Þjóðviljinn - 04.11.1962, Page 9

Þjóðviljinn - 04.11.1962, Page 9
^JÓÐVELJIMV sIða g Srannwlagur 4. ndvember 1902 Botvinnik: Fischer Skákin sem hér fer á eftir og tefld var á Olympíumótinu í Búligariu er söguleg að því leyti að það er í fyrsta sinn sem þeir hittast á skákborðinu Botvinnik og Fischer. Trúlegt er að það verði ekki þeirra síðasta skák jafnhliða, því Fischer sækir sem kunnugt er manna íastast að heimsmeist- aratitlinum, en Botvinnik er manna nfzkastur á titla. Gæti þvi fyrr en varir komið aftur til vopnaðra átaka með þeim. Þótt segja megi, að heims- meistarinn sleppi með „skrámu á vanga“ og „bláan fót“ í skák þessari, þá gefur hún ekki til kym\a að Fischer þýddi að tefla neitt forgjafareinvígi við hann eins og hann er sagður hafa boðið honum. Þama eig- ast greinilega við menn af avipaðri styrkleikagráðu, þótt aldur sé farinn að mæða Bot- vinnik nokkuð. Hinsviegar finst mér skákin gefa til kynna, að einvigi milli þeirra Botvinniks og Fischers mundi geta orðið mjög ekemmtilegt og tvísýnt, þvi báðir hafa sérstæðan stíl og skapandi gáfur og hugmynda- auðgi. Enn verðum við þó að biða 8- m. k. í rösk þrjú ár eftir elíku einvígi. En hér kemur skákin, Hvítt: Botvinnik. Svart: Fischer. GRÚNFELDSVÖRN. L c4 (Þetta er uppáhaldsbyrjunar- leikur Botvinniks. Sem kunn- ugt er hlaut leikurinn í skím- inni nafnið enski leikurinn, en hann getur leitt til ýmissa þekktra byrjanakerfa, eins og i þessu tilfelU til Grunfelds- varnar). I. -----, g€ 2. d4, Rf6 3. Rc3, d5 (Þetta er inngangsleikur Griinfeldsvarnar. Griinfelds- vöm var öllu meira tefld fyrir heimsstyrjöld en nú. Meðal annars tefldi Botvinnik hana mikið á þeim árum. Vömin krefst yfirleitt ná- kvæmni og snerpu af svörtum, þvi ella er haett við að hvítur þrúgi hann með hinu öfluga miðborði sínu). 4. Rf3, Bg7 5. Db3, dxc4 (Þetta er algengast nú orðið. 8. — — c6 gefur svörtum helzti þrönga stöðu. 6. Dxc4, 0—0 7. e4 (Hvitur hefur náð sterku miðborði og gnægð hreyfifrels- is fyrir menn sína, en svartur hefur ýmislegt því til mótvægis, eins og við sjáum af framhald- inu). 7--------, Bg4 8. Be3, Rf—d7 (Það var Rússinn Smislov, sem fyrstur kom fram með þennan byltingarkennda leik í heimsmeistarakeppninni 1948, og einmitt gegn Botvinnik. Byltingarkenndan kalla ég hann, því hann er brot á þeirri fornu kennisetningu skákfræðinnar, að ekki skuli að' nauðsynja- lausu leika sama manni nema einu sinni fyrr en liðskipan er lokið. Telja verður þó, að reynslan hafi sýnt, að þetta sé bezti leikur svarts). 9 Be2, (1 heimsmeistaraeinvíginu 1957 lék Smyslov hér 9. 0—0—0 gegn Botvinnik í sjöttu skák þeirra og sigraði í 28 ieiKjum. En síðan hefur verið fundin gnægð endurbóta fyrir svartan á þeirri leið, og er biskupsleikur Botvinniks ör- uggari). 9.-------, Rc6 10. Hdl, Rb6 11. Dc5 (í fljótu bragði virðist hálft- gert glæfraflakk á hvítu drottningunni, en i rauninni stendur hún vel á þessum reit Reyni svartur t. d. að tefla til jafnteflis með 11.----Rd6, þá fer drottningin til a3, þar sem hún stendur dável). II. -----, Dd6 (Fischer býður drottningar kaup, og né þau brátt fram að ganga; með öðrum hætti þó en beinast virðist liggja við). 