Þjóðviljinn - 19.08.1962, Side 9

Þjóðviljinn - 19.08.1962, Side 9
Rætt við MiARTIN HOLM formann íþróttasambands Færeyja. Martin Holm fararstjóri fær- eyska landsliðsins er fonnaður Iþróttasambands Færeyja (l.S. F.) og starfar sem kennari í Þórshöfn, en áður var hann 17 ár kennari í Danmörku. f.S.F. hefur opnar skrifstofur í glæsi- legum húsakynnum í banka- húsinu í Þórshöfn og er Martin Martin Holm form. f.Sf.F. Holm starfsmaður þar, auk þess hefur hann til skamms tíma verið ritstjóri íþróttatíðinda, sem er félagsblað Í.S.F. og kemur út 12 sinnum á ári. Þjóðviljinn notaði tækifærið er Holm var hér á ferð með lands- liðinu að ræða við hann um íþróttalíf í Færeyjum. — Hvenær er íþróttasamband Færeyja stofnað? — f.S.F. er stofnað árið 1939, elzta íþróttafélagið er stofnað 1892 og varð því 70 ára á þessu ári, það heitir Tvöroyar Bóltfélag og starfar enn af mikium krafti og er stærsta í- Iþróttafélag i Færeyjum, má geta þess að enn eru til allar gerðabækur félagsins frá stofn. un þess. — Hvað eru mörg félög í sambandinu. — Nú eru 38 starfandi félög í Í.S.F., þau iðka knattspyrnu, sund, fimleika og kappróður en frjálsar íþróttir eru lítið iðkað- ar. Sambandið gengst fyrir nokkrum landsmótum á hverju sumri. Norðoyastevnan er hald- in fyrstu helgi í júní, Jóansök- an, sem haldin er í Vági nú í sumar, Vestanstevna var nú haldin í Sörvági, Varmakeldu- stevnan er haldin í Fuglafirði og svo er það Ólafsvakan, sem er eins konar þjóðhátíð okkar með sínum gömlu siðum og venjum, hún er alltaf haldin í Þórshöfn og stendur í 2—3 sól- arhringa. Það er mikil þátttaka í þessum mótum t. d. tóku um 1000 piltar og stúlkur þátt í landsmótum í knattspyrnu og ihandknattleik í sumar. — Hver er vinsælasta íþrótta- greinin? — Kappróður og fimleikar — róður er mikið iðkaður í hverju byggðarlagi bæði af piltum og stúlkurh, á Ólafsvökunni taka um 300 manns þátt í kappróðri. f Þórshöfn er 1 íimleikafélag og síðastliðinn vetur voru þar 7 flokkar fyrir börn og 4 flokk- ar fullorðinna og fimm kenn- arar störfuðu. Margir nýir skól- aí' 'hafa verið byggðir á sein- ustu árum og geta nú um 65°/c| barna á skólaskyldualdri iðkað fimleika í fullkomnum sölum. Stærsta félagið í Þórshöfn, Havnar Fimleikafélag sem stofnað er 1909 iðkar einung- is fimleika. — Hvað um íþróttasamskipti við önnur lönd? — Við höfum mesta sam- vinnu haft við íslendinga og Hjaltlendinga um knattspyrnu. Síðan 1935 höfum við keppt við mh«í Jögvan Johanscn fyrirliði landsliðsins. Hjaltlendinga um silfurskjöldj sem skozkur aðalsmaður gaf. Á Hjaltlandi eru um 26 þúsund íbúar og iðka þeir ekki aðrar lílþróttir en knattspyrnu, íbúum fer þar nú mjög fækkandi og flytjast þeir mikið til Skot- lands. íþróttasamskipti við íslend- inga byrjuðu löngu fyrir strið og síðan ísfirðingar komu til okkar 1949 hafa alltaf komið margir flokkar frá íslandi á hverju ári, og við náttúrlega farið til íslands. Auk þess höf- um við sent flokka til Dan- merkur og Noregs, og nokkur erlend félög hafa komið við hjá okkur á leið til íslands. — Hafið þið íþróttaskóla í Þórshöfn? — Nei, en þar er almennur kennaraskóli og margir fara þaðan í íþróttaskóla í Dan- mörku. Við höfum aðeins haft fáa erlenda þjálfara, við höf- um reynt að fá íslenzkan knatt- spyrnuþjálfara en ekki tekizt. Fær íþróttahreyfingin opin- beran fjárstyrk? — íþróttasambandið fær styrk frá Lögþinginu, en einstök fé- lög fá ekki styrk, félagsgjöldin verða að standa undir kostnaði við starfsemina og borga flestir frá 12—20 kr. á ári. Hins vegar fá allir íþróttaflokkar sem fara í keppnisferðalag milli eyja ó- keypis far í áætlunarferðum skipanna. — Hvað viltu segja um lands- leikinn við ísland núna? — Við kepptum við B-landslið ykkar 1959 og töpuðum með 5:2. Það gaf okkur vonir um að geta veitt ykkur harða keppni næst þegar liðin mættust en þær vonir hafa algjörlega brugðizt eins og úrslit leiksins sýna bezt. Ykkar knattspyrnu- mönnum hefur farið mikið fram síðan þið eignuðuzt gras- velli. Okkur er það