Þjóðviljinn - 04.11.1962, Síða 6

Þjóðviljinn - 04.11.1962, Síða 6
T g SÍÐA ÞJOÐVILJINN Sunnudagur 4. nóvember 1962 bókmenntir Lifandi manna land Þar er kominn sérfræðingur okkur í marxískri gagnrýni, Jón Böðvarsson, og hefur þrjár bækur eftir Þorstein frá Hamri í vasanum. Jóni sagðist svo frá þessum bókum: Það var gott hjá Ragnari í Smára þegar hann gaf út bók eftir Þorstein aðeins nítján ára gamlan, Og menn hrukku við þegar þeir lásu „f svörtum kufli“, þessi ungi maður hafði góð tök á máli, sýndi ágæta hagmælsku; og það var greini- legt að þama fór leitandi mað- ur. Elzta kvæði bókarinnar hét Davíð konungur, það hafði Þorsteinn ort sextán ára gam- all og sannaði því snemma á- gæt tök sín á þjóðlegri skáld- skaparerfð — enda var maður- inn af slóðum Egils Skalla- grímssonar. Formið var sérstaklega marg- breytilegt allt frá dróttkvæðu til afneitunar á íslenzkum brag- háttum. Og yrkisefnin — þau eru rómantísk: náttúran, konur og drykkjuskapur allskonar. Það fór ekki mikið fyrir þjóð- félaginu í þessum kvæðum, að vísu ber á andúð á broddborg- araskap, en slíka andúð hlýt- ur hvert skáld hvort sem er að hafa. 1960 kom svo nsesta bók hans út, vönduð útgáfa og faliega myndskreytt af Ástu Sigurðardóttur. Hún heitir „Tannfé handa nýjum heimi"; það er mjög táknrænt nafn. Þetta var góð bók. Vinnubrögð Þorsteins voru orðin miklu markvissari en áður. Og hann var farinn að veita umhverf- inu meiri atygli en áður, blessuðum þjóðfélagsöflunum. Þetta kemur víða fram: Hver eggjar mig lögeggjan sverð mitt bíður hitað í morgunroðanum dans nomanna á hindarheiði dæmdir menn knýja hesta sína sporum og hleypa fyrir björg sverð mitt bíður hitað í morgunroðanum og blánaður eggteinn ok blánaðr annarr eggteinn- inn. 1 þessu kvæði sjást líka vel ýmis önnur einkenni skáldskap- ar Þorsteins, hve nátengdur hann er íslenzkum bókmennt- um: hann tekur minni úr fom- um verkum og notar þau á ferskan hátt. Þetta kvæði er fyrst í bálki, það næsta hljóð- ar svo: þúngur stormur sem þræðir í skógi þymóttan veg kaldur stormur og kvikur af rógi ástin mín sofðu, ef eitthvað skeður ég er hér vopnaöur: mörg eru veður og undarleg. Jón Böðvarsson talar um Þorstein frá Hamri Þetta er nefnilega verulega gott kvæði. Það — og ýmis önnur leyfa okkur að kalla þessa bók yfirlýsingu um af- stöðu. Samt er eins og skáldið sé enn að átta sig. Það þekkir stað sinn, en hefur ekki enn búizt til atlögu — ef við leyf- um okkur verulega hátíðuegt orðalag. Síðasta bók Þorsteins kom svo út nú í ár. Hún heitir „Lif- andi manna land“. Og hann er tuttugu og þriggja ára þeg- ar hann semur hana. Þessi bók er líkust höfundi sínum. Hún er hógvær en heil- steypt. Hún hefur boðskap að flytja: gamlan sannleik sem sagður er á nýjan hátt. Yfir henni er mikil alvara. Það er svo með þessa bók, að það er ekki auðvelt að taka úr henni eitt og eitt ljóð og stilla upp, ef við gerum það, þola þau ekki samjöfnuð við beztu Ijóð- in í „Tannfé handa nýjum heimi". Þessa bók verður miklu frekar að lesa sem heild. Og mér finnst í raun og veru gagnslítið að skrifa mikið um bana, en þeim mun hollara að lesa vandlega. Svo er líka ann- að sem verður að taka fram: Þorsteinn frá Hamri Þorsteinn glímir í þessari bók við miklu stærri viðfangsefni en áður, og viðfangsefnin stækka hann þótt hann sé ekki búinn að ná á þeim jafnföst- um tökum og á yrkisefnum sem skáld fást oftar við gera ekki eins miklar kröfur til þeirra. 