Þjóðviljinn - 07.11.1962, Blaðsíða 7
SÍÐA 7
Miðvikudagur 7. nóvember 1962
T* TÓnVTT „TINN
ÞEGAR BANDARIKIh HOFU STYRJOLD
ir W
•umska herskipið Maine siglir um hafnarmy nnið inn i höfnina í Havana 2S. janúar 1898.
Charles D. Sigsbee skipherra á
Maine.
Og sneypstu — hættu að hæla
þér
af herfrægð þinni, blóð og
merg.
Því bleyðiskap það kallar hver
þó kúgi jötunn litinn dverg —
og hver þín sprungna vítisvél
er vaskleik þínum skömm, ei
frægð.
Að kappinn hatast — veiztu
vel
við villidýrsins höggormsslægð
og hún er svipuð, söm og
jöfn —
og svo sprakk Main í Kúbu-
höfn.
St. G. St. (Transvaal).
Þann 15. íebrúar 1898 sprakk
bandaríski bryndrekinn US
Maine í loít upp í höfn Hav-
ana á Kúbu. Orsökin til spreng-
ingarinnar, og hver þar stóð
að baki, hefur aldrei upplýstst.
Hinsvegar notfærðu Bandarík-
in sér, sem þegar á þessum
tíma höfðu fjárhagslegan á-'
huga á Kúbu, þetta atvik til
að lýsa stríði á hendur Spán-
verjum.
Kúbanska þjóðin hafði gert
uppsteyt gegn Spánverjum,
sem haft höfðu tangarhald á
eynni allt frá því að Kólum-
bus fann hana árið 1492 — og
Kúbverjar hefðu að líkindum
unnið þá frelsisstyrjöld En
Bandaríkin notfærðu sér nú
tækifærið til að leika hlutverk
„frelsarans“. Þeir sögðu Spáni
stríð á hendur, og Spánverjar
voru hraktir frá eynni, jafn-
framt því sem þeir bandarísku
sölsuðu undir sig með ofríki
hverskyns stjórnmálaleg, hern-
aðarleg og viðskiptaleg sérrétt-
indi sem Kúba er fyrst nú —
eííir byltinguna — að losa sig
undan.
Maine er sent af stað
í janúarbyrjun 1898, þegar
drottinvald Spánverja á Kúbu
var tekið að losast í sessi, áttu
sér stað óeirðir á götum Hav-
ana — óeirðir, sem runnar
voru undan rifjum öfgafyllstu
hægriafla, vinveittra Spánverj-
um. Enda þótt uppþot þessi
hefðu enga sérstaka þýðingu,
komu þau stríðsæstustu klíkum
bandarískum — með Theodore
Roosevelt í broddi fylkingar —
að því gagni, að þær þóttust
geta bent á ástæðu til að senda
bryndrekann US Maine til
Havana, „til að vernda líf og
eignir bandariskra borgara."
Þessi „líf og eignir“ — sem
reyndar voru varin betur en
með þurfti af spönsku stjórn-
inni, er á allan hátt forðaðist
árekstra við Bandaríkin —
voru átta eða tíu stórbændur
og námueigendur, sem ekki
fóru leynt með andstöðu sína
við byltinguna, en kröfðust op
inberlega, að Bandaríkin létu
til skarar skriða í átökunum
Undir því vÞrskini að eigf
að vernda bs+7 fólk — örg
ustu fjendur ';úbanska frelsis
stríðsins (m. a. Edwin F. A‘
kins, síðar einn forsprakkan’
í sykurhringnum „Havemeyei
Atkins og Rionda") — kom sv
US Maine, 6682 tonna bryn
dreki, til Havana og varpaði
þar akkerum 25. janúar 1898.
Á meðan fulltrúar hinnar sí-
vaxandi, viðskiptalegu út-
þenslustefnu Bandankjanna
(McKinley, Theodore Roose-
vel, Root, Long) unnu að því
að magna deilur milli Kúbu og
Spánar, voru Spánverjar önn-
um kafnir við að eyða öllum
ágreiningi milli sín og þessa
stórveldis, sem þegar var orðið.
