Þjóðviljinn - 24.08.1962, Blaðsíða 3
Frokkland
Tilrœðismanna er
nú leitað um allt
PARÍS 23 8 — Franska lögreglan
leitar nú um allt landiö aö mönn-
um þeim sem í gær reyndu aö
Táða de Gaulle forseta af dögum.
Jafnframt hefur vaknað grunur
um að menn í æðstu stöðum
hafi skýrt tilræðismönnum frá
fcrðum de Gaullc.
Menn telj'a víst að tilræðis-
menn séu úr leynihernum OAS,
sem gerir sér vonir um að, geta
Tuðzt til va-lda í Frakklandi í
þeim glundroða sem verða myndi
■ef de Gaulle félli skyndilega frá.
iLögreglan hefur fundið gulan
vörubíl sem tilræðismenninnir
höfðu til umráða, en skildu eftir
i Meudon. Bíllinn er frá Joigny
í Yonnefylki. í honum fundust
tvær vélbyssur og sprengja.
Tilræðismennirnir munu senni-
lega hafa notað tvo aðra bíla,
Citroen og Fiat. Þeir sem voru
í vöru.bílnum hafa líklega kom-
izt undan í Citroen-bíl sem stol-
ið var í Meudon skömmu eftir
tilræðið.
★ ★ ★
Minnstu munaði i þetta sinn
að de Gaulle yrði ráðinn af
dögum. Það er talið hafa bjarg-
að lífi hans að hjóibarðar á bíl
hans eru skotheldir og gat bíll-
inn því haldið áfram þó að
skotið væri á hjól hans. Tvær
kúlur fóru inn. í bílinn og fór
önnur- þeirra aðeins um þrjá
sentimetra frá höfði forsetans.
Dómur í máli
Scblens í dag
LONDON 23/8 — Mál banda-
ríska læknisins, Roberts Soibl-
en, kom fyrir yfirrétt í London
- í dag, en hann ihefur áfrýjað úr-
skurði brezka innanrikisráðu-
neytisins um að 'hann skuli
fytja nauðugan úr landi til
Bandaríkjanna bar sem hans
bíður œvilöng fangelsisvist fyrir
niósnir. Rétturinn hafnaði í dag
kröfu lögmanna Soblens um að
innanríkisráðuneytinu yrði gert
að leggja fram i réttinum ö'.l
skjöl sem farið hafa á milli þess
og Bandarikjastjórnar um mál
skjó’.stœðings beirra. Yfirréttur-
inn mun væntanlega kveða upp
úrskurð sinn á morgun.
• 250 tonn af
heimamiðum
í gærmorgun kom hingað til
Reykjavíkur togarinn Ingólfur
Arearson með um 250 tor.n af
fiski, sem veiddist á heúnamið-
um eftir fremur stutta útivist.
Er unnid að löndun aflans.
Islenzkri tónlist er
bœgt fró erlendis
Jón Leifs
Það liefur þótt brenna við, að
Norðuriandabúar sumir ncyttu
aðstöðu sinnar til að bægja frá j
íslenzkri tónlist á alþjóðamótum,!
eins og þeir gætu ekki fyrirgefið
okkur að hafa stofnað „Alþjóða- (
ráð tónskálda” hér á tónlistar-
!
hátíðinni 1954, á tíu ára fæð-
ingardegi hins endurreista ís-
lenzka lýðveldis.
Þannig fórust Jóni Leifs orð
er blaðamenn ræddu við hann
í gær. Tilefni fundarins eru hin-
ir Norrænu tónlistardagar, sem
haldnir verða í Ilöfn 12. til 10.
september næstkomandi og Nor-
ræna tónskáldaráðið gengst fyrir.
Á tónleikum þessum verða flutt
verk eftir fjögur íslenzk tón-
skáld, þá Jón Leifs, Leif Þórar-
insson, Fjölni Stefánsson og
Magnús Blöndal Jóhannsson.
Sitja þeir Jón og Magnús um
leið aðalfund tónskáldaráðsins.
Jón lét þess getið, að röðin sé
komin að íslandi að hafa nor-
ræna tónlistardaga árið 18P4, en
íslenzk tónskáld séu óánægð
vegna þess hve lítið tillit hafi
verið tekið til íslenzkrar tónlist-
ar við hátíðir á Norðurlöndum.
Séu Islendingar tregir að taka
við skyldum nema jafnréttisregl-
ur verði samþykktar á aðalfund-
inum nú, enda miklu dýrara
fyrir okkur en hin Norðurlöndin
að halda uppi slíkum samskipt-
um.
Þau tónverk íslenzk, sem flutt
verða í Höfn að þessu sinni eru:
Þrjú sönglög eftir Fjölni Stef-
ánsson. Eru þau samin vorið 1958
við kvæði úr „Tíminn og vatnið”
eftir Stein Steinarr. Lögin eru
við þessi kvæði: Á sofinn hvarm
þinn, I sólhvítu ljósi og Ég var
drúpandi höfuð.
Eftir Jón Leifs verður flutt-
ur Kvintett op. 50, sem saminn
var haustið 1960 og fluttur á
Þetta myndarlega, upphleypta
Islandskort blasir við augum
■fc allra þeirra sem leið eiga i
-*• Ferðaskriíst. ríkisins í Gimli
•^ við Lækjargötu. Kortið var
áður á gaflvegg húss Bif-
reiðastöðvar Islands við Kalk-
ofnsveg en var hlutað sund-
ur og flutt í vor. Om skeið
í sumar hefur verið unnið
að því að koma kortinu fyrir
ir á nýja staðnum cg fyrir fá-
^ um dögum lauk Helgi S.
