Þjóðviljinn - 19.08.1962, Síða 4

Þjóðviljinn - 19.08.1962, Síða 4
irmr um Kristján G. Gíslason hefur auk margs annars um,boð fyrir hjólbarða og vefnaðarvörur. Við hringjum í forstjórann, Kristján sjálfan, og spyrjum hvenær þessi ■viðskipti hafi byrjað. f>að kemur í Ijós, að þau hófust snemma uppúr stríðslokum, eru eingöngu við Tékkóslóv- akíu og hafa staðið alla táð síðan. Við spyrjum, hvernig við- skiptin hafi gengið. hvort um lélega vöru hafi verið að ræða. Ekki kveður Kristján svo vera, en segir að austurvið- 'skipti hafi minnkað síðan við- skipti voru gefin frjáls, ená'S1' sé því ekki að neita, að jafn- góðar og foetri vörur sé unnt að fá að vestan. Eðlilega spyrjum við, ihvort • ekki figgi iþá beinast við fyr- ir Kristján að hætta austur- viðskiptum og snúa sér að þeim vestrænni, en Kristján býst við því, að enn verði um veruleg austurviðskipti að ræða. Heildverrilun Arna Jónssonar hefur foaft pólskar vefnaðar- vörur, en hefur þær ekki • lengur. Við spyrjum Árna Jónsson hvernig fyrirgreiðsla foafi gengið. — Afgreiðslan gekk oft heldur tregt, eins og raunar víða annarsstaðar, en stundum vel. — Voru þetta lélegar vör- ur? —- Nei, nei, ég hafði þetta í tvö ár. Vörurnar voru á góðu verði. — ‘Hversvegna hættu þessi viðskipti? — Munstrin hjá Pólverjun- um voru full staðbundin o.g nokkuð mikið þau sömu. Svo gættu Pólverjar þess ekki að dreifa munstrunum, þannig að allir hér voru komnir með það sama. Halldór Jakobsson: forstjóri Borgarfells: — Við höfum í 8 ár haft umboð fyrir allskonar skrif- stofuvélar frá A-Þýzkalandi, einnig véiar fyrir prentverk. — Hvernig hafa þessi við- skipti gengið? — Mjög vel. Ritvélarnar sem við fáum eru allar með is- , lenzku letur- borði og fram- leiðendurnir þurfa þvi að fá pantanir með nokkrum fyrirvara. Af- greiðslufrest- urinn er yfir- leitt svona 3 mánuðir. — Hvað um gæði vörunn- ar? — Ferðaritvélarnar og venjulegar skrifstofuritvélar eru framúrskarandi góðar og offsettprentvélarnar frá A- Þýzkalandi eru í fremstu- röð í heiminum. T.d. hrósaði Morgunblaðið nýlega mjög prentuninni á almana-ki Eim- skipafélagsins, en hefur ekki þá stundina gert sér grein fyr- ir því að vélarnar sem það var prentað með eru austur- þýzkar. Yfirieitt má segja að skrifstofuvélar frá A-Þýzka- landi séu fyllilega sambæriieg- ar við vestrænar og auk þess mun ódýrari. Ægir Olafsson forstjóri Marz Trading Company: — Við hofum umfooð fyrir ýmsar vörur að austan, t.d. hjólbarða, perur, rúðugler, tex og masonit frá Sovétríkjunum, asbest og weilit-einangrunar- plötur frá Tékkóslóvakiu og gibsplötur frá Póílandi. — Og hvað hefur fyrirtæk- ið haft þessi umboð lengi? — Tékknesku umboðin höf- um við haft í ein 10 ár, en þau .Eovézku ,d 5 til 6 órj ifj — Hvernig hafa viðskipt- in gengið? — þau hafa gengið vel. Hafi t.d. orðið verðsýeiflur á ma’rkaði ves't- antjalds, þannig að austurvör- urnar hafi orðið dýrari en sambæri’.egar vestrænar, er.u Tékkar og Rússar og aðrar viðskiptaþjóðir okkar eystra ævinlega tilbúnar að taka upp viðræður um lækkun á verði til samræmis við heimsmark- aðsverð. Að sjálfsögðu verða umfooðin að fara fram á þess- ar umræður o.g komi það fyrir að boðnar séu dýrari austan- vörur en sambærilegar vest- rænar, er engu öðru um að kenna en slóðaskap viðkom- ,andi umboðs. — Hjá okkur komu i Ijós gallar í fyrstu sendingunni, sem við fengum aí sovézkum hjólbörðum. Rússar viður- kenndu gallana tafarlaust og foættu þá 100%, síðan hefur engra galla orðið vart í þess- ari vöru. — Hafa þetta verið lélegar vörur? — Ekki verður annað sagt en að vörurnar séu fyllilega isambæri’.egar við það sem ger- ist á vesturlöndum. Það hef- ur