Þjóðviljinn - 04.12.1962, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 04.12.1962, Blaðsíða 2
:ÍÐA 2- ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 4. desember 1962 500 manns sóttu árshátíð nema ML LAUOARVATNI 3/12 — Nem- endur Menntaskólans að Laugar- vatni héldu að venju árshátið sína 1. desember. Samkomu þessa sóttu um 500 manns frá Laugarvatni og nágrenni. Menntaskólanemar höfðu vand- að mjög til þessara hátíðahalda, Húsakynni skólang, voru skreytt með myndum, húsgögnum komið fyrir og húsið skrautlýst og fleira gert tii þess að gera það vistlegra Má segja að skólinn hafi tekið miklum breytingum á einum degi vegna þes'sara hátíðahalda. enda margar hend- ur er unnu að undirbúningi. Skemrntiatriði voru; Söngur undip stjórn Þórðar Kristleifs- sonar, tveir leikþættir, annar úr fslandsklukkunni, hinn eftir Dýrt spauq Safn skopkvæSa eftir Guðnund Sigurðsson Dýrt spaug nefnist kvæðabók eftir kímniskáldið Guðmund Sig- urðsson sem komin er út hjá Helgafelii. Undirtitill er „Heims- lystarvísur og hermiljóð." 1 formála segir höfundur: „Kvæði þau, sem hér birtast, eru að verulegum hluta samin til söngs eða flutnings við ákveðin tækifæri . . . Þeim hefur verið ætlað hlutverk á vettvangi þar sem glaðværð og gáski var ríkj- andi . . . Ef einhverjum einstak- lingi eða stofnun finnst ómak- lega að sér vikið einhversstaðar í þessu kveri, er gáleysi mínu um að kenna, en ekki óvild í garð eins eða neins Auk þess komp þeir einir hér við sögu, sem í nu'num augum hafa náð slíkri stærð í samfélagi okkar, að litilsháttar spéskapur raski henni í engu“ nemanda í menntaskólanum, ein- söngur, harmónikkuleikur, upp- lestur, listdans o.fi, Skemmti- atriði og allur undirbúningur var unninn af nemendum. formaður hátíðanéfndar, Lo,gi Kristjárísson. hélt aðalræðuna og sagði m.a, að það væri engin tilviljun að árshátíð skólans væri haldin fyrsta dag desem- bermánaðar. Hann drap á þmr miklu framfarir sem orðið hefðu í. þá tæplega hálfu öld sem ís- lendingar hefðu verið fullvaida þjóð, lifskjör þefðu batnað. list- ir blómgast. þó væri margt ó- unnið enn. Ræðumaður vék að þeim hsettum sem steðiuðu að sjálfstæðri tilveru h.ióðarinnar í dag svo sem og fyrr á tímum. íslendingar hefðu oft verið þrótt- miklir menn og ekki látið hlut sinn fyrir útlendum stórmenn- um Síðan drap ræðumaður á niðurlægingartímana sem yfir bjóðina hefðu komið. er beztu jarðir. skip og verzlun hefðu lent i höndum útlendinga. Af þess völdum hefði þióðin orðið fátæk og fólk hrunið niður úr hungri. Logi sagði að íslending- um hefði alltaf vegnað verst, er þeir hefðu verið undir erlendum drottnum Við tækjum nú við landi voru sjálfstæðu og það, væri okkar að gæta þess sjálf- stæðis Þegar dagskráratriðum, öðrum en dansi. var lokið (en hann stóð til kl. 4 um nóttina). var skólameistara, kennurum og öðrum boðsgestum boðið til kaffidrykkju í setustofu skólans. Þar sem annarsstaðar önnuðust nemendur allan beina. Árshátíð þessi fór hið bezta fram. Þess má geta að nemend- ur Menntaskólans að Lauear- vatni eru um 100 á þessu skóla- árj, — E. ' Hvernig sier'si skil í Happdrœtti Þjóðviljans? Vesturlandskjördæmi, — 19% Vestfjarðakjördæmi, — 7% Norðurlandskjördæmi, vestra, — 5% Norðurlandskjördæmi, eystra, — 12% Austf jarðakjördæmi, — 4% Suðurlandskjördæmi, — 12% Reykjaneskjördæmi, — 21% Reykjavík, — 24% Framangreind skrá er birt hér til fróðleiks fyrir velunnara blaðs- ins um allt land og sýnir skil á seldum happdrættismiðum í hverju kjördæmi. Illa trúum