Bergmann við að mála flat-
★ lendi. fjöll og jöklana. (Ljm.
Þjóðv. A. K.).
tónleikum „Musica növa” í vetur.
Kveðst Jón hafa „gengið í gegn-
um tólftónastílinn” en orðið hon-
um síðar fráhverfur og tekið að
byggja á kvint íslenzka tvísöngs-
ins og íslenzkum þjóðlagastíl.
Eftir Leif Þórarinsson verður
flutt „Mosaik” sem er sónata
fyrir fiðlu og píanó. Eftir Magn-
ús verður flutt „Samstirni” sem
er concrete-elektrónískt verk með
sópran og framsögn.
Átta einkaflugvélar hið
minnsta í flugkeppninní
A. m. k. átta eins Hreyfiís
einkaflugvélum, tveggja til fjög-
urra sæta, verður flogið í flug-
keppni Flugmálafélags Islands á
sunnudaginn, og búizt er við tals-
verðri þátttöku í flugmódelsýn-
ingunni sem þá fer einnig fram.
Sl. sunnudag var skýrt nokkuð
fró flugkeppninni hér í Þjóðvilj-
anum og skal því aðeins drepið
lítillega á hana núna. Þetta er
fyrst og fremst keppni um hæfni
flugmannanna. Fylgzt verður
með flugi þeirra yfir nágranna-
sveitir. Reykjavíkur, lendingum
og hvernig þeir leysa sérstakar
iþrautir, t. d. að varpa niður
hlutum á ákveðna, afmarkaða
staði.
Ellefu einkaflugvélar munu
koma til greina í flugkeppni þess-
ari og í gær var vitað að a.m.k.
endur eru í hverri flugvél, aðal-
flugmaður og aðstoðarmaður
hans. Þótttakendur eru flestir at-
vinnuflugmenn. Keppt er um
veglegan grip sem Olíuverzlunin
, Skeljungur gaf fyrir nokkrum ár-
um. Hefur einu sinni verið keppt
um Shéll-bikarinn, árið 1957, óg
unnu hann þá þeir Reynir Guð-
l mundsson . og Franz Hákonson,
sem báðir eru atvinnuflugmenn.
| Keppt var þá eftir nokkuð öðrum
reglum en nú verður fylgt, en
þær eru algerlega sniðnar eftir
hliðstæðum keppnisreglum er-
lendis.
| Jafnhliða flugkeppninni verður,
I eins og áður segir, efnt til flug-
módelsýningar á Reykjavíkur-
, flugvelli. Þar verða sennilega
| sýnd 15—20 flug'módel af ýmsum
^gerðum: svifflugmódel, fjarstýrð-
^ ar vélflugur o. fl. Er tilgangur
sýningar þessarar að kynna þessa
tómstundaiðju sem ungiróggaml-
ir hafa gaman af.
RAUFARHÖFN — Síld-
arverksmiðjan hér á
Raufarhöfn hefur nú
fcekið á móti meiri síld-
arafla til bræðslu en
nokkru sinni fyrr.
Um miðja þessa viku munu
hafa borizt í sumar til verk-
smiðjunnar milli 255 og 260 þús-
■mál síldar. Til samanburðar má
geta þéss að á allri .sildarver-
tíðinni í fyrrasumar tók verk-
smiðjan á rrioti samtals 250.150
málum.
Á dögunum, þegar dró úr
síidiveiðinni, voru menn farnir
að Tbúast við þvtí að nok'kurt hlé
kynni að verða á vinn.u 1 verk-
smiðjunni, en það stóð á endum,
þegar verksmiðjan var að ljúka
við vinnslu þeirrar síldar sem
í þrcim var gcymd tók veiðin að
giæðast1 aftur og síldveiðiskipin
að streyma að landi með afla.
Eru þvií 'allar ihorfúr á því að
bræðsla verði áfram óslitin um
skeið.
Segja má að verksmiðjan hafi
stöðugt. starfað frá þvi fyrsta
sí’din 'barst um mánaðamótin
júní—júií og eru starfsmennirn-
ir því að vonum orðnir nokkuð
Lúnir á hinni miklu og löngu
vinnu.
Lönduðu í gær
á Raufarhöfn
Löndun sl. sólarhring hefur
verið sem hér segir: ólal'ur
Tryggvason 750, Fákur GK
1700, Jón Jónsson SH 250,
Gísli lóðs GK 680, Valafell SH
650, Ásúlfur IS 200, Helgi Fló-
ventsscn ÞH 1200, Ver AK
550, Baldur EA 800, Hringver
VE 750, Heimir KE 350, Þor-
björg GK 750, Hrafn Svein-
bjarnarson II GK 550, IMímir
GK 350, Freyja IS 450, Bjarmi
EA 600, Hringsjá Sl 800, Guð-
björg ÓF 860, Sigurbjörg SU
500, Árni Geir KE 300, Hall-
dór Jónsson SH 600, Ólafur
Magnússou EA 1050, Sæfart
AK 700, Sigurvon AK 800,
Freyja GK 500, Guðfinnur KE
700, Gnýfari SII 700 og Arn-
firðingur RE 600.
Föstudagur 24. ágúst 1962 — ÞJOÐVILJINN — ($