Þjóðviljinn - 18.11.1962, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 18.11.1962, Blaðsíða 6
ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 17. nóvember 1962 I k 9 I pistli þeim sem hér birtist í íslenzkri þýðingu er taiað af heldur miklu alvöru- leysfl um ýms hin mestu vandamál, en sökin er ekki höf- undarins, banda- riska húmoristans Art Buchwald, held- ur „vestur-heimskra" blaðamanna, bæði í Bandarikjunum og öðrum löndum, sem bollaleggja um heimsmálin á sama hátt og sá sem hér er sagt frá. Ihvert sinn sem mikið hef- ur verið í húfi og mér flStest að við höfum staðið okkur vel hitti ég náunga af því tagi sem kollvarpar öllum hugmyndum mínum. Þið hafið sjálfsagt hitt hann l(ka. 1 þetta sinn hafði hann upp á mér á bamum í Nati- onal Press Club i Washing- ton, þar sem ég hélt upp á síð.asta sigur hins frjálsa helms yfir myrkraöflum hinn- ar guðlausu harðstjórnar. „Jæja þá“, sagði hann og sló mig bylmingshögg í bak- ið, „ég held að Rússar muni neýðast til að flytja burt flugskeyti sín frá Kúbu“. „Það er ánægjulegt", svar- aði ég sigri hrósandi. „Nei, það er slæmt. Þelta er ógnarlegt áfall íyrir Rússa, sem nú munu neyðast til að láta til sín taka annars stað- ar til að bjarga orðstír Sín- um“. „Já, það er óefnilegt". „Nei, það er ágætt, Rúss- arnir héldu ekki að við myndum véra svb harðir í horn að taka út af Kúbu. Það kom Krústjoff alveg á óVart", „Þá er það gott“, sagði ég KUBA JA? KÚBA NEI? og herti aftur upp hugann. „Nei, það er slæmt. Krúst- joff kemst í klípu í Kreml eftir þennan ósigur og hann á á hættu að honum verði vikið til hliðar. Því kann svo að fara að við fáum miklu Verri andstæðing en hann er“. „Svei því bara“. „En það kann að vera gott. Ef ráðamennimir í Kreml rífast sín á milli, þá fá þeir kannski engan tíma til að brugga ókkur hý vélráð". „Það er prýðilegt", sagði ég og var að hugsa um að bjóða honum sjúss. „Nei, það er hættulegt, af því að við vitum ekki, hvem hlut rauði herinn átti að þessu máll. Kannski halda herforingjarnir að nú sé stundin komin fyrir þá að taka völdin". „Já, þá er það siæmt“, sagði ég og hætti við að bjóða honum sjúss. ,.Ég er ekki alveg viss umþað. Það er mjög sennilegt að her- foringjarnir hafi nú fyrirgert áliti Sínu í Kreml og að Krústjoff standi betur að Vígi en nokkru sinni fyrr“. „Hvort væri það gótt eða slæmt?“ spurði ég, staðréð- inn í að vera við öllu búinn. „Það fer allt eftir því hvað Kinverjar gera. Þeir kunna að taka þann kost að styðja Castro fram í rauðan dauð- ann“. „Já, þá væri sannarlega illt í efni“. „Ég myndi ekki veðja á það. Því fyrr sem klofningur kemur upp milli Krústjoffs og Kommúnista-Kína, því betra fyrir vesturveldin". „Ég get skilið að það gæti v erið gott“. „En það gæti líka verið slæmt. Ef við náum samkomu- lagi um afvopnun og ef Kín- verjar fara svo að smíða sín eigin atómvopn, þá væru bæði við og Rússar dálaglega staddir". „Það væri vissulega slæmt“, viðurkenndi ég, en reyndi þó að herða upp hugann. „En maður verður þó líka að sjá hina björtu hlið máls- ins. Því ef Rússar komast að raun um að Kínverjar eru að verða þeim hættu- legir, þá kunna þeir að neyð- ast til að