Þjóðviljinn - 03.11.1962, Qupperneq 3

Þjóðviljinn - 03.11.1962, Qupperneq 3
Föstu'dagur 2. nóvember 1962 ÞJÓÐVILJINN SÍÐA 3 Fidel Castro í útvarpsrœðu: Fráleitt að við afsölum okkur vörn vina en sitjum svo uppi með herstöð óvina! HAVANA og WASHINGTON 2/11 — Fidel Castro, forsætisráðherra Kúbu, hélt útvarps- og sjónvarps- ræðu seint í gærkvold og krafðist þess, að Banda- ríkjamenn yrðu á brott úr herstöð sinni á Kúbu, Guantanamo. Hann sagðist mundu virða og styðja þá ákvörðun Sovétstjórnarinnar að fjarlægja strat- egísk vopn frá Kúbu, en mótmælti því, að varn- ir Kúbu yrðu settar undir alþjóðlegt eftirlit. Allt sem við höfum aðhafzt, er í samræmi við þjóðar- rétt, sagði Castro, en USA hefur fótum troðið al- þjóðalög. Hvers eigum við þá að gjalda? 1 ræðu sinni á fimmtudags- kvöld lýsti Castro því yfir, að vamarvopn af strategískri gerð yröu fjarlægð frá Kúbu, en Kúbu- búar myndu ekki fallast á utan- aðkomandi eftirlit með vörnum sínum. Tillagan um eftirlit er sett fram til að auðmýkja okkur, sagði Castro, — með eftirliti er verið að ganga á rétt sjálfstæðr- ar þjóðar til að ráða ein mál- um sínum. Við skiljum ekki þessa kröfu um eftirlit. Allt sem \ið höfum aðhafzt er fullkom- lega í samræmi við alþjóðarétt. Við höfum ekki brotið neina þá reglu, sem gildir í samskiptum þjóða, en Bandaríkin hafa ráðizt inn í landhelgi okkar og loft- helgi og fótum troðið alþjóðXlög um siglingar á hafinu. Við munum aldrei afsala okltur rcttinum til að hafa þau vopn sem við þörfnumst, sagði Fidel Castro. Við mun- um aldrei gefast upp fyrir Bandaríkjunum! Það er frá- leitt að heimta, að við afsöl- um okkur varnarstöðvum, sem vinir okkar hafa hjálpað okk- ur að koma upp, en samtímis séum við neyddir til að sitja uppi með herstöð óvinarins i landi okkar! Þrátt fyrir ágreining stendur Kúba við hlið Sovétríkjanna. Castro lagði sérstaka áherzlu á það í ræðu sinni, að Kúba væri áfram vinur Sovétríkjanna. Hann játaði að vísu, að meðan ó átökunum stóð, hefði oft orðið ósamkomulag um stefnuna, en nú ríkti fullkomin eining. „Við erum fyrst og fremst marx-leninistar. Og nú er eng- inn ógreiningur milli Kúbu og Sovétríkjanna. Við treystum al- gjörlega sovétleiðtogunum. Þeir hafa ákveðið að taka aftur hfh strategísku varnarvopn, og við virðum þá ákvörðun“. Castro lauk miklu lofsorði á Sovétríkin fyrir tæknilega, vísindalega og efnahagslega hjálp þeirra á neyð- arinnar stund. I ræðu slnni krafðist Castro þess aftur og aftur, að Banda- ríkjamehn yröu á brott úr herstöð sinni á Kúbu, Guant- anamo. Taldi hann furðulegt, ef Bandaríkin ættu að kom- ast upp með að skipa sov- ézkum hernaðarsérfræðingum að fara burt frá Kúbu, en sætu sjálfir með þúsundir hermanna á eyjunni. Sovét- menn væru þó vinir þeirra, komnir þangað vegna beiðni Kúbustjórnar, en Bandaríkja- menn, óvinir Kúbumanna sætu á eyjunni í trássi við vilja þjóðarinnar. „Ölíkt höfumst við að!“ Bandaríkin hafa sett hafnbann á Kúbu á nýjan leik og slegið hring herskipa um eyjuna. Mikið var um að vera á Flórídaskaga í dag og stöðugt berst þangað auk- inn herstyrkur. Suðurhluti skag- ans er sem í umsetursástandi og hundruð skipa og flugvéla á sveimi þar um slóðir. Á sama tíma berast þær frétt- ir frá Kúbu, að Castro ætli ekki að sitja við orðin tóm, og hafin sé vinna við brottflutning hinna rússnesku vopna. McNamara, varnarmálaróðherra Bandaríkj- anna, lýsti því yfir í dag, að Ijós- myndir teknar úr lofti sýndu, að verið væri að rífa niður skot- palla og fjarlægja hin umdeildu vopn. Eftirlit af hálfu !