Þjóðviljinn - 25.11.1962, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 25.11.1962, Blaðsíða 5
Sammdagur 25, nénwanber 1962 MÓÐVTLJINN SÍÐA 5 Létt verði á gjöldum kaupstaða og kauptúna vegna almennrar umferðar • Kaupstaðir og kauptún, sem miklar umferð- aræðar liggja um, verða af þeim sökum fyrir margvíslegum óþægindum og útgjöldum, svo ó- sanngjarnt má teljast að hlutaðeigandi staðir rísi sjálfir undir átroðslum af umferð, sem ef til vill er aðeins að litlu leyti í þeirra þágu. • Karl Guðjónsson flytur á Alþingi frumvarp til breytinga á vegalögunum í því skyni að þess- ari byrði verði að verulegu ley’ti létt af slíkum stöðum í þjóðbraut. Aðalefni frumvarpsins er fólgið í þessari grein, sem ætlazt er til að bætist aftan við 3. grein vegalaganna: ÞINGSIÁ ÞJÓÐVILJANS Þar sem þjóðvegur liggur um kaupstað eða kauptún og ætla má, að umferð farartækja um hann sé að meiri hluta til í þágu annarra aðila en íbúa viðkomandi sveitarfélags, skal um kostnað við umbætur og viðhald hans gilda sama ákvæði og aðra þjóðvegi. Þegar í ljós kemur, að meðaiumferð um þjóðvegi í kaupstað eða kaup- túni er yfir 400 farartæki á dag að sumarlagi, skal á þá gera slitlag úr varanlegu efni, svo fljótt sem fé er til þess veitt. í greinargerð segir flutnings- maður: í gildandi vegalögum er far- takslaust gert ráð fyrir því, að hvar sem þjóðvegur liggur í gegnum þorp eða kaupstað, þá skuli viðkomandi sveitarfélag bera kostnað af viðhaldi og umbótum vegarins innan þeirra takmarka, sem kaup- staðarlóðin eða verzlunarlóð þorpsins markar, en þar sem annmarkar eru á að fara eftir þessari reglu, eigi ráð- herra að úrskurða endamörk þess vegar, er veðagerð ríkisins sér um. 1 þcssu frumvarpi er gert ráð fyrir því, að þessi regla haldist, þar sem umferð far- artækja er að meiri hluta til í þágu þorps- eða kaup- staðarbúa sjálfra, en þar sem umferðin er á hinn bóginn að meiri hluta í þágu annarra en íbúa stað- arins, sem um er ekið, skuli kostnaður af veginum greið- ast með sama hætti og ann- ar þjóðvcgakostnaður. Þá er og í þessu frum- varpi það' nýmæli, að þar sem þjóðvegur liggur um þorp eða kaupstað og um- ferð á honum er orðin yfir 400 farartæki á dag að með- altali aðalumferðarmánuð- ina, þá skuli sá þjóðvegur gerður með slitlagi úr var- anlegu efni, þegar fé er til þess veitt. Það orkar varla tvímælis, að hæpin sanngirni er að skylda sveitarfélag til að kosta þjóð- veg í umdæmi sínu, ef notkun hans er aðeins að minni hluta ti'l í þágu íbúa staðarins. Til eru þeir staðhættir, að umferð þjóðvega í þorpum er gðeins að litlu broti þorpinu sjálfu viðkomandi. Engu að síður leggja vegalög þorpsbú- um slíkra staða á herðar fjár- hagsbyrðarnar af yiðhaldi og endurbótum vegarins. Með hinni sívaxandi notkun vélknúinna ökutækja sýnir reynslan, að óeerningur er að viðhalda malarvegum sóma- saml.. eftir að umferð á þeim er orðin mikil. Ryk og önnur óþrif frá vondum malarvegum verða óþolandi í þéttbýli. og verður ekki umflúið öllu lene- ur að steýpa slitlag fjölförn- ustu bióðveganna í þorpum andsins. Þess er á hinn bc' 'inn ekki að vænta, að emstök sveitarfé- lög með ótsi verkefni á sinum snærum og þrönga tekjuöflun- araðstöðu geti sinnt því að leysa hin kostnaðarsömustu vandamál þjóðvegakerfisins, eins og varanleg vegagerð er, einnig þótt á takmörkuðum eða smærri svæðum sé. __Þá verður ekki heldur talið eðli- Karl Guðjónsson legt af ríkisvaldsins hálfu að láta það sig engu skipta, þótt þjóðvegur valdi verulegum ó- þrifum og óþægindum á fjöl- byggðum stöðum. En þessi vandamál verða ekki leyst á nálægum timum, nema hin al- menna vegagerð landsmanna verði með skipulegum hætti látin glíma við lausn