sættast við okkur“. „Það væri afbragð". „Það væri það, ef einhver vissi hvernig hægt væri að ráða Castromálinu til lykta“. v „Castro, já það er Ijóti J maðurinn". \ „Og þó, hann hefur verið ’ okkur nytsamur. Okkur hefði £ aldrei komið til hugar að hjálpa þjóðum rómönsku Ameríku, ef ekki hefði verið fyrir Castro“. „Já, hamingjunnl sé lof fyrir Castro", heyrði ég sjálf- an mig segja. „En við eigum í höggi við geggjaðan mann á Kúbu og það er alltaf slæmt“. „Ég get skilið að það sé ekki auðvelt. Hvað viljið þér leggja til málanna“. „Það er nú það. En við höfum þó alltaf Monroe-kenn- inguna“. „Það er góð kenning“. „Nei, hún er slæm, því að við erum þeir einu sem við- urkenna hana“. „Af hverju eruð þér þá að minnast á hana“. „Af því að við höfum á- kveðið að fara okkar fram hvað sem hver segir ef hags- munum okkar í Vesturálfu er ógnað“. „Já, það er prýðilegt". „Að vísu, en þetta gæti dregið dilk á efUr sér og ^ Rússar kynnu að taka upp | ýi VlVÍ n A eír,n f I sínu fram því að fara annars staðar". Ég fór að gráta. „Svona nú“, sagði hann, „lát- ið þetta ekki fá svona á yð- ur. Gleymið því ekki að í okkar heimi er stríð óhugs- anlegt“. „Hamingjunni sé lof“, sagði | ég snöktandí og tók upp vasa- ■ klútinn minn. „Já, þannig var það að minnsta kosti fram í síðustu viku“. Það var þá sem ég sló ^ hann. Ég fór mínu fram, en k ég átti vísan stuðning allra ^ þeírra sem voru á barnum. k ! Goncourt-bræOurnlr Uthlutun bókmenntaverð- launa stendur fyrir dyr- um í Frakklandi. Þau eru orðin allmörg, en verðlaunin sem þeir Goncourt-bræður stofnuðu til með erfðaskrá sinni árið 1896 þykja þó enn veglegust og eftirsóknar- verðust. Eða svo háía menn haldið fram að þessu. En nú hefur Michel Cournot birt við- tal í L’Express við einn af verðlaunahöfunum, skáldið og bókmenhtafræðinginn Jean- Louis Bory, sem fékk þau árið 1945, og hann heldur því blákalt fram, að því fari fjarri að eftirsóknarvert sé fyrir unga höfunda að Gonco- urt-akademían veiti þeim við- urkenningu, þeim sá þvert á móti gerður hinn mesti bjarn- argreiði með því. Sjálfur seg- ist hann hafa verið tólf ár að jafna sig eftir verðlauna- veitinguna. ★ ★ ★ Enda þótt tryggt sé að bók þess höfundar sem verðlaun- in hlýfcur seljist í hundruðum búsunda eintaka, segir Bory, að engum menntuðum bók- menntaunnanda komi til hug- ar að lesa haha og aðspurður iátar blaðamaðurinn að hann h'ti aldrei í verðlaunabækurn- ar. Verðlaunahöfundur eign- st þannig ekki þá lesendur sem hahn kærir sig um. Hins vegar hafi hin skyndilega upp- hefð komið mörgum efnileg- ægum höfundi í koll. Hann sé umsetinn af alls konar agentum sem vilja notfæra sér nafnfrægð hans, láta hann skrifa greinar í blöð, díalóga i kvikmyndir og þar fram eftir götunum. Tímanum sé stolið frá honum með þessu móti og hafi hann sig upp i að skrifa aðrar skáldsög- úr, þá láli hanh oft leiðast til að endurtaka sig, skrifa sömu bókina aftur og aftur. ★ ★ ★ Af slíkum höfundum nefn- ir Bory t.d. Maurice Druon. Hann viðurkennir á hinn bóg- inh að minni hætta sé á ferð- um, þegar verðlaunin eru veitt höfundi, sem þegar er orð- inn nafntogaður og nefnir sem dæmi Simone de Beau- voir og