Þjóðviljinn - 25.11.1962, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 25.11.1962, Blaðsíða 10
Þ30ÐVIMNN SuJHMiðaffur 25. nóvember 1962 CHARLOTTE ARMSTRONG: 6EGGJUN Hún setti að fara heim. Hvað get ég gert? hugsaði hún. Hvað get ég gert? Hvemig get ég farið heim? Farðu héðan burt. Jed Tow- ers, farðu héðan í skyndi. Og gleymdu þessu öllu. Jed hlust- aði ekki á sína innri rödd. Hann settist á rúmið. Ásamt öllum hugsunum liðu annarlegar mynd- ir gegnum heila hans. Ef barn- ið héldi nú áfram að gráta og hann heyrði það yfir í herbergi sitt? Hann gæti ekki leikið hlut- verk hins hneykslaða gests. kvartað, gert eitt eða neitt? Hann hafði hagað sér eins og auli. Bamfóstran Nell var fyr- ir löngu búin að láta Jed Tow- ers gera sig að fífli. Hann horíði niður í glasið sitt og velti mál- inu fyrir sér. Þegar Nell teymdi bamið inn, skildi hann hvers vegna hún gerði það. Hún treysti því ekki, að hann myndi ekki nota tæki- færið til að fara burt. Hann sat rólegur. Hann var ekki ó- ánægður með það. því að hann vildi sjá hana fóa bamið. — Það er asnalegt að vera hræddur. Það er ekkert að ótt- ast, sagði Nell óþolinmóðlega. — Nei, þú mátt ekki byrja aft- ur að gráta. Á ég að lesa fyrir þig sögu? — Nei, sagði Bunný. Hún var ekki að gráta þessa stundina, en hún var með ekka. Hún gat ekki ráðið við það. Nell setti hana á gólfið. Þrjár einkennilega ólíkar mannverur störðu ráðþrota hver á aðra. — Veiztu það, að þú gerðir mig dauðhræddan, sagði Jed við bamið rneð vingjamlegri röddu. "— Og Nell líka. Þess vegna varð Nell svona reið. — Hún var.... alltof reið, sagði *Bunný éftir beztu getu. — Það er alveg satt, sagði hann hörkulega. Nell virtist að þvi komin að rjúka upp til að afsaka sig. en hún gerði það ekki. — Nú er ekkert að er það? Rödd henn- ar var hvöss. — Nú ertu ekki lengur að gráta. er það? Bunný vissi ekki hvað hún átti að segja. Hún leit á þau á vixl. — Ég er kunningi Nell og ég kom hingað inn til að spjalla við hana sem snöggvast, sagði Jed og hann fann að hann roðn- aði. Af hverju ætti hann að vera að bera fram afsakanir við þessa smátelpu sem hann þekkti ekki. — Eiginlega ættirðu að vera sofnuð núna, hélt hann áfram vandræðalega. — Hvað ertu gömul? — Níu ára. Niu ára. Hvernig var að vera níu ára? Jed mundi það ekki. Whiskýið var farið að svifa ör- lítið á hann og hann var ekki eins áhyggjufullur lengur. Hon- um virtust atburðirnir ekki eins uggvænlegir; það var eins og hans eiginlega sjálf hefði lagzt til svefns. ' — Mér er svo heitt, sagði Bunný. — Ég er öll blaut. — Komdu þá hingað. Nell gekk að glugganum. — Þá get- ur kalda loftið leikið svolítið um þig. Þá verður þér kaldara og þú getur sofnað aftur. Hún kinkaði kolli eins og hún hefði sagt eitthvað djúpviturt. Hún dró rimlatjöldin upp og opnaði gluggann. Jed færði sig í skyndi, svo að hann sæist ekki innum glugg- ann. Hann hallaði bakinu upp að höfðagaflinum og hellti í ann- að glas handa sér. ísinn var