Þjóðviljinn - 18.11.1962, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 18.11.1962, Blaðsíða 10
10 SÍÐA í*.K>BVn,JINN Sunnudagur 18. nóvember 1982 CHARLOTTE ARMSTROHO: GEGGJUN Skapgerðarafbrigðin fjðgur væri uppbrett. Það v,ar að minnsta kosti engu iíkara, sagði hann, en það væri í þann veg- inn að brettast upp. Hún hafði lagt höndina með rósrauðu nöglunum á vinstra handlegg hans og þrýsti þeim niður í svart klæðið og Pétur rétti fram hægri höndina og strauk um hönd hennar. Svo stóðu þau við innganginn. Þarna vóru karlmenn klæddir í svart og hvítt, konur í ölJum regnbog- ans litum, blóm, borð og stólar eins og dílar um allt góJfið. en það sem mest bar á var Janga, hvíta tærðið, þar sem hún vissi að ræðumenn kvöldsins áttu að sitja. —Pétur O. Jones, sagði maður hennar lágri röddu við emhvem. Svart bak var beygt. Þau eltu bakið að borði ræðumannanna og Rut sá að allir viku fyrir þeim og andlitin sem að þeim sneru mörkuðu leið þeirra eins og blóm sem stráð var fyrir fætur þeirra. Maður gekk til móts við þau og rétti fram höndina. — Pétur O. Jones .... sagði hann glað- ur. — Má ég kynna ..... — Af- sakið, en þetta er .... — Gott kvöld, sælir. *— Og hér kemur herra Jones ..... Nú stóðu þau í miðjum hóp af fólki. Samt sem áður þokuðust þau hægt og síg- andi að t>orði ræðumannanna. Pétur var svo viðfelldinn í framkomu. Það voru svo. marg- ir sem vissu hver hann var. Rut reyndi eftir megni að halda still- ingu sinni, að nauna nöfn í sam- bandi við andlit Þetta var skrít- ið .... en skemmtilegt! Jed og I,yn sátu enn í veit- ingahúsinu. Þau voru búin að fá kaffi. konjak og meira kaffi og höfðu reykt margar sígarett- ur. Þau gátu ekki slitið sig laus .... fengu sig ekki til að fara í leikhús. Þeim var Jjóst að þau urðu að taka einhverja ákvörð- un. Ef til vllJ tækist þeim það ekki, en þau yrðu samt að gera málin upp við sig. Nú var Jed jafn sannfærður og Lyn um að það væri óhjákvæmilegt. Þau gerðu sér bæði far um að halda róseminni. Þau voru næstum komin að endamörkum núna og á ein- hvern undarlegan hátt voru þau búin að fá drottin með í sam- talið. — Ég veit bara. sagði hann. — að drottinn er ekki sama per- sóna og jólasveinninn. Þú hef- ur rugíað þeim saman. telpa mín. Jólasveinninn opnar pok- ann sinn fyrir þig. ef þú hefur verið þ®g og góð stúlka. En ég held annars að þessir tveir standi ekki í neinu sambandi hvor við annan. Hann lyfti brúnum. — Þú trúir ekki á hokkurn skapaðan hlut. sagði hún þreytu. lega. — Ég er ekki að ansra siálf- an mig með bví að brióta heil- ann um það Hann ypnti öxl- um. — Jed, ég er bara að reyna að segja ..... Hún gerði sér far um að vera blíðleg — Að mis hefði langað til ... já. þú mátt ,svo sem kalla það það 'sem þér sýnist — að mio hefð> langað svo til að þú hefðir gefið gamla manninum skildine Það skiotir ekki endilega máli hvort. hann þurfti á honum að halda eða ekki. Það hefði verið betra fvrir okkur að þú hefðir gert það. — Þvættineur. Lyn Þetta er tóm vitleysa. — Nei, síður en svo. Ö’l hin innibyrsða srremia hans fékk útrás. svo að rödd hans brast: — Þetta er hlæeilegt! Hún hafði svo lengi setið á sér og nú brann eldur úr aug- um hennar — Það er gaman að hevra að þér skuli finnast é.g hlægileg. — Það er kannski alls ekki svo