Þjóðviljinn - 06.11.1962, Side 6

Þjóðviljinn - 06.11.1962, Side 6
ÞJOÐVILJINN Þriðjudagur 6. nóvember 1962 SÍÐA ójöngum hefur is- lenzka sveita- menn dreymt um blómlegar byggð- ir uppi á öræf- um, þar sem úti- legumenn skáru feita sauði og fengu kostamikla málnytu. En byggðamenn hafa líka reynt að nema land á af- réttunum. 1 hvert sinn sem árferði hefur mildazt og fólki fjölgað, hef- ur Bjartur byggt sín Sumarhús í heiðardalnum. Vallgróin rúst er minnismerki um sjálfstæðisbaráttu hans, einfalt en áhrifamikið, ef rétt er skilið. Enn leitar hug- ur landnemans til fjalla. Fyrir stuttu flutti dr. Sturla Friðriksson erindi í hinu íslenzka náttúrufræðifé- lagi um upp- græðslu öræfanna. Sýndi hann með skýrum dæmum, að grasrækt er möguleg á hálendinu jafnvel í meira en 600 metra hæð yfir sjó. Kom þetta fram í tilraunum þeim, sem Atvinnudeild Háskólans hefur gcrt með sáningu gras- fræs og áburð á fjöllum uppi. Hvað má af veðurathugun- um læra um þetta viðfangs- efni? Vissulega eru veðurathug- anir strjálar til þess að byggja á þeim loftslagslýs- ingu heiðalandanna, og veitti ekki af að auka þær. En þær, sem til eru geta þó veitt tals- verðar upplýsingar. Hér er nú prentað hitakort júlímán- DRAUMURINN UM HEIÐARDALINN GÓÐA aðar á íslandi, og gildir það fyrir tímabilið 1931—60. Þetta kort var fyrst birt í Veðrinu, tímariti íslenzkra veðurfræð- inga, vorið 1962. Það sýnir sig, að til eru blettir langt inni í landi og uppi við jökla, þar sem júlí- hiti er 10 stig eins og í góð- sveitum, og mikil flæmi há- lendisins eru með 8—10 stig á þessum árstíma, álíka hlý og láglendar útsveitir norðan lands. Má fullyrða, að á mestu af þessu svæði dugar hitinn til grasræktar í þolan- legum jarðvegi, því það er sumarhitinn, sem skiptir hér langmestu máli. Þegar grösin eru að spretta, muna þau harla lítið eftir því, hvort frostið 'í jan. var eitt eða tíu stig. Hitt er svo annað mál, hvernig nytja beri túnin á heiðunum. Það tókst ekki fyrr á öldum, sennilega mest af því að vetrarrikið hrakti menn þaðan. En ný tækni skapar bændum heiðaland- anna þúsund möguleika, sem ekki voru til á dögum Bjarts í Sumarhúsum. Draumurinn um heiðardalinn góða getur ennþá rætzt. Páll Bergþórsson. Amerískt lýðræði í skugga doflarans Það er engin tilviljun, að margir helztu stjórnmálamenn Bandaríkjanna, þar á meðal Kennedy, Bandaríkjaforseti, eru milljónamæringar. Og skýringin er ekki fólgin í því, að stjórnarstörfin séu svo á- batasöm,enda þótt gera megi ráð fyrir, að bandarískir stjórn- málamenn^ séu sæmilega vel launaðir. Ástæðan er hins veg- ----------------------——« Fornmenja- fundurá háskélalóðinni! OSLÓ 3/11 — Prófessorar í fornleifafræði víð Oslóarháskóla þurfa ekki að Ieita Iangt til að geta rannsakað merkar íorn- minjar; fyrir nokkrum dögum fundust 3000 ára gamlar hellu- ristur á sjálfri háskólalóðinni, þar sem reisa átti nýja cfna- fræðistofnun. Helluristumar eru höggnar í bjarg eitt mikið, sem stendur á lóð háskólans og sýna þær | tvö skip, átján fótspor og nokk- j ur fórnartákn. Risturnar ná yf- j ir fimmtán metra svæði og eru taldar frá bronsöld, Fornleifa- fræðingar telja, að ristur þess- ar standi í sambandi við dýrk- un forfeðra okkar