Liðsforingjar í landi
Spennan milli Spánar og
Bandaríkjanna innbyrðis virt-
ist á yfirborðinu úr sögunni, og
áhöfnin á Maine fór í land sér
til skemmtunar, en Spánverj-
arnir tóku á móti liðsforingjun-
um sem bezt þeir gátu.
Vinsamleg samskipti þeirra
og liðsforingjanna af Maine
þróuðust með slíkum ágætum,
að 3. febrúar sendi Sigsbee
höfuðsmaður skeyti til Was-
hington, þar sem hann lét í
ljós ánægju sína yfir þeim vin-
áttuvotti, sem sér hefði verið
auðsýndur af hálfu spánskra
yfirvalda í Havana. Þann 9
febrúar fór Sigsbee í heimsókn
til spánska landstjórans, Blan-
co hershöfðingja, og daginn
eftir — þrem dögum fyrir
sprenginguna — endurguldu
fjórir ráðuneytisstjórar þessa
heimsókn með því að fara um
borð í herskipið.
Jafnvel þau bandarísk bloo
(Thc New York Times, Journ-
al, World), sem áður höfðu
daglega æst upp til stríðs geg
Spánverjum, stilltu sig nú ui.
öll æsingaskrif í þeirra garð.
Þannig var ástandið á yfir-
borðinu þ. 15. febrúar kl. 21.45,
á þeirri stundu er næstum öll
áhöfn Maine — að liðsforingj-
unum undanteknum — var
stödd um borð í skipinu og hin
ægilega sprenging átti sér stað,
sem kostaði 266 mannslíf. 264
þessara fórnarlamba voru ó
breyttir sjóliðar, mestanpari
negrar; aðeins tveir voru liðs-
foringjar af lægri stigum!
Flestir liðsforingjanna sátu á
þeirri stundu við spilaborðin
í heimahúsum ýmissa embættis-
manna eða höfðu skroppið i
„Teatro Albizu“.
Sjónarvottar hafa sagt, að á
þeirri stundu sem liðsforingj-
arnir heyrðu sprenginguna.
hafi þeir ósjálfrátt litið hver á
annan og sagt; „Þetta var skip
ið.“
Bandarísk blöð létu ekki
sér standa. Án þess að bíða
rannsóknar á málinu, sendu
þau út fréttina með æsikennd-
um rosafyrirsögnum:
S New York Journal:
,,„Maine“ sprengt í loft upb
af vítisvél óvina“. (16. febr.).
„Maine“ gereytt með níðings-
bragði“. (18. febrúar).
Blað Pulitzers, World, nefnd,
sprengingu skipsins „hemaðar-
aðgerð" og bætti Við:
„Gereyðing „Maine“ vekur
þá skilyrðislausu kröfu, að
floti okkar fái skipun um að
sigla til Havana og krefjast, að
viðiagðri hótun um sprengjuá-
rás, skaðabóta innan 24
klukkustunda."
Þann 10. febr. lagði Journal
þunga áherzlu á „hina aug-
ljósu og knýjandi ijauðsyn, að
Bandaríkin láti til skarar
skríða í átökunum um Kúbu“
Bandarískur blaðamaður út-
bjó símskeyti, þar sem hann
skýrði svo frá, að skip það er
sent var til Havana til að rann-
saka málið, hefði fundið gat
eftir tundurskeyti í flakinu af
„Maine“. Greininni fylgdi ljós-
mynd af umræddu gati.
Mörgum árum síðar færð,
bandariski sagnfræðingurinn
W. Johnson sönnur á í bók
sinni American Foreign Relati-
ons (bls. 250), að sú alræmda
ljósmynd var mynd af al-
myrkva á sólu, sem þetta sama
blað hafði birt ári áður en
Waine“-slysið átti sér stað!
„Stríðið sé ég um“
Þá eins og nú báru eigendur
bandarískra stórblaða ekká *£-
eins fyrir brjósti viðskiptamál
Bandaríkjanna, heldur þurftu
þeir einnig að gæta sinna eig-
in fjármálalegu hagsmuna.
