Þjóðviljinn - 24.06.1962, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 24.06.1962, Blaðsíða 7
Oddný Guðmundsdcttir fara héðan fyrr en segir Valger&ur i Hvammi Hún var hrakin burt af /örð sinni á stri&sárunum — En hvenær fórstu frá Hvammi? — Ég fór eftir áramót um veturinn, og þá að Hálsi, til hreppstjórans þar, sem lánaði mér hús, en heyið var sótt að Hvammi. — Og varstu svo á Hálsi? — Fyrst, og svo var ég hing- að og þangað á stríðsárunum. Hinn bóndinn keypti sér aðra jörð. (Það er tvíbýli í Hvammi). — En fórst svo aftur að Hvammi? — Já, á augabragði þegar mér var Sagt að nú gæti ég tekið aftur við jörðinni. Þorkeli Björnsson störf hans voru unnln af því- líkri fórnfýsi og samvizkusemi að fá munu dæmi til. Öeigin- gjarnari manni hefi ég varla kynnzt. Þorkell Björnsson hefur þegið —■ Og hvernig var aðkom- an? — Það var leiðinleg að- koma. Þeir fengu ekki að vera í húsinu, en þeir höfðu brotið í því alla gj'.ugga og t.d. stolið öllum gólfdúkum. Það var íjlest í húsinu eyði- lagt þegar ég kom aftur. Xúnið var allt troðið eftir bíla og landið var allt meira og minna stórhættulegt mönnum og skepnum vegna járnarusls, staura og gadda- vírs sem var um allt. Okkur var sagt að Islendingar hefðu tekið að sér að hreinsa land- ið, og það er náttúr|lega okk- að vöggugjöf margt gott af móður náttúru. Hann var snemma vel á sig kominn lík- amlega, léttur í spori og röskur til átaka, Mfsglaður vel og fé- lagslyndur, enda hrókur alls fagnaðar hvar sem hann kom, þegar svo bar undir. — Aldrei blés svo óbyrlega, aldrei syrt.i svo geigvænlega í álinn að Kela brygðist hetjulundin, gunnreif og uppörfandi. Hversu mikið eiga ekki verkalýðssam- tckin í dag svona mönnum að þakka, mönnu.m sem gáfu allt en kröfðu.st einski.s sjálfum sér til handa, gleymdu engum nema sjálfum sér. Þorkell veiktist af berklum árið 1950 og fluttist þá ti.1 Rvík- ur. Árið 1952 j.nnskrifaðist hann á Vinnuheimili berklasjúklinga að Reykjaiundi o.g' hefur lengst af síðan u.nnið þar sem vist- maður. — Og enn lífgar hann upp u.mhverfi sitt með glað- værð sinni og lífsfjöri. — Megi honum endast hvorttveggja sem lengst. Þorkell á fjölda ungra og glæsilegra afkomenda hér í Reykjavík og víðar um land. Dvelur hann nú hjá dóttur sinni að Hafursá á Völlum í S-Múlasýslu. J. R. Hún rak herinn úr túninu ur hér sjálfum að kenna að við gerðum ' ekki nægilega gangskör að því að við það yrði staðið. Maður þykist vera að laga þetta og hreinsa, en það er eins og það þrjóti aldrei, alltaf er nýtt og nýtt rusl að koma í Ijós, Iömb eru enn að festa sig og drepast í vír sem hef- ur legiö niðri. Túnið var áburðarlaust öll stríðsárin, ekið og troðið og orðið eins og úthagaharð- velli þegar ég kom aftur. 1 varpinu úti í nesinu sást ekki fugl fyrr en 2—3 árum eftir að herinn fór. Það er fyrst fyrir 2—3 árum að það er aftur komið í það horf sem það var í áður. — En fékkstu ekki góðar bæt- ur fyrir þ^fta allt? — Ég fékk 30 þúsund krónur fyrir að fara af jörðinni, og svo vissa upphæð á ári, sem ég man ekki hve var mikil, en þetta hrökk bara ekkert til að bæta úr þeirri eyðí) éggingu sem hér hafði orðið á öllu með- an ég var í burtu. — Svo þú hefur þá tapað á þessu en ekki grætt? — Já, ég hef tapað miklu, en ég hef reynt að klóra mig fram úr þessu og lagfæra svolítið til í kringum mig eftir þá. — Heldur þú að fóik hér yf- irleitt óski nokkuð eftir því að herinn fengi Hvalfjörð aftur til umráða? — Nei. ég held að það langi engan til þess. Hvað ættu þeir líka að gera hingað? — Nú hefur sjóherinn tekið við „vernd“ Islanas. — En hann hefur ekki komið hingað. Ég held þeir geti verið kyrrir í Keflavík. — En ekki lenda þeir her- skipum á flu.gvelli. Sjóherinn þarf höfn. Þá vantar kafbáta- höfnina margumtölu.