á frjósem- inni. I dag c” uRirjjnn fundur í há- skólarv ’ að fjalla um. hvern1 oma efnafræði- stofn bak án þes- að skv jarnar. ar sú, að eingöngu þeir sem getá eytt þúsundum dollara í kosningabaráttuna, hafa mögu- leika á að ná kjöri til þings og embætta. Fyrir nokkru komu fram at- hyglisverðar upplýsingar í amerísku sjónvarpi um hin gífurlegu fjárútlát einstaklinga í kosningabaráttuna. Var sér- staklega á það bent, að kosn- ingar til opinberra embætta f Bandaríkjunum ættu lítið skylt við lýðræði af þessari ástæðu. Þingkonan Neuberger, sem sæti á í öldungadeildinni fyrir Oregonfylki. skýrði frá því í sjónvarpi, að í heimafylki hennar hefði sjónvarpskostn- aðurinn einn í kosningabarátt- unni numið 50.000 dollurum, — og þótti vel sloppið. Meðan stóð á undirbúningi forsetakosninganna 1960 var eytt 1 millj. dollara til að fá Kennedy útnefndan sem fram- bjóðanda af hálfu demókrata, og vitað er, að kosningabar- áttan 1952 kostaði 140 millj. dollara (auglýsingar, dreifi- miðar, útvarp og sjónvarp). Með slíkar tölur í huga er ekki að undra, þótt kjörorð Eisenhowers, fyrrv. forseta sé um þessar mundir: Fleiri „businessmenn" í stjórnmálin! Eisenhower þótti alltaf linur að mæta á mörgum kjósenda- fundum, en nú fyrir þingkosn- ir.garnar hefur hann verið allra manna duglegastur og jafnvel neitað sér um að fara á fugla- veiðar. Eisenhower er lítið I hrifinn af stjórn Kennedys og kallar hana „sjálfskipaða próf- essoraklíku". Fleiri kaupsýslu- menn í kosningabaráttuna! Og ekki veitir vist af, — einhver i verður að borga brúsann. JAN • APR - JUl - OCT FEB-MAY-AliGiNOY MAR - JUN - SEP • DEC ■ Kn Tn W«l 1W Frt Sm Mm TM- W«d *n.« Frt . W Sm Moa.T** V/*rt TTm Frt UK Sm 1 2‘3 4 5 6 7 8 9 1011121314 1516171819 2021 2223 2425262728 2930 1 2 3 4 5 6 7 8 9 101112 13141516171819 20 2122 23 2425 26 27 28 29 30 12 3 4 5 6 7 8 9 10 11121314151617 18 19 20 21 22 23 24 25 26 27 28 29 30 31 Þannig vill Bandaríkjamaðurinn Edward, sem stöðugt er á fartinni kringum jörðina, hafa tímatal okkar. I ársfjórðungi er 91 dagur eða 13 vikur. Þá gengur einn dagur af, dagurinn 0, sem verður nýársdagur. Hlaupársdagur verður Iíka hátíðisdag- ur, hvorki laugardagur, sunnudagur eða mánudagur, aðcins 0- dagur og hann lendir milli 31. júní og 1. júlí. Nýtt tímatal með deginum núll! Willard E. Edwards heitir bandariskur rafmagnsfræðingur og starfar í flotastöð á Hawai. Hann er ekki eyðslusamur maður, og á fjórum ,árum hef- ur hann sparað saman nokkur þúsund dollara. Þá tekur hann sér frí og leggur land undir fót til að ferðast um víða ver- öld til að hitta heimsins vald- hafa og koma þeim í skilning um, að tímatal okkar er stór- gallað. Willard er á ferðinni um þessar mundir, og nýlega skrif- aði hann Nikita Krústjoff bréf og skoraði á hann að verða fyrstur til að innleiða nýtt tímatal, sem auðveldaði mönn- um að átta sig á dögunum. — 1 40 ár hef ég unnið að endurbótum á tímatalinu. Al- manakið mitt hefur þá ótví- ræðu kosti að árið hefst alltaf á mánudegi, fæðingardagur lendir alltaf á sama vikudegin- um ár eftir ár, fyrsti og fimmti hvers mánaðar (útborgunardag- amir) lenda alltaf á virkum dögum og allir hátíðisdagar festast við ákveðna vikudaga. Frá