Þjóðviljinn - 06.11.1962, Page 9
Þriðjudagur 6, nóvember 1962
í>J ÓB VXL.TTNN
SlÐA 9
PISKIMAL - Eftir Jóhcmn J. E. Kúld
Arásin á kjör sjó-
manna er af leiðing
gerðardómsins
Lúkas Kárason.
Ég hitti á fömum vegi Lúkas
Kárason sem stundað hefur
sfldveiSar undanfarandi ár, ’ en
er nú á námskeiði fiskiskip-
stjóra x Stýrimannaskólanum.
Ég bað um að þátturinn
Fiskimál mætti leggja nokkr-
ar spurningar fyrir Lúkas,
og var það auðsótt mál.
Telur þú það frambærilegt
að kjör sjómanna á haust-
síldveiðunum verði rýrð
eins og útgerðarmenn fara
fram á eða fulltrúar þeirra
sem nú sitja að samningum
með fulltrúum sjómanna?
— Nei, ég tel að enginn
frambmrilegur grundvöllur sé
fyrir slíkri kröfu. Hinsvegar
liggur það í augum uppi, að
þessi krafa er fyrst og fremst
fram borin vegna niðurstöðu
ferðardómsins frá því í sumar.
eyrum starfandi sjómanna
hlýtur það að hljóma sem
hrein fjarstæða að ætla að
svipta skipshafnimar þeim á-
vinningi sem komið hefur í
þeirra hlut vegna breyttrar
tækni við veiðarnar. Og þetta
gerist á sama tíma og allar aðr-
ar starfsstéttir krefjast bættra
kjara sér til handa. Ýmsir sem
litið þekkja til þessara mála
tala mikið um hátt kaup síld-
veiðisjómanna í ár, og taka þá
alltaf sem dæmi hæstu skipin.
En það vill oftast gleymast í
þessu sambandi, að síldveiði-
sjómenn hafa oft komið heim
að enidaðri vertíð síðasta ára-
tuginn með létta pyngju, sök-
um þess að veiðin hafði brugð-
izt.
Svo.strax þegar heldur bjart-
ara var framundan með afla
eins og í byrjun sildarvertíðar
í sumar, þá eru kjörin stórkost-
lega rýrð, eins og gert var með
gerðardóminum.
Og nú vilja . útvegsmenn
halda þeim feng. á, haustsíld-
veiðunum sem þeim var þá
réttur, en gegn þvJ hlýtur sjó-
mannastéttin að spyrna og
segja nei, Það er meira en
nóg komið af þessu tagi.
Ég held líka að þessa sé
ekki þörf.
— Reyndar held ég líka að
útvegurinn sé ekki í beinni
þörf fyrir það sem hann krefur
nú úr hendi sjómanna. Þrátt
fyrir auknar álögur á útgerð-
inni og sjómönnum, eins og
með útflutningstoliinum sem
var margfaldaður á útfluttum
sjávarafurðum, og okurvöxtum
á rekstrarlánum, þá hafa út-
vegsmenn yfirleitt reynt að
jafna metin með því að gerast
verkendur aflans í stærri og
stærri stíl. Þannig er það líka
orðið á síldveiðunum, að út-
'gerðarmenn - hafa söltun' BÍldBr-
innar í sínum höndum að stór-
um hluta, annað hvort einir
-*8a ífcafélagá-'íviðu.aðna'í'SÍ.ldar-
kaupendur. Fj öldi útvegs-
manna fær því í raun og veru
allt annað verð. fyrir saltsíldina
heldur en það sem sjómönnuro
er skamrntað.
Hefur erfiði sjómanna
minnkað með tilkomu hinna
nýju veiðitækja?
Nei, það er mesti misskiln-
ingur að erfiði síldveiðisjó-
manna hafi minnkað með til-
komu hinna nýju og fullkomnu
tækja. Þó hin nýju tæki geri
það mögulegt að hafa færri
menn á skipi, þá hefur erfiði
hvers einstaklings við_ veiðarn-
ar stórlega aukizt. Aður var
veiðin tekin í skorpum í góðu
veðri, oft með löngum og góð-
um hvíldum á milli. Nú má
segja að verið sé við veiðarn-
ar uppihaldslaust allan sólar-
hringinn þegar veiði er von,
og það iðulega í misjöfnu
veðri. Hin nýja tækni hefur
nefnilega gerbreytt veiðunum,
gert þær erfiðari en um leið
ábatasamari fyrir alla aðila.
Það er því hrein fjarstæða þeg-
ar farið er fram á að svipta
sjómenn sangjörnum launum
fyrir aukið erfiði sem hin nýja
tækni hefur skapað, því um
leið og hið aukna erfiði gefur.
sjómönnum betri afkomu þá
trýggir það líka hag útgerðar-
innar. Enda er það mála sann-
ast, að margir útgerðarm. kvört-
uðu ekki yfir þeim kjörum
'sem giltu áður en gerðardóm-
urinn felldi sinn úrskurð í
sumar, og mér er nær að
< halda, að í raun og veru hafi
fámennur hópur útvegsmanna
komið kjaradeilunni af stað í
sumar og svo hygg ég að sé
ennþá, þó Landssambandið hafi
gert málstað þessara manna að
iSÍÍiSÍÍi®
■
<>’'■% ^ "§;+!