hinum megin i herberginu og hann varð því að vera án hans. Hann vildi ekki ganga fyrir gluggann Herbergið var eins og gullfiskaker, það vissi hann. Og bar gerðir bú þína verstu skyssu, Jed Towers, — Sérðu konuna, Bunný? Hiksti og ekkasog var eina svarið. — Ég sé mann þarna niðri. Hann er að spila á spil. Jed varð hálfóglatt af volgu whiskýinu. — Mér sýnist, hélt Nell áfram, vera kettlingur undir borðinu. •— Hvaða borði? Hún hikstaði aftur. — Borðinu þama niðri. Spfla- borðinu. — Ég sé hann ekki.... — Kannski er það ekki kett- lingur. En það er eins og kett- lingur. — Ég á kött heima. sagði Bunný. Er kettlingurinn brönd- óttur? — Nei. —■ Er hann grár? — Það getur vel verið. Fröken Eva Ballew var að skrifa á hótelpappírinn með hallfleyttri rithönd.... „Það er bam að gráta einhvers staðar hér á hótelinu. og það truflar mig svo mikið. Ég vona að þú skiljir hvað ég er að skrifa, því að ég er dálítið ringluð! Þessi ferð hefur vissulega....“ Penninn stanzaði. Bamið var hætt að gráta. Guði sé lof. hugs- aði fröken Ballew. En nú virt- ist nóttin svo hol og tóm. Hún beygði höfuðið og leit sem snöggvast undir rimlatjaldið. Penninn hélt áfram. ,,....verið fræðandi fyrir okkur kennslu- ko.numar og við höfum komið á marga sögufræga staði í aust- urfylkjunum...,“ Þetta v.ar eng- in setning. Hún lagði pennann allt í einu frá sér og laut fram til að horfa yfir koldimmt portið. — Ég sé ekki þennan kett- ling, sagði Bunný. Flétturnar dingluðu á brjósti hennar. — Þú gáir hel.dur ekkert að honum, sagði Neli lágróma. En Af/éttara tagi 4;- nú ertu hætt að gráta, er það ekki? Jed horfði á skálina með ís- molunum. Hann reis á fætur. Af hverju hafði hún líka verið að draga þessi fjandans rimla- tjöld upp? Ætti hann að voga sér yfir herbergið? Var nokk- ur að horfa á þau? Hann hefði helzt viljað komast burt, áfjpr en nokkur af hótelgestunum sæi hann.... Þegar hann sneri til höfðinu, hvarf þetta samstundis úr huga hans. Hann stóð grafkyrr og velti fyrir sér, hvað væri at- athugavert. Hann hafði það skýrt á tflfinninguni að eitthvað 'væri öðm vísi an það átti að vera. Bunný lá á hnjánum á ofnhlífinni og þama sat Nell við hliðina á henni. Höndin á Nefl hvíldi flöt á litla bakinu íbleiku, rósóttu músselins...... Höndin var flöt. i Og það var eins og herberg-, ið kvæði við af qfsalegum! dynkjum Ungfrú Eva Ballew leit út og æpti upp yfir sig. Enginn heyrði til hennar, því að hún var al- ein. — Nei! hrópaði hún. Svo vældi hún; — Nei, æ, nei! Hárin risu á höfði Jeds. Það hlaut ,að vera hjartað í honum sjálfum sem barðist svona. Þetta var óþolandi. Hann reis á fæt-1 ur, hljóðiaust, snöggt og kvik- lega. —• Þama undir borðinu? spurði Bunný. — Þarna niðri.... raulaði Nell. — Langt, langt niðri. Ætlarðu nú að vera stillt, ha? Bunný æpti. Jed hélt föstu taki um annan , brúna öklann og greip hana með hinum handleggnum um leið og hún missti jafnvægið. Hann 1 sagði með öndina í hálsinum: — Fyrirgefðu, en það