Þjóðviljinn - 21.06.1962, Qupperneq 6
JÚÐVIUINN
Hstludli BaiMinliictrfloKkar albf9« — MalaUstaflokknrlnn. — KltatlArmri
lumðs KJartansson (ib.), Mamús Torfl Ólafsson, Slcurflur auBmundsson. —
■ríttarltstiórar: ívar H. Jónsson. Jón Blarnason. - Auglýslngastlórl: QuBcalf
tasnðsson - Ritstlórn, afarslBsla. auclíslngar, prsntsmiBla: SkólavBrBust 1».
iltal 17-600 (6 linur). AskrlítarverB kr. 65.00 á mán. — LausasðluvsrB fcr. 8.00.
Athyglisverðar
staðreyndir
F'yrir nokkrum dögum birti Tíminn kafla úr árs-
* skýrslu þeirri sem Erlendur Einarsson forstjóri
fiutti á aðaifundi Sambands íslenzkra samvinnufélaga.
Þar var m.a. vikið að samvinnu verklýðsfélaganna og
samvinnufélaganna um að leysa vinnudeilurnar á s.l.
sumri og rætt um viðbrögð stjórnarvaldanna af því
tilefni. Koma þar fram ýmsar athyglisverðar stað-
reyndir. M.a. segir forstjórinn um kauphækkanir þær
sem um var samið í fyrra og stjórnarvðldin töldu
tilefni gengislækkunar:
„Tlvað viðvíkur Sambandi áslenzkra samvinnufélaga,
þá kemur í ljós við uppgjör 1961. að unnt var að
taka kauphækkanirnar inn 1 reksturinn án hœkkunar
vöruverðs eða þjón.ustu. Þrátt fyrir kauphækkanirnar
/skilaði iðnaðurinn sæmilegri afkomu. Tekjuaukning
vérzlunarinnar vegna gengisbreytingarinnar varð mun
mintii en 'gengistapið, sem fært er gjaldamegin á rekstr-
arreikning. A/Ctkjin framleiðsla, aukin umsetning, auk-
in afköst og vinriuhagræðing sköpuðu möguleika til
■þessKáð taka kauphæ'kkanirnar inn í reksturinn“.
Ijarna er það sannað með reik’ningum stærsta fyrir-
tækis land§manna að kauphækkanirnar í fyrra voru
svo hófsaiplégar að atvinnurekendur gátu tekið þær
á sig,5án noklkurra verðhæbkana. Vilji stjórnarblöðin
e.pn'' halda því til streitu að kauphækkanirnar hafi
--V'engu að síður sligað efnaíhagskerfið, getur skýringin
ekki verið önnur en sú að einkarekstur sé svo miklu
lakari en samvinnurekstur að hann geti ekki staðið
undir sambærilegu kaupgjaldi og að gengislækfcunin
hafi verið gerð til þess að bjarga einbaatvinnurekend-
um sem ékki séu menn til að hafa sómasamlega stjórn
á fyrirtækjum sínum.
'C'n forstjóri SÍS segir fleirö. Hann greinir þannig frá
framkomu stjórnarvaldanna eftir gengislækkunina:
„■pftir gengisbreytinguna í ágúst s.l. var af verðlags-
nefnd tekin til athugunar breyting á álagningu á
vörum og þjónustu. Yfirmaður verðlagsmála kallaði
fulltrúa Sambandsins á fund til viðræðna um þessi
mál. Tveir fundir um þessi mál háru meiri svip rétt-
arhalda en venjulegs viðræðujundar. ítrekaðar tilraun-
ir voru gerðar á þessum fundum til þess að kalla fram
óskir frá fulltrúum Sambandsins um hækkaða álagn-
ingu á vörur og þjónustu. Þessar tilraunir mistókust.
Fulltrúar Sambandsins íérekuðu fyrri yfirlýsingar, að
Sambandið hefði aldrei farið fram á hækkun álagning-
ar og myndi ekfci gera nú frekar en áður“.
jetta er frásögn sem landsmenn allir þurfa að veita
sérstaka athygli. Þarna kemur f 1 iós að ríkisstjórn-
in sjálf hefur frumkvæðið að því að knýia fram hækk-
un álagningar með aðferðum sem bera svip réttarhalda.