Roger Vailland. Hef- ur þó efasemdir um þann síðarnefnda. Þær tvær-þrjár milljónir króna sem verð- launahöfundur getur vænzt að hata upp úr sölu bókar sinnar (sjálf verðlaunin eru aðeins um 400 krónur), telur Bory koma höfundinum að litlu gagni, en oft verða hon- um fjötur um fót. En hann fær þó frístundir til að skrifa það sem honum stendur huga næst. segir blaðamaðurinn. Alger misskilningur, segir Bory. Ekkert er höfundi skað- legra en að hafa nægan tíma aflögu til ritstarfa, bætir hann við, og munu víst fáir starfsbræður hans taka undir það. Þeir sem sitja í Goncourt- akademíunni og öðrum dóm- nefndum franskra bókmennta- verðlauna eru ekki öfunds- verðir, því að sennilega mun engin þjóð eins iðin við að skrifa skáldsögur og Frakk- ar (nema ef reiknað er með íslenzkri tiltölu) og grunur Íeikur á að dómnefndar- menn láti sér nægja að hlaupa á hundavaði yfir flestar þær sem þeir á ann- að borð taka sér í hendur. Ólíklegasta íólk tekur upp á því að setja saman skáld- sögu, svo að ekki sé talað um menn sem hafa atvinnu af einhvers konar ritstörf- um, eins og t.d. blaðamenn, og reyndar fékk einn af blaðmönnum L’Exprcss, Jean Cau, Goncoui't-verölaunin í fyrra. En þrátt fyrir það ó- grynni skáldsagna sem út kemur í Frakklandi á hverju ári, virðast Frakkar meira gefnir fyrir aðrar bækur. Á lista yfir þær tíu bækur sem bezt seldust í Frakklandi í októbermánuði eru skáldsög- ur í minnihluta og efstar á listanum eru bækur um póli- tík (Mendes-France: Lýðveldi nútímans), samtímasögu (Ry- an: Lengsti dagurinn; um innrásina í Normandí) og de Gaulle (Mignon: Orð hers- höfðingjans). ★ ★ ★ En fyrst hér hefur verið vikið að blaðamönnum, þá er rétt aö minnast nokkrum orð- um á þá menn úr þeirri stétt, sem mest hafa verið umtal- aðir undanfarið: starfsmenn þýzka blaðsins Dcr Spiegel, er ýmist sitja í fangelsi eða hafa verið á hrakhólum undan- farnar Vikur vegna þess ger- ræðis stjórnarvaldanna að loka skrifstofum þeirra í þeim augljósa tilgangi að hefta út- komu blaðsins. Enda þótt slíkt framferði brjóti, — manni liggur við að segja að sjálfsögðu, — í bága við stjórn- arskrá landsins, sem á að heita að tryggi prentfrelsi, hefur stjórnlagadómstóllinn 1 landinu lagt blessun sína yf- ir það athæfi, og sýnir það að víðar en á Islandi eru kveðn- ir upp dómar af annarlegum hvötum. En þrátt fyrir of- sóknir lögreglunnar hafa Spiegel-menn unnið það ein- stæða afrek að koma blaði sínu út, eins og ekkert hafi í skorizt, nema hvað það hef- ur bæði stækkað og upplag þess stóraukizt. Væri það til of mikils ætlazt að íslenzkir starfsbræður þeirra mótmæltu gestapóaðferðum hinnar vest- rænu lýðræðisstjórnar í Bonn, en óskuðu þeim jafnframt til hamingju með frábæra frammistöðu við hin verstu skilyrði? — ás Ilinir nýju starfsmenn Der Spiegel. (Úr Die Welt) Blóðtaka, teikning frá scxtándu öld. Það getur stundum gefizt irel að taka sjúklingum Móð $ms læknisráð sem áður þóttu ómissandi, cn voru síðar talin hættulegar hégiljur, hafa svo aftur verið hafin til vegs og virðingar, þcgar rannsóknir vís- indamanna höfðu Ieitt í Ijós, að þau höfðu heilsubætandi á- hrif, þótt menn hefðu forð- um ekki getað