Þjóðviljinn - 09.08.1962, Síða 6

Þjóðviljinn - 09.08.1962, Síða 6
T pJÚmflUINN Útgefandi Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíaliritaflokkurinn. — Ritstjórar: Magnús Kjaitansson, Magnús Torfi Ólafsson, Sigurð- ur Guðmundsson (áb.) — Fréttaritstjórar: fvar H. Jónsson, Jón Bjamason. — Auglýsingastjóri: Þorvaldur Jóhannesson. — Rit- stjóm, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðustíg 19. Sími 17-500 (5 línur). Áskriftarverð kr. 55.00 á mánuði. Islenzk rödd ^íturhaldsblöðin á íslandi hafa nú í áratugi iðkað það sport að öskra að hverjum þeim manni sem ekki 'hefur viljað játast undir hernámsstefnuna og syngja því lof að íslendingar leigðu land sitt undir erlendar herstöðvar, til afnota hernaðarbandalagi. Eftir fyrir- myndum Göbbels og MacCarthys hafa íslendingum, sem ekki vilja þýðast afsláttarstefnuna gegn erlendu ásseln- inni, verið valin hin hraklegustu nöfn og hverskonar getsökum í þeirra garð haldið á loftij Þannig hefur mönnum sem komið hafa fram í samtókum hernáms- andstæðinga efeki verið nein vörn í því, þó þeir hafi verið og séu kunnir að fylgi við einhvern útgáfuflokka afturihaldsblaðanna, þeir skulu engu að síður heita er- indrékar Rússa eða eitthvað álíka gáfulegt. Og fyrir það er ekki að synja að með öskrinu næst nokkur árangur, kjarklitlir menn verða smeykir og draga sig í hlé. Hinir eru þó fleiri sem ekki láta afturhaldsöskrið aftra sér frá því að segja skoðanir sínar á örlagamál- um þjóðarinnar skýrt iog skörínört. En þau blöð eru teljandi sem ljá slíkum skoðunum rúm. jyjorgunblaðið upphefur eitt öskrið í leiðara í gær, og er tilefnið viðtal sem Tíminn birti fyrir nokkrum dögum við Hermann Pálsson háskólakennara í Edin- borg. Auðsætt er á Morgunblaðsleiðaranum að það hef- ur ekki farið fram hjá blaðinu að viðtalið hefur vak- ið almenna athygli og margan mann til umhugsunar um stöðu íslendinga í viðsjálum heimi. Tíminn er harðlega víttur fyrir birtingu viðtalsins og Framsókn- arflofeknum borið á brýn „algjört ábyrgðarleysi [ ut- anríkismiálum" og sviksemi við hernámsstefnuna, að annað eins sfculi geta komið fyrir í málgagni flokks- ins. Svo rammt kveður að fordæmingu á „ábyrgðar- leysi“ Framsóknarflokksins, að ritstjóri Morgunblaðs- ins tekur undir hin alræmdu orð Benediktg Gröndals, að þegar bjóði þjóðarsómi þá verði að múta Framsókn! Mætti ályfcta, að bæði SjálfstæÖisfíofckurinn og Al- þýðufloikkurinn standi að þeirri skilgreiningu á „þjóð- arsóma“ íslendinga og siðgæðiseðli utanríkisstefnu þessara flokka, sem í fullyrðingu Benedikts felst og er vandséð að andstæðinga-r flokkaniia hafi niðrað þeim meir en þeir gera sjálfir með því tali. .jri9V/ 'íi'g-i' . úsrnií tarvigneí fjað sem vakið hefur öskrið í Morgunblaðinu er ekki ^ sízt ummæli Hermanns Pálssonár1 ‘uíii hlutleysis- stefnuna og hvernig reynt sé að ala "upþ í þjóðinni fáránlegan hermennskuhugsunarhátt, Hermann segir m.a. um íslendinga í viðtalinu í : Tímanium: „Þannig hafa þeir horfið frá hlutleysisstefnu sinni, sem áður aflaði þeim virðingar meðal þjóðanna. Það tel ég að sé sálfrœðilega hrapalegustu mistök af einstökum at- burðum sem íslendingar hafa gert. Á þingi samein- uðu þjóðanna œtti það að vera heilagt