Þjóðviljinn - 20.10.1962, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 20.10.1962, Blaðsíða 10
10 SIÐA ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 20. október 1962 Skáldsaga eftir RICHARD C0ND0N að gera?“ „Veit það ekki. Það er allt í þoku í höfðinu á mér. Ég get ekki fundið upp á neinu“. „Við verðum að hleypa honum út!“ „Ég veit það. En ég get það ekki. Ég get ekki hringt í einhvem eða einhvern kunningja. Ég get ekki hringt í lögregluna. Lalu er engin manneskja til að gera neitt í því“. „Af hverju geturðu ekki hringt í lögregluna?" „Hann hefur nóg vatn. Níu dagar eru ekki svo langur tími, nema auðvitað með hliðsjón af því að hann hefur ekki gert neitt og ætti alls ekki að vera þar“. „Við verðum bókstaflega að hteypa honum út“. „Hann var óskaplega hræddur þegar ég setti hann þar. Hafði orðið íyTÍr einhverju í srtríðinu. Rottur í myrkrinu.Hef aldrei séð neinn eins dauðskelkaðan og Chern. Ég bar hann niður og hann. . . “ Hann gat ekki lokið við setninguna þegar hann tók eftir andlitinu á Evu“. „Hringdu í lögregiuna í Par- ísí“ hvæsti hún. „Heyrðu mlg nú. Eva. . . “ „Ertu að leita að morði? Leit- aðu vel og þá finnurðu það“. „Lögreglan snuðrar uppi hvað- an hringingin kemur. Ekkert er auðveldara". „En góði Jim. þú getur bara sagt að þú sért forstjóri fyrir þessu hóteli. Segðu að þú háf- ít verið að opna nafnlaust bréf, þar sem standi einhver þvætt- ingur um náunga sem sé lok- aður inni í þessum og þessum kjallara". „En íbúðin. Eva! Við eigum þar heima“. „Hún er skráð á mínu nafni — á gamla, ósvikna nafninu mínu. Sú stúlka er horfin og enginn getur fundið hana — ekki einu sinni hún sjálf“. „Heldurðu að Chern muni bursta af sér rykið, þakka lög- reglunni og hverfa aftur til Sviss án þess að segja neitt? Nei. ónei. Parisarlögreglan kann til verka. Hún gengur á hann þangað til hann verður guðs- 'feginn að segja frá því hver læsti hann inni“. „Chem lifir fyrir peninga rétt eins og þú“. „Eva, í guðs bænum. . „Haltu kjafti* Chem segir ekki neitt fyrr en hann er bú- inn að kynna sér hvað hahn getur haft mikið uppúr þér fyr- ir meðferðina“. „Talaðu ekki svona, Eva. . „Snertu mig ekki ágjami' maurapúkinn þinn! Hringdu í lögregluna i Paris!“ Bourne hreyfði sig ekki Loks- ins varp hann öndinni þunglega og tók simann á náttborðinu. Teresita sem var á nætur- vaktinni, svaraði Hann bað hana að hringja í lögregiustöð- ina í París og fá samtal við varðstjórann. Þjáningar nætur- innar höfðu gengið svo nærri honum. að hann gleymdi hinum venjulegu varúðarráðstöfunum sínum. Teresita sagðist skyldu hringja strax og hún fengi sambandið. Hann lagði tólið á og sat á rúmstokknum og reri sér eins og dapur bangsi. Teresita hringdi i skyndi i 34-78-92, sem var símanúmerið í nýju íbúðinni hans dr. Munoz. Markgreifinn anzaði samstund- is. Teresita skýrði frá beiðni senors Bourne E>r. Munoz þakk- aði henni innilega fyrir upplýs- ingarnar og sagði. að þegar hún vaknaði daginn eftir til að fara í vinnuna. myndi hún fá dálít- ið sem kæmi henni notalega á óvart. Hún bað hann vinsam- iegast að leggja undrunarefnið í lokað umslag og allra helzt senda umsagið til Jorge fram- reiðslumanns á Kaffi Murillo. Hann lofaði þvi og bað hana að hringja í Boume eftir nokkr- ar mínútur og segja að hér væri París — og síðan átti hún. að gefa honum samband við hann sjálfan. Munoz. Hún mætti held- ,ur ekki gleyma að skrifa lang- línusamtal í bókina. kannski hringja til Parísar á morgun. svo að það yrði skráð. Það skvldi hún gera. sagði hún. Tíu minútum seinna tengdi hún herrana saman. Boume brá fyrir sig síma- röddinni „AIIo?