Verðlagsnefndin, sem sambvæmt lögum á að gæta
þess að verðlaginu í landinu sé haldið í skefjum, er
notuð til þess að reyna að magna dýrtíðina. Það er
haft í hótunum við fyrirtæki ef þau sjá ekki ástæðu
til að hækka framleiðsluvörur sinar í verði. Ríkisstjórn
sem þannig hegðar sér er ekfci að gæta hagsmuna þjóð-
félagsins í heild, stefna hennar er sprottin af hefnd-
arhug í garð launbega og framkvæmd í bágu einstakra
fjárplógsmanna. Tilgangur hennar er að misskipta
þjóðartekjunum æ meir og koma í veg fyrir bað með
endurteknum stjórn'araðgerðum að almenningur njóti
góðs af sívaxandi framleiðslu og bættri tækni. — m.
Það var morgunn í maí fyrir
rúmu ári. Við höfum . staðið í
brekkunni neðan spjaldsins er
stjórnarvöldin hafa verið svo
hugulsöm að staurfesta þar til
að minna okkur á að við erum
hersetin þjóð, ráðum ekki landi
okkar sjálf. Her byrjar yfir-
ráðasvæði stríðsfélags þess er
NATÓ heitir. — Og þó hefst
það ekki hér, heldu.r í hugum
og hjörtum þeirra valdamanna
í Reykjavík er hyggjast græða
í skugga atómvopna.
Þetta staursetta spjald í
NATÓbrekkunni er í stíl við
spjöld þau er bæjarstjórnir
víðsvegar hafa komið sér upp,
t. d.: „Velkcmin til Reykjavík-
ur“. Áletrunina hér ber að lesa:
Velkomin í skugga atómdauð-
ans! í þessu landi býr hugrökk
iþjóð sem ekki telur eftir sér
að brennast á atómbáli svo
nokkrir tugir milljónara úti í
„hinum frjálsa heimi“ megi
græða.
Meðan staldrað er við áður
en mótmælagangan gegn er-
lendri hersetu hefst kemur
margt í hugann í þessari NATÓ
brekku.
Hve margir muna enn árið
sem æðsti ráðamaður Breta-
veldis, Chamberlain, flaug á
fund Hi.tlers og fleygði í gráð-
ugt gin þýzku nazistanna heilli
þjóð: Tékkóslóvakíu. Sú frið-
þæging var þó líkt og að he.lla
olíu í eld, því 1. sept. 1939 réð-
ist þýzki herinn inn í Pólland,
— heimsstyrjöldin síðari var
hafin. Þann dag setti ugg í
brjóst margra Isiendinga er
mundu heimsstyrjöldi.na fyrri,
og vissu að nú voru allar vega-
lengdir „styttri".
Við munum enn morguninn
10. maí 1940 — þegar fyrstu
liðssveitir Breta læddust hér á
land, meðan landsmenn sváfu,
og hófu að traðka íslenzka jörð
u. ndir stríðsmannahælum. Þetta
voru yfirleitt hæglátir, fremur
geðbekkir menn. u.ndir alvæoni,
rekn.ir áfram af öskrandi liðs-
foringiu.m, er sperrtu.st af hroka
líkt og flogaveikiss.iúklingar af
krampa. — Þá voru Islendingar,
nær án u.ndantekninga, enn slík
börn í stertimennsku cg stríði
að þeir undru.ðust slíka fíflsku
eða hlógu að henni.
Það er heldur ekki gleymt
aprílkvöldið ári síðar, þegar
„verndararnir" sem ári áður
stjgu hér á land tóku r.itstjórn
Þjóðviljans og fluttu úr landi
— að undirlagi íslenzkra manna
— ollt í nafni ,,frelsi.sins“!
Og enn munum við 10. júlí
á.rið 1941. hegar vígdre.kar ann-
arrar þjóðar lögðu að landí og
bar daríski herinn marséraði hér
á land. — samkvæmt „ósk“ ís-
lenzkra stjórnarvalda.
Árin liðu.. Stríði lauk. En
bandaríski herinn fcr ekki af
í°tandi. f stað þess að efna fyr-
irhei.tið um að kveð.ja her sinn
heim að stríði laknu kröfðust
Bandarikin herstöðva hér til 99
ára.
Þá var fögnuður nýfengis ,
sjálfstæðis enn nógu ferskur
með þjóðinni til þess að það
tókst, fyrir baráttu sósíalista
o.fl. góðra manna, að lroma í
veg fyrir þá óhamingju. En svo
var það einn haustdag — 5. okt.