'■'K tK i
ÍÍIllllllllllll
liiÍIÍÍIpÍÍÍÍÍy.'
IIIIIIIIIIIIIIiII
< v > í < 'í ■
V.:i: ’ VÍ- ......
:í:í:í
■
iiiii
Skipverjar á Bjarnareynni kasta nótinni. (Ljósm. Þjóðv. G. O.)
sínum og haldi þar af leiðandi
flotanum bundnum í höfnum í
stað þess að hann gæti verið
búinn að flytja á land verð-
mæti fyrir tugi milljóna króna.
Hvað geturðu sagt mér um
þá útvegsmenxi sem ekki eru
í deilu, en halda þó bátun-
um bundnum?
— Það er lítið um þá að
segja annað en það, að þeir
hljóta að vera undir einhvers-
konar þvingun, og þora því
ekki að hreyfa báta sína. Enda
gefur auga ieið að ef þeir
hefðu talið ógerlegt að gera út
fyrir þau. kjör sem voru gild-
andi í fyrra, þá hefðu þeir að
sjálfsögðu sagt upp samningum
eins og hinir. Já, þú varst áð-
an að minnast á gerðardóminn.
Niðurstaða þess dóms var högg
beint í andlit sjómannastéttar-
innar, en þó sá dómur væri
slæmur, þá hafði hann þó eitt
gott í för með sér. Hann hefur
þjappað sjómönnum þéttar
saman um kjör sín. Og nú vita
þeir að þeim ber fyrst og síð-
ast að treysta á sjálfa sig í
kjaramálum sínum.
Hvað viltu svo að síðustu
segja mér um kjörin á
þorskveiðunum í vetur? Er
það rétt að búlð sé að ganga
frá þeim samningum nú?
— Jú það er rétt hjá þér,
vértíðarkjörin á þorskveiðum
fr.á. í fyrra hafa verið fram-,
lengd með litílsháttar breyting-'
um á tryggingu sem hækkar
samkvæmt hækkaðri vísitölu,
En ég vil undirstrika, að þetta
hefur ekki verið gert með sam-
þykki félagsbundinna sjómajma
eða með leyfi þeirra, heldur
hefur Jón Sigurðsson gert þetta
á sitt eindæmi án þess að hafa
áður fengið til þess leyfi fé-
lagsfunda, Og mér er nær að
halda að þetta sé gert í fullri
óþökk mikils meirihluta starf-
andi sjómanna. Enda voru
þessir sömu samningar tvívegis
felldir á fundum í Sjómannafé-
lagi Reykjavíkur í fyrravetur,
Og sv.o kalla sumir menn þetta
fullkomið lýðræði,
Eg vil þakka Lúkasi Kára-
syni hans greinargöðu svör, við
þeim spurningum sem þáttur-<
inn Fiskimál lagði fyrir hann.
Nýjum
Höfum opnað nýja húsgagnaverzlun að
Hallarmúla, Reykjavík
I einhverju glæsilegasta húsnæði
landsins bjóðum vér yður
fjölbreytt úrval hverskyps hús-
gagna og heimilistækja frá helztu
framleiðendum landsins.
Lífið inn
hjó okkur óður en þér festið kaup annars svaðar
Húsgögn eru híbýlaprýði
I I
Hallarmúla — Sími 38177
O'Neill
er fagnaí
Nýr leikritahöfundur hefur
kvatt sér hljóðs á Broadway,
Edward Franklin Albee, 34 ára
gamall, og gagnrýnendur eru
sammála um, að frumsýningin
á verki hans „Hver er hræddur
við Virginíu Woolf?“ sé sögu-
legur atburður í bandariskrl
leikritagerð.
Höfundurinn er hylitur, sem
hinn „nýi Eugene 0’Neill“, en
aðrir telja vænlegra að bíða
með slíka dóma á þessu stigi
málsins. Albee hefur aðallega
skrifað einþáttunga hingað til
og hlotið nokkur verðlaun.
Næsta verk hans mun nefnast
„The Ballad of the Sad Café“
(Söngurinn um drungalega
kaffihúsið) eftir skáldsögu Cor-
son Madullers.
Betri ofli ó
smokkfiskinn
Isafirði 2/11. — Gæftir hafa ver-
ið ákaflega tregar hjá Isafjarð-
arbátum að undanfömu, en síð-
ustu daga hefur afli heldur
glæðzt þegar gefið hefur á sjó.
Fyrir helgina fengu t.d. sumir
bátanna allt upp í 13 tonn í
róöri, en aflinn er misjafn og
lítíll hjá sumum bátunum. Þeir
sem beita smokkfiski afla bet-
ur en hinir. Smokkurinn sem nú
er notaður er veiddur hér við
land; enn hefur ekkert borizt
hingað af smokkfiski sem kej<pt-
ur hefur verið til landsi'ns frá
Noregi. H.Ö.
*
%
t