afleitt að ger,a slíka upp- götvun, sgði hann kuldalega. — Mundu, að þú talaðir um ó- merkilega kaldhæðni i sambandi við mig. — Kannski er það líka alveg rétt, sagði hún stutt í spuna. — Það getur aldrei orðið mitt hlutverk, Lyn, hann reyndi eftir megni að vera sanngjam, að auka tekjur bláókunnugs manns, — manns sem ekki hefur gert neitt fyrir mig. — Það er ekki um neitt hlut- verk að ræða. Þama er það sam. úðin sem kemur til greina. — Ég gef skít fyrir þess hátt- ar samúð. Ég mun sjálfur vinna fyrir því sem ég ...... — Það er ekki alltaf sem það er hægt. Fólk getur verið bjarg- arlaust .... án eigin tilverkn- aðar ..... — Það er nú einu sinni þann- ig, að maður fær það sem mað- ur borgar fyrir og borgar fyr- ir það sem maður vill fá. Þetla lærirðu siálfsagt þegar þú verð- ur fullorðin. — Ef þú værir matarþurfi ...... eða þig vantaði samastað ..... — Þá myndi ég snúa mér til þeirra stofnana sem sinna sjíku og viðurkenna svonefnt bjarg- arleysi og rannsaka meira að segja hvort það hefur við rök að styðjast. Ég myndi aldrei ætl- ast til þess að ókunnugur mað- ur úti á götu færi að borga mér peninga. Hví skyldi hann gera það? Hvaða ástæðu hefur hann til að treysta méT? Og þetta er sem sé gagnkvæmt. Maður verð- ur að bjarga sér sjálfur í þess- um heimi. annað get ég ekki ..... -— Þetta er ekki satt. Fólk verður að trúa á ...... — Af hverju? •— Já af hverju ........ sagði hún reiðilega. — Fyrir hvað lif- ir maður eiginlega?,-• «■--uu — Já. hvað veit ég um það? Ekki hef ég sett mig í heiminn. Af öllu fráleitu ...... — Ég held þú ættir að fylgja mér heim núna. Þau þögðu bæði. — Af hverju? sagði hann að lokum með logandi augu. — Af því að það er ekki gam- an lengur. — Hví skyldi ég fylgj a þér heim? sagði hann glóandi af reiði. — Þú getur beðið einhvern bláókunnugan mann um það. Hún starði á hann. Hún sagði: —Þú hefur rétt fyrir þér. Ég hef ekki hin réttu, örvandi áhrif á þig ..... og sjálfstraust þitt, eða hvað? Nú fer ég. — Lyn ....... — Já, sagði hún kuldalega og var risin upp til hálfs með káp- una á herðunum. — Ef þú ferð núna ......... — Af hverju skyldi ég ekki fara? Mér finnst ekkert gaman. — Ef þú ferð núna ......... — Ég veit það ........ þá sjá- umst við aldrei framar. Var það ekki það. sem þú ætlaðir að segja? — Jú. það var það reyndar. — Jed, ég vil ógjaman ........ Hún var svolítið eftirgefanlegri núna, dálítið sveigjanlegri. •— Seztu þá í hamingju bæn- um, sagði hann gramur. í þeirri trú að þetta væri allt um garð gengið. — Og hættu að tala eins og hálfviti. Augnaráðið sem hún sendi honum var allt annað en glað- legt. — Góða nótt, sagði hún lágri röddu. Hann hallaði sér aftur á bak i stólnum og fékk sér sígarettu úr pakkanum. — Hefurðu pen- inga fyrir leigubíl, eða taktu þetta. — Hann fleygði fimm doll- ara seðli á bo.rðið. Hann sá naestum hvemig hún sýndi tennurnar og hann fann að hún hefði helzt viljað berja hann. Svo hélt hann að hún ætLaði að fara að gráta, En hún gerði ekki annað en fara leiðar sinnar. Hann sat kyrr og starði á ó- hrjálegt borðið. Þetta var há- BIDSTRUP teiknaði fyrir Land og Folk. BÆTUM FRÉTTAÞJÓNUSTU OG AUGLÝSINGASTARFSEMI Flestar launastéttir kvarta nú mjög undan lélegum lífs- kjörum og vafalaust ekki að ástæðulausu. Hafa sumar