Þjóðviljinn - 19.08.1962, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 19.08.1962, Blaðsíða 11
ERICH KÁSTNER: MYNDIN EM eða ÆVINTÝRI SLÁTRARANS ánægjulega. „Já, það er einmitt það. Nú hlutu allir með áhuga á málinu að halda að ég hefði horfið af sjónarsviðinu með frummyndina. Um leið misstu glæpamennirnir allan áhuga á ungfrú Trubner og herra Kúlz. Nú fóru þeir að elta mig og litla pakkann í vasa* mínum. Þannig tókst mér að lokka iþrjótana á eft.ir mér frá Warne- múnde til BerMnar. Og síðan lét ég taka þá fasta í íbúð minni. Það var ,í „raijpinni ósköp ein- falt. — Og frummyndin sjálf var í engri hættu í bili. Og ekki heldur ungfrú Trúbner eða herra Kúlz.“ „Fyrirtak," hrópaði slátrara- meistarinn. „Stórkostlegt. Mað- ur verður næstum öfundsjúkur, þegar maður heyrir um svona snilld.“ Listaverkasafnarinn gamli kinkaði kolli íhugandi á svip. Kúhlewein aðalforstjóri sýndist afturámóti vera bugaður maður. Svona aðferðir voru honum al- gerjega framandi. Jóakim Seiler hélt frásögn sinni áfram. „Meðan ég beið á eftirlætiskaffihúsi mínu og horfði á lögregluþjónana hirða afbrotaménnina úr íbúð minni, fékk ég bréf frá foringja þjófa- flókksins, sem reyndar er enn frjáls férða sinna. Andartaki síðar ók hann í leigubíl fram- hjá veitingahúsinu. Að vísu var hann 'búinn að raka af sér fallega, hvita skeggið, en ég iþekkti hann nú samt, og þá varð ég hræddur. Ég ók í skyndi út í Yorckstræti og heimsótti frú Kúlz. E£ míníatúran væri þar, yrði í skyndi að koma henni á örúggan stað. Og hafandi stolið eftirlíkingunni í Warnemúnde, þá stal ég nú frummyndinni í Berlín. Þegar maður er einu- sinni kominn á glapstigu, þá er ekki gaman að ráða við sig.“ „Og maðurinn sem bifhjóla- sveitir okkar eru nú að elta, er það foringi glæpaflokksins?" spurði lögreglufulltrúinn. „Við skulum vona það,“ sagði Jóaltim Seiler. Hann var orðinn viðutan og horfði á írenu Trúb- ner, sem sat dreymandi við gluggann. „Eruð þér göldróttur?" spurði fulltrúinn. „Hvernig í ósköpun-' um hafið þér haft tíma til að kasta,'«j4itltý miðunymvJ|^i]^a ■ umferöariögregíuþjónánna 1 vest- urbæpijrn .mpðfinúmerihu' á bíln- um. sem rfúcaði ræningjahöfð- inginrt ýíföar sat. í?“ „Göldróttur er ' ég ekki,“ svar- aði ungi maðurinn. „Og seðlarn- ir eru ekki frá mér. Struve, vin- ur minn, hlýtur að hafa útbýtt þeim.“ Kúlz hló dátt: „Litli fitu- keppurinn frá Bautzen er vinur yðar? Jæja, þér ættuð bara að vita hvað hann gerði mikið veð ur út af því, að hann var tek- inn fastur.“ „Ég veit það, sagði Seiler. „Við hittumst á kaffihúsinu. Og ég sendi hann i skyndi á eftir 1 (ÓS sem hann hafði fengið að heyra og vissi ekki enn, hvort hann ætti að gleðjast eða hryggjast. Og sá á kvölina sem á völina. Ekki sízt þegar um er að ræða menn, sem hafa mikið fyrir ræningjaforingjanum. Hamingjan má vita, hvar hann er nú nið- urkominn. Vonandi hefur ekkert komið fyrir hann.“ Lögreglufulltrúinn útskýrði fyrir aðalforstjóranum, hvers vegna tónskáld að nafni Struve 'hefði verið handtekið. ,Hræðilegt,“ sagði herra Kúhl- wein, sem nú var alveg orðinn miður sín. „Undirforstjórinn hef- ur lika komið fram undir fölsku hafni?“ i,Ég átti ekki annars kost“, Hræðilegt,“ sagði herra Kúhle- varð vitni að því í Kaupmanna- höfn, að ungfrú Trúbner og herra Kúlz var veitt eftirför. Og þess vegna reyndi ég að kynn- ast þeim undir fölsku nafni og á fölskum forsendum. Ég varð að vera í návist þeirra, ef eitt- hvað alvarlegt kæmi fyrir.