Þjóðviljinn - 07.10.1962, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 07.10.1962, Blaðsíða 9
Rætt við Karl Guðmundsson þjálfara: sitt af hvérju Finnlanð hefur ákveðið að sækja um að fá að halda Vetrarólympíuleikana 1968. Munu þeir verða í Lathi, ef boði Finnlands verður tekið. Argcntíski þungavigtar- iinefaleikarinn, Lavorante, er hefur legið meðvitundarlaus á sjúkrahúsi í Los Angeles í hálfan mánuð eftir að hann var sleginn í rot í ltappleik, er nú heldur á batavcgi. — Hann er þó enn ekki búinn að fá fulla rænu, en lækn- arnir sem hafa stundað hann segja, að þess verði ekki langt að bíða. Telja þeir góðar horfur á, að hann muni fá fullan bata. Hefur hann orð- ið að gangast undir tvo hættulega heilaskurði. + Frakkland vann Vestur- Þýzkaland nýlega i lands- keppni í frjálsum íþróttum með 113 stigum gegn 98. Fór hún fram í París. t liði Þjóð- verja voru nokkrir nýliðar, sem stóðu sig með mcstu prýði, t.d. Trzmiel er vann 110 m grindahlaup á 14.4 sek. og Schillikowski er varð ann- ar í hástökki, stökk 2.01 m. Delecour, Frakklandi sigraði í báðum spretthlaupunum á timunum 10.7 og 21.2 en landi hans, Evrópumeistarinn Pique- mal, varð aðeins 3. í 100 m og 4. í 200 m hlaupi. Hörðust var keppnin í 5000 m hlaupi þar sem Bernard, Frakklandi, sigraði á 14.02.6 mín. en Kubicki, Þýzkalandi, og Bog- ey, Frakklandi, fengu báðir tímann 14.02.8. Brctland vann Finnland f landskeppni í frjálsum i- þróttum, er fram fór í Lond- on, með 111 stigum gegn 103 og er það minni munur en búizt hafði verið við. Hafði Bretland 23 st. yfir eftir fyrri daginn. Finnarnir töpuðu keppninni fyrst og fremst vegna þess, að þá vantar góða hlaupara. Hefði það þótt saga til næsta bæjar á þeim árum þegar Finnar áttu fremstu hlaupara í heimi í Ianghlaupunum. Einu hlaup- ararnir sem Finnar ciga nú og telja má að standi í fremstu röð í sínum greinum eru Olavi Salonen er sigraði í míluhlaupi á tímanum 4.01.3 mín. og varð annar í 880 yarda hlaupi á tíman- um 1.50.7 mín. og Rintamaki er sigraði í 440 yarda grinda- hlaupi á tímanum 51.8 sek. Að vísu unnu Finnar tvöfald- an sigur í 3000 m hindrunar- hlaupi en keppinautar þeirra þar voru ekki stcrkir. Siren varð fyrstur á 8.52.4 mín. og Virtanen á 8.53.4 mín. Finn- arnir sigruðu hins vegar í öllum stökkunum en árangur- inn var ekkert sérlega góður, þó stökk Stenius 7.66 í lang- stökki. f köstunum skiptust sigrarnir jafnt milli þjóðanna. utan úr heimi íbróttadhugi Karl Guðmundsson, t.v., og Poul Petersen, t.h., landsþjálfari Dana. Sem kunnugt er starfaði Karl Guðmundsson að þjálfun í Noregi í sumar eða nánar til- tekið hjá knattspyrnufélaginu Sandefjord í samnefndum bæ. Þó keppnistímabilið sé ekki búið ennþá í Noregi varð Karl að flytjast heim með fjöl- skyldu sína, þar sem hann er fastráðinn kennari við gagn- fræðaskóla hér, og kom hann heim s.l. mánudag. í tilefni af heimkomu Karls náði Íþróttasíð-.n tali af hon- um og bað hann að segja svo- lítið frá starfi sínu í Sande- fjord og öðru sem á daga hans liefur drifið í þá mánuði sem hann hefur verið úti. Honum fórust m. a. orð á þessa leið: Vegna skólans gat ég ekki far- ið héðan fyrr en í apríl og gat því ekki tekið þátt í sjálfri undirbúningsþjálfuninni, sem er mjög þýðingarmikið atriði. Vorið var líka kalt og snjór lengi á völlunum og bleyta ó- venjumikil og vellirnir því illa til þess falinir að æfa á þeirn. Þetta varð líka til þess að erfitt var með æfingaleiki og naumast hægt að koma þeim á áður en sjálft keppnistíma- bilið hófst. Við vorum líka óheppnir að því leyti að markmaðurinn meiddist í æfingaleik í byrjun og fingurbrotnaði, svo við urð- um að taka ungan mann og lítt reyndan í þessa þýðingar- miklu stöðu. Torbjörn Svensen mciddist einnis: í þriðja !leik vorsins meidd- ist Torbjörn Svensen svo illa að hann hefur ekki leikið með síðan. Að vísu lék hann með hluta úr leik í haust en í þeim leik brotnaði önnur píp- an á fæti hans, og til marks um hörku hans lék hann á- fram í 20 mín. eftir að hann brotnaði! Torbjörn er á margan hátt.ó- venjulegur maður. Leggur mjög hart að sér við æfingar og æfir allt árið: Þegar hann meiddist um daginn, sagði læknirinn honum að ef hann setti hann í gips mundi það tefja fyrir bata, og hann mundi gróa fyrr, ef hann hefði ekki þær umbúðir, en það væri sársaukameira.