þirar jafnvel við orð að flytja af Iiandi burt og leita sér lifibrauðs meðal fram- andi þjóða, sem búa þegnum sínum betri efnahagsleg kjör. Vonandi kemur þó ekki til þess í stórum stíl. íslenzkir skákmienn geta ekki krafizt neinna launahækkana. Ástæðan er einföld: Þeir hafa engin laun fjrrir að iðka íþrótt sína, og hafa víst aldrei farið fram á slíkt. Það eru víst bara „austan- t.jaldsmenn", sem launa skák- meistara sína, og sumir segja að þeir geri það af illum hvöt- um og í áróðursskyni. Hvemig skyldi það annars vera með þá austantjaldsmenn. Skyldu þeir ekki draga lífsandann ei*- göngu í áróðursskyni? En þótt íslenzkir skákmenn fari ekki fram á efnahagslegar kjarabætur, þá finnst þeim stundum sem forráðamenn skákíþróttarinnar hérlendis gætu bætt mjög upplýsinga- þjónustu og fréttastarfsemi alla í samba^idi við íslenzk skákmót. íslenzk skákmót eru oft svo illa auglýst, að það nálgast hreina handvömm, og fréttir af mótum þessum eru svo stopular, að þær sverja sig oft fremur í flokka undantekn- inga en reglu. Þetta gerir það að verkum t. d. að skákáhuga- menn utan af landsbyggðinni geta ekki fylgzt með skákmót- um hér í Reykjavík nema koma til bæjarins ogdveljaþar meðan á mótinu stendur. Eru þetta harðir kostir, og er eðli- legt að slíkum mönnum finnist þeir illa sviknir af þeim fréttatækjum, blöðum og út- varpi, sem tekið hafa að sér að fullnægjafróðleiksfýsnþjóð- arinnar. Eðlilegt væri að slík frétta- tæki ættu frumkvæði að því að afla sér frétta af innlendum skákmótum og handlönguðu síðan þær fréttir snariega út um landsbyggðina. En vanræki fréttastofnanir þetta, þá ber forráðamönnum skákíþróttarinnar að sjá svo til að fréttimar séu sendar reglulega og jafnóðum til þeirra. Þetta ætti ekki að vera aftakamikið verk, en ætti á tiltölulega skömmum tíma að geta haft heillavænleg áhrif á þróun skákmála hérlendis. íslenzk skákmót eiga ekki að draga dám af samkomum frí- múrara eða annarra laumu- samtaka. Þau eiga að vera vel auglýst, svo að sem flestir eigi kost á að fylgjast með þeim, og síðan á að senda fréttir af þeim jafnharðan með „ame- rískum hraða“ út' um lands- byggðina. Og skákáhugamenn, hvar sem þeir búa eiga að tilkjmna blöðum og útvarpi, að þeir heimti meiri skákfréttir. Eftirfarandi skák var tefld á skákþingi í Sofíu í Búlgaríu í sumar: Hvítt: Ciocaltea (Rúmenía). Svart: Tringov (Búlgaríu). SIKILEY JAR V ÖRN. 1. e4, c5 2. Rf3, d6 3. d4, cxd4 4. Rxd4, Rf6 5. Rc3, a6 6. Bg5, e6 7. f4. (Hugmyndir manna um ein- staka leiki í skákbyrjunum taka örum breytingum. Fyrir svo sem átta árum var þessi peðsleikur hvíts svo til óþekkt- ur í þessu byrjunarafbrigði. 7. Df3 var þá oftast leikið. Nú þykir hins vegar ljóst, að 7. f4 sé öflugasti leikur hvíts). 7.------Db6 (Þarna þykisit svartur hitta naglann á höfuðið. Hann hótar að drepa peðið á b2, og ekki er gott fyrir hvítan að fara að valda það með hrók t. d. fneð tilliti til langhrókunar í fram- tíðinni. Hvíta drottningin er bundin við d-línuna til völdun- ar riddaranum og ekki sýnist sérlega gott fyrir hvítan að leika 8. Rb3, því þá getur svartur skákað með drottning- unni á e3. 1 þessari skák tek- ur þó hvitur þennan síðasta kost. Algengustu leikimir munu þó vera 8. Dd2 eða 8. a3 (8. -----Dxb2? 9. Ra4). 