Þjóðviljinn - 25.11.1962, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 25.11.1962, Blaðsíða 9
KfÓÐVILJINN Sunnudagur 25, nóve-mber 1962 heimíliö Skór á alla fjölskylduna Um daginn gerðum við okkur ferð um bæinn og skoðuðum kuldaskó í ýmsum verzlunum og sáuð þið nokkuð af þeim um síðustu helgi. Hér kémur það sem þá varð eftir. 1 Skóverzlun Péturs Andrés- sonar fundum við kuldaskó á alla fjölskylduna eins og þið sjáið á myndunum hér. Á efri rnyndinni eru kven- og karl- mannastígvél. Frá vinstri: tvenn ensk kuldastígvél, öklahæð með háum hælum og nælonsólum. Þau til vinstri eru með astr- akan-kanti og til í svörtu og brúnu, hin eru í svörtu, brúnu og ljósgráu. Verðið er 550 kr. Þetta eru einu stígvélin með háum hséhim, hln eru öll flat- botnuð. Næst eru tvenn stig- vél, loðfóðruð með gúmmísólum, litir: ljósdrapp og svart. Þau til vínstri eru hollenzk og kosta 506 krónur hin ungversk á 265. Þá eru brúnir skór úr rúskinni, einnig hollenzkir með svamp- botnum og rennilási að framan á 298 kr. Svo eru tvennir gæru- fóðraðir skór, hollenzkir, brún- ir, reimaðir, með riffluðum gúmmísólum á 526 kr. og ít- alskir með spennu yfir ristina og svampsólum, fást í grænu, brúnu og svörtu á 498 kr. Fyrri háu stígvélin eru hollenzk með svampsólum, til í svörtu og rauðbrúnu og kosta 498. Hin eru dönsk, ansi dýr, kr. 889, brún og með svampsólum. Það er minna til af karl- mannakuldaskóm. Lengst til hægri eru dýr, en sjálfsagt á- kaflega sterk, hollenzk leður- stígvél, gærufóðruð með gúmmí- sólum og kosta um 900 kr. Þá eru enskir skór, reimaðir, líka gærufóðraðir á 696 kr. og að lokum tvenn stígvél með renni- lás að framan, tékknesk úr flóka og gúmmíi á 290 kr. og pólsk úr flóka og leðri á 307 kr. Sumir barnaskórnir eru sér- staklega fallegir. Þeir fremstu eru islenzkir, frá Iðunni, reim- aðir og gærufóðraðir með gúmmísólum á 250 kr. Þá eru tékknesku skómir þekktu á 173—216 kr. eftir stærðum. Síð- an tvenn frönsk stígvél í fal- legum ljósbrúnum Jitum, önn- ur reimuð, hin með spennu aftur fyrir öklann, bæði með gúmmísólum: Verð: 165 — 194. Litlu stígvélin eru líka brún með gúmmísóla. Þau eru með innleggi og kosta 230 — 261. 'ii óitu6bi'v C1WÁ.ÍV. • ÖND KYNNIR Jæja, krakkar mínir, þakk fyrir síðast. I dag vil ég sérstaklega mæla rneð einni mynd fyrir ykkur, ef þið hafið ekki séð hana áður. í-fyrsta lagi vegna þess að hún er með íslenzku tali, svo þið skiljið allt sem fram fer, en syo líka vegna þess að þetta er bráðskemmtileg mynd, gerð eftir þekktu Grimmsævintýri. sem þið hafið sjálfsagt mörg ykkar lesið. Þessi mynd heitir Skraddarinn hugprúði og er sýnd í Kópavogsbíói. Hún er austurþýzk og Helga Valtýs- dóttir fer með íslenzka text- ann. Ef þið hafið gaman af nátt- úrufræði og áhuga á að sjá dýrin sem lifa á sjávarbotni og t sjónum. ættuð þið að sjá Töfraheim undirdjúpanna f Stjörnubíói. Það er