12. h3, Bxf3 13. gxf3 (Tvípeð eru ekki alltaf til óhagræðis. T. d. styrkist nú miðborð hvíts. Mun lakara væri að drepa með biskupi). 13. — —, Hf—d8 14. d5, Re5 15. Rb5 (Fischer virðist vera að lenda í slæmri kreppu, því 14. -----Dxc5, 15. xc5, væri greini- lega miður gott fyrir hann. En hann finnur hugvitsamlega leið, sem viðheldur jafnvæg- inu, en leiðir þó jafnframt til snarpra átaka). 45.------Df6 (Hótar f3-peðinu). 16. f4, Re-d7, 17. e5 (Botvinnik sækir fast fram og verða engin ellimörk greind af leikjum hans. Nú væri 17. — — Rxc5 miður gott fyrir svartan vegna 18. exf6 og hvít- ur vinnur mann). Svart: Fischer . g W . m, k m, m m w • f Kri,H* 1 i ■ i *..* m 4 lH Œ iil ^ á % ^ • • m t ® SS§ mb ■» pp & m Hvitt: Botvinnik 17.------Dxf4 (Ef þátturinn legði í vana sinn að nota ljótan munnsöfnuð, þá mundi hann segja, að þar hitti skrattinn ömmu sína, þar, sepi þeir eigast við Botvinnik og Fischer. Ef Botvinnik hyggst nú vinna mann með 18. Dxb6 kemur 18. ------Db4t 19. Bd2, Dxd2f 20. Hxd2, Rxb6 21. Rxc7, Ha-c8, 22. d6, exd6, 23. exd6, Be5 og svartur hefur betur. Fischer vinnur því peð, en Botvinnik fær nokkurt mótspil fyrir það). 18. Bxf4, Rxc5, 19. Rxc7, Ha-c8, 20. d6, exd6 21. exd6, Bxb2 Nú hefst langvinnt ,,endatafl“) 22. 0—0, Rb—17 23. Hd5, b6 24. Bf3, Re6 25. Rxe6, fxe6 26. Hd3, Rc5 27. He3, e5 (Þannig losnar Fischer við frípeðið á d6 og nær nú greini- lega betra tafli). 28. Bxe5, Bxe5 29. Hxe5, Hxd6 30. He7, Hd7 31. Hxd7, Rxd7 32 Bg4, Hc7 33. Hel, Kf7 34. Kg2, Rc5 35. He3, He7 36. Hf3t (Eftir hrókakaup væri bar- áttan vonlítil fyrir Botvinnik). 36.-----Kg7, 37. Hc3, He4, 38. Bdl, Hd4, 39. Bc2, Kf6, 40. Kf3, Kg5 41. Kg3, Re4f (Fremur hneigist maður til að ætla, að það hefði gefið svörtum betri vinningsfæri að halda í riddarann). 42. Bxe4, Hxe4, 43. Ha3, He7 44. Hf3, Hc7 45. a4, Hc5 46. Hf7, Ha5 47.Hxh7, Hxa4 (Þótt merkilegt sé, þá nægja tvö fjarlæg frípeð Fischers ekki til vinnings. En raunar er við ramman reip að draga, því svona endatöfl teflir Botvinnik jafnan af vélrænni nákvæmni). 48. h4t, Kf5, 49. Hf7t, Kg5, 50. Hg7, Hal 51. Kf3, b5 52. h5 (Rétta augnablikið). 52.------ Ha3t 53. Kg2, gxh5 54. Hg5t, Kd6 55. Hxb5, h4 56. f4, Kc6 57. Hb8, h3t 58. Kh2, a5, 59. Í5, Kc7, 60. Hb5, Kd6 61. f6, Ke6 62. Hb6t, Kf7, 63. Ha6, Kg6, 64. Hc6, a4, 65. Ha6, Kf7 66. Hc6, Hd3 67. Ha6, a3 68. Kgl Og hér sættust keppendur á jafntefli. Fischer kemst ekki lengra áleiðis, því hrókur hans má ekki yfirgefa þriðju reita- línuna og kóngur hans er bundinn við f-peðið. Góður varnarsigur hjá Bot- vinnik, og í heild er skákin til- þrifamikil og lærdómsrík. RÓSTUR i L0ND0N Um allan heim hafa undanfarið verið haldnir fundir til að mótmæla ofbeldisaðgerðum Bandaríkjanna gagnvart Kúbn og hafa víða orðið róstur milli fundarmanna og lögreglu, eins og t. d. í London, þar sem myndin er tekin. Þar voru það einkum stúdentar sem bcittu sér fyrir mótmælaaðgerðum fyrir framan bandaríska sendiráðið. Deila Indlands og Kína Tíðindalítið af