8. Rb3, Rb—d7 (Svartur hirðir ekki um að skáka á e3 og er orsökin vænt- anlega sú að hann vill ekki einfalda taflið um of eða þá, að hann telur hvítan búa yfir einhverri nýjung. Eftir 8--- De3f 9. De2, Dxe2f 10. Bxe2, Rb—d7, telja skákfræðingar að taflið standi nokkuð jafnt). 9. Df3, Dc7 (í framkvæmdinni hefur þá -----Db6 reynzt leiktap). 10. 0—0—0, b5 11. a3, Bb7 12. Bxf6, Rxf6 13. f5, exf5 (Ekki væri gott fyrir svart að leika 13. — — e5. Það mundi „frysta“ miðvígstöðv- amar og gefa hvítum frjálsar hendur til peðaframrásar á hægra fylkingararmi). 14. Dxf5, Be7 15. Rd5 (Þetta er allvafasamur leik- ur, og sýnist 15. g4 eigi síður koma til greina). 15. -----Rxd5 16. exd5, Bf6 17. Bd3, Be5 18. h4 (Hvítur hyggst framkalla veikleika í stöðu svarts með þessari framrás h-peðsins). 18. -----Bxd5 (Þetta peð er ratmar óbeint valdað, en svartur hagnast á opnun a-Knunnar). 19. Bxb5t, axb5 20. Hxd5, 0—0 21. Hxb5, Dc6 22. Hxb4, Dxg2 (Möguleikar beggja vega nú nokkuð jafnt. Hinn öflugi biskup svarts á e5 kemur til mótvægis þeirri hættu, sem hin opna g-lína er kóngi svarts. Hvítur verður líka einnig að gæta kóngsstöðu sinnar, eins og bráðlega kemur, 1 ljós). 23. Hdl, Dc6 24. Kbl, Ha4 25. Rd4, Da8 26. Rf3? (Sér hvítur ekki hverju svartur er að bauka við að hrinda í framkvæmd, eða held- ur hann, að svarta drottningiri hafi farið til a8 sér til hvíldar og hressingar? Sé svo, þá kemst hann brátt að raun um, að þar hefur hann farið villur vegar). 26. -----IIxa3! (Þessi snaggaralega hróks- fórn lá að vísu í loftinu, en er eigi að síður snotur). 27. bxa3, Dxa3 28. c3 (Eini leikurinn, því ella fell- ur hrókurinn á b4). 28. -----Dxc3 29. Hb7? (Slæmur leikur, sem hefði átt að leiða til taps fyrir hvít- an. Eftir 29. De4, Dalf 30 Kc2 virðist svartur varla eiga ann- að betra en þráskák með 30. — Dc3f o. s. frv. Því ef 30. Hc8f 31. Kd2 Da2f þá fer kóngur hvíts til e3 og virðist þar á nokkuð öruggum stað). 29. -----g6? (Þar með eru úrslit skákar- innar ráðin, og stríðsgæfan snýst endanlega á svedf með hvítum. Svörtum stóð vinningur til boða: 29.------Ha8 30 Dxf7t, Hh8 31. Da2, Dc8! og veldi hvíts líður undir lok. Stríðsgyðjan er brigðlynd þeim, sem mæta ekki atlotum hennar á réttu augnabliki). 30. Rxe5I! (Bráðsnotur drottningarfóm. Eftir 30.------gxf5 31. Hglt, Kh8 32. Rxf7t, Hxf7 33. Hb8t mátar hvítur. Svartur . verður því að láta sér nægja að drepa riddarann, en eftir fall bisk- upsins á e5 er barátta svarts auðvitað vonlaus, þar sem hann á hrók minna og aðeins 3 peð því til mótvægis. Hann er þó ekki á því að gefast upp fyrr en í fulla hnefana). 30.------dxe5 31. Dd3, Dc6 32. Dd5, Df6 33. De4, h5 34. Hb5. He8 35. Hcl, Kg7 36. Hc—c5, He6 37. Kb2, Dfl 38. Hb7, Hf6 39. Hc2, Hf5 40. Hb8, Dgl 41. Hd2 Dc5 42. Db4 Hvítur færist nær markinu, því nú er svartur neyddur í Drottningarkaup). 42.------Dxb4f 43. Hb4, g5 44. hxg5, Kg6 45. Hg2, Hxg5 46. Hxg5t. Kxg5 47. Kc2, h4 (Það munar ekki miklu að þetta peð .komist til manns“, en nægilega miklu þó). 48. Kd3, f5 (48.--------h3 49. Ke3, h2 50. Hbl, Kg4 51. Kf2 er auð- vitað vonlaust fyrir svartan). 49. Ke3, h3 50. Kf3, e4t 51. Kg3, e3 52. Hb8, h2 53. Kxh2 og loks gafst svartur upp. Dramatísk skák. Sveinn Kristinsson.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.