Hear--t. sem ótti 100 blöð, var
Blaðakóngurinn William k.
Hcarst, sem símaði fréttaritara
sínum á Kúbu: „Sjá þú um
myndirnar. Ég sé um styrjöld-
ina.“
McKinley sem var forseti
Bandaríkjanna þegar þau háðu
styrjöldisa.
jafnframt olíukóngur í Mið-
Ameríku.
Þegar fréttaritari hans í Ha-
vana sendi honum eftirfarandi
skeyti í marz 1898:
„Hearst New York.
Alit með kyrrum kjörum hér
stop Engin ólga stop Vil gjarn-
an snúa heim úr þvi ekki verð-
ur stríð.
Undirskrift: Remington",
svaraði Hearst:
„Remington Havana.
Veitu kyrr stopp Sjá þú um
ljósmyndir stop Striðið sé ég
um.
Undirskrift: Hearst."
Pulitzer. eigandi blaðsins
orld, sagði við vini sína í
maði: „Ég felli mig ágætlega
ð hugmyndina um stríð, svo
1 áhugi almennings vakni og
< selji fleiri eintök".
T'ramanskráð ummæli sýna
■,'s greinilega og óskað verð-
. að bakhjarlar bandarískra
■’gblaða höfðu takmarkaðan á-
g á frelsun Kúbu eða bar-
! Kúbverja fyrir sjálfstæði
’ir lýstu þvi yfir án þess að
Hgja, að þeir hefðu þörf fyrir
’-íð til að „selja fleiri eintök“
koma lagi á viðskiptin “
7kipstjórinn þöerli
Eftir uppþot það, sem blöð n
höfðu vakið, áttu sér stað fjöl-
mörg opinber mót, sem komið
var í kring af auðmannaklík-
um undir slagorðinu: „Minniz4
,,Maine“.“
í Buffalo og New York var
smalað saman á fjöldafundi,
þar sem McKinley forseti var
hvattur til að lýsa stríði á hend-
ur Spánverjum. Af framá-
mönnum i þjóðfélaginu skrif-
aði jafn atkvæðamikill per-
sónuleiki og Mr. „Teddy“
Roosevelt þ. 16. febrúar, þ.e
a. s. aðeins fáeinum klukku-
stundum eftir sprenginguna:
,,Ef ég væri Mr. McKinley
skyldi ég strax á morgun
senda allan bandaríska flotann
<il Havana. Það er búið að
;ökkva „Maine“, sökurr
;kammai’legra svika af henr’
spánverja."
Hinn sami Roosevelt, se,,
var aðstoðarflotamálaráðherr;
um þessar mundir, skrifað:
daginn eftir sprenginguna t.:1
Long utanríkisráðherra:
„Ég hef ráðlagt McKinley
forseta það berum orðum að
iáta ekki fara fram neina r^Mtr
sókn á flaki „Maine“.“
í þessu sambandi er vel þess
virði að vekja athygli á orð-
um Sirbees skipstjóra. er hann
lét hafa eftir sér í viðtali við
New York Herald (11. febrúar
1923). Hann keglr m.a.t’ „Þegar
sprengingin átti sér stað,
kvöldið 15. febrúar, sat ég ein-
mitt við að skrifa skýrslu til
Roosevelts aðstoðarflotamála-
ráðherra. Sama kvöld sendi ég
skeyti til mr. Roosevelts og
boðaði komu skýrslu minnar."
Það hafa áreiðanlega verið
merkilegar upplýsingar, sem
mr. Roosevelt hefúr fengið að
lesa í þeirri skýrslu. Vitneskja
sú, sem Sigsbee skipstjóri bjó
yfir. kemur glögglega í ljós i
því sem hann sagði skömmu
fyrir andlát sitt þegar „Maine“-
flakið hafði verið dregið 5—6
kílómetra út í sjó og sökkt á
miklu dýpi: „Ég hef aldrei lát-
ið uppi skoðun mína á því,
hver það var sem kom „Maine“
fyrir kattarnef, og ég hef ekki
hugsað mér að gera það hér
eftir“.