“ „Allo?“ sagði dr. Munoz nef- mæltur „Le plais de justice ici“. „AlIo?“ sagði Boume. „Je veux vous faire savoir un crime. s’il vous plait“. „Un moment m’sieur" svar- aði dr Munoz og lagði höndina yfir tólið. Svo sat hann graf- kyrr i djúpa stólnum. Hann var talsvert undarlegur að sjá með bartabindið sitt. Kötturinn Mont- es reyndi að klifra upp síma- leiðsluna og að eyranu á hon- um. Hann datt og hékk á klón- um eins og loftfimleikamaður, áður en hann féll í gólfið með mjúkum dynk. Munoz taldi upp að fimmtán. tók síðan höndina burt en sá sig um hönd og taldi upp að fimmtíu. Þegar hann tók aftur til máls var röddin dýpri. Hann sagðist vera Orcel saka- málafulltrúi. Boume skýrði frá málavöxtum með rödd hins lög- hlýðna borgara. Dr Munoz skrif- aði niður nafn og heimilisfang og gaf frá sér viðeigandi hljóð — hann skrifaði með raunveru- legum blýanti á raunverulegan pappír. Svo þakkaði hann Boume og Boume þakkaði hon- um. Þeir lögðu á. Það var eins og þungri byrði væri létt af Boume. Andartaki síðar stein- svaf hann i fyrsta sinn í marg- ar nætur. Konan hans lá og grét hljóðlaust i handklæði. Hún vildi ekki að hann fyndi tár- votan kodda um morguninn. Miðjan næsta dag lagði Boume uppdrátt sinn að Prado á dökka máraborðið hans dr. Munoz. Hann var snöggklædd- ur og með blýant bak við eyr- að. Hann minnti mest á auglýs- ingaráðunaut í ham. Dr. Munoz gegndi hlutverki viðskiptavinar- ins sem ætlaði að fara að senda skeggbindi sín á heimsmarkað- inn. „Ég er búinn að hugsa mikið um uppástungu þína“, sagði Boume. „Sjálfum finnst mér ekki nema sanngjarnt að við ræðum þóknunina fyrst“ Hann talaði ensku, þvi að honum fannst það liggja beinna við „Þóknunina?” sagði Munoz undrandi „Þóknunin verður frelsi þitt og þeirra hinna“ „Ég veit að þú veizt að okkur tekst það, Victoriano". sagði Boume. „En leyfðu mér að segja það hreint út: „Við tökum ekki að okkur verkið án greiðslu. Basta“. Munoz yppti öxlum. „Ég gæti aldrei borgað reikningana þína, Jaime Ég er ekki beinlínis fá- tækur en ég er ekki í þínum flokki“ „Það verður að sýna sig. Ég hefði viljað taka það fram að áhættan er geysimikil. Og það er satt“. „Ef þú reynir að segja, að þú myndir kannski reyna að koma þér undan verkinu, vegna þess að þóknunin væri of lítil . . þá væri áhættan mun meiri, trúðu mér“ sagði markgreifinn þungur á brúnina. „Fangavist er varla eftirsóknarverð fyrir mann á þínum aldri“. „Áttu i raun og veru við það, að eftir þriggja ára strit ættum við að leggja í þessa miklu á- hættu, án þess að fá neitt í aðra hönd?“ „Ef þér þóknast að orða það svo“. „Heldurðu að við fáum áhuga á að leysa verkefnið. ef þú neit- ar að greiða okkur skikkanlega fyrir það?“ „Neita? Eman við ekki að ræða um greiðsluna?“ „Gott og vel. Komdu með til- lögu“. „Ég er enginn lagermaður. Komdu sjálfur með tillögu“. „Ég vil fá myndimar þrjár frá Dos Cortes. Það verðnr greiðslan mín“ Markgreifinn yppti öxlum. „Heldurðu að ykkur takist að ná í Dos de Mayo?