Þjóðviljinn - 04.11.1962, Page 12

Þjóðviljinn - 04.11.1962, Page 12
,Guernica“. hin fræga mynd Picasso, er meðal eftirprentananna sem nú eru á boðstólum í Listamann askáianum. Það er ekki á hverjum degi að menn geta labbað sig heim með undarlega drauma Chagaiis, gáska Toulouse- Lautrec eða frábæra heift Picasso undir hendinni. Og í dag eru sem sagt síðustu forvöð að láta verða af því. um stærsta sýning á mál- verkaeftirprentunum sem haldin hefur verið hér og óvíst að menn fái í bráð jafngott tækifæri til að gcra góð myndakaup, en á þessari sýningu fer saman mikið úr- val og afar hagstætt verð. ðvenjumikill snjár eystra BORGARFIREd eystra 2/11 — Hér hefur verið stormur og hríð- arveður í rúma viku. Kominn er óvenjulega mikill snjór á þessum árstíma. Vegir eru allir ófærir, jafnt fjallvegir sem í byggð. Menn hafa átt í erfiðleikum með að ná saman sauðfé, einkum þó í Víkum, sem eru sunnan Borg- arfjarðar. Þangað er yfir fjöll að fara og orðið þungfært. 1 dag er sæmilegt veður og írostlaust. Sauðfjárslátrun er að mestu lokið hjá Kaupfélagi Borgarfjarð- ar. Alls hefur verið slátrað um 8000 fjár. Fallþungi er liðlega í meðallagi, eða um 12,80 kg. Fylkingar- vaka í kvöld Æskulýðsfylkingin í Reykjavík heldur kvöldvöku í félagsheim- ili stnu Tjamargötu 20 í kvöld sunnudaginn 4. nóv. kl. 21. Þórbergur Þórðarson rithöf- undur, Ingibjörg Haraldsdóttir og Jón Sigurðsson lesa upp úr verkum sínum. Félagar mætið stundvíslega og takið með ykkur gesti. Stjórnin. Umræðufundur Stúdentafélags- Sunnudagur 4. nóvember 1962 — 27. árgangur — 241. tölublað. Skáfar sklpfa Reykja- vík í fímm „FYLKI" ms a m@rgun Stúdentafélag Reykjavíkur gengst fyrir almennum borgar- fur.di á morgun og verður um- ræðuefnið: Eru vinnustöðanir úrelt baráttuaðferð í nútima- þjóðfélagi? Frummælendur verða Jón Þorsteinsson, alþm., og Vil- hjálmur Jónsson, hæstarlögmað- ur. Fundurinn verður haldinn í veitingahúsinu Lídó og hefst kl. 20.30. öllum er heimill aðgang- ur en hann kostar kr. 25.00. Sæmilegor afli Húsavík 2/11. — Bátar sem róið hafa héðan að undanfömu hafa aflað sæmilega síðustu dagana. Færð á vegum í nágrannasveit- unum hefur verið slæm og fer versnandi. — AK. Mœðiveiki í Dölum Mýrarmenn óánægðir með kákaðgerðir til varna Enn loðir mæðiveikin við í Dölum, og eru bænd- ur á öðrum stöðum í sama vamargirðingarhólfi orðnir langþreyttir á kákaðgerðum sauðfjárveiki- i varnanna á þessum slóðum í gær og fyrrdag var slátrað í Borgarnesi fé úr Haukadal, Miðdöjum og Hörðudal, en þeir tilheyra svokölluðu Mýrahólfi. Við athugun kom í ljós þurra- mæðisýking í fimm kindum, þremur frá Giljalandi og tveim- ur frá Litla-Vatnshomi, en þeir eru báðir í Haukadal. Giljaland er næsti bær við Smyrlahól, en þar kom veikin fram í fyrra, og var þá skorið allt fé þar. Samkvæmt upplýsingum Guð- mundar Gíslasonar læknis á Keldum er veikin á mjög háu stigi í tveimur kindanna, sem benti til þess, að þær hafi tæp- lega gengið skemur með veikina en 3—i ár. En nákvæm rannsókn heíur enn ekki farið fram. Guð- (Jr húsakynnum Híbýlaprýði við Hallarmúla. NÝ HÚSGAGNAVERZLUN. HÍBÝLAPRÝÐI. OPNAR Lange vill hvorki játa né neita Eins og kunnugt er hafa rík- isstjómir Noregs og Dan- merkur sótt fast að komast í 1 Efnahagsbandalagið margum- talaða, og standa samningavið- ræður yfir. Nú er sá kvittur kominn upp, að stórþjóðimar í EBE hafi mjög takmarkaðan áhuga á aðild fleiri smáríkja en fyrir eru, sízt af öllu ef því fylgja sérstök skilyrði og