að ná góðu sþili, en liði hvíts er skipulega stillt upp og ekki svo auðvelt að sækja að því). 12. Bg5, d4, 13. Rb3, Dd3,<^ 14. Be2. (1 skjóli iþess, að peðið á d4 er leppur drottningarinnar getur Petrosjan haldið rólegur áfram liðskipan sinni. Filip grípur því til róttækra aðgerða til að reyna að hagnast á þvi, að hvítur hefur enn eigi hrókað. En þær aðgerðir skila ekki til- ætluðum árangri). 14. -------Rf6—g4, 15. Bxe7, Dh4. (15. Bxg4 strandar auðvitað á 15. — Bxg4, 16. Bxe7, Bxdl o.irv.). 15. -------Dxe7, 16. exd4, Dh4. (Þetta drottningarævintýri endar med sfcelfingu. Hins veg- ar virðist Filip ekki geta spom- að við peðstapi. T.d. 16.------- exd4 17. Rxd4, Rxd4, 18. Hxd4, Rxf2, (Eftir 19. Kxf2 hyggst svartur nú skáka á f6 og vinna annað hvort hrókinn eða knýja hvíta kónginn til e3, iþar sem hann væri opinn fyrir árásum). 19. Rd5, De5, (19. — — Dc5 ieiðir til svipaðrar niðurstöðu). 20. Hh4, Bf5, 21. Dxf5! og hvítur vinnur). 17. g3, Dh3, 18. d5, Rd4, 19. Rxd4, exd4, 20. Hxd4, Dg2. (í fljótu bragði virðist hvítur ekkert öfundsverður af stöð- unni því 21. Hfl yrði svarað með Rxh2 og hróknum yrði eigi bjargað. En Petrosjan bægir frá allri hættu með aðdáunar- verðri rósemi). 21. De4!, Dxf2t, 22. Kd2, Rf6, (22. — — — Bf5, 23. Df4). 23. De3, Dg2, 24. Dgl, Dh3. (Svartur þolir auðvitað ekki drottningakaupin, þar sem hvítur á valdað frípeð framyfir). 25. Hh4, Dd7. (Nú sjáum við hvílíkt ógn- ar skipbrot svartur hefur beðið í hernaðarrekstri sínum. Meira en helmingur liðsafla hans er svo til óvirkur, og hann hefur nánast engin tök á miðborð- inu. Það er auðsætt, að hann á ekki langt líf fyrir höndum). 26. Dd4, He8, 27. Bd3, b6. (Þar opnar hann fyrir bisk- upnum, en skelfing er útsýn- ið leiðinlegt!). 28. Hh—fl. Og nú tók Filip þann kost að gefa skákina, og er það tvímælalaust bezti úrkostur hans. Hvítur hótar meðal ann- ars að fórna á f6, og svartur á enga viðhlítandi vörn við þeirri hótun. LOKASTAÐAN Hvítt Petrosjan Segir Bormann enn á lífi PARÍS 12/6. — 52 ára gamall Spánverji sem kallar sig Angel Alcrazar de Velasco tog fullyrðir að hann hafi fyrrum verið spænskur blaðafulltrúi í Lond- on, sagði á blaðamannafundi í París í dag, að hann hefði í maí 1946 hjálpað Martin Bormann, staðsengii Hitlers, á flótta í kaf- báti frá Spáni til Suður-Argent- ínu. Spánverjinn kveðst síðast hafa séð Bormann í Ecuador árið 1958. Nazistaforsprakkinn fyrr- verandi haf; þá verið orðinn bersköllóttur og gamlaður fyrir aldur fram. :Hann Mefði þá verið búinn' áð 'g'áii^a 'þVívegis undir uppskurð til að breyta andlits- falli sínu, nefið hefði verið brot- ið upp og klastrað saman á ný o.g1 kinnarnar' vérið. innfallnar. Ég veit ekki hvar Bormann heldur sig núna, sagði Spánverj- inri, en siðast er ég hitti hann kvaðst hann alltaf koma til Evrópu einu s’jnni á ári. Ég er viss um að harin er enn á lífi. FflSKRUÐSFIROINGflR! SAMVINNUMENN! Vér bjóðum yður ahtar fáanlegar vörutegundir á hagkvæmasta vcrði á hverjum tíma. — Dm leið og þér efUð yðar eigin persónulega baga með viðskiptum yðar við kaupfélagið, þá vinnið þér að eflingu lýðræðisins f landinu.. og skapið traustan grundvöll fyrir sjálf- stæði landsins > framtíðinni. Erum ávallt viðbúnir að veita yöur þá þjónustu, sem þér óskið að vér veitum yður á verziunarsviðinu. Fáskrúðsfirði. 14 Sunnudagur 17. júní 1962 — ÞJÓÐVILJINN — (19

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.