Stjórnarlagabreyting de Gaulle Monnerville kærir hana fyrir stjómlagadómstól PARÍS 3/1. — Gaston Monner- ville, forseti öldungadeildar franska þingsins, hefur kært þjóðaratkvæðagreiðsluna um Fyrsta vetrarferð Gullfoss Kl. 9 á föstudagskvöldið hélt Gullfoss úr höfn i sína fyrstu ferð samkvæmt vetraráætlun þessa árs. Eins og kunnugt er býður Eimskipafélagið nú ein- stök kjör í þessum ferðum, far- ið kostar 5100 krónur til Kaup- mar.nahafnar og heim aftur með viðkomu í Hamborg í flestum ferðunum. Fæði er lnnifalið í verði farmiðans og gisting í skipinu í erlendum höfnum. Skipið var fullskipað farþeg- um í þessari fyrstu ferð og mun vera því sem næst uppselt í all- ar ferðimar, þó eru nokkur rúm enn laus í einstöku ferðum. Á föstudaginn hélt Gullfoss beina leið til Hamborgar, þangað kemur hann væntanlega um há- degi á þriðjudag, fer svo á mið- vikudagsmorgun til Kaupmanna- hafnar gegnum Kílarskurð. Alls mun ferðin taka um 16 daga. Ætlunin er að skipið fari í 12 ára klössun í vor og verður þá notað tækifærið til að gera á því ýmsar lagfæringar. T.d. verður loftræsting bætt og r^yk- salir endurbættir. breytingru á stjórnarskránni, sem fram fór síðasta sunnudag, fyrir æðsta stjórnardómstóli Frakk- lands, ríkisráðinu, Conseii d’État. í bréfi til formanns dómstólsins segir Monnerville að de Gaulle hafi gerzt sekur um brot á stjórnarskránni með því að leggja stjómlagabreytingu undir þjóðaratkvæðagreiðslu því að hann hafi með þeim hætti snið- gengið þjóðþingið sem sam- kvæmt stjórnarskránni eigi að fjalla um breytingar á henni. Monnerville hefur áður haldið því fram að 89. ákvæði stjórn- arskrárinnar taki skýrt fram að þ.ióðaratkvæðagreiðálur um stjórnarskrárbreytingar megi því aðeins fara fram, að báðar deild- ir þingsins hafi samþykkt þær. Breytingin á stjórnarskránni sem samþykkt var í þjóðarat- kvæðagreiðslunni mun ekki verða að lögum fyrr en ríkisráð- ið hefur kveðið upp úrskurð um kæru Monnerville. Gæftaleysi á Ólafs- ÓLAFSFIRÐI 1/11. — Hér hefur ekki gefið á sjó síðast- iiðna hálfa aðra viku, þangað til í gærkvöld er þrír stærri bátar réru. Hefur því verið frekar lítil atvinna undanfar- ið. ; Frekar hægt gengur Norð- urlandsbornum að bora seinni holuna. Hún er nú orðinn 200 metra djúp, en ekkert vatn er laomið í hana enn. SJ > NÝJÚ DEHLI 3/11. — Tiðinda- lítið hefur verið af vígstöðvun- um á landamæmm Indfands og Kína undanfarna daga og síð- asta sólarhring hafa heldur ekki orðið þar veruleg átök. Tilkynning indverska land- varnaráðuneytisins í dag var sú stytzta sem það hefur gefið út síðan bardagamir hófust á landamærunum 20. október, og var hún að þessu sinni aðeins eir, setning: Að undanteknum nokkrum minniháttar á- tökum nálægt Valong í Lohit- fylki við norðausturlandamærin, hafa engir bardagar orðið. En þótt lítið gerist á vígstöðv- unum, er loft enn lævi blandið í höfuðborg Indlands og búast menn þar við því að bardagar blossi brátt upp aftur, segir fréttaritari Reuters, annaðhvort að Kínverjar haldi áfram fram- sókn sinni eða þá að Indverjar hefji gagnsókn. Sovézki sendiherrann í Nýju