sér- samningar. Lange, utanríkisráðherra Norðmanna, ræddi þessi mál í norska Stórþinginu fyrir nokkrum dögum, og vildi hvorki viðurkenna né hafna, að orðrómur þessi hefði við rök að styðjast Lange sagði það mest um vert fyrir Norð- menn, að EBE virtist vilja ræða við þá um aðild. Hann sagði, að næsti ráðherrafundur um málin yrði um miðjan nóv. í gær opnaði ný húsgagna- verzlun, Híbýlaprýði h.f., í húsi því, sem Trésmiðjan Meiður hefur reist við Hallarmúla í Keykjavík. Húsnæði verzlunarinnar er á þrem hæðum og mjög rúmgott, alls um 500 fermetrar, og er hægt að auka það um helming, ef þurfa þykir. Mun verzlun- in kappkosta að hafa þama til sýnis og á boðstólum fjölbreytt úrval húsgagna frá helztu hús- gagnaframleiðendum landsins. Einn hluti verzlunarinnar verð- ur innréttaður sem eldhús og verða þar sýnd ýmis konar heim- ilistæki svo sem ísskápar, hræri- vélar, grillofnar, eldhúsborð og I stólar. Húsið er teiknað af Gunnari Þorsteinssyni byggingafræðingi en byggingameistarar voru Sig- urður Sigurðsson húsasmíða- meistari og Árni Guðmundsson m ú rarameis tara. Um uppsetningu verzlunarinn- ar og staðsetningu húsgagna og litaval annaðist Ernst Mjchalick híbýlafræðingur. Er verzlunin hin glæsilegasta að öllum bún- aði. Aðaleigendur verzlunarinnar eru Emil Hjartarson húsgagna- smíður, Jóhann G. Jónsson, ' erzlunarmaður og Jón Bjama- son verzlunarmaður, sem verður framkvæmdastjóri fyrirtækisins. mundur sagði, að væntanlega yrði nú hafizt handa að lóga öllu fé á þeim bæjum, sem sýktu kindurnar koma frá. Fréttir frá Borgamesi herma, aö þar um slóðir séu margir óánægðir með aðgerðir sauðf jár- I vcikinefndar í þessu máli. Með ' niðurskurðinum í fyrra hafi greinilega ekki náðst æskilegur árangur. Telja sumir, að, rétt I væri að skilja Dalina frá Mýra- ! hólfinu með sérstakri girðingu ; til þess að tryggja það, að veik- in breiðist ekki út í hólfinu. Lýst eftir vitni Eins og frá hefur verið skýrt hér í blaðinu urðu tvö börn fyr- ir bifreið á Lynghaga sl. fimmtu- dag um kl. 13. Rétt á undan bílnum sem börnin urðu fyrir ók strætisvagn og kom vinnu- klæddur maður hlaupandi vest- ur götuna á leið í vagninn í þann mund er slysið varð og mun hann hafa séð með hverj- um hætti það bar að. Biður lög- reglan mann þennan að gefa sig fram við hana til þess að gefa upplýsingar. Skipulagsbreyting hefur orðið i á starfi skáta hér í Reykjavík, þannig að borginni veröur nú j skipt í 5 svonefnd „fylki“, þar | sem starfað verður í sjálfstæð-1 um félagsheildum. Valdir hafa verið fylkisfor- ingjar og eru þeir þessir: Vest-; urbærinn: Hilmar Fenger. Aust-; urbærinn: Hermann Bridde. ‘ Hlíðamar: Bjöm Sveinbjörnsson.! I Laugames cg Vogar: Guðlaugur Hjörleifsson. Smáíbúða- og Bú- S9 gráðu hiti á 95 metra dýpi, en efckert vatn 1 Selfossi 2/1 — Borun eftir heitu vatni hefur nú verið hætt hér á Selfossi. Borað var á 95 metra dýpi og mældist mestur hiti í borholunni rúm 60 stig, en vatn fannst ekki. Er liklegt að enn þurfi að bora allt að 60 metr- um til viðbótar til að heitt vatn fáist, a.m.k. varð sú raun- in við boranir að Laugadælum og við Þorleifskot að heitt vatn fékkst ekki úr borholunum fyrr ’ en komið var niður á 150 metra jdýpi. — SS. staðahverfi: Guðmundur G. Pét- ursson. Frá þessum skipulagsbreyting- um var skýrt í kaffisamsæti sem efnt var til í skátaheimilmu við Snorrabraut í fyrradag í tilefni af afmæli SkátaféQags Reykja- vikur. Þar var þó einnig opnuð fjölbreytt skátasýning, sem opin verður í dag kl. 1—7 síðdegis. islendinga með 1 gær Iék íslcnzka lands- liðið í körfuknattleik við Finna í Polar Cup-keppn- inni og sigruðu Finnar með yfirburðum, 100:47. Þrátt fyrir þennan mikla marka- mun sýndu fslendingarnir nú betri leik en gegn Sví- um í fyrradag, en Finnar eiga á að skipa sterkasta körfuknattleiksliðinu á Norðurlöndum og er reíkn- að með auðveldnm sigrf þeirra í mótinu. indverskjr kommúnfstar víta adgerðir Kínverja NTJU DELHI 1/11 — Flokks- I stjórn indverska kommúnista- , flokksins hefur sent frá sér ýtar- lcga ályktun um Iandamæraerj- 1 ur Indlands og Kína. f sam- l þyltktinni er Iýst stuðningi við ! þá afstöðu indversku stjórnar- innar að hefja ekki samninga- viðræður, fyrr en Kínvcrjar hafa i dregið hersveitir sínar til baka 1 í þá stöðu, sem þær höfðu fyrir 8. septémber. Miklar dcilur eru sagðar hafa orðið um ályktunina innan flokksins. Miðstjórn flokksins lýsti því yfir fyrir nokkru, að flokkurinn viöurkenndi MacMahon-línuna sem hin réttu landamæri milli Indlands og Kína, en Kínverjar hafa aldrei viljað viðurkenna þessa landamæralínu. Utanríkisráðherra Pakistan sagði í kvöld, að Pakistan hefði engin loforð gefið brezku stjóm- inni um aðgerðarleysi í Kasmír- deilunni, meðan Xndland ætti í erjum við Kínverja. Nkrumah, forseti Ghana, hefur sent brezku stjóminni nýja orð- sendingu varðandi vopnasending- ar Breta til Indlands. Nkrumah er þar að svara Macmillan, sem hafði sagt, að Bretar væru skyld- i:g r til að hjálpa Indlandi um vopn, þar eð það væri í þrezka samveldinu. Nkrumah segir, að samveldið sé ekki hernaðar- bandalag, og gæfulegra hefðj ver- iö, ef Bretar hefðu reynt að sluðla að friðsamlegri lausn á deilunni milli Indlands og Kína. AlþýðnbsRti'’ lagsfólk r Akranesi Næstu þrjú miðvikudagskvöld verður vcitt tilsögn um FUNDAR- STJORN og FUNDARSKÖP í fclagshcimilinu REIN; hefst kl. 9 öll kvöldin. Þcir sem vilja njóta þessar- ai fræðslu láti skrá sig hjá Guðmundi M. Jónssyni í REIN, sími 630. Saltsíldarskortur yfir- vofandi í Svíbjóð Því var haldið fram hér í blaðinu fyrir nokkru, að mik- iil saltsíldarskortur væri í Sví- þ.ióð og sænskir kaupmcnn gcngju um bryggjur á Siglu- firði og kcyptu alla úrkastssíld, sem til félli. I sumar lét síldarútvegsnefnd stöðva söltun Norðurlandssíldar- irriar hvað eftir annað og beitti hinni mestu hörku í framkvæmd- inni. Sjómenn mótmæltu, salt- endur mómæltu og öll þjóðin mótmælti. Allt án árangurs, því að síldarútvegsnefnd er hinn mikli haus, sem allir limir verða að dansa eftir — nauð- ugir. Við höfum sagt frá því að æpandi skortur sé á saltsíld í Svíþjóð. Síldarútvegsnefnd hefur borið brigður á það, hún er allsráðandi, alvitur og óskeikul, þó bregður svo undarlega viö að við höfum fengið senda klausu úr Göteborgs Handels och Sjö- farts Tidning, blaði sem út- gtrðarvaldið hefur vitnað í sýnkt og heilagt í mörg ár og talið óskeikult. Blaðið segir m.a.: „Án efa verður skortur á saltaðri Islands- síld í ár. Sænsku saltsíldarveið- unum er því miður lokið“. Þurfa herrarnir frekar vitn- anna við? Eða vissu þeir þetta allan tímann þó þeir létu sér svo umhugað um að halda magninu niðri í sumar? Við vitam að skortur á vöru- tef.und hækkar verðið á neyt- endamarkaði. Einn stór kaupandi að Islandssíld getur því makað krókinn á litlu framboði á þeirri vöru. Er ekki þörf rannsóknar á því, hvort nokkur hinna æruverðugu herra í síldarútvegsnefnd getí átt hér hagsmuna að gæta? G.O. «

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.