En þrátt fyrir allan þrýsting-
inn, kaus McKinley forseti —
sem var miklu slægvitrari
maður en Roosevelt — að skipa
„rannsóknarnefnd” til að lýsa
því yfir, að aliavega hefði á-
höfn Maines ekki sökkt skip-
inu sjálf, og ætti því enga sök
á slysinu. Það var skoðun Mc-
Kinleys, að slík yfirlýsing
myndi réttlæta til fulls frið-
slit við Spán.
Þrátt fyrir mótmæli af Spón-
verja hálfu, og án þeirra sam-
þykkis, var síðan send banda-
risk nefnd til Havana, skipuð
Bandarikjamönnum einvörð-
ongu.
Spánverjum ógnað
Mánuði síðar tilkynnti banda-
ríski ambassadorinn í Madrid.
Woodford, að rannsóknunum
vegna Maine væri lokið, og „ef
Spánverjar semdu ekki frið við
Kúbu innan tíu daga, myndi
McKinley leggja málið fyrir
Bandaríkjaþing ásamt spurn-
igunni varðandi Maine .
Spánverjar svöruðu hótun
bessari með því að benda á.
að „Maine“-slysið stæði ekki í
hinu minnsta sambandi við
uppsteytinn á Kúbu, um leið
og þeir létu í ljós efasemdir
sinar um hlutlægni skýrslu,
sem útgefin væri af al-banda-
tískri nefffllfc
An frekari tafar sendi síðan
forseti Bandaríkjanna hina
böðuðu skýrslu til þingsins þ.
28. marz. Skringilegt má það
heita, að eftir mánaðarlanga
rannsókn höfðu menn ekki
komizt að annarri niðurstöðu
en þeirri, sem Roosevelt að-
stoðarráðherra og blaðamenn-
irnir stríðsgleiðu höfðu komizt
að á minna en hálfum sólar-
hring eftir sprenginguna.
„Sprenging þessi, sem olli
gereyðingu „Maines", stafar á
engan hátt af mistökum eða
kæruleysi yfirmanna eða á-
hafnar.“ — „Skipið eyðilagðist
af neðansjávarsprengju, sem
splundraði einni eða fleiri skot-
færageymslum,“ segir í skýrsl-
unni. Og ennfremur: „Ekki hef-
ur fundizt nokkur sönnun þess,
að ábyrgðin á sprengtngu
Maines hvíli á á neinum ein-
staklingi eða hópi einstak-
linga.“
Þessi var niðurstaða skýrslu
þeirrar, sem Bandaríkin notuðu
til að réttlæta ásökun sína á
hendur Spánverjum og síðar
striðsyfiriýsingu. Samt sem áð-
ur finnst ekki í skjölum
Bandaríkjaþings — þrátt fyrir
fyrirferð ransóknarskýrslunnar
(300 síður) — ein einastá sönn-
un fyrir því, að Spánverjar
hafi borið ábyrgð á spreng-
ingu Maines.
Samt sem áður flökraði
Bandaríkjastjórn ekki við því
að varpa allri ábyrgðinni yfir
á spönsku stjórnina, og það á
jafn veikum rökum og fram
eru sett í eftirfarandi:
„Eftirlit á höfninni var á
umræddum tíma undir lögsögu
hinnar spönsku ríkisstjómar,
og spánska ríkisstjórnin var
— sem alvöld á staðnum —
skyldug til að tryggja persónu.
’egt o.g efnalegt öryggi sjó-
liða og skipa frá vinsiarnleg-
um aðila “
Á þessum Eorsendum lýstu
Bandaríkin stríði á hendur
Spáni og ákváðu að beita vopn-
íhlutun á Kúbu.
orræddi á
-'VAnffinsrunni.
En ef nú hvorki Spánverjar
’ða Kúbubúar voru sekir um
sprenginguna á Maine (Sykur-
kóngurinn F Atkins hafði
haldið fram sök Kúbubúa því
Framhald á 10. síðu.