“ „Ef hægt er að leysa fáein vandamál. f sambandi við aðal- vandamál mitt eru þau býsna lítilfjörleg" „Láttu mig heyra áætlunina, þá skal ég svara kröfunni um greiðslu". „Það væri tæpast skynsam- legt af mér. Næstum allir gætu stolið Goya ef þeir hefðu þessa áætlun". Dr Munoz brosti sínu hvers- dagslega brosi. .Ekki býst ég við því“ sagði hann. „Hombre! Ef ég verð tekinn. þá fæ ég aldrei framar að sjá dagsins ljós. Ég væri öruggari ef ég spreytti mig á brezku há- sætisdemöntunum!“ „Það vona ég“ „Jæja? Hvað segirðu?“ „Gott og vel. Ég skal láta þig hafa málverkin þrjú. ef þú út- vegar mér Goya“. Hann settist andspænis Bourrie. „Komdu þá með áætlunina". Aftur varð Boume viss og ör- uggur. rétt eins og tryggingar- agent. „f fyrsta lagi vantar okk- ur leyfi forstjórans til þess að Jean Marie megi kópíera í Prado“. Munoz skrifaði hjá sér með örsmáum gullblýanti. ,.Þú hef- ur sem 'Sé hugsað þér að láta hann kópíera Dos de Mayo í Goya-salnum og skipta um myndir?“ „Nei. Hann kópíerar Dos de Mayo á gistihúsinu. Það er ekki hægt að gera í Prado. vegna þess að enginn fær leyfi til að kópiera myndina i fullri stærð". „Hvað þarftu þá að gera við leyfið?“ „Ég kem að því. Sjáðu um að leyfið hljóði á nafn Scharles Smadja. Hann er þekktur stæl- ingamaður, sem þessa stundina er ; árlegri veiðiferð fyrir utan St. Raphael. Prado getuT fengið nafnið staðfest á Louvre ef svo ber undir“ Munoz skrifaði nafnið vand- lega niður. „Ég vissi ekki að leyfi yæri nauðsynlegt" umlaði hann. „Sjáðu um það berist út að Smadja hafi fengið það verk- efni hjá góðvini þinum í Paris að kópiera þrjú spænsk meist- araverk“. „Þrjú?“ sagði markgreifinn og lyfti brúnum. „Þú hefur þó Það reyndist örðugt fyrir stúlkumar að fá næði til þess að skýra vinum sínum frá því sem á daga þeirra hafði drifið og segja þeim í hvaða hættu þær væru staddar. Þau ákváðu að bregða sér í sund, því úti í vatninu gátu þau spjallað saman án þess að nokkur heyrði til þeirra. — Á meðan höfðu Þórður og Ross lagt af stað niður fjallið til þess að reyna að skoða sig betur um í dalnum. UNGLINGA vantar til blaðburðar í eftirtalin hverfi: Grímsstaðaholt Framnesveg Langholt Ránargötu Kársnes I. Mávahlíð Talið strax við afgreiðsluna — sími 17500. Sendisveinar óskast strax. Þurfa að hafa hjóL ÞJOÐVILJINN KARLMENN 0G KVENFÓLK vantar okkur strax til starfa 1 frystihúsi voru. Hraðfrystihusið Frost h.f. Hafnarfirði. — Sími 50165. ÞIÓÐVILJANN vantar skrifstofuhúsnæði 1—2 herbergi, í nágrenni við húsakynni blaðsins, í 2—3 mánuði, vegna breytinga. Há leiga i boðL Kvennadeild MÍR Aðalfundur verður haldinn í Þingholtsstræti 27 mánu- daginn 22. október kl. 8.30 stundvíslega. Venjuleg aðalfundarstörf. önnur máL STJÓRNIN. Ctboð Tilboð óskast í að steypa upp húsið Hallveigarstaði viö Garðastræti hér í borg. Uppdrátta og skilmála má vitja á teiknistofu undirrit- aðs að Rauðalæk 33 gegn 1000.— króna skilatryggingu. SIGVALDI THORDARSON arkitekt. Mótorvélstjórafélag íslands Félagsfundur verður haldinn að Bárugötu 11 eimrmdag- inn 21. október 1962 kL 14. Dagskrá: Uppsögn samninganna. STJÓRNIN. t

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.