Þjóðviljinn - 03.11.1962, Page 6
g SÍÐA
WÓBVILJINN
Laugardagur 3. nóvember 1962
Láglaunafólk
féfíett um
þúsundir
milljóna
Eitt viðamesta fjársvikamál
sem um getur í sögu Banda-
ríkjanna, er nú í uppsiglingu
Flórída. Þúsundir manna, sem
keypt hafa fasteignir með af-:
borgunum fyrir sparifé sitt,
hafa tapað því öllu. Fjölda-
margir hugðust lifa á þessum
eignum í ellinni, en nú kemur
í ljós, að eignimar eru verð-
lausar. Samtals Ti^fur almenn-
ingur verið féflettúr um 4200
milljónir króna.
Og hvað hafði fólk látið
blekkja sig til að kaupa?
Land, sem hulið var 15 cm
djúpu vatni við strönd Texas.
Land, sem nær ógerningur
var að komast tí.1, á íjallstindi
í nánd við E1 Paso í Texas.
Byggingarlóð, sem í auglýs-
ingu var lýst „tilbúin fyrir
byggingarframkvæmdir — með
rafmagni, vatns- og skolpleiðs-
um“, en var í raun og veru að- !
eins hluti af eyðimörk.
Ungur sovézkur píanóleikari gistir Bandaríkin um þessar mundir og
gagnrýnendur standa á öndinni af hrifningu. í»ar er á ferð Vladimir
Ashkenasí, sem íslendingar hljóta að fylgjast með af meiri athygli en
öðrum upprennandi stjörnum á alþióðlegum tónlistarhimni, því hann er
kvæntur Þórunni okkar Jóhannsdóttur. Ekki alls fyrir löngu birti Ámi
Bergmann viðtal við þau hjón hér í blaðinu.
Ashkenasí Þórunnarmaður í New York
Mesti píanósnillingur
sinnar kynslóðar
Vladímir Ashkenasí við flygil í Tsjækovskí-keppninni.
Árum saman hefur Bertolt
Brecht legið í gröf sinni,
frægð hans og áhrif breið-
ast jafnt og þétt út um lönd-
in, en vesturþýzk yfirvöld eru
í standandi vandræðum með
hann. öðru hvoru fá þau
köst og kunngera að nú verði
ekki leikið meira á þeirra
sviðum eftir þennan komm-
únista, en þegar frá líður
sýnir sig að ekki er unnt að
halda uppi þýzku leikhúsi
sem lætur eins og mesta leik-
ritaskáld Þýzkalands á þess-
ari öld sé ekki til.
Síðasta bannfæringaraldan
á Brecht skall yfir í fyrra
þegar múrinn reis í Berlín.
Sumstaðar hættu leikhússtjór-
ar sjálfir við Brecht-sýningar,
í öðrum borgum beittu stjórn-
arvöldin þá þvingunum. Að-
eins í Frankfurt og Ulm var
haldið áfram að sýna Galilei
og Jeanne d’Arc
Nú eru féndur Brechts
komnir á undanhald. Borgar-
stjórn Lúbeck hefur aftur- *
kallað bann við sýningu á
Mit Pauken und Trompeten,
borgarstjórinn i Baden-Bad-
en fékk ekki hindrað að
Mutter Courage væri sýnd
þar og loks hefur óperan í
Hamborg látið verða af sýn-
ingu á Viðgangi og hruni
borgarinnar Mahagonny, sem
hætt var við í ágúst £ fyrra.
Lærisveinn Brechts Egon Monk
setur verkið á svið og leik-
tjöld eru eftir Casper Neher,
gamlan vin skáldsins sem
einnig gerði leiktjöldin fyrir
„Mahagonny“ £ Berlin 1931.
Neher dó nokkru fyrir frum-
sýninguna í Hamborg. Leik-
húsin i Bremen, Hannover,
Bielefeld og ýmsum öðrum
þýzkum borgum eru með
Brecht-leikrit á döfinni, sum
þeirra hafa aldrei áður verið
sýnd á sviði. Útgef. Brechts
gerir sér vonir um að enn sé
von nýrra verka f handritum
sem skáldið lét eftir sig.