hlutverk ís- lendinga, með enga hernaðartradisjón að baki, að tala máli vopnleysingjans og verja málstað þeirra sem kúgaðir eru. En á því er œrinri misbrestur og nú verð ég var við það í œ ríkari mæli af blÖðum og viðtölum við fólk að heiman að mikil breyting hefur orðið á hugsunarhœtti íslendinga. Það er engu líkara'en þeir reyni allt hvað þeir geta að gleyma því að þeir eru yopnlaus þjóð, þeir teljá hlutleysi veikleikavott og skammast sín fyrir“. ífii'íUjfj jVforgunblaðið telur að í þessarhiafgtöðiykielist ábyrgð- • arleysi. Mundi þá ckki vandfundið orð yfir stefnu þeirra manna og flokka sem ábyrgð bera á erlendu herstöðvunum á Islandi, sem þeir sjálfir játa nú í op- inberum þingskjölum og leitt gæti tortímingarhættu yfir þjóðina ef til styrjaldar kæmi. — s. HJA ÞORUNNI 06 VLADIMIR ASKENAZ Moskvu. Uppi á sjöundu hæð við friðsæla hliðargötu búa þessi hjón. Þórunn Jóhanns- dóttir, hún Þórunn sem lék í barnatíma útvarpsins þegar við vorum allir smápattar, og músíkalskar frænkur okkar töl- uðu með aðdáun um þessa litlu stúlku og horfðu með nokk- urri gagnrýni á okkur sem gát- um ekki einu sinni sþilað gamlanóa á blokkfiautu. Og Vladímír Askenazí, sem mun gera grein fyrir sér sjálfur; við skulum láta okkur það nægja í bili, að hann er efnilegasti pí- anóleikari Sovétríkjanna. Og eru þó margir píanóleikarar í Sovétríkj unum. Á veggnum yfir flyglinum voru þeir Bach, Ravel, Chopin, Skrjabín og Richter (með árit- un). Þar voru þeir líka Marc og Kjarval. Við flygilinn stóð Viadímír, kviklegur maður og mjög ungur þótt hann ætti reyndar tuttugu og fimm ára afmæli þennan dag. Hann hlaut fyrir skömmu fyrstu verðlaun í alþjóðlegri samkeppni pían- isfa í Moskvu, kenndri við Tsjækovskí, og þá skrifuðu blöðin: „Hann er mikill hæfi- leikamaður og frábær meistari, hugsandi píanóleikari, sem- með einbeitni og þolgæði vinnur að áframhaldandi fullkomnun list- ar sinnar . . . Samkeppnin sannfærði okkur um það, að við getum nú talið hann til frá- bærustu tónlistarmanna okkar tíma“. Annað blað sagði: ,,Og meðal þátttakenda var píanisti sem er í sérstöðu og ofar deil- um — Vladímír Askenazí, lista- maður, gæddur furðulegum hæfileikum“. Það er samt eng- inn hátíðlegur geislabaugur um Valdimar, þótt blöðin hafi skrifað svona um hann. Alls ekki. Og það er augljóst mál, að ekkert kæmi honum ver en ef þú færir nú að lofa hann fyrir það, hve hann lék kon- sert Prókoféfs dásamlega vel í keppninni. Valdimar er nýkom- inn að sunnan, hélt tónleika í borginni Kíslovodsk. Ég spil- aði með sinfóníuhljómsveitinni við fótboltalið staðarins og við unnum með sex gegn fjórum, segir hann brosandi eins og hann vilji minna á að sigrar mannanna geta verið svo marg- víslegir. Samt þurfum við ekki að horfa lengi á Valdimar Askenazí : til að sjá að hann er tónlistar- maður og getur ekki verið ann- að. Ekki með nokkru móti. Þórunn var þarna líka og tal- aði íslenzku við okkur Magnús, ensku við mann sinn og rúss- nesku við gesti; rússneska reyndist henni ekki erfið, því hún hefur frábæra heyrn, enda segist hún hafa talað málið áð- ur en hún kunni að lesa. Þór- unn hélt á syni þeirra sem heitir líka Vladímír og fæddist í nóvember leið. í æðum þessa sólbrúna drengs