1 þessari síðustu ljóðabók sinni glímir Þorsteinn við mik- i! efni: stöðu mannsins í heim- inum. Það munar um minna. Og hann ræðst að þessu verk- efni með festu og öryggi. Hann hefur tekið afstöðu, þekkir meinsemdimar og nefnir þær réttum nöfnum, afdráttarlaust. Hann yrkir um þá sem orðið hafa ranglætinu að bráð: eitt bezta kvæði bókarimíar „Blóð krefur þig dansari" er um Lúmúmba. Hann yrkir líka um íslenzkar hliðstæður: stutt og magnað kvæði um Valtý á grænni treyju. 1 „Lofsaung“ telur hann tímabært að menn taki að kryfja fallegu orðin sín — frið- ur, kristni, feðramold, lýðræði — og þá muni þeir engjast við þann sannleika hve hræðilega þau orð hafa verið misnotuð. En sem sagt: löng eða stutt upptalning segir lítið, þessi bók verður að lesast sem heild. Mér finnst Þorsteinn hafa sérstöðu meðal ungra íslenzkra skálda. Ég vil alls ekki halda því fram, að önnur skáld lesi lítið eði vinni illa. En Þor- steinn er óvenju vel að sér í íslenzkum bókmenntum og hann kann ágætlega að not- færa sér það bezta úr þeim án þess að gera sig sekan um misnotkun. Og hann tekur starf sitt óvenju alvarlega, það starf að vera skáld. Lítum á þessar þrjár bækur — allar hafa þær sitt andlit, og allar eru þær vottur um framfarir. Réttur tröppugangur til auk- ins þroska. Og hugsaðu þér annað eins: að vera fæddur 1939 og búinn að koma svona miklu í verk .... (á.b.). Sálfræöi undir haustiö Ætsin. -V',; Stefán Júlíusson: SUMARAUKI Almenna Bókafélagið 1962. Áli Eyberg rithöfundur „frægur og leyndardómsfullur" kemur á æskuslóðir eftir langa útivist. Þar hittir hann Hildi, sautján ára Reykjavíkurstelpu, hressilega og glannalega í orð- um. Höfundur byrjar strax að undirbúa lesanda undir það að eitthvað gerist milli þessa rit- höfundar á fimmtugsaldri og Hildar, minnir hvað eftir ann- að á líkama stúlkunnar í ná- ' ist Ála. Þar að auki kemur að fljótt á daginn, að stúlkan ” dóttir æskuástar Ála. Móð- Hildar (heitir einnig Hildur) ifði gerzt hcnum fráhverf og ilnaðarstund þeirra var með ;m ósköpum að hann reyndi taka hana með valdi. Það kst þó ekki. Eftir þennan at- irð gat Áli ekki lengur unað sima „hann hafði saurgað líf jitt í þessum dal“. Hugsun- p um þessa æskuást og leiðin- 'eg.endalok hennar fylgja rit- 'öfundinum síðan og sú marg- \ 'slega lífsreynsla sem hann á að hafa aflað sér fær þar engu um þokað. Magnús, móðurbróðir Hildai og fomvinur Ála er góðviljað- ur maður og talar eins og nokkurskonar fomíslendingur. Hann sér að það dregur til tíðinda og reynir að vara Ála við. Áli vill engu lofa, hann vill ekki eldast, og Hildur er sú æska sem réttir honum örv- andi hönd og allt það: „Kannski er Hildur tákn end- urláusnar fyrir mig.“ Að lokum tekur stúlkan af skarið: hún kemur til Ála, seg- ist vilja verða kona og ætla að sofa hjá honum í nótt: „Ég kann ekki neitt en þú átt að kenna mér“. Eftir þessa nótt var Áli „ungur og nýr“, móð- ir Hildar hafði rekið hann í útlegð rcv/ nokkrum hætti en nú var allt breytt: „dalurinn hafði tekið hann í sátt, hann var kominn heim“. Brátt sækja samt á rithöf- undinn þungir þankar: hvað verður um hann og stúlkuna? Hann veit það ekki. Þar að auki kemur nú móðir Hildar til skjalanna og veit allt af kvenlegu innsæi. Þau Áli eiga langf tal; þar kemur m.a. á daginn að Hildi eldri hefur aUtaf þótt vænt um Ála, og Stefán Júlíusson. þegar hún hefur hatað hann vegna nauðgunartilraunarinnar þá veit hún ekki hvort hún hataði hann „vegna verknað- arins eða vegna þess að þú