talsvert verið talað um rússnesku perurnar að þær endist illa, en sannleikurinn er sá að þaer eru búnar mun fínni þræði en aðrar perur. Það hefur svo aftur þann 'kost að þær taka til sín minna raf- magn en aðrar perur. auk þess sem þær eru hræódýrar. Um ihjólbarðana er það að segja, að við höfum ekki fengið nein- ar kvartanir útaf þeim og jeppahjólbarðarnir rússnesku eru viðurkenndir einhverjir þeir foeztu á markaðinum. I Næst verður fyrir okkur. Eiríkur Ketilsson kaupsýslu- maður. Hann er greiður í svör- um, allt að þvi stuttur j spuna. — Fyrir hvaða austantjalds- vörur ihafið þér umboð? —■ Myndavélar, sápur, ilm- vötn, byssur. — Hvernig hafa viðskiptin gengið að yðar áliti, fyrir- greiðsla og annað slíkt? — Þokkalega. Umiboðið hef ég haft i þrjú, fjögur ár. — Eru þetta lélegar vörur, lakari en þegar aðrar þjóðir eiga í hlut? — Nei, þær eru sambærileg- ar. Verðið er gott. — Telduð þér heppilegra að leggja þessi viðskipti niður og beina þeim til annarra landa? — Nei. Næst hringdum við í for- stjóra verzlunarinnar Liver- pool: — Við höfum selt kristal frá Tékkóslóvakíu síðan árið 1950, — Hafið þið umboðið sjálf- ir? —• Nei. —..Hvernig hafa ■ þessi yið- skiptfo gengið? ,Ha y- —< Yfirleitt vel, en nokkuð misjafnt eftir því hvernig pantað er. T.d. er langur af- greiðsluírestur, ef pantað er eftir verðlista, en ég hef nokkrum sinnum farið út til Tékkanna og keypt lagera og það hefur gengið bæði fljótt og vel fyrir sig. — Vörugæðin? — Ekkert út á þau að setja. — Áliítið þér heppilegt að leggja þessi viðskipti niður? — Nei. íslenzk-erlenda verzlunarfé- lagið hefur umboð . fyrir alls- konar pólskar vörur, svo sem bómullarefni allskonar, leður- vörur, skófatnað og fleira. Við spyrjum Friðrik Sigurbjörns- son hvernig þessi viðskipti hafi gengið. — Ágætlega. Afgreiðsla hef- ur yfirleitt verið góð og Pól- verjarnir hafa ávallt te,kið all- ar kvartanir til greina. — Eru þetta lélegar vörur? — Vörurnar eru fyllilega sambærilegar við hið foezta | annarsstaðar frá og vöru- vöndun og af- greiðsla hefur farið batnandi ár frá ári. Verðið er hag- stætt, og Pól- verjarnir hafa reynzt liprir og gveigjanlegir, þegar eitthvað foar á milli. — Telduð þér heppilegt að leggja þessi viðskipti niður og foeina þeim til annarra landa? — Fyrir mig persónulega væri það ákaflega óheppilegt. Ég hef haft þessi viðskipti í ein átta til tiu ár, og segir sig sjálft, að ég væri ekki með þessa vöru ef ég gæti ekki selt hana. Geir Borg forstjóra Kol og . S.alts h.f. fórust prð eitthvað á þessa : leið; , — i Við erum nýteknir við . umfooði fyrir pólsk kol. en höf- um keypt kol þaðan allar göt- ur frá stríðslokum. — Og fyrirgreiðslan? — Algerlega snurðulaus. — Vörugæði? — Þetta eru ágætiskol. — Væri þjóðinni hagur í að leggja þessi viðskipti niður? — Ég foara veit það ekki. Við höfum ekki einusinni 'kynnt okkur kolaverð á vest- urlöndum. — ★ — Sveinn Guðmundsson for- stjóri í Vélsmiðjunni Héðni hefur flest gott af þess- um viðskiptum að segja, en ihann flytur inn tékkneskar járnvörur. Vörurnar segir hann mjög góðar og sambæri- legar því bezta annarssfaðar. Helzti gallinn er áá, að af- greiðsiutími getur orðið ó- þægilega lang- ur. j to.• Yfirleitt er A Sveinn ánægð- gm ur með verðið, Hk * BHBi en segist þó kaupa af Tékkum ammoniak- rör og likar illa, að nú vilja Tékkar hækka verð á þeim um 15% á sama tíma og verð á járnvörum hefur staðið í stað; l AUir þjóðhollir Íslending-^ ar standa með Sveini í máli þessu og vona að honum tak- ist að snúa á Tékkann. Að lokum spyrjum við Svein hvort hann telji heppi- legt að leggja þessi viðskipti niður og beina þeirn til ann- arra landa. — Um það skal ég ekkert segja, það er aðallega fiskút- flutningurinn, sem þar spilar inn. misjöfn. Varan er ódýr, - eti mikið hefur> vantað á gæðih. Sérstaklega hafa reynzt illa baðker og ,,fittings“ (allskonar tengistykki). Fyrir hefur kom- ið, að a'-lt að 40% af .,fittings“ hefur reynzt. ónýtt. KlósettskáU 'aú aftur" foetri'.’ — Búizt þér við að halda þessum viðskiptum áfram, eða teljið þér heppilegra að beina þeim til ann.arra landa? — Vandamálið við að verzla við Rússa er, að þar verður að kaupa allt í svo stórum stlíl. Klósettskálar frá Tékkó- slóvakíu hef ég áfram, en hættl við baðker o.g ,,fittings“, Þetta er svo léleg vara, að ekkerfi þýðir að bjóða fólki hana. (!)! — * — Er við hringdum í Eggert Kristjánsson á miðvikudag tók hann okkur með mikilli tor- tryggni. Ekki kvaðst hann vilja ræða þetta mál í síma, en istakk upp á því, að við töl- uðumst við daginn eftir. Þegar við : hrindum næsta dag var hann | litlu samvinnu- þýðari, þurfti | að forstjórasið að tala við út- lönd í síma, bað okkur að hringja milli tvö og þrjú um daginn, og vildi £á spurning- arnar skriflegar! Voru þær sendar þá þegar, en á um- ræddum tíma var Eggert far- inn af „vinnustað‘‘ og svaraði ekki í heimasíma. Síðan hef- ur ekki reynzt unnt að ná í kaupsýslumanninn. Verzlun Hans Petersen Guneiar mlil Sáta fresfa síldar- söltunarbannino Siglufirði, 18/8. — Þegar bann- ið við frekari söltun síldar var til umræðu í Síldarútvegsnefnd flutti Gunnar Jóhannsson tillögu um það að ákvörðun um bann yrði frestað, þar sem enn standa yfir athuganir á frekari sölu- í! möguleikum á síld til Sovétríkj- Bankastræti 4 kaupir ljós- j anna og endanlegt svar við þeim, myndatæki allskonar frá Aust- j umleitunum ókomið. Greiddi ur-Þýzkal. og Tékkóslóvakíu, ■ Gunnar síðan atkvæði á móti og við spyrjum forstjórann banninu, þegar frestun fékkst ihvernig viðskiptin gangi. ekki samþykkt. — Nú, þau ganga út af fyrir sig vel þegar maður er farinn að þekkja allar aðstæður. Það eru engir alþjóðlegir viðskipta- hættir sem alls staðar eiga við. — Hvernig eru vörurnar? -rr Nokkuð upp og ofan. Sumar jafngóðar og betri því sem annarsstaðar fæst, aðrar lakari. — Vi’duð þér telja heppilegt að fella þessi viðskipti niður og foeina þeim til annarra landa. — ■ Fyrir m.ig persónulega teldi ég slíkt ekki æskilegt, sem sést á því, að sumt af Iþessum vörum get ég keypt annars staðar en geri ekki. Eftir að heita má samfel'.d- an lofgerðaróð annarra inn- flytjenda er blaðamanninum allt að því léttir að hitta fyr- ir mann, sem hefur yfir ein- hverju að kvarta. Sishvatur Einarsson hefur haft hrein- lætistæki allskonar, mest frá Tékkóslóvakíu. Við spyrjum hann um viðskiptin. — Þau hafa verið ákaflega Iðnaðarhús Framhald af 2. síðu. fundarstjóri. Á fundinum var gengið frá stofnsamningi og hann undir- ritaður af 34 aðilum, sem skráðu sig fyrir hlutafé. Heiti hins nýja félags er Iðngarðar h.f. og verður hlutafé félags- ins 4 millj. kr. til að byrja með. Ætlunin er að auka það síðar meir, þegar gengið hefur verið frá samningum við borgaryfirvöldin í Reykjavík um áðurnefndar lóðir. Félagi íslenzkra iðnrekenda og Landssambandi iðnaðarmanna var falið að afla frekara hlutafjár með útboði innan samtakanna og geta meðlimir skráð sig fyrir hlutafé í skrif- stofum þeirra. í stjórn Iðngarða h.f. voru kjömir: Sveinn B. Valfells, formað- ur, Guðmundur Halldórsson, varaformaður, Þórir Jónsson, ritari Sveinn K. Sveinsson, gjaldkeri Tómas Vigfússon, vararitari. Varamenn í stjórn voru kjörnir: Gissur Símonarson og Ásgeir Bjarnason. — ÞJÓÐVILJINN — Sunnudagur 19. ágúst 1962

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.