1S4G — að hinir 32 þingmenn
borgaraflokkanna á Islandi
samþykktu að leigja Bandaríkj-
unum Keflavíkurflugvöll. „Þetta
er bara holt og hraun“. — Já,
„gefum kónginum Grímsey, því
Grímsey er bara sker“. Og ná-
'kvæmlega þrem vikum síðar
var það að maður að nafni Ól-
afur Thors sperrti sig á palli
hér uppi í Miðnesheiðinni og
gól yfir forarpollana að nú
hefðu Islendingar tekið við
þessum flugvelli til „ævarandi
yiirráða"! Þau yfirráð voru slík
cð frá þeim degi þurfti banda-
ríski herinn um sinn ekki að
klaeðast stríðsbúningi. Flugvall-
arsamningurinn var samningur
um að hér skyldi bandaríska
stríðsvélin klæðast sk.kkju frið-
arpcstulans.
Og „friður" striðsgróðamanna
tók skjótum framförum. Að
tveimur og hálfu ári liðnu fluttu
f oringj ar stríðsgróðaf lokkanna
þjóðinni þann fagnaðarboðskap
að nú yrði hún, sem verið hafði
vopnlaus og friðsöm um aldir,
að ganga í hernaðarbandalag,
— vitanlega til þess eins að
friður mætti haldast!! Það gekk
erfiðlega að koma þessu inn í
kollinn á Islendingum, og þeir
mótmæltu slíkri „friðarsókn".
Þá kvöddu Ólafur Thors, Guð-
mu.ndur 1. Guðmundsson og Ey-
steinn Jónsson kjósendur á
fund sinn við Alþingishúsið og
siguðu , þar á þá . kylfubúnum
Heimdellingum og létu grímu-
búna lögregluþjóna skjóta á
þá. Þannig er þeirra friður.
Jafnframt sóru þessir
herrar við allt sem þeim var
heilagt að her skyldi aldrei
vera á íslandi á friðartímum.
Síðán vitum við að þessum
mönnum er ekkert heilagt,
að þegar þeir fara að sverja
hafa þeir ákveðið að svíkja
— og þegar þeir linna svar-
dögunum er komið að fram-
kvæmd svikanna.
„Friðarsókn“ stríðsfélagsins
'hélt áfram — í áföngum. Á
vetrardögum 1951 hóuðu stríðs-
gróðafl kkarnir auðtrúa, góð-
vilju.ðum landsbyggðarbi.ng-
mönnu.m flokka sinna til Rvík-
ur ©g hvísluðu. að þei.m því
„trúaðarmáli" að yfirvofandi
væri i.nnrás Rússa í landið,
eina björgunin væri að verða
fyrri t.il og kveðja h.ingað
bandarískan her. Þeir sem ekki
vildu. samþykkja slíkan laumu-
verknað, eða drógu innrásar-
hættuna í efa, voru teknir einn
og einn og heilaþvognir unz
þeir höfðu játað skipunum
flokka sinna. Síðan fengu Iþeir
ströng fyrirmæli um að halda
þessu vandlega leyndu fyrir
þjóðinni. Og þingmennirnir
héldu heim og biðu komandi
vordaga. Sumir hófu þegar að
boða nauðsyn erlends hers í
landinu. því satan sjálfur biði
við austurströndina færis að
hremma okkur. En ÞEIR hefðu
séð við honum í tíma! Já,
raunverulega töldu þeir sig
hafa frelsað föðurlandið! —
Það er þungu.r kross að vita
sjálfan sig frelsara og mega
engum segja frá því.
Svo var það aðfaranótt 7.
maí 1951 að vansvefta maður
beið óþreyjufullur uppi á Mið-
úesheiðinni, hlustandi þunnu
&
Haraldur Hallsson
hljóði, hcrfandi til himins.
Hann beið komu þeirra sveita
sem allir hans valdadraumar
í þessu landi voru bundnir við.
Loks heyrðist gnýr í lofti — og
fyrstu bandarísku liðsflutninga-
vélarnar renndu inn á völlinn.
Vansvefta maðurinn — Guð-
mundur I. GuCmundsson, lög-
Ólafur Thors talar yfir forarpollunum á Miðnesheiði
26. október 1946.
g) — ÞJÓÐVILJINN — Fimmtudagur 21. júní 1962