“ írena Trúbner sagði: „Herra Seiler fann meira að segja upp frænku frá Leipzig sém hét ír- ena. Og frænda sem freistar gæfunnar sem eyrnalæknir í Hannover." „Frænkaft v'ár , uppápuni," við- urkenndi ungi maðurinn. ,,'En eymalæknirinn er bráðlifandi.“ j Kúhlewein aðalforstjöri ríeri hendur sínar. „Hvaða afb'rot hafið þér eiginlega látið hjá líða að fremja þessa síðustu daga, með leyfi að spyrja?“ ' „Er yður mikið í mun að fá nákvæma upptalningu?“ spurði herra Seiler. „Nei!“ hrópaði herra Kúhle- wein. „Nei, -setjizt nú niður, þér þarna glæpamaður.“ Jóakim Seiler fékk . sér sæti. Hann var alveg glorhungraður. Helzt hefði hann viljað hlaupa eins og fætur toguðu út á naesta brauðbar. Meðarí lögreglufulltrúinn út- •skýrði hina ævintýralegu sögu um Holbeinmíníatúrurnar tvær i réttri tímaröð fyrir listaverka- safnaranum og aðalforstjóranum, horfði ungi maðurinn á ungu stúlkuna og óttaðist það mest að hann fengi garnagaul. Þegar fulltrúinn var búinn að ljúka frásögn sinni, reis herra Steinhövel á fætur, rétti unga manninum höndina og sagði: „Ég þakka yður hjartanlega fyr- ir og óska yður til hamingju með fundarlaunin.“ „Með hvaða fundarlaun?" spurði Seiler. i „Herra Steiiúyþj^I^hefur heit- ið 10.000 marka fundarlaunum, hverjum þeim sem hefur uppá mínEatúrunríi,f‘ sagði fulltrúinn. „Það stendur í öllum blöðunum í dag!“ „Ég er ekki ennþá farinn að líta í blöðin. Maður má ekki vera að neinu,“ sagði ungi mað- urinn. „En 10.000 mörk er alltaf hægt að nota.“ T u M u g a s t i kafli Kúhlewein aðalforstjóri var hugsi. Hann var að jórtra á því .gflaíívv.-.-g jfeuttl> 0, (f;;,,Cs •,,«£ Bóndinn ó Miðsandi fra frekan heilabrotum með þvi að segja: „Ég hef hugboð um, að þér séuð ekki beinlínis sam- þjhkur þeim varúðarráðstöfun- um, sem ég taldi nauðsynlegt að aera.“ „öldungis rétt,“ - staðfesti að- alforstjórinn. „Og þér álítið það fyrir neð- an allar hellur,“ hélt Seiler á- fram, „að ég skuli nú einnig ætla að taka við 10.000 mörk- um fyrir það.“ ..öldungis rétt,“ sagði aðalfor- stjórinn. Ungi maðurinn reis úr sæti •sínu. Augu hans glóðu. „Undir þessum kringumstæðum, leyfi ég mér . að tilkynna herra Stein- hövel, að ég afsala mér þeim fundarlaunum, sem mér voru ætluð. Ef til er sjóður fyrir nauðstadda aðalforstjóra, þá legg ég til að 10.000 mörkin verði lögð í þann sjóð. Og herra Kúhlewein aðalforstjóra bið ég um tafarlausa lausn frá störf- um. Verið þið sæl!“ Hann hneigði sig stuttaralega og gekk til dyra. En Kúlz slátrarameistari varð fyrri til. Hann tók sér stöðu fyrir framan dyrnar og varnaði honum útgöngu. „Hvaða æði- Endurnýja þarf fyrir mánudag N.k. mánudag 20. ágúst kl. 5 e. h. lýkur endumýjun allra þeirra lánsumsókna sem borizt" höfðu fyrir 10. júlí s.l. hjá Hús- næðismálastofnun ríkisins. Eftir þann tíma, verða þær ekki tald- ar.;meðal lánshæfra umsókna. Að gefnu tilefni vill blaðið þó benda þeim umsækjendum sem nú eða á næstunni hyggjast leggja þar inn nýjar lánsum- sóknir, að þeir éru ekki bundnir við framangreind tímamörk. Móti slíkum umsóknum verður daglega tekið, eins og að undan- förnu. Rétt er þó að ítreka það sem fyrr hefur um þessi mál verið sagt og hyggilegast er að leggja u.msókn inn strax og búið er að teikna viðkomandi hús eða íbúð og áður en byggingaframkvæmd- ir hefjast. Framhald af,,7. síðu. .