Þá fannst Torbirni það ekki áhorfsmál að vera án gipsins og 'ekki nóg með það, hann lagði bifreið- inni sinni og hjólaði meðan beinbrotið var að gróa! Þegar Torbjörn æfir gerir hann það með fullum krafti og þegar skipt er á tvö mörk leggur hann sig allan fram á æfingunni eins og um alvar- legan kappleik væri að ræða, engin eftirgjöf, fullur hraði og kraftur, annars kemur æfingin ekki að fullum notum, segir hann. Hann æfir alltaf þótt hann sé meiddur, fer í æfingabún- inginn og gengur eða hieypur eftir því sem hann er fær til. Hann hefur trú á því að það flýti fyrir batanum, og þá fylgir hann því eftir. Hann sýnir mikla ábyrgðar- tilfinningu fyrir liðinu og fé- laginu bæði innan valiar og utan. A vortímabilinu vorum vlð óneitanlega óhepnpir, ekki að- eins með meiðsli þessara manna, liðið var raunar ekki orðið fastmótað. Við töpuðum einum 4 ileikjum með aðeins eins marks mun, og í sumum þeirra var Sandefjord betra og hefði átt að vinna, en það var eins og oft vill verða skotin voru ekki í lagi. Þetta hefur gjörbreyzt eftir sumarfríið. Þá höfum við unnið 5 leiki af 6 og skorað 12 mörk á móti 5. Á þessum tíma fékk liðið meiri festu og ör- yggi og þar sem þetta eru að kadla allt ungir menn ætti Sandefjord að ná langt í fram- tíðinni. Aðstaðan góð og mikill íþróttaáhugi í Sandefjord í Sandefjord er mjög góð að- staða til íþróttaiðkana og al- mennur áhugi fyrir íþróttum þar í bæ, jafnt hjá almenningi og bæjaryfirvöldum, sem gera mikið til þess að hafa aðstöð- una sem bezta. Þar er t.d. stórt ræktað grassvæði þar sem komið er fyrir þrem grasvöll- um, og er þar komið fyrir flóðlýsingu. Auk þess er þar keppnisleik- vangur sem bærinn sér um og fara þar fram kappleikir, og þar má æfa einu sinni í viku. Einnig er verið að byggja nýjan leikvang sem á að taka 35 þúsund áhorfendur og verð- ur hann tekinn í notkun áður en langt um líður. Þá er gert ráð fyrir að gamli leikvangurinn verði tekinn til afnota fyrir skólana í bæn- Um. Annars nota skólarnir þessa velli strax og hægt er að fara út á vorin fyrir leik- fimi, leiki, æfingar og keppni, og svo þegar skólarnir byrja á haustin áður en veður taka að hamla. A íþróttasvæðinu er komið fyrir tennisvöllum þar er sund- laug 50 m löng og við hana dýfingapallar. íþróttahöll er þar í smíðum af svipaðri stærð og hér er verið að byggja og er hún í námunda við leikvanginn. Knattspyrnan er vinsæl þarna eins og víða annarsstað- ar. Knattspyrnuyfirvöld bæjar- ins koma á keppni mi'lli flokka víðsvegar að úr bænum sem kölluð er ,,svæða“-keppni. Eru það smádrengjafélög eða hóp- ar sem keppa, og það drengir sem ekki leika í liðum félags- ins. Eru 7 í liði og leika þeir á litlum velli en með venjuleg drengjamörk. Er þetta vinsæl keppni og þýðingarmikil fyrir viðkomu Sandéfjord-félagsins. Kenndi við unglinga- og kennaranámskeið í Horten Knattspyrnusamband Noreg3 efndi til námskeiðs fyrir alla þá ungu merin sem komu til greina að keppa í unglingaliði Noregs, og munu hafa komið um 40—50 manns til nám- skeiðsins sem var í tveim Mut- um, sína vikuna hvor. Nám- skeið þessi voru jafnframt not- uð fyrir leiðbeinendur í knatt- spyrnu. Vorum við fjórir aðal- kennarar, einn þeirra Englend- ingurinn Ron Lewin, sem var landsþjálfari Noregs fyrir nokkrum árum. Kennaraefnin á námskeiði þessu voru 14 og voru þeir allir að taka fjórða stigið í þjálfunarmenntun sinni. Þeir fóru allir í þjálfun hjá félög- um. Framhald á 10. sjðu. Jón Þ. Ólafsson setur nýtt met í hástökki, 2.05 Jón Þ. Ólafsson setti nýtt Islandsmet í hástökki á inn- anfclagsmóti ÍR sem haldið var s.l. föstudag. Stökk hann 2.05 m í fyrstu tilraun en gamla metið sem hann átti sjálfur var 2.04. Jón reyndi næst við 2.07 en mistókst að fara yfir þá hæð. MELAVELLI AKRANES - AKUREYRI í dag (sunnudag) kl. 4. AUSTFIRÐINGAFÉLAGIÐ Vetrardagskrá 1962—1963 í Breiðfirðingabúð. 12. okt Föstudagur. Félagsvist og dans. 9. nóv. Föstudagur. Félagsvist og dans. 18. nóv. Sunnudagur. Aðalfundur kl. 15.00. 7. des. Föstudagur Félagsvist og dans 1 JANÚAR — ARSIIÁTlÐ 8. febr. Föstudagur. Félagsvist og dans. 8. marz. Föstudagur. Félagsvist og dans. 5. apríl. Föstudagur. Félagsvist og dans. Spilakvöld hefjast kl. 9. Húsið opnað kl. 8.30. Tvær þriggja kvölda keppnir. Góð verðlaun verða veitt hverju sinni auk glæsi- legra heildar.verðlauna. Austfirðingar! Fjölmennið og takið með ykkur gesti. STJÓRNIN. Sunnudagur 7. október 1962 ÞJÖÐVILJINN — (9

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.