þeirra verkefna, er hér bíða, og ríkið leggi fram fjármuni í því skyni. Að þessu frumvarpi sam- þykktu yrði það fjárlagamál að ætla fé til varanlegra þjóð- vega í þorpum og kaupstöðum. En með því að telja má, að ekki yirði á örfáum árum ætl- að tiil þeirra þarfa allt það fé, er til þyrfti, þá er hér að- eins miðað við varanlega gerð vega með yfiir 400 farartækja meðalumferð á dag á sumar- mánuðum, og væri þá eðlilegt að miða við það 4 mánaða tímaþil, sem bezt er til sam- gangna, t.d. júni—september. Á meðan aðeins væri hægt að sinna hluta þeirrar skyldu, sem vegagerðinni sköpuðust með ákvæðum þessa frum- varps, yrði að teljast eðlilegt, að verkefnunum yrði sinnt þar fyrst, sem umferðin reynist mest, og siðan áfram í þeirri röð, sem umferðarþunginn segði til um, unz fullnægt væri skyldum. en þá væri komið að nýrri athugun á meðalumferð- armarkinu. Ýmis þingmál Jarðhitarannsóknir Þingmenn Norðurlandskjör- dæmis eystra flytja þingsáiykt- unartillögu um jarðhitarann- sókniir, jarðhitaleit og áætlanir um hagnýtingu jarðhita á Norðurlandi eystra og er til- lagan svohljóðandi: ■ ‘rA»f Clíaiticrt fSp j „Alþingi ályktar að fela rík- isstjórninni að sjá um, að á vegum jarðhitasjóðs verði hið fyrsta rannsókn gerð á jarð- hitasvæðum þeim, sem vitað er um á Norðurlandi eystra og ekki hafa enn þá verið rann- sökuð nægi’iega, en ætla má að hagfellt geti verið að nytja. Enn fremur, að framkvæmd verði í þeim landshluta ræki- leg jarðhitaleit á þeim stöðum, þar sem líklegt þykir, að hag- nýtur jarðhiti sé finnanlegur með viðráðanlegum kostnaði. í sambandi við þessar athug- anir verði svo jafnóðum gerðar bráðabirgðaáætlanir um hag- nýtingu jarðhitans á hverjum stað.“ í greinargerð fyriir tillögunni er á það bent, að mikill hluti Norðurlands eystra er á aðal-^, jarðhitabelti landsins, en enn hafa ekki fairið fram heildar- rannsóknir á þessu svæði með hagnýtingu jarðhitans fyrir augum. Greinargerðinni fylgir skrá yfir jarðhitasvæði í þess- um iandshluta. og hefur raf- orkumálastjóri ríkisins látið gera hana. Samkvæmt skránni er hér um að rs»ða yfir 90 iarðhitps'— Endurskoðun sigl- ingalaga og sjó- mannalaga Sjávarútvegsmálanefnd hefur lagt fram tvö frumvörp um breyting á sjómannalögum og breyting á siglingalögum Bæði þessi frumvörp voru áður flutt á Alþingi 1960 að beiðni sam- göngumálaráðuneytisins, en einstakir nefndarmenn sjávar- útvegsnefndar haía óbundnar hendur um afstöðu til þessara mála og breytingartillagna, sem fram kunna að koma. Frumvörp þessi miða fyrst og fremst að því að samræma lög- gjöf okkar um þessi efni lög- gjöf hinna Norðurlandanna, og yrði of langt mál að rekja þær breytingar nánar hér. Veitingasala og gististaðir Lagt hefur verið fram stjórn- arfrumvairp um veitingasölu, gistihúsahald o. fl. Frumvarp- ið er samið af nefnd, sem skipuð var af samgöngumála- ráðberra 10. okt. 1961 til þess að endurskoða eldri lög um þetta efni með hliðsjón af frumvörpum til nýrra veitinga- laga, sem legið hafa fyrir Al- þingi hin síðari ár. í nefndinni áttu sæti. Brynjólfur Ingólfs- son, ráðuneytisstjóri (form.), Benedikt Gröndal, dr. Jón Sig- urðsson, borgarlæknir, Pétur Daníelsson, veitingamaður, Símon Sigurjónsson, fram- reiðslumaður og Þorvaldur Guðmundsson, forstjóri. Frumvarpið er að mestu leyti samhljóða eldri frumvörpum um þetta efni, en helzta breyt- ingin er, að eftirlit með gisti- og veitingastöðum verði falið sérstökum eftirlitsmanni. sem starfi undir yfirstjórn land- læknis. Vatnsveita í V estmannaey jum Guðlaugur Gíslason flytur frumvarp til laga um heimild fyrir rikisstjórnina til lántöku vegna vatnsveituframkvæmda í Vestmannaeyjum. Er gert ráð fyrir að