hættir í miðjum klíðum“. Og líklega hefði hún háttað hjá honum nú hefði Hildur yngri ekki komið til skjalanna. Þetta er mikið grín. Að lokum fara þau Áli r Hildur yngri hvort öðru fórn að skilja. Það er máske syndsar- ’ Framhald á 8 Dagsláfta drotfins - Frjósa mur jarðvegur - Skáldsagan og myndiin: Þ að er verið að f deyfa broddana - Farsœl málalok Tónabíó er að sýna kvik- myndina „Dagslátta drottins", sem byggð er á sögu eftir Caldwell. Það kemur oft fyrir að amerískir rithöfundar og kvikmyndamenn leita fanga í Suðurríkjunum. I þessum héruðum hefur verið lifað einkennilegu lífi, fullu af miklum andstæðum, ólíkind- um og ósköpum: auður og örbirgð, kynþáttahatur, fá- fræði, trúarofstæki, hnignun gamalla búnaðarhátta og Tökum til dæmis söguna af Will Thompson. Við munum að borgin er dauð því spuna- verksmiðjunum hefur veirð lokað. í myndinni talar Will um líf verksmiðjunnar, um stúlkur verksmiðjunnar, um það að hann þurfi að setja strauminn á til að allt verði lifandi aftur. Þessar ræður hans eru illa útskýrðar. Það er hætt við að ýmsum á- horfendum finnist þetta vera hálfgerð meinloka hjá Will. Bókin gefur hinsvegar allt Ty Ty gullleitarmaður og Griselda tcngdadóttir hans í kvik- myndinni. — „Syndugt karlhross og persónulegur guðspek- ingur“. — Stúlkan „alltof falleg fyrir alla þessa karlmenn sem eru í heiminum“. framsókn hinna óskiljanlegu, ópersónulegu og almáttugu peninga. Af þessum jarðvegi spretta undarlegir kvistir, miklar meinlokur og míklar ástríður; allt er þetta líf ríkt og grózkumikið. Og þegar settlegt borgaralegt líf er bú- ið að hefla menn til og hella úr þeim verulegum and- legum tilþrifum, þá er þeim boðið að horfa upp á fólk sem elskar og hatar af dæmafá- um krafti, fólk sem getur af- máð sjálft sig í auðmýkt en einnig drepið óvini sína um- hugsunarlaust. Þetta geta menn virt fyrir sér og bætt sér á þann hátt upp bragð- leysi eigin lífs. II Það var einkennileg saga sem Caldwell setti saman um Ty Ty gamla, syndugt karl- hross og persónulegan guð- speking sem gróf eftir gulli í fimmtán ár og fann aldrei neitt. Um moðhausana syni hans, Shaw og Buck, um konu Bucks, Griseldu sem var allt- of falleg fyrir alla þessa karlmenn sem eru í heimin- um, og um Will Thompson, tengdason Ty Ty sem þekkti leyndarmál lífsins og átti því allar konur svo og vilja sam- verkamanna sinna. Ty Ty vildi frið við alla menn, en gull- þorstinn — í samstarfi við holdlegan þorsta — braut niður hann og hans fólk. Þetta var hláleg saga og ger- sneydd tilfinningasemi. En í henni var brugðið upp ýms- um myndum hnignunar og ó- sigurs og í raun og veru var þetta allt mikill harmleikur. III Kvikmyndin „Dagslátta U-ottins" er um margt ólík káldsögunni. Mismunurinn er njög eins eðlis: í myndinni r verið að deyfa þá brodda 1 verkinu sem geta stungið. aðrar upplýsingar. Verk- smiðjan hefur ekki stöðvazt af sjálfri sér: það er verk- fall í borginni. Kaupið hafði verið lækkað og þá gerðu menn verkfall. Will segir: „Andskotinn eigi. það, að ég fari að vinna níu tíma á. dag fyrir dal og tíu þegar þess- ir ríku tíkarsynir sem eiga verksmiðju þjóta um allan dal á 5000 dala bílum". Þetta sagði Will því hann er ekki aðeins drukkinn eða sterkur í ástum. Og það er líka vegna þess að hann er drepinn — án hans var auðveldara að svelta mannskapinn til hlýðni, einsog þegar hafði verið gert í næstu borgum. Á þetta er ekki minnzt. Það gæti rifjað upp viss vandamál. Annað er líka einkennandi fyrir afstöðu höf- unda myndarinnar. 