ðu. — Nei, ég vil ekki trúa því að herinn korni aftur. Þeir hafa heldur ekkert hingað að gera. Þeir hafa ekkert að gera með þennan fjörð, hann er þeim að engu ga.gni. Nú verður ekki barizt eins os 1940. Nú geta þeír sent eld o 3 eyðilegg- ingu gegnu.m himingeiminn — mi.Hi hvaða heimshluta sem vera skal og til þess þurfa þeir ekkert að hafa með að gera fjörð.inn hér. — Þú myndir ekki kæra þig um að fara í burtu aftur? — Nei, ti.l lítils er ég þá bú- in að vera hér öll þessi ár og verja kröftum í að laga hér tí 1, ef ég ætti svo að fara héðan aftur. Nei, ég vil ekki trúa því að herinn komi, og ég ætla mér ekki að fara héðan fyrr en dauð. J. B. .......................... 1 ~imm Hlauptu út í blíðuna, barnið mitt góða. Blessaðir geislarnir kyssa pig rjóða. Loftið er hollt fyrir lieilsuna þína. Og hér vaxa blóm, sem er gaman að tína. Nú kemurðu, amma, með eldgömlu trúna. Það er eitraður vindur í loftinu núna. Og grasið og blómin og berin, sem spretta, er baneitrað allt. Eg hef lesið um petta. * * * Kristinn Reyr: auglýsir: Skelfislt eigi sem skotmarkið byggið skrifið símsendið pöntun. Með almannavarnir og öryggi í huga er ákveðið hraðsaum á atómúlpum í öllum stærðum iískulitum og tízkusniðum framleiðsla fyrir fullorðna unglinga börn — eldpétt útvortis sem innvortis 100% háprýsti- og helryksöryggi. , Atómúlpan mun leysa alla kjallara af hólmi og hugmyndina að hola Arnar- hól að innan Esju og Akrafjall — hinsvegar gétur hver og einn án hræðslu og kvíða orðið glangandi atómbyrgi akandi siglandi fljúgandi byrgi óttalaus pjóð í atómstyrjöld. ATÓMÚLPAN H.F. Skelfumst eigi sem skotmarkið byggjum skrifum símsendum pöntun. Skjóti svo hélvízkir skjóti peir bara. Hvalfjörður var einn sá stað- ur sem Bretar höfðu mestan augastað á hér á landi þegar þeir komu og tóku landið á sitt vald. Fyrsta hernámsdag- inn, 10. maí 1940, fór herflrkk- ur rakleitt upp í Hvalfjörð. í hernámsáætluninni var ákveðið að hinn djúpi. og fjöllum girti fjörður skyidi gerður að her- skipahöfn. Viku eftir hernámið tóku stór herflutningaskip að ílytja lið til Hvalfjarðar. Ellefu. dögum eftir tilkynnti Howard Smith, sendi- herra Bretlands, íslenzku ríkis- stjórninni að Hvalfjörðu.r yrði lagður u.ndir heripn til, afnota. Ríkisstjórn íslands birti 16. ágúst 1940, að skipun brezku 'herstjórnarinnar, auglýs'ngu um fjögur bannsvæði hér á landi, og var eitt þeirra Hvalfjörður. Þar mátti énginn vera á ferfi á sjó né landi nema með leyfi hersins og undir eftirliti hans. Bretar girtu fyrir mynni Hval- fjarðar með kafbátaneti, nerna þröngt hlið var til innsiglingar fyrir skip þeirra. Þegar herskip lágu inni á firðinum var haf1 skip á verði við hliðið á kaf- bátagirðingunni. Smærri her- skip höfðu fasta bækistöð í walfjörður Hvalfi.rði og voru í sffeildum eftirlitsferðum út á Faxaflóa tii að kanna hvort kafbátar Þjóð- verja lægju þar í leyni fyrir stórskipunum. en eins og kunn- ugt er komst þýzkur kafbátur inn í brezka herskipalagið Scapa Flow í upphafi stríðsins og gerði bar mikinn uzla. Tundurdufiaslæðarar voru sí- fe’.lt að verkl í Hvalfirði, ef . Þjóðverjum skyldi takast að iau.ma þangað tundu.rduflum. Þegar stór herskip lágu á her- skipalæginu. á firðinum, flöktu Ijcskeilur frá öflugum ljósköst- urum um sjóinn umhverfis þau * frá því skyggia tók þangað tii bjart var orðið af degi. Hlutverk Hvalfjarðar breytt- - ist ekkert þótt Bandaríkjamenn tækju við hernaðarafnotum af íslandi af Bretum. Herskip beggja ríkja notuðu flotastöð- ina í firðmum. Víðiendar cg f jölmennar herbúðir voru beggja vegna fjsrðar, bryggja og : birgðastöð í Hvítanesi og olíu- stöð með 44 geymum norðan- verðu við fjörðinn. Vorið 1945 lauk stríðinu og flotastöðin í Hvalfirði var lögð niður. Kafbátagirðingin í fjarð- armynninu var sprengd 21. maí. Sunnudagur 24. júní 1962 — ÞJÓÐVILJINN — (7

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.