Þjóðviljinn - 18.11.1962, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 18.11.1962, Blaðsíða 9
Sun:?ucWi:r 18 nóvember 1962 TÞ.TÓOVILJINN — SÍÐA 9 Hvannbergsbrœður Skóval Mikiö úrval of kuldaskófafnaöi Það hefur nætt um margan undanfarið og margar úlpur og lopapeysur hafa verið teknar fram úr skápunum þar sem þær hafa fengið að dúsa sumarlangt. En hvernig er það með fóta- búnaðinn? Það er ekki síður mikilvægt að vera vel klæddur til fótanna en annarsstaðar og því datt okkur í hug að fara á stúfana og athuga hvað til væri af kuldaskóm. Við fórum á fimm staði í bænum og úrvalið var, satt að segja, miklu meira en við höfðum búizt við. Þessir íimm staðir eru Skó- val í Austurstræti, Skóverzl- un Péturs Andréssonar, Lauga- vegi 17, Ríma, Austurstræti 10, Hvannbergsbræður, Pósthús- stræti 2 og Iðnaðardeild SÍS. Við ætluðum líka til Lárusar, en var sagt að þeir hefðu ekk- ert af þessum vamingi sem stæði. Það var talsvert fróðlegt að bera saman verðið á skónum, t.d. fundum við kuldaskó á kvenfólk á verðinu frá 245 uppí nærri 800 krónur. En gæðin eru lika mismunandi, svo og út- litið. Það eru bæði til gúmmí- skór, loðfóðraðir með uppfyllt- um hæl. verulega hentugir i slapið sem oft er hér á göt- unum og svo reglulegir spari- skór, með háum, mjóum hæl, nijög fallegir, en varla jafn hentugir í hvaða færð sem er. En verzlunarstjórinn í Skóval sagði okkur að það væru marg- ir sem vildu veita sér hvoru- tveggja. Gaman var að sjá að inn- iend framleiðsla virðist ekkkert gefa þeirri erlendu eftir, hvað verð og gæði snerti. Mest er úrvalið í kvenkuldaskófatnaði, minna í karla- og bamaskó- fatr.aði. Litimir eru mest brúnt og svart. enda hentugast og fert vel við flest. Annars tjáði Am- bjöm í Ríma okkur að það nýj- asta nýtt og mest í tízku útí lör.dum núna væru lakkkulda- skór. Það ér þegar farið að framleiða slíka skó í Rín-.b og eru þeir væntanlegir á markaðinn innan skamms. Þeir munu verða hentugir bseði i kulda. snjó og bleytu og við getum ímyndað okkur að þeir fari vel í rigningu ’ líka t.d. við lakkregnkápurnar sem við sýndum hér í þættinum fynr nokkrum dögum. Ambjörn benti okkur líka á alveg nýjan lit sem heitir ',,eandy-apple“ og er svona rauð-bleikur; en líklega fyrst og fremsf fyrir þær ungu. t þessum lit er hægt að fá bæði kuídastigvé) (með hæl), veski og hanzka. allt í stíl. Það er. því miður alltof oft erfitt að fá veski. hanzka og fleira í sama litnum og skórnir en það er semsagt hægt bama i Rimu Þá er það hvíti liturinn, hann er alltaf meira og minna í tízku og aldrei gamaldags. Við tókum margar myndir í ferðinni; meira 'að sö'gja svo margar, að þær komast ekki allar fyrir í blaðinu i dag og því geymum við helmingihn til- r.