• •' Rauða krossins? Aðstoðarforsætisráðherra Sovét- ríkjanna, Anastas Mikojan kom til New York í gær á leið sinni til fundar við Castro í Havana. Áttu þeir fund saman Mikojan og Ú Þant sem var þá nýkominn frá Kúbu ásamt fylgdarliði sínu. Stevenson aðalfulltrúi Banda- ríkjanna hjá SÞ átti einnig fund með þeim hvorum fyrir sig, Mik- ojan og Ú Þant. Meðal fréttaritara er mikið um það rætt, að starfsmenn Rauða krossins verði fegnir til að hafa eftirlit með vopnaflutningi frá Kúbu. Fullyrt er, að Ú Þant, framkvæmdastjóri SÞ, hafi varp- að fram hugmyndinni um eftirlit Rauða krossins, þegar er honum varð ljóst, að Kúbustjóm myndi ekki fallast á eftirlit SÞ. Fidel Castro flytur útvarpsræðu. Handtaka Spiegel-manná Vaxandi horfur á að stjórn Adenauers springa á málinu Paradís á jörðu ALSÍR 2/11 — í gær var þjóð- hátíð haldin í Alsír til að minn- ast upphafs byltingarinnar. Ben Bella lýsti yfir í ræðu samstöðu Alsírbúa með Kúbu. Hann sagði, að helzta verkefni stjómar sinn- ar væri áð breyta Saharaéyði- mörkinni 'i parpdfs á jörðu. BONN 2/11 —• Vaxandi horfur eru nú taldar á því að aðför vesturþýzkra stjórnarvalda að vikublaðinu Der Spiegel muni verða til þess að sprengja samsteypustjórn Adenauers. Fundir hafa verið haldnir víða í landinu til að mótmæla fangelsun blaðamannanna, en þeir hafa kom- ið fyrir ekki, og var einn þeirra í viðbót handtekinn í gær. Dr. Wolfgang Stammberger, sem er úr flokki Frjálsra demó- krata, sagði af sér embætti dóms- málaráðherra í fyrradag, vegna þess að undirmenn hans úr Kristi- lega demókrataflokknum (flokki Adenauers) höfðu leynt hann að í bígerð væri að handtaka blaða- mennina. Erich Mende, formað- ur Frjálsra demókrnta, sendi Ad- enauer bréf þar sem hann bað um skýringu á þessu, og Aden- auer svaraði því. Það svar telja ráðherrar Frjálsra demókrata þó mjög ófullnægjandi og hafa þeir nu hótað að segja allir af sér embætti, ef Adenauer hefur ekki gefið svar sem þeir taka gilt í síðasta lagi á mánudag. Mótmælafundir Víða í Vestur-Þýzkalandi hafa verið haldnir mótmælafundir til að mótmæla aðförinni að Der SpicgeL Mannréttindafélagið í Vestur-Berlín hélt slíkan fund þar í fyrrakvöld og rðrir fundir voru haldnir í Hamborg, Hann- cver og Braunschweig. 1 Ham- borg hleypti lögreglan upp fundi háskólastúdenta, en þeir héldu þá fylktu liði til borgarfangelsis- ins, en þar situr útgefandi viku- blaðsins, Rudolf Augstein, í varð- haldi. Enn einn handtekinn Enn einn af forráðamönnum Ber Spiegel var handtekinn í kvöld, og sitja þá fimm þeirra í fangelsi. Sá sem í kvöld var handtekinn er Hans Ditlev Becker, framkvæmdastjóri blaðs- ins. öflurn Þjoðviljanum nýrra áskrif- enda! Sovétrtkin urðu enn fyrri til Sovézkir geimvísindamenn hafa enn einu sinni orð- ið til að ryðja brautina til könnunar geimsins. í fyrrad. var skotið upp frá Sovétríkj- unum fyrsta geimfarinu sem ætlað er að fara til Marz, þeirrar reikistjörnu sem jörðinni er næst af þeim sem eru fjær sólú en hún. Þessi tilraun var ekki óvænt. Það hafði jafnvel verið við því bú- izt að reynt yrði að senda geimfar til Marz frá Sovét- ríkjunum þegar í september 1960. Af því varð þó ekki; sovézkir vísindamenn hafa talið eðlilegra að reyna fyrst að senda geimfar til Venus- ar, en það gerðu þeir í febr- úar 1961. Sú tilraun fór verr en á horfðist í fyrstu, því að senditæki Venusarfarsins bil- uðu af ókunnum orsökum eft- ir skamman tíma. Frekari til- raunir til að senda geimskip til Venusar hafa ekki veri? gerðar í Sovétríkjunum, en Bandaríkjamenn gerðu tvær slíkar í ár o.g heppnaðist önn- ur (Mariner II.) að mestu. Nokkur hætta •er' þð á- því að senditæki Mariners II. verði óvirk þegar í nánd reiki- stjörnunnar kemur í næsta: mánuði, þar sem sólarraf- hlöður hans hafa bilað. f stað þess að reyna aftur að senda geimfar til Venusar ákváðu sovézkir vísindamenn að senda far til Marz fyrst, þó að vænta megi Venusarskots frá þeim þegar afstaða jarð- ar og Venusar verður aftur hagstæð til slíks eftir tvö ár, eða jafnvel fyrir þann tíma. Enda þótt meira sé vitað um Marz en nokkra aðra reikistjörnu. þá er hún sízt ógimilegri