Dehli, Bendediktoff, gekk í gær- kvþjfl. „á,„í,uncj Nehrus forsætis- ráðherra og afhenti honum nýtt bréf frá Krústjoff. Sovétstjómin er talin leggja sig alla fram við að fá deiluaðila til að setjast að samningaborðinu og sagt er í Nýju Dehli að hún muni hafa lagt að Kínverjum að fara að öllu með gát á landamærunum. Vopnasendingar frá Bandarikjunum Bandaríkjastjórn hefur orðið við beiðni Indverja um að senda þeim vopn og komu fyrstu léttu bandarísku vopnin til Indlands i gær. Voru þau flutt flugleiðis frá herstöðvum Bandaríkjanna f Vestur-Þýzklandi. Önnur og þyngri vopn eru á leiðinni frá bækistöðvum Bandaríkjanna í Evrópu með skipum. „Yantar þig peninga?" „Vantar þig peningaf‘ nefnist ritgerð eftir Einar Kristjánsson Frey sem út er komin á vegum „Epísku söguútgáfunnar". Þetta er fyrrihlutinn af ritgerð sem i heild á að fjalla um „framtíðar- möguleika íslenzku stjómmála- flokkanna séða 1 ljósl þróunar heimsstjómmálanna.“ Ritgerðin „Vantar þig peninga" er sjöttn heftið í flokki þeim sem höf- undur nefnir „epíska ritið“j það er 52 síður, prentað í prent- smiðju Jóns Helgasonar. Fjórir Grafar- nesbátar bíða samninga Grafamesi 1/11 — Frekar dauft er yfir atvinnulífinu um þessar mundir. Fjórir bátar voru gerð- ir út héðan á sumarsíldveiði, Grundfirðingur II, Runólfur, Gnýfarl og Blíðfari. Þeir liggja nú allir og bíða eftir að komast á vetrarsíldveiðar. Sjómenn eru orðnir langeygir eftir samning- um, en ekki eru þeir ginnkeypt- ir fyrir því að fara út upp á einhvers konar gerðardómskjör. Nýhók um Sovét frá Heimskrínglu ★ Áttræð er í dag frú Ingi- björg Gísladóttir, Leifsgötu 21, Reykjavík. Vinir Ingi- bjargar og fjölmargir afkom- endur munu liugsa hlýtt til hennar á þessum merkisdegi. Út er komin á forlagi Heims- kringlu ný bók um Sovétríkin eftlr Nlkolaj Míkhailof. Bók þessi kom fyrst út í Moskvu 1959 undir hcitinu „Novaja Geo- grafía Rossií“ (Ný landafræði Rússlands), on íslenzka þýðingin, sem Gísli Ólafsson hefur ann- azt, cr gerö eftir sænskri út- gáfu á bókinni. Ámi Böðvarsson segir í for- mála bókarinnar: „Það er ekki vonum fyrr að út kemur á ís- lenzku handhæg bók með grein- argóðum upplýsingum um landa- fræði Sovétrikjanna, rituð af n)anni með góða yfirsýn yfir landshagi og atvinnuþróun rikja- sambandsins og samúð meö þjóðum og samfélagsháttum þess. Þeir sem heldur vilja hafa það er sannara reynist, fagna þessari bók“. í upphafi bókarinnar segir frá náttúru landsins og náttúruauð- lindum, en síðan snýr höfundur sér að þvi að gera grein fyrir öllum helztu atvinnuvegum lands- ins, landafræði efnahagslífsins og breytingum á henni. I þriðja hluta bókarinnar greinir frá ein- stökum lýðveldum Sovétríkj- anna. Höfundur hefur ekki sett sér það mark, að krydda efnið með stílbrögðum eða lífshistoríum, hsnn heldur sig rækilega að fræðistíl: þetta er upplýsingarit, uppsláttarrit. 1 bókinni eru margar myndir, ágætlega prentaðar og nokkuð vel voldar; þó má segja um sumar að þær séu einum of „algengar". Allur frágangur 4 þessari bók er góður. t

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.