Til marks um áhugann á
Breeht i Bandaríkjunum er
að tvær sýningar á Mann ist
Mann eru i gangi i New York
samtímis. Living Theater sýn-
ir leikritið með breytingum
sem höfundur gerði 1953, en
annað leikhús sýnir það eins
og hann gekk fyrst frá því
þrjátiu árum áður.
Sviðsmynd úr fyrsta atriði „Mutter Courage“.
★ ★ ★
Svíar eru nýbúnir að kvik-
mynda sögu Selmu Lager-
löf um Nilla Hólmgeirsson,
óþæga strákinn sem breyttist
í dverg og fór um endilanga
Svíþjóð fluttur á gæsarbaki.
Myndin var tekin úr þyrlu
með myndavél sem ekki verð-
ur fyrir áhrifum af titringi
flugvélarinnar. Meðal þeirra
sem koma fram í myndinni
er Gústaf Adolf konungur.
★ ★ ★
Tito Schipa er orðinn 73
ára, en samt áræddi hann að
syngja í New York um dag-
inn. Þessum dáða tenórsöngv-
ara var frábærlega tekið af
fullu húsi, og gagnrýnend-
ur voru furðu lostnir yfir því
hvernig manni sem búinn er
að missa röddina svo að
söngurinn likist stundum
hvísli tókst engu að síður að
túlka Ijóðalög og aríur af
slíkri stílvissu að list þeirra
fékk notið sín og snart áheyr-
endur. Tito Schipa kom fyrst
fram í Trento árið 1911.
★ ★ ★
Rannsóknarstofnun kyn-
ferðismála í Vínarborg er að
gefa út Bilderlexíkon der
ErotSk (Myndaalfræðibók ásta-
lífsins) í tíu stórum bindum.
Þar eiga að birtast 22.000
greinar eftir menn með marga
lærdómstitla og 12.000 mynd-
ir, margar i litum. I auglýs-
ingum er tekið fram að ekki
sé tekið við áskriftum frá
öðrum en „þröngum hópi hæfra
manna (læknum, lögmönnum,
dómurum og öðrum slíkum
sem starfa síns vegna eiga
rétt á að nota þetta vísinda-
lega verk)“. Ennfremur verða
eintökin tölusett „til að
hindra misnotkun" verksins.
Bindin tíu koma út á rúmu
ári og þeir sem gerast á-
skrifendur fyrir áramót fá
þau á 890 mörk (8900 krónur).
Læknum, lögmönnum ogdóm-
urum skal á það bent að þeir
geta snúið sér til Verlag fúr
Kulturforschung, Abteilung
SP 6, Hamburg 20, Amold-
Heise-Strasse 8.
★ ★ ★
Sýningum á My Fair Lady
er lokið i New York, hálfu
sjöunda ári eftir frumsýn-
inguna. Þessi fádæma vinsæli
söngleikur hefur sett met á
öllum sviðum, í aðsókn, af-
leysingum í aðalhlutverkum
og ekki sízt gróða í vasa að-
standenda. M.T.Ó.
//
\\
Ashkenasí hefur áður farið
tónleikaför til Bandaríkjanna,
árið 1958. Síðan hefur hann
meðal annars unnið sér það til
frægðar að hljóta ásamt öðrum
fyrstu verðlaun í Tsjækovskí-
páanókeppninni.
Eftir umsögn Harold C.
Schonberg í New York Times
að dæma hefur Ashkenasí unn-
ið frægan sigur þegar hann lék
í Filharmoníusalnum i New
York á sunnudaginn.
Erfið verk
Gagnrýnandinn furðar sig á®'
dirfsku Ashkenasí að velja eins
erfið verk og hann gerði. Auk
tólf etýða Chopins ópus 25 lék
hann sjöttu sónötu Prokoféffs
og d-dúr sónötu Mozarts K
311.