til fróðleiks en hin leyndardómsfulla Venus. Stjömufræðingar hafa öld- um saman beint kíkjum sín- um að Marz og komizt að mörgu um eðli þessa nábúa okkar i geimnum (minnsta fjarlægð milli jarðarinnar og Marz er ,,ekki nema“ um 55 milljónir km). En eins og oft vill verða hefur sú vitneskja sem safnazt hefur saman á löngum tíma leitt til þess að nýjar spumingar vöknuðu sem enn er ósvarað. Hinir víðfrægu „skurðir" á Marz sem ítalski stiörnufræðingur- inn Schiaparelli taldi sig hafa uppgötvað á síðustu öld og teiknaði niður af mikilli ná- kvæmni munu nú af flestum taldir sjónblekking ein. en komu á sínum tíma af stað miklum bollaleggingum um að á Marz byggiu vitsmuna- verur. o.g „skurðirnir" væru áveitukerfi. Engum kemur það lengur til hugar. en hins veg- ar hefur margt bótt benda til þess á síðari árum og æ fleiri visindamenn hafa ball- azt að þeirri skoðun. að á Marz sé frumstætt Iíf. Marz hefur gufuhvolf. að vísu mjöe bunnt '(við yfirborð plánet- unnar er það svipað og í um 50 km frá jörðu) og fjar- lægðin frá sólinni gerir sð verkum að þar ríkir yfirleitt mikilil fimbulvetur. Þó er hit- inn á miðbaug plánetunnar á háde,gi allmikið yfir frost- marki. Það hefur verið sýnt fram á að hér á jörðinni get- ur frumstætt líf þrifizt við hin erfiðustu skilyrði, bæði kulda og þunnt loft, eins og t.d i hæstu fjöllum, og það eitt hefur þótt færa líkur fyrir því að slíkt líf þróaðist á Marz. En auk þess hafa athuganir á yfirborði pláru etunnar þótt renna stoðum undir þessa hugmynd, þannig að þar væru t-d. gróðurbelti sem færðust til eftir árstíð- um. Af því litla sem hér hefur verið sagt má gera sér í hugarlund, að vísindamenn um allan heim bíða óþolin- móðir eftir nýrri vitneskju sem hið sovézka geimfar, Marz I.. mun væntaniega fsera þeim. en frá því hefur verið skýrt að ætlunin sé að geimfarið taki myndir af Marz (og reyndar líka á rúm- lega sjö mánaða langri leið jarðar. Von er til að þær myndir muni veita áreiðawlegt svar við þeirri spurningu, hvo.rt nokkurt líf sé á Marz. IMoskvu hefur verið boðað að Marz I. sé aðeins upp- haf nð skipulögðum rannsókn- um á plánetunni og má því vænta fleiri slíkra geimskota á næstu mánuðum og árum. Rétt mun að gera ráð fyrir að þessu fyrsta Marzfari sé ekki ætlað að lenda á plánet- unni. en að því mun koma von bráðar. Hinn mikli þungi Marz I. gæti bent til þess að hann væri búinn nægu elds- neyti til að hann gæti lent á yfirborði plánetunnar, nöfnu sinnar. Hins er þó að gæta að auk hinna miklu og flóknu mæli-, Ijósmynda- og sendi- tækja mun Marz I. einnig hafa meðferðis miklar og þungar rafhlöður af venju- legri gerð. Hann er einnig búinn sólarrafhlöðum, en bæði er það að þær ha'fa reynzt óáreiðanlegar (sbr. Mariner II.) og svo það að vegna meiri fjarlægðar frá sólinni nýtast þasT miklu verr en í Venusarferð (við beztu skilyrði aðeins 29% af nýt- ingunni í Venusarfari. við verstu aðeins 19%). Það má telja víst að ekki verði reynt að lenda á Marz í þetta sinn (þó að lending þar myndi ekki verða geysilegum örðug- leikum bundin, af ástæðum sem ekki verða raktar hér að sinni) heldur muni hinum Marzskipunum sem boðuð hafa verið. verða ætlað það hlutverk. Það má þannig bú- ast við því að ætlunin sé að myndirnar sem teknar verða af plánétunni verði fyrst sendar til jarðar, þegar braut eeimfarsins nálgast jörðina aftur. En þótt Marz I, muni vænt- anlega svara ýmsum spumingum sem engin svör voru til við áður, kann svo enn að fara að hann veki fleiri spumingar en hann svarar. Þá er gott til þess að vita. að fleiri munu koma á eftir. og skiptir þá minnstu hvort þeir verða sovézkir eðá bandarískir. Það mættu þau fréttablöð hafa í huga sem í gær töldu ekki ómaksins vert að skýra frá þessum nýja á- fanga í könnun geimsins. ás. V > i

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.