má aldrei halla sér svona langt út. Ég varð að grípa í þig. Nell sneri til höfðinu og leit upp. Hún var syfjuleg.... ekki vitund óttaslegin að sjá. — Hvað er? umlaði hún. — Er nokkuð að? Jed þrýsti litlu stúlkunni að sér. — Komdu hingað inn, sagði hann við hana. — Þú færð bara kvef á því að vera við glugg- ann. Hann fann snögga krampa- kennda kippi við handlegginn sem hélt um Bunný. Hann hélt um hana eins blíðlega og hann gat. — Þú verður að fyrirgefa, ef ég hef gert þig hrædda. telpa min. En svoleiðis er, að nú gerð- irðu mig aftur hræddan. Það gerðirðu. Það er svo skelfilega hátt niður — qg það er ekkert notalegt að koma niður. Bunný hafði rekið upp eitt skelfingaróp, en hún byrjaði ekki að gráta. Hún var föl. Það var eins og svipurinn í augum hennar breyttist og hún lokaði inni sérstaka vitneskju. Jed sagði: •— Nú er þér kalt. Þú skelfur. Ertu ekki orðin syfj- uð núna? Bunný kinkaðl kolli. Hún los- aði sig úr fangi hans. Hún steig niður á teppið. Hún horfði al- varleg upp til hans. — Ég get sjálf farið í rúmið, sagði Bunný O. Jones. Ungfrú Ballew rétti úr aum- um kroppnum. Hin gamla, hvim- leiða meinsemd henar olli enn áköfum og óreglulegum hjart- slætti. Hún greip um hálsinn. En hvað var á seyði — þama fyrir handan? Hún beit saman fölum vörunum. Hún hafði heyrt manninn segja: „Dragðu niður uimlatjaldið." Það átti eitthvað að gerast með leynd, það var karlmaður þar inni og kannski var verið að fremja eitthvað voðalegt. Hún I Skapferli skákmanna Mjög er það misjafnt, hvern- ig skákmenn bregðast við töp- um. Flestir reyna að láta ekki sjá á sér, að þeir taki tapið nærri sér, þótt þeir séu beizk- ir undir niðri. Þetta vill þó oft mistakast Litaskipti í andliti, vot augu, gremjulegur svipur eru einkenni, sem oft er erfitt fyrir hinn fallna stríðsmann að hafa hemij á. Þó eru þeir til, sem erfitt er að sjá á, hvort tapað hafa eða unnið. Sumir gera enga tilraun til að hafa hemil á skapsmunum sínum. Ég man eftir skák- mönnum í fæðingarsveit minni í gamla daga, sem höfðu það fyrir reglu, ef þeir töpuðu skák, að þeyta taflmönnunum út um allt gólf, líkt og þegar bóndi stráir útlendum áburði á tún sitt til að auka gras- sprettuna. Þessir menn fengu Aljechin strax útrás fyrir gremju sína, þó óneitanlega hefði verið æskilegra að finna þeirri að- gerð hagfelldara form, því oft fór mikfll tími í að safna hin- um sundruðu hersveitum sam- an. Á opinberum skákmótum nú til dags mun sjaldgæft að menn gefi gremju sinni láusan tauminn á þennan hátt. Flestir munu a.m.k. reyna að yfirgefa skákstað, áður en þeir gera slíkar útrásartilraunir. Kunn er sagan um Aljeckin fyrrverandi heimsmeistara, þeg- ar hann tapaði í síðustu um- ferð á skákþingi nokkru og missti efsta sæti fyrir bragð- ið. Aljekin hélt þegar til hótel- herbergis síns, að því er sag- an hermir, og braut þar flest húsgögnin, en þeytti síðan mol- unum út um gluggarúðurnar. Slíkar aðferðir eru kostnaðar- samar en sjálfsagt