„Hann lék Mozart unaðs-
lega“, segir Schonberg. „And-
stætt flestum öðrum sovézkum
listamönnum leikur Ashkenasí
Mozart án þess að gera sér
mjög mikla rellu út af „klass-
ískurn" útlínum . . . Á þann
hátt kemst hann miklu nær
hjarta tónlistarinnar en flest-
ir eldri mennimir, sem nálg-
ast hinn klassíska stíl af slíkri
lotningu að þeir virðast verða
lamaðir".
gagnrýnandinn: „Ástæða hefði
verið til að hrópa húrra fyrir
flestum píanóleikurum, ef þeir
hefðu flutt ópus 25 eins vel og
hr. Ashkenasí gerði. En þessi
listamaður getur gert betur og
mun gera betur. Hann er ekki
enn orðinn þrítugur, og ég
freistast til að kalla hann
mesta tónsnilling sinnar kyn-
slóðar.
Hann stendur mitt á milli
Gilels og Richters. Sá síðar-
nefndi er hinn innhverfi píanó-
leikari, píanóleikarinn með
stóru huggripin, óvenjulegu
hugmyndirnar og margskonar
sérvizku. Gilels er hlutlægur
píanóleikari með hreint og
beint viðhorf til tónlistarinn-
ar. Hinn ungi hr. Ashkenasí
sameinar hlutlægni Gilels og
innhverfni Richters í mjög
persónulegum samruna skáld-
legleika og þckka. Hann verður
aldrei neinn þrumuvaldur.
Hann verður með tímanum
annar Rafael Joseffy — píanó-
leikari gæddur glæsileika, stíl
og skáldlegum tilþrifum.“
Tvær ítalskar
Ljóðrænn
Ekki er Schonberg síður hrif-
inn af meðferð Ashkenasí á són-
ötu Prokoféffs. Þótt hann ráði
ekki yfir öðrum eins hljóm-1
styrk og Gilels og Richter, seg- j
ir hinn bandaríski gagnrýn-
andi, er hann jafningi þeirra í
fágaðri tækni. „Það athyglis-
verðasta við skilning hans á j
sjöttu sónötu Prokoféffs var j
hvemig hann lifði hana á ljóð- !
rænan frekar en hetjulegan
hátt. Því ljóðræna frekar en
hetjuskapur er kjarni píanó-
leiks hr. Ashkenasí. Hann beit- |
ir sinni gífurlegu tækni fín- S
lega, ýkir aldrei . Undir loka-
þættinum stóð maður á önd-
inni, þvílíkur var léttleikinn og
nákvæmnin."
Etýður Chopins voru ekki
leiknar af sömu snilld og hin
tvö verkin, segir Schonberg. „I
þetta skipti var viðhorf píanó-
leikarans örlítið of hlutlægt."
Innan við þrítugt
En eftir þessa aðfinnslu segir
Soffíu Loren þykir hafa tekizt upp í hlutverki sínu í „Boccacio
70“, kaflamynd þar sem þrír kunnir kvikmyndastjórar segja
mjög ólíkar ástarsögur. Vittorio de Sica stjórnaði kaflanum þar
sem Soffía leikur aðalhlutverkið.
Ný mynd frá hcndi Michelangclo Antonioni vekur eftirvænt-
ingu. Hún heitir „Formyrkvun". Aðalhlutverk leika Monica
Vitti og Alain Delon, sem sjást hér í dæmigerðri Antonioni-
sviðssetningu.
Pauling og Jón Arnason fá
ekki að saksækia Kennedv
Síðastaliðinn föstudag felldi
undirdómari í Washington
þann úrskurð, að nóbelsverð-
launahafinn Linus Pauling gæti
ekki sótt Kennedy til saka fyr-
ir að hefja tilraunir með
kjarnorkuvopn. Þetta er í ann-
að sinn sem Pauling reynir á-
samt 254 kunnum mönnum frá
2—7 löndum að fá kjamorkuáil-
raunir stöðvaðar með aðstoð
dómstóla.
Ákæran gegn Kennedy var
studd þeim rökum, að frekari
tilraunir gætu orsakað alvar-
leg ættgeng líkamsmein hjá
ákærendum sem og öðrum
mönnum. Dómarinn leit svo á,
að rétturinn hefði ekki vald til
að skipta sér af ákvörðunum
hins ákærða, Kennedys forseta,
um tilraunir með kjarnorku-
vopn. Ákærendur hafa ákveð-
ið að vísa málinu til Hæsta-
réttar.
Einn Islendingur mun vera
meðal ákærenda: Jón Árnason
bankastjóri.
t