Éina- dbttur . átti’JÍJáýíð áður en hann kvæntist, Ólöfu að nafni, hún giftist manni sem hét fýkr^Ö^'tójuggú'. súðúr h Gar-ði. ‘ ^Éjnu/’1 þferík s4>uifetð8ffl'1 e á'tti dóttur sem hét Hrefna, hennar sonur er Eggert Gíslason sem lengi hefur verið aflakóngur í Sándgerði. Það var mín fyrsta vitneskja um Davíð á Miðsandi, • að, rnéi' barst í hendur langt kvæði eft- ir hann. Kvæðið hafði Ásmund- ur Gestss. frá Ferstikju skrií- að upp fyrir um tuttugu árum, eftir fornu handriti sem þá var til á Eyri í Svínadal. Mér lék forvitni á því að fá að sjá þessi gömlu blöð, ef einhver ræksni skyldu vera til af þeirn enn, fá að sjá handbragð þessa bónda sem orti svona rösklega. En þegar ég spurðist fyrir um þau, voru þau fyrst talin horf- in, en seinna hafðist þó upp á þeirn. Þau mega heita lítið skemmd, letrið er vel læsilegt ennþá. svo að segja hvert orð. Má telja öruggt að rithönd Davíðs sé á kvæðinu, og þarf hann ekki að skammast sín fyr- ir hana. Ekki gefur hann kvæði sínu neitt nafn, en Ásmundur nefnir það Hrakningssálm. Það segir frá ferð sem Davíð fór við ann- an mann suður til Reykjavíkur til aðdrátta um vetur, ,en þeir hrepptu versta veður, svo það þótti með ólíkindum ,að þeir skyidu komast lífs af. Ekki er getið ártals í sálminum, en mánaðardagur er tilfærður 7. febrúar er þeir lögðu af stað heimanað. Hvergi nefnir Davíð heldur nafn ferðafálaga síns í þessari svaðilför, en full vissa er talin fyrir því að það hafi verið Erlingur Erlingsson frá Stóra-Botni. Erlingur bjó á Þvrli frá 1830—37 og hefur þessi hrakför því verið farin ' éinhverntíma á þeim árum, sennilega 1835, þá voru hörkur mikiar sunnanlands, eftir há- tíðar. Oddur G. Akraness segir í ánnál sínum svo um það ár: ..— fellir nokkur á Suðurlandi vegna harðinda". •Davíð Björnsson er ekki einn um það að yrkja slíka hrakn- ingssálma, það vii'ðist hafa ver- ið í tízku um nokkurt árabil, einkum seint á átjándu öld, enda er talið að á þéirri. .öld hafi vgi'ið 43 mikil hárðinda ár, eða næstum hálf öldirí. Ég hefi undir ’ höndum týo Sfika sálma, sém DavLði.gasti. vfel'jífefa, þekkt, þótt hvorugur sé gefinn út fyrr en eftir þessa kaup- stk'ðarferð‘ hans. Annar er eftin "s& ''ÞÓi%efFl’'&ailUösstírí á ’ Út- skálum' og ei' ortúF'éinhvbrn- tíma fyrir 1769 og gæti Dávíð því hafa séð hann eða 'heýrt* þó hann sé ekki prentaðun fyrr en 1841. Eða að hann hafi ekki ort sálminn strax eftir ferðina; sem þettá vísúorð bendir til: „glöggt sem nú muna veðrið enn.“ Hinn er eftir sr. Jón Odds- son Hjaltalín prest í Saurbæ, að vísu ortur eftir að sr. Hjaltalín var farinn þaðan, en þó er lík- legt að hann hafi slæðst á Hvalfjarðarströndina. Því verð- ur ekki neitað að sálmur Dav- íðs Björnssonar ber nokkurn keim af þessum tveimur. Hins- vegar væri ósanngjarnt að segja að hann hafi stælt þá, þó trúlega hafi hann haft nokkra hliðsjón af þeim. Því verður heldur varla neitað, að þótt hinir báðir séu prestlærðir cg viðurkennd skáld á sínum tíma, ber sálmu.r Dav- íðs langt af hrakningasálmum þeirra einkum að því, hvað hann er lausari við málaleng- ingar. Nosturslegt handbragð og frágangur á handritinu, bér því vitni að Davíð hafi metið verk sitt nokkurs. Þó er óvíst að honum hafi fundizt svo mikið til um það, að hann hafi hirt um að eiga afrit af því sjálf- ur. Nokkrir ættingjar hans, sem ég hef