æsta heimilisþáttar, á mið- vikudaginn. En snúum okkur að þeim sem hér eru. Myndin frá SÍS sýnir leður- kuldaskó, sem framleiddir eru í Iðunni. Lengst til vinstri eru bamastígvél loðfóðruð ft með gúmmísólum. Þau ná nokkuð upp á legginn, heldur mjósnið- in — líklega meira fyrir stelp- ur en stráka — og eru til í svörtu og brúnu með skyggingu. Verðið er um 250 kr. Þá eru gærufóðraðir karlmannaskór, lágir, reimaðir og með nælon- sólum. Litir svart og brúnt og verðið 433 kr. Ljósu kvenskóm- ir eru í 2 brúnum litum og svörtu, m. riffluðum gúmmisói- um. Verðið um 370 kr Þá eru há kvenstígvél í brúnum lit. skyggðum. með riffluðum gúmmísólum og loðfóðruð eins og hin. kosta um 50Ö kr. ísmá- sölu. (Það skal tekið fram að verðið á skónum frá SlS er ekki alveg nákvæmt, en reikn- að út nokkumveginn eftir heildsöluverðinu). Á myndinni frá Hvannberg sjáum við lengst til vinstri hollenzk kvenstígvél úr brúnu rúskinni. öklahá. loðfóðrv.ð reimuð o^ með gúmmísólum. Verð 298,80. Næst eru karl- mannskór úr leðri frá Póllandi. fvartir. reimaðir, fóðraðir með filti og með leðursólum. Þeir kosta 404,20. Þá koma; tvennar finnskar gúmmikuldabomsur, filtfóðraðar með uppfylltum kvarthæl Góðar þegar blautt er um. Verðið á þeim er 220 og 256. Næst koma barnastíg- v’él frá Iðunni, reimuð, fóðr- uð með gæru, úr leðri og með gúmmísólum. Þau eru til < stærðunum 28—33 og kosta kr. 249,25. Lengst til hægri tékk- nesku filtstígvélin með gúhimí- sólum og rennilás að frarrian sem margir þekkja og eru vin- sæl orðin. Þau fást á 9—11 ár? og kosta 220—244 kr. Að lokum eru tvær myndir frá Skóval. Á efri myndinm eru karlmanna- og barnaskr’ á þeirri neðri -kvenskór E' myndin frá vinstri: pólsk kar mannskuldastígvél úr leðri og flóka, með leðursólum, renni- lás að fram. Verðið er kr. 415. Þá reimuð, ítölsk stígvél úr ieðri, en með gúmmísólum, góð í krapa, var okkur sagt, verð 378 kr. Krakkaskómir eru hvorttveggja pólskir, reimuðu leðurstígvélin eru til á krakka uppí 10 ára og mikið loðin að innan, kosta 297,50. Hin eru úr flóka og leðri, eru til uppí 5—6 ára og kosta 175 kr. Báð- ar tegundir eru með gúmmí- botnum. Neðri myndin sýnir lengst til vinstri há, ensk leðurstígvél, loðfóðruð og með loðkanti að cfan sem hægt er ‘að bretta niður ef maður vill eins og sést á næsta stígvéli í röðinni. Þau eru til brún og dökk-mosa- græn. Sóliamiir eru úr gúmmí, rifflaðir og verðið er 597 kr. Þá koma franskir kuldaskór úr selskinni með hrágúmmísólum og eru þeir líka til í bama- stærðum og kosta kr. 498. Þá eru það fínu skómir, ensku, úr svörtu og brúnu rúskinni með háum hæl og kosta 798 kr. Stígvélin lengst til hægri kosta 563 kr. Þau eru ítölsk, úr brúnu leðri, með nælon- sóla og kvarthæl. Þetta er það sem við geturn sýnt ykkur í dag. Næst lítum við á úrvalið 1 Rímu og hjá Pétri Andréssyni. vb Andrés Önd kynnir krakkamyndirnar: Komið þið sæl, krakkar. Vonandi þekkið þið mig flest. Já, alveg rétt ég heiti Andrés önd og kannski hafið þið stundum séð mig í bíó. Hann sem teiknaði mig, hann heitir Walt Disney, og ég er orðinn býsna gamall, en ég segi ekki bvað gamall. Ég er að hugsa um að vera hér á hverjum sunnudegi og segja ykkur hvaða