alveg Ijósti að það verða engar framfarir fyrr en við fáum grasvöll og það er brýnasta verkefnið hjá okkur núna. ★ I Ég vil að lokum segja það að móttökur hafa verið fram- úrskarandi góðar, við höfum ferðazt talsvert um landið og erum mjög ánægðir með ferð- ina og þakklátir þeim sem tek- ið hafa á móti okkur, ég vil sérstaklega nefna Ragnar Lár-- usson sem fylgt hefur okkur trúlega hvert sem við höfum farið og hefur nánast borið okkur á höndum sér frá því við stigum hér á land. Færeyska landsliðið talið frá vinstri. Fremsta röð: Kaj Kjallsberg, B36, Pétur Rasmussen HB, Herálvur Andreassen TB, Torstein Magnussen B36. Miðröð: Magnus Kjelnæs Kí, Jacob L. Joensen HB, Henry Poulsen B36, Jogvan Jacobsen Kí, Heðin Samuelsen B36, Martin Holm fararstjóri; Aftasta röð: Jogvan Johannsen HB, Ólavur Olsen B36, Steinbjörn Jacobsen Kí, Dániel Krosstein Kf, Bjarni Holm B36, Marius Johan Jensen HB. Myndin er tekin, þegar Færeyingar voru á æfingu á Melavellinum í síðustu viku. — (Ljósmynd: Þjóðviljinn. A. K.). Aðcins 3 vikur til kcpninnar í Belgrad Meðal frjálsíþróttamanna um alla Evrópu er ekki meir um annað talað en Evrópu-meist- aramótið í frjálsum íþróttum, sem fram fer í Belgrad eftir 3 vikur, nánar til tekið stend- ur mótið yfir dagana 12. til 16. september n. k. Margir álita, að mót þetta sé nokkurskonar ,,LitIu Olympíu- leikir frjálsra íþrótta“, og má til sanns vegar færa á margan hátt, því að þarna eru saman komnir flestir beztu frjálsí- þróttamenn utan Bandaríkj- anna, og á hinum síðari mót- um hefur keppnin orðið mjög hörð og fer stöðugt harðnandi, og er skemmst að minnast síð- ustu keppni, sem fram fór i Stokkhólmi 1958. Undanfarnar vikur og mán- uði hafa frjálsíþróttamenn landanna verið í miklum und- irbúningi, og segja má að margir þeirra hafi raunar ver- ið að búa sig undir mót þetta síðustu árin. Allt, frá bví að fyrsta mótið var háð í Torino á ítalíu 1934, hefur það verið aðalviðburður ársins á sviði frjálsra íþrótta, en mótiiv hafa Síðan farið fram á þessum stöðum: París 1938, Osló 1946, Brússel 1950, Bern 1954 og í Stokkhólmi 1958. Zatopck og Consolini mcð 3 meistaratitla Oft hefur baráttan verið hörð um sigurinn og meistaratitlana, og margur afreksmaðurinn hef- ur skapað sér nafn einmitt á þessum stórmótum, og unnið af- rek sem lengi er minnzt bæði af áhugamönnum og keppend- um. Það gæti því verið gaman að rif ja upp nöfn þeirra, sem1 verulega hafa komið við sögu á mótum þessum og sem hafa unnið meira en einn meistara- titil i keppnum, þar kemur með nafn Gunnars Huseby sem Ef athugað er hverjir hafa oftast komið meðal hinna 6 beztu eru það einnig þeir Zato- pek og Consolini sem eru efst- ir og jafnir en þeir hafa 5 sinn- um verið meðal þeirrá 6 beztu. Þrisvar hafa þesir komið meðal hinna 6 beztu: E. Bally Frakklandi, A. Boy- sen, Noregi, L. Salminen Finn- landi, Y. Lituéff Sovét, R. Lundberg Svíþjóð, R. Áhman Svíþjóð, Tosti ítalíu, O. Grig- alka Sovét, J. Dobzal Tékkósló- vakíu, J. Lundgren Svíþjóð. Fáir þessara manna munu koma við sögu á móti því sem fyrir dyrum stendur. Þó er ekki ólíklegt að þeir Kuznetsoff og Krzyzskowiak láti að sér kveða í mótinu og ekki óhugsandi að þeir bæti við sig þriðja titlin- um. Gera má ráð fyrr að nokkrir af sigurvegurunum frá 1958 verði með í keppninni í Bel- grad, en vafasamt er að þeim takist að verja titilinn. Má þar nefna menn eins og J. Chromik frá Póllandi, J. Schmith frá Póllandi og Ter-Ovanesian frá Sovét, sem af sumum er tal- inn öruggur í langstökkinu. I Ilvað sendir fsland marga? Ennþá mun ekki ákveðið hvað margir fara héðan á mótið, en þegar þetta er skrifað munu að- eins 2 hafa náð þeim lágmarks- árangri sem stjórn FRÍ setti, en það eru þeir Jón Þ. Ólafsson í hástökki og Valbjöm Þorláks- son, sem mun taka þátt í stang- arstökki og tugþraut. Enn er tími til stefnu þvi nafnalisti þarf ekki að vera Framhald á 10. síðu. Sunnudagur 19. ágúst 1962 — ÞJÓÐVILJINN — ;(g

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.