1 sögunni er gert íjölmennt áhlaup á verksmiðjuna þótt þar sé fjöldi vopnaðra varða; menn ætla að hefja vinnu hvað sem hver segir. En £ myndinni fer Will einn inn. Það er víst ekki álitið hollt að bíógest- ir sjái að menn geti verið samtaka. IV Svo hefur þessi frægi happy end verið prjónaður aftan við söguna. Bókin gefur ekki neina von. Will var drepinn. Buck hef- ur drepið bróður sinn Jim Leslie, sem kom til að kaupa Griseldu eftir að Will féll frá. Buck er farinn eitthvað með byssuna sem varð Jim að bana og kemur sjálfsagt aldrei aftur. Ty Ty finnst sorglegt að börn hans þekkja ekki Guð inni í sér, en hann heldur samt áfram að grafa eftir gulli; þar lýkur sögunni. að , hann er enn einu sinni kominn ofaní holu og veltir því fyrír sér hvenær Shaw komi til að hjálpa sér að grafa. 1 myndinni er þetta allt öðru vísi. Jim Leslie er sleppt á brott eftir talsverð slags- mál. Ty Ty talar við guð sinn og endurfæðist: hann skil- ur nú að þetta gullæði er eftirsókn eftir vindi. Hann og synir hans moka ofan í hol- umar og plægja landið. Will Thompson er gleymdur þau Buck og Griselda lifa bersýnilega í sátt og sam- lyndi. Plútó er orðinn sheriff og ætlar sér heldur en ekki að giftast trippinu henm elsku Jill. V Þannig meðferð hefur saga Caldwells hlotið . Ekki svo að skilja að kwik- myndin sé afskaplega slæm. Nei, alls ekki. Þetta er skemmtileg mynd og langt fyrir ofan meðallag amer- fskra kvi .mynda. V:ð trúum þessum furðulegu amerísku sunnlendingum í myndinni, ýmislegt hefur varðveitzt af lirossalegum húmor Caldwells, ieikurinn er yfirleitt góður, höfundar myndarinnar kunna að skapa andrúmsloft. En ein- mitt margir ágætir eiginleik- ar þessarar myndar mæla sterklega með því, að talað sé um þau svik sem höfð voru í frammi við gerð henn- ar. Það var ekki aðeins kippt út úr myndinni eða deyft aUt það sem gæti beinlínis beint huganum að þjóðfélagsvanda- málum. Hinar óbeinu afleið- ingar þessara vandamála — hinn mannlegi harmleikur — var líka klipptur, styttur — og aftan við hnýtt sáttum og 1 ‘áámlyndi (með aðstoð drott- ins.). Þeir sem gera slíka hluti virðast vera þeirrar skoðunar að fólk hafi ekkert gott af að fá umhugsunarefni í kvikmyndahúsi. Á meðan á myndinni stendur má að vísu hræra tölvert í taugakerfi áhorfenda, gera þá æsta, spennta, reiða, — en við leikslok er reynt að loka þessar hræringar inni. Hæfi- lega farsæl endalok sætta áhorfandann við allt og alla, það sem hann sá á tjaldinu fékk sína lausn á tjaldinu og svo þarf ekki meira um það að hugsa. VI. Líklegt er að þeir kaup- menn sem gera kvikmyndir segi.: fólk vill hafa þetta svona, það vill ekki að bók eða mynd „fari illa“. Þessi veikleiki manna gæti verið efni í langan pistil, en að sinni skulum við láta okkur nægja að segja: gott og vel — menn hafa alltaf næga mögu- leika til þess að skemmta sér, slappa af eins og sagt er. Það er allt yfirfullt af bók- um og kvikmyndum sem gera ekki tilkall til annars en að vera skemmtanaiðnað- ur. En það er fjandi hart þegar lögmál skemmtánaiðn- aðarins færir svo út kyiarnar að billegum lausnum hans á mannlegum vandimálum er troðið upp á sæmileg listaverk. Hér erum við að tala um einn af sjúkdómum amer- kanismans. Leiðinlegan og hættulegan sjúkdóm . Listin hörfar undan iðnað- inum. Menn lesa og sjá minna og minna af verkum sem skipta máli, koma við msnn. : Á.B. i

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.