að vísu eng- in saga í þessari mynd, en hún er f.iarska fróðleg og í fallegum litum. ANDRÉS KRAKKA- MYNDIR Alveg vár ég hissa, þegár ég frétti hvað mörgum ykkar þæt'ti gaman að kúrekamyndum. Mér sjálfum finnst svo leiöinlegt að horfa á öll þessi slagsmál og manndráp. En í dag verða sýnd- ar tvær kúrekamyndir og meira að segja báðar um Roy og hestinn hans, Trigger. Þær eru Trigger í ræningjahöndum í Austurbæjarbíói og Regnbogi yfir Texas í Laugarásbíói. Og svo eru það Abbott og Cost- elló. Það er nú alltaf dálítið gaman að þeim þótt þeir séu vitlausir. Þeir eru f tveimur bíóum í dag, f Hafnarbfói i Flækingarnir og í Nýja bíói í Allt í iagi, Iagsi (mikið var að skipt var um mynd þar!) Tveir aðrir skrfpakarlar eru í Tjarn- arbæ, þeir Gög og Gokke í villta vestrinu. Jerry Lewis • er aftur í Há- skólabíói í dag eins og seinasta sunnudag, en í nýrri kvik- mynd, sem heitir Sendillinn. Hún er víst ekki bara fyrir krakka því hún er líka sýnd kl. 5, 7 og 9. Bæjarbíó í Hafm arfirði heldur áfram með Kon- ung frumskóganna um strákinn Manuel King, sem var yngsti dýratemjari í heimi. Það er 2. hluti núna og líklega verður 3. hluti sýndur næsta sunnudag. Þar er líka mynd fyrir ung- lingana kl. 5: Tommy Steeie. Gamla bíó, Tónabíó og Hafnar- fjarðarbíó eru með sömu mynd- irnar og seinast: Teiknimynda- safn, Ævintýri Hróa hattar og Siðasta móhíkanann 2. hluta. Auk þess er líka Fiemming og Kvikk kl. 5 í Hafnarfjarðarbíói og það er ansi skemmtileg mynd fyrir eldrl krakkana, kannski sérstaklega ef þið hafið lesir söguna. Vitið þið það, krakkar, að ég heyrði dálítið ljótt um ykkur um daginn. Það sagði mér mað- ur, sem vinnur í bfó, að þið létuð svo voðalega illa þar. Hann sagði að þið rúlluðuð flöskum á gólfinu, létuð skrjáfa hátt í pappír og væruð alltaf með eilíft skvaldur og hávaða Er þetta satt? Ég trúl því varla á ykkur, því ég veit að þið viljið helzt fylgjast með þvi sem er að gerast í kvikmynd- inni. Mikið þætti mér leiðin- Iegt ef þið væruð að horfa á mig og létuð svona illa. Bless! Andrés. Pétur Anetrésson Ríma Vönduð innlend framleiðsla Já, þesslr skór eru framleidd- ir innanlánds og gefa þeim út- lendu ekkert eftir, eða hvað finnst ykkur? Þeir eru gerðir í Rímu og séldir í verzluninni í Austurstræti 10. Verðið er það sama á þeim öllum: 595 krón- ur. Flatbotnuðu skómir eru með riffluðum gúmmísólum, þeir til vinstri hvítir, hinir eru til brún- ir og rauðbrúnir. Að ofan eru stígvél með hælum, mismunandi háum, þrenn há eins og nú er svo mikið í tizku, en ein í öklahæð með loðkanti að ofan. Þessi tvenn til vinstri fást i svörtu og brúnu, þau næstu i rauða litnum „candy-apple” og hin fást bæði í svörtu skinni og eru einnig væntanleg I svörtu lakki sem á að þola sitt af hverju. Verzlunin Laugaveg 45,B - sími 24636 Skipholti 21 - Sími 24676

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.