á margan hátt góðar júl afslöppunar. Tij eru dæmi þess, að menn móðgast svo við andstæðing sinn, ef þeir tapa fyrir honum, að þeir tala ekki við hann dög- um — mánuðum og jafnvel ár- um saman. Vafasamt er ,að slík- ir menn ættu að leggja fyrir sig skák eða aðrar æsandi keppnisgreinar til langframa. Frímerkjasöfnun, laxveiðar eða annað léttara „hobby“ hentar beim sennilega betur. En þótt það sé ekki skemmti- legt, að menn láti gremju sína í ljós á mjög áberandi hátt við tap skákar, þá má telja víst, að enginn nái góðum árangri í skák nema hann taki nærri sér að tapa. Metnaður og sigurvilji hans verður að vera svo mikill, að hann knýi alla hæfileika hans til átaka. Metn- aður og jafnvel hégómaglrnd eiga þarna eins og á mörgum öðrum sviðum, drjúgan þátt í að skapa meistara. Okkur finnst Fischer stund- um taka mikið upp í sig, vera steigurlátur, montinn, metnað- argjam og hégómagjam. Segjum, að hann sé allt þetta. En hann ér líka einhver glæsi- legasti skáksnillingur sem fram hefur komið á þessari öld. Hvaða aflvakar voru það. sem gáfu honum þann mikla styrk- leika, sem hann býr yfir í dag? Ætli það hafi ekki verið bölv- uð metnaðargimdin og steigur- lætið, sem gáfu honum kraft til að ná stórmeistaratitli 15 Sveinn Kristinsson skárra fyrir hvítan að gefa peð- ið til baka með 18. Bcl, Rd7; 19. 0—0 o.s.frv., þótt svartur fengi einnig þannig betra tafl.J 18.-------Bg4!; 19. f3, eS; (í slikri manndrápsstöðu sem þessari var ekki á margra 'færi að etja kapp; við Aljechin). 20. Rf-d2: ára gömlum og einnig til á- framhaldandi sigurvinninga. Ég tek Fischer aðeins sem dæmi vegna þess hve lítt hann reynir að leyna þeim eigin- leikum, sem oft eiga drjúgan þátt í að skapa mikla meist- ara. Metnaðurinn getur að vísu gengið úr hófi fram, ef hann hefur ekki aðhald af fastri skapgerð og sterkum vilja, eins og dæmi voru sýnd um áðan. Ef menn nota þá hefndarorku, sem ósigur leysir oftast úr læðingi, fremur til að bæta taflmennsku sina en að brjóta húsgögn eða bera á gólf. þá er líklegt, að menn auki styTkleika sinn því meira, sem þeir tapa oftar. En þá verð- ur metnaður, óbilgimi og hæfi- legur skapþungi að vera fyrir hendi. Sem kunnugt er var Aljeekin fleira til lista lagt en að brjóta húsgögn. Ef til vill væri líka varlegra að taka ofannefndri sögu um hann með nokkrum fyrirvara, þvi þótt hann væri skapmaður mikill, þá-mun hann hafa lært í hörðum skóla lífs og listar að taka töpum og sigrum án áberandi geðbrigða. f öllu falli ætlar þátturinn að gera tilráun til að veita hin- um látna heimsmeistara smá- vægilegar miskabætur fyrir slúðrið með því að birta eitt af listaverkum hans. Sú skák er tefld í einvígi hans við dr. Euwe árið 1935, og er fjórðá gkákin í því ein-' vígi. Euwe Hvítt: Euwe. Svart: Aljechin Grunfeldsvöm 1. d4, Rf6; 2. c4, g6; 3. RcS^ d5; 4. Db3 — (Ýmsir aðrir leik-. ir komu hér til greina svo' sem 4 Rf3, 4. cxd5 o.s.frv.) i 4. — — dxc4; 5. Dxc4, Bg7; 6. Bf4, c6; 7. Hdl, Da5; 8. Bd2 (Þetta er hálf vandræðalegur • leikur, og sennilega er hann frumorsök erfiðleika hvíts í framtíðinni. 