heimila 12 milfjón kr. lán, sem endurlánað verði bæj- arstjórn Vestmannaeyja til vatnsveituframkvEemda. Kal í túnum Valtýr KristjánSson fiytur frumvarp til laga um breytin'; á jarðræktarlögum. Frumvarp- ið gerir ráð fyrir, að heimilað verði að greiða styrk út á end- urrækt lands vegna kal- skiemmda á sarna hátt og út á vinnslu og jöfnun lands vegna akur- og túnræktar. Kuldaskór kvenna gott úrval og Kvenskór flatbotnaðir og með hæl Glæsilegt úrval Nýkomið Skóverzlun Péturs Andréssonar Laugavegf 17 og Framnesvegi 2. Ctgefandi: Samelningarflokkur alþýðu — Sósiaiistaflokk- urinn. — Ritstjórar: Magnús Kjartansson. Magnús Torfi Ölafsson. Sigurður Guðmundsson (áb.i Fréttaritstjórar: Ivar H. Jónsson. Jón Bjarnason. Ritstjóm. afgreiðsla. auglýsingar. prentsmiðja: Skólavðrðustfg 19. Sími 17-500 (5 Hnur). Áskriftarverð kr. 65.00 á mánuðl. Biölaö gtjórnarblöðin hafa birt mjög ófagrar lýsingar á Framsóknarfulltrúunum á Alþýðusam- bandsþingi og forustumönnum Framsóknar- flokksins undanfarna daga. Þeir hafa verið kall- aðir vargar í véum, lögbrjótar, lítilmenni, of- beldismenn, bolar og þjóðsvikarar, svo að fáein sæmdarheitanna séu upptalin. Þeim mun fróð- legri verður frétt sem birtist á forsíðu Alþýðu- blaðsins í gær, en þar er skýrt frá því að stjórn- arflokkarnir hafi gengið með grasið í skónum á eftir þessum skelfílegu mönnum og biðlað til þeirra æ ofan í æ. Alþýðublaðið segir: „Lýðræð- issinnar á Alþýðusambandsþingi gerðu Fram- sóknarmönnum tvívegis tilboð um samstarf á þinginu. .. Fyrra tilboðið var gert skömmu áð- ur en þingið kom saman. Höfðu forustumenn lýðræðissinna þá orðið sammála um að leita til framsóknarmanna, og voru skýr boð um það látin ganga íil framkvæmdastjóra Framsóknar- flokksins- Ekkert svar barst. Seinna tilboðið var gert í upphafi þings. Áður en gengið var ’til starfa buðu forustumenn lýðræðisflokkanna leiðtoga framsóknarmanna á þinginu samsfarf .ogf,mun hafa verið gefinn.kostur á því að ’fram- sókn mætti tilnefna forsefa þingsins. Þessu boði var hafnað ^.jUþýðublaðið he’fur frétf að_ mikill klofningur sé í Framsóknarflokknum úf af þessum málum. Segja sögusagnir á Alþýðu- sambandsþingi, að Hermann Jónasson og Óla’fur Jóhannesson hafi viljað veita verzlunarmönn- um fullan stuðning.“ Jþannig voru stjórnarflokkarnir óðfúsir að kom- asf í bandalag við lögbrjóta og lítilmenni og voru meira að segja áfjáðir í að velja bola og þjóðsvikara í forsetasætið. Tilboðum um þetta efni var ekki komið á framfæri við Framsókn- armenn þá sem kjörnir höfðu verið fulltrúar á Alþýðusambandsþing, heldur við „framkvæmda- stjóra Framsóknarflokksins“. Ætlunin var þann- ig sú að gera pólitísk hrossakaup milli æðstu valdamanna hernámsflokkanna, en síðan áfti forusta Framsóknarflokksins að skipa fulltrú- unum á Alþýðusambandsþingi fyrir verkum, segja þeim hvemig þeir ættu að greiða atkvæði! í samræmi við það tilgreinir Alþýðublaðið af- stöðu tveggja kunnra forustumanna Framsókn- arflokksins fil málefna Alþýðusambandsþings, enda þótt hvorugur þessara manna hafi nokkru sinni komið nálægt verklýðshreyfingunni. En þannig á að stjórna verklýðssamtökunum að mati Alþýðublaðsins, með pólitískum hrossa- kaupum flokksleiðtoga. gflaust halda stjórnarflokkarnir áfram að biðla til Framsóknarleiðtoganna jafnframt því sem ókvæðisorðin verða látin dynja á þeim sam- kvæmt þeirri gamalkunnu aðferð að takas’t megi að berja menn til ásta. Stjórnarflokkarnir bafa sjálfir sagt að þeir hafi komið sér upp harðsnúnu liði innan Framsóknar í sambandi við Vqrðberg, og það lið hugsar sér til hrevfinpc hn- , næstu Alþingiskosningar eru afstaðnar. — m.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.