spurt um það, hafa aldr- ei heyrt sálmihn nefndarí,, j^ín- vel þótt þeir hafi lieýrt" íolið um þessa sjóferð, sem hann greinir frá. En hann hefur sent Erlingi ferðafélaga sínurrí hann á blaði til minja. Þegaf svo Erlingur fer á gamalsaídri að Eyri í Svínadal til Margrétar dóttur sinnar, er þar bjp, léngiy hefur hann af hirðuserhi tekið blaðskömmina með sér , þangað og geymt. Það étui' eœtil' mat, sagði gamla fólkið stundum um hluti sem það vildi haída tiT haga, þó áhöld værú um gagn- semina. Þannig atvikaðist það að kvæðið geymist hjá riiðjum Erlings allt til þessa dags, og má það lofsvert heita. Aftu'rá- móti kannast barnabörn Dav- íðs ekkert við það, né vita til að Davíð hafi ort neitt. Má af því álykta að ekki hafi, hann mikið flíkað skáldskap s'ínutn heimafyrir. 8.30 Létt morgunlög. Fischer leikur á píanó 9.10 Morguntónleikar. a) Annie „Fantasíú“ i C-dúr, op. 17 eftir Schumann. b) Atriði úr óperunni „Évgeni On- egin“ eftir Tsjaikovskij. — Konunglega filharmoníu sveitin í Lundúnum leikur vals og pólónesu, og Army Shuard syngur með hljóm- sveitinni „Söng Tatiönu“ — George Weldon stjórnar. c) Píanókonse.rt í Des-dúr eftir Khatchatúrían. 1.1.00 Messa í Hallgfímskirkju. 14.00 Miðdegistónleikar: a) Són- ata í a-moll fyrir fiðlu cg píanó eftir Vaughan Willi- ams. b) Josef Greindl syng- ur ballötur eftir Carl Loewe. c) Frá tónlistarhá- tíðinni í.Stokkhólmi í vor: Siníónía nr. 9 í e-moll op. 95 — „Nýi heimurinn", eftir Dvorak. 15.30 Lög fyrir ferðafólk. 17.30 Bamatími: (Helga og Hulda Valtýsdætur). a) Heimsókn í barnaheimilið að Silunga- ý; polli. b) Sagan af stúlkunni sem var kænni en keisar- ^ inn, eftir Björn Bjarnason frá Viðfirði. 18.30 „Gissur ríður góðum fáki“: gömlu lögin sungin og leik- in. 20.00 Frá tónlistarhátíðinni í Schwetzingen í maí s.l.: Hollenzki útvarpskórinn í Hilversum syngur. — a) Fjögur lög frá Suður- Ameríku eftir Harald Genznar. b) Sex log eftir Paul Hindemith, við ljóð éftir Rainer Maria Rilke. c) Þrú lög eftir Maurice Ravel. 20.30 „Þú getur ekki án hennar 'ljfað“ — samfelld dagskrá fHildur Kalman tekur efn- iö saman. Flytjendur: Kristin Anná Þórarinsdótt- ir og Helgi Skúlason). 21.05 Tónlistarþættir úr óperun- um „La Boheme“ og „Mad- am Butterfly“ eftir Puccini. 21.30 Upplestur: Svala Hannes- dóttir les ljóð eftir Charles Baudelaire í þýðingu Málfriðar Einarsdóttur. 22.30 Danslög — 23.30 Dagskrl. i Á i' ' if U J i ' . Útvarpið á morgun: ’ Fastir liðir eins og venjulega. 8.30 Mórgunútvarp. 13.00 „Við vinnuna“ Tónleikar. 8.20 Lög úr kvikmyndum. 20.20 Um daginn og veginn (Sig- urðui' Guðmundsson fram- kvæmdastjóri). 20.20 Einsöngur: Tito Schipa syngur. 20.40 Um refsingar — fyrra er- indi (Dr. Páll S. Árdal). 21.00 Frá tónlistarhátíðinpi í Prag í maí s.l. Divertimento í D-dúr, K 131 e£tir Mpzar't. 21.30 Útvarpssagan: „Frá vöggu ____ til grafar“. 22.00 Fréttir og síldveiðiskýrsla. 22.20 Búnaðarþáttur: Ólafur E. Stefánsson ráðunautur tal- ar um nautgripasýningar í ____sumar. __ ____ __ 22.35 Kammertónleikar í út- varpssal: a) Sónata fyrir flautu og píanó í E-dúr, eftir Johann Sebastian Bach. b) Sónata fyrir flautú og píanó í C-dúr, eftir Philip Emanuel Bach. 23.00 Dagskrárlok. Sunnudagur 19. ágúst 1962 — ÞJÓÐVILJINN LVúl '. ift..',' S;' nigehuní .Y •-• KiílLJlVSOí.4 --- -m (Ui

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.