8. b4 væri mun j snarpara og sigurstranglegra framhald. — 8. —• — Da3 strandar þá á 9. Rb5!, og hvít- ’ ur vinnur.) 8. -----b5! (Aljechin gríp-1 ur tækifærið til að ná frum- kvæðinu í sínar hendur.) 9. Db3, b4; 10. Ra4, Ra6; 11. ol, Be6; 12. Dc2, 0—0. (Segja má að Aljeehin hafi nú lokið liðsskipan sinni, en kóngsarm- ur hvíts er hinsvegar því sem næst óhreyfður. Ljóst er, að Euwe hefur engan tíma til að taka peðið á c6. Svartur léki þá sennilega — Ra-c7 og síðan Hc8 og drægi þá fljótlega til úrslita.) 13. b3, Ha-b8; 14. Bd3, Hf-c8: 15. Re2, c5!; (Þessi leikflétta Aljechins hefur það markmið að hindra hrókun hjá hvítum.) 16. Bxa6, Dxa6. 17. Rxc5, Db5; 18. Rf4 — (Ef til vill var Hvítt: Euwe. Svart: Aljechln 20. — — exd4! (Þessi fóm, þótt glannaleg kunni að virð- ast, stendur á traustum stöðu- legum grunni. Hún grundvall- ast meðal annars á því, hve hvíti kóngurinn er berskj ald- aður fyrir miðju borðsinis.) 21. fxg4, dxe3; 2. Bxe3, Rxg4; 2i3. Bf4, Bc3t; (Nú er úr vöndu að ráða fyrir hvítan. 24. Bd2 er ekki gott vegna 24. •— — Hxc5; 25. Rxc5, He8f; 26. Re4, Df5 og svartur vinnur létti- lega. Einnig strandar 24. Ke2 á 24. — — Hxc5. 25. Bxb8, De8t o.s.frv. Hvítur á því varla betri leik en þann, sem hann velur). 24. Hd2, Hxc5; 25. Rxc5, Dxc5; 26. Bxb8. (Hvitur lætur drottninguna af hendi, og er það vist skársta leiðin úr því sem komið er). ^ 26.-----De7t; 27. Kdl, Re3t;“ 28. Kcl, Rxc2; 29. Hxc2 '('Hing-; að fram hlýtur Alíechin að t hafa séð, er hann lék 18. leik sínum. Liðsafli er nokkuð jafn, en hvítur er samt dauðadæmd- ur vegna hinnar veiku kóngs- stöðu sinnar). 29.-------h5; 30. Hdl, Bg7; 31. h3, a5; 32. Bf4, De4; 33. Bc7, De3t; 34. Kbl, a4 35. bxa4, b3. (Nú tapar hvxtur óhjákvæmilega skiptamun)'. 36. axb3, Dxb3t, 37. Kel, Bh6t; 38. Hl-d2, Dxa4; 39. Be5, Kh7; 40. Bc3, Db5; 41. Bd4, De2; 42. g4, Delt; 43. Kb2, Bxd2; 44. Hc8 — (Loks komst hvítur í sókn. þótt hún vœri skammvinn), 44. — — Bclt — og Euwe i gafst up>p. Eftir 4t>. Hxcl, kæmi — — Db4f o.s.frv. Euwe vann einvígi þetta með eins vinnings mun, en Aljechin endurheimti titilinn tveirrrnr árum síðar. Iþróttir Framhald af 4. síðu SPURNING: Kennarair og nemendur eru beðnir að athuga, vegna hins síðara sundmóts skölajma, hvort unnt sé að efna til þess móts í lok febrúar. í þessu sambandi þarf að athuga um miðsvetrairpróf, árshátíðir og keppni skóla, t.d. J handknatt- leik og körfuknattleik. Erfitt hefur verið að Joama þessu móti á í marz eða aþríl vegna skíðaferða skóla og keppni skóla í knattieikjum. Tilkynningar umj þátttöku sendist sundkennurtun skól- anna í Sundhöll Reykjavíkur fyrir kl. 16. þarm 5. desember. (Fréttatilkynning frá und i rbtún ingsnefhd ). v^AFÞÓR. ÓUÐMOmm jJ&sii-itujcdd, t7'vm, Sítni i iNNtíPiMTA a»f54 kmmmi-oöFJiÆ.t>/'STor}r?í

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.