gcrt sér rétta grein fyrir því, af hverju lækn- ismáttur þeirra stafaði. Nú virð- ist þetta mnnig munu ciga um það læknisráðið scm vin- sælast var allt fram á síðustu öld, blóðtökuna. Tveir læknisfræðiprófessorar við Tulane-háskóla í New Orleans, George E. Burch og Nicholas P, DePasquale, skýrðu frá því á íundi í bandaríska hjartalæknafélaginu fyrir skemmstu, að þeim hefði tek- izt að draga úr hjartakveisu (angina pectoris) og öörum ein- kennum hjartasjúkdóma með þvi að taka sjúklingunum blóð^ hvað eftlr annað en lítið í hvert skipti. Þeir höfðu haft i huga þá staðreynd að sjúklingar sem hafa meira af rauðum blóðkorn- um í blóðinu en eðlilegt er kveljast meira af hjartakveisu en aðrir og er hættara við hjartaslagi. Þeir töldu að skýr- ingin kynni að vera sú, að of mikið af rauðum blóðkornum gæti valdið því að blóðinu væri hættara við að storkna og stífla æðarnar. Það var erfitt að sanna þessa tilgátu, því að seigja blóðsins er ekki eins alls staðar i lík- ama sjúklingsins á einum og sama tíma, en verður líklega einna mest í hjartaslagæðun- um. Úr þeim tóku læknarnir blóðprufur og komust að raun um að talnahlutfall rauðu blóðkornanna í flestum hjarta- sjúklingum þeirra var allt að 56°/(, en 40—50% er talið eðli- legt hlutfall. Þegar sjúklingun- um var tekið blóð (um 200 grömm) féll hlutfallið niður í það sem talið er eðlilegt og um leið dró mjög úr kvölum þeirra, sem annars geta verið lítt bæri- . legar. Læknarnir benda ennfremur á að tiltölulega óalgengt sé að konur á frjósemisaldri fái hjartakeivsu eða aðra hjarta- sjúkdóma og telja að skýringin kunni að vera sú að vegna tíðablóðsins er hlutfall rauðu blóðkomanna í blóði þeirra að- eins um 40%. Þegar konur hætta að hafa tíðir, eykst hlut- fallið og jafnframt verða þær næmari fyrir hjartasjúkdóm- um. Dómarar hóta verkfalli Italskir dómarar létu boð út ganga síðast liðinn mánudag, að þeir myndu hefja þriggja daga verkfall 28. nóvember næst komandi, ef ekki yrði gengið að kröfum þeirra. Dóm- ararnir krefjast hærri launa og betri og nýtízkulegri vinnu- skilyrða ásamt nýsköpun rétt- arfarsins. Þetta er í fyrsta sinn í ítalskri sögu, að dómarar hóta að gera verkfall. Ekki er þess getið í fréttinni, hvort (tölsk glæpamannafélög hafa boðað samúðarverkföll. Gróði af My Fair Lady 4-50 milíj.kr. Bandaríski söngleikurinn „My Fair Lady“ hefur farið sigurför um heiminn nokkur undanfar- in ár, og ágóðinn hefur runn- ið í stríðum straumum til höf- unda og umboðsmanna þeirra. Hve mikill skyldi ágóðinn vera samtals? Bandaríska skemmtanaiðnað- arblaðið Variety hefur reiknað út, að ágóðinn nemi nettó um 450 milljónum ísl. króna. Blaðið skýrir frá því, að í þessari upphæð sé fólginn ágóði af öllum sviðsetningum leiks- ins ásamt tekjum á sölu kvik- myndaréttarins til Warner Brothers, sem námu um 240 millj. ísl króna. Það hefur fallið í hlut leik- arans Rex Harrison að sýna prófessor Higgins á kvik- myndatjaldinu. Harrison er ætlað að gera hefðarfrú úr Audrey Hepburn. sem á að leika hlutverk Elizu. Taka kvikmyndarinnai hjá Warner Brothers félaginu hefst í byrj- un næsta árs. 4

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.