rennur ís- lenzkt, gyðinglegt, rússneskt og norskt blóð. Svona eiga börn að vera. Rúm drengsins stend- ur skammt frá flyglinum — og vafalaust á þessi nálægð eftir að reynast afdrifarík. Það komu fleiri gestir með rósir að óska til hamingju með daginn, .og því fór þetta sti(tta viðtal að mestu fram í næsta herbergi —- þar stóð annar flygill, þótt undarlegt megi virðast. — Faðir minn er píanóleikari, segir Vladímír Askenazí, leikur létta músík í skemmtisölum. Þegar ég var þriggja ára, lék hann undir hjá vinsælum dæg- urlagasöngvara og ég v raulaði með, En ég var orðinn fimm ára, þegar ég sagðist vilja læra að spila. Mamma lét sér mjög annt um þennan * áhuga minn og studdi mig með ráðum lOg ;dáð. Hinsvegar lét pabbi þessar tilraunir sér í léttu rúmi liggja; NÝSTÁRLEG TIL< Blómaangan Dr. Fritz Went tímari-tið New Scientist hefur kallað þrumuveðrið, eigi ræt- ur sínar að rekja til plöntu- ríkisins á jörðinni. Sam- kvæmt þeirri kenningu kemur orkan í þeim um hundrað eldingum sem lýstur niður á hverri sekúndu um alla jörð- ina úr ilmefnum plantnanna. Vísindamaðurinn tætti í sundur ilmandi blöð af sítrónurunna, lagði þau nið- ur í glerkúiu, sem hafði ver- ið fyllt með ósóni. Síðan beindi hann sterkum ljós- geisla að kúlunni. Yfir sund- urtættu laufinu myndaðist bláleit móða. Þetta er fyrsta nýstárlega kenningin um áratugi til skýringar á þr.umuveðrum. Hún kemur vel heim við flókin fyrirbæri eldinganna' og virðist jafnframt harla senni-leg. Dússinn Mikail Lomonos- soff og Bandaríkjamað- urinn Benjamin Franklin, höfundur eldingavarans og síðan bandarískur diplómat, höfðu að vísu þegar fyrir tveimur öldum sýnt fram á, að eldingarnar eru sýnileg merki rafhlaups úr þrumu- skýjum. Og á síðustu áratug- um hafa vísindamenn einnig getað kannað með loftbelgjum, hvernig skýin skiptast- í við- læg og frálæg rafsvið. Með þessari tilraun telur bandaríski grasafræðingurinn Fritz W. Went að hann hafi líkt eftir fyrirbæri sem á sér daglega stað í gufuhvolfinu og véldur, að hans .áliti, tröll- auknum náttúruhamförum: þrumum og eldingum. Went grasafræðingur er nefni lega þeirrar skoðunar að „ofsalegustu skapbrigði nátt- úrunnar", eins og brezka Til skamms tírna, allt til þess að Went birti tilgátur • sínar í virðulegri árbók banda- rísku vísindaakademíunnar, National Academy of Science, höfðu vísindamenn ekki á takteinum neina tæmandi - skýringu á iþví hvað veldur þrumuveðrum. „Það er varla. til nein samfélld skoðun á- því hver sé orsök eldinga“, • sagði bandaríski veðurfræðing- urinn Rrófessor Douis J. Batt- an þannig fyrir ári. Vísindamenn hafa hins veg- ar mjög' brotið heilann um, hvernig þéssi spennusvið myndást í skýjunum. Flestir veðurfráeðingar eru þannig þéirrar skoðunar að þetta raf- magnsfyrirbæri segi ,til s>n þegar vatnsdropar í ört vax- andi skýjurn (kúmúlónimbus- skýjum) frjósa. Þessi skoðun styðst við þá • staðreynd, að - eldirtgar . koma oftast úr skýj- um, sem bólgna ört út á við, en við- það- fellur hitinn í ' þeimá niður fyrir ' frostmark. -En , þannig' er mál með vextiýað þegar -vatnsúði tekur M mm iK — 6) — ÞJÓBVILJINN Fimmtudagur 9: ágúst 1962 V7 Of.nr.r ,i

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.