myndir þið getið séð í kvikmyndahúsunum í Reykjavík, Kópavogi og Hafnarfirði. Því miður veit ég ekki hvað er í bíóunum úti á landi, enda þýddi það ekkert, því krakkarnir þar fá blaðið svo seint. Við skulum þá snúa okkur að efninu. Gamla bíó sýnir safn af teikningum um kött sem heitir Tom og mús sem heitir Jerry. Þau eru alltaf að stríða hvort öðru og músin Jerry fer oft- ast með sigur af hólmi. Svo kemur Bamey bangsi líka mik- ið sögu. Nýja bíó er með Nautaat í Mexíkó ennþá. Mér finnst nú hálfgert frat að sýna sömu myndina svona mörgum sinnum í röð þó að karlarnir Abbott og Costelló séu skemmtilegir. í Stjörnubíó er spennandi mynd fyrir eldri krakkana. Hún heitir Þjófurinn frá Damaskus og er gerð eftir ævintýri úr Þúsund og einni nótt. Það eru tvö bíó sem sýna konung frumskóganna. Bæjar- bíó í Hafnarfirði sýnir fyrsta hluta og Austurbæjarbíó þriðja hluta. 1. og 2. hluti hafa verið sýndir i Austurbæjarbíói tvo síðustu sunnudaga. Þetta er gömul mynd og f jallar um heimsins yngsta dýratemjara, sem heitir Manuel King og leikur sjálfur í myndinni. liann er núna orðinn fullorðinn mað- ur. í Bæjarbíó er mynd fyrir unglinga sem heitir Rnkk 'kákþátturínn er á 10. síBu rokk, rokk! Hún er sýnd kl 5. í Austurbæjarbíó er líka unglingamynd kl. 5 með þýzku söngkonunni Conny Froboess sem er kornung og mjög vinsæl i sínu heimalandi og víðar. Myndin heitir Conny 16 ára. Ævintýri Hróa hattar getið þið séð í Tónabíó, en þið ætt- uð ekki að taka litlu systkinin með á þá mynd. Hún var sýnd síðasta sunnudag líka og var oft sýnd í Trípolíbíó á sín- um tíma. I Laugarásbió er spennandi saga um tvo stráka sem strjúka og heitir hún Elt- ingaleikurinn mikli. Þessi mynd er i litum og hefur oft verið sýnd áður — mér fannst ansi gaman að henni þegar ég sá hana. I Haf-narbíó er önnur mynd með Abbott og Costelló. það eru nú meiri karlarniir — þeir eru svo vitlausir. Syo er Jerry Lewis í Háskólabíó. hann er nú líka hálfvitlaus, greyið. I þessari mynd, sem heitir I kvennabúrinu, villist hann inn f kvennaskóla og ratar bar ( ---j.jii » .„pan, sem sýnd er í Kópavogsbíó er ágæt mynd. Hún gerist í Japan <_ins og nafnið bendir til og er um tvo stráka á flækingi. Hún var sýnd oft og mörgum sinnum í fyrrasumar. I Hafnarfjarðarbíó er verið að sýna annan hluta af Síðasta móhíkananum í ann- að sinn. Fyrsti hlutinn var sýndur þrisvar. Þetta er indí- ánasaga og ætluð eldri krökk- um. Að lokum vil ég geta þess, að í Tjarnarbæ verður sýnd kvik- myndin Drengurinn Apu og svo verða leikþættir á sviðinu á eftir. I Þjóðleikhúsinu er far- ið að sýna leikritið Dýrin í Hálsaskógi. Það verður í dag bæði klukkan 3 og 7. Jæja, krakkar, þetta voru bíóin og leikhúsin í dag. Von- andi get. ég sagt ykkur meira um myndirnar næst. En verið þið. nú sæl að sinni. Hittumst heil næsta sunnudag! Andrés. I pöntunar- listanum: Mjög ódýrt ullargam. Póstverzlunin Miklatorgi.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.