því 1928 hefur Willard ferðazt kringum jörðina, hring eftir hring, en hingað til hef- ur honum ekki tekizt að sann- færa valdhafana um, að al- manakið hans muni leiða nýja og betri tíma yfir heiminn. — Hingað til hefur enginn þorað að reyna almanakið mitt, segir Willard. Þeir þurfa ekki að óttast að skapist ringulreið, ^ þó að þeir reyni; nú eru um 60—70 ólík tímatöl í notkun í' heiminum. Alls staðar eru 24 tímar sólarhringsins notaðir skipulega til tímaákvörðunar, en hvergi er nokkur stjórn höfð á vikudögunum og mán- aðardögunum! 1 tímatali Bandaríkjamanns- ins er 91 dagur í hverjum árs- íjórðungi, þ.e. 13 vikur slétt- ar. Nýja árið hefst alltaf á deg- inum 0, sem á einfaldlega að heita Nýársdagur. Jólin, p sk- arnir og aðrar helgar lenda alltaf á sömu vikudögunum. Þegar hlaupár er, bætist við sérstakur 0-dagur milli 31. júní og 1. júlí. — Það er einmitt stórfínt fyrir kaupsýslumenn, sem gera upp reikningana tvisvar á ári, segir Willard. Evtúsénko yrkir um gamlan ótta og nýjan Persónuleg ljóð. Sovézka skáldið Évgéní Év- túsénko birtir sunnudaginn 21. október átta löng kvæði í Komsomolskaja Pravda, mál- gagni Ungkommúnistahreyfing- arinnar, Komsomol og Évtús- énko hefur að vísu ekki allt- af komið vel saman. Hinsveg- ar eru þær upplýsingar alrang- ar sem Morgunblaðið birti í tilefni kvæðisins um arftaka Stalíns, að skáldið hafi á sín- um tíma verið rekið bæði úr Komsomol og rithöfundasam- tökunum. Og nú skrifar hann sem sagt . heila ljóðasíðu í málgagn Komsomol. Margt er þar að finna úr skáldskapar- stefnuskrá Évtúsénko og því rétt að ræða kvæðin nokkuð. Fyrsta kvæðið heitir „Per- Évgéní Évtúsénko sónuleg lýrík.“ Þar biður Év- túsénko hús, brýr, tré, ár og blóm fyrirgefningar á því að hann yrki mjög s.ialdan um þau. En alltaf þegar hann minnist þeirra og vilji yrkja um þau, þá er það eitthvað sem kalli hann til nýrrar bar- áttu — baráttu gegn hvers- kyns ósannindum, og þessi barátta verði að halda áfram „þótt svo ég fórni mér sem listamanni". Kommúnisminn sé hans persónulega lýrík og hann leyfi ekki að sú lýrík sé móðg- uð með innantómri mælgi eða slúðri. Menn slúðra ekki um það sem þeim er kært, og hið mikla þarf ekki á lof- söngvum að halda — þannig ákveður Évtúsénko samband ljóðs síns og hugsjóna. Víðsvegar um heims- byggðina Hinu er _ svo ekki að neita, að þótt Évtúsénko hafi oft ágætan tilgang, þá má hann sjálfur .vara sig á alvörunni og hátíðleikanum og mælsk- unni. Þetta kemur vel fram í Ijóð- um hans um Æskulýðsmótið i Ilelsinki nú í sumar. Þar er til dæmis ljóð um fund Kúbu- manna og Ameríkana á æsku- lýðsmótinu: .Kúba — si, yan- kee — si! hrópar skáldið á- samt þessum unglingum út yfir heimsbyggðina. Það er of mikil mælska í þessu ævæði, of lítið af skáldlegri hug- kvæmni. Þessi synd skáldsins spillir líka ýmsum kvæðum öðríim. Évtúsénko lofar ennfremur kúbanskan strák sem tók ein- hverju sinni útvarpsstöð og gat haldið henni í þrjár mínútur og sagt sannleikann um Bat- ista — en galt þar fyrir með lífi sínu. Hann ávarpar fransk- an söngvara: „við erum kall- aðir bóhemar, í æsingi skekj- um við ellihruman jarðhnött- inn, samt elskar hann okkur og veitir okkur af blíðu sinni skjöl eins og skorpinn en góð- ur fíll“. Hann talar við námu- manninn Kúzma sem segir við skáldið: „Áður hélt ég að skáld væru í ætt við leikara. En þeir reynast þá skyldari námu- mönnum. Þrátt fyrir torfærð og dapurleik nemum við ljós handa fólki, við úr grjóti, en þið — úr ykkur sjálfum.“ Þú ert Rússland Svo heitir allfróðlegt kvæði um alla afstöðu Évtúsénkos, Hann ávarpar þar Rússa sem er erlendis „undir skothríð augna og spurninga“ og biður hann að muna „að þú ert öðr- um Rússland", gátur þess og þjáningar og kommúnisminn sem landið hefur borið undir sundurskotinni kápu sinni. Év- túsénko segir þessum Rússa ljóðsins að hafna afdráttar- laust óhróðri en gæta um leið sannleikans því „allt þitt fals verður talið fals kommún- ismans". Og þegar þú kemur heim aftur til Moskvu þar sem konur ganga um strangar á svip með stór net full af kartöflum og það skortir þetta og hitt — þá settu ekki upp yfirburðasvip eftir sérstæða reynslu þína. Innan umáhyggj- ur fjölskyldna sem mikið hafa starfað, innan um þetta tvö- feldni einhverra manna — vertu hugrakkur, og láttu þér aftur takast að hefja upp spá- dómlegan mikilleik lands þíns“. Kannske hefur þú í hita um- ræðna erlendis, heldur Evtús- énko áfram, gefið Rússlandi eiginleika sem þú vildir að landið hefði. En þú ert sjálfur Rússland, það er skylda þín og heiður þinn. Og ef í land- inu er sitthvað illt þá breytir Sámur frændi því ekki, heldur þú sjálfur. „Þú ert ekki aðeins þú — þú ért Rússland" — á þessum orðum lýkur kvæðinu. Meíri andstalínismi Évtúsénko heldur áfram styrjöld sinni við skugga Stal- íns og þá sem þykir nokkur eftirsjá í fortíðinni. í kvæðinu „Ótti“ segir hann að óttinn sé að deyja í Rússlandi, hann sé bomreka og betlikerling orðinn. „En ég man hann í makt og miklu veldi við hirð hinnar sigursælu lýgi. Óttinn læddist um allt eins og skuggi og laumaðist inn á hverja hæð. Allsstaðar voru menn tamdir, allt var innsiglað .... Þetta er langt í burt og undarlegt að minnast nú ótta við áburð, ótta við högg á dyrnar, eða ótta við að tala við útlending — útlending já, eða við eigin- konuna? .......Skáldið minnir samt á að dáðir voru drýgðar þrátt fyrir allt, og menn varð- veittu „djarfa sannfæringu sína“. Og hann heldur áfram: „Við vorum ekki hraktir af brautinni og okkur var ekki spillt. Og það er ekki undar- legt að það Rússland sem hef- ur sigrað óttann, vekur enn meiri ótta með óvinum sínum en áður. Ég sé nýjan ótta: óttann við að vera óhreinskil- inn við landið, óttann við að lítillækka hugsjónir með ósann- indum ......... óttann við að belgja sig upp í forheimskun, óttann við að endurtaka ann- arra manna orð, óttann við að lítillækka aðra með vantrú, óttann -við að treysta sjálfum sér um of....“ Slík eru þau yrkisefni sem einn af útvörðum vinstri afla i sovézku menningarlífi Évgéní Évtúsénko, hefur mestan á- huga á um þessar mundir. A. B. OSLÓ 31/10 — í umræðum um aðild Noregs að EBE í Stór- þmginu norska minntist Lange utanríkisráðherra á þann orð- róm, að stórþjóðir EÉE kærðu sig ekki um fulla áðild Norð- manna. Lange vildi Hvorki við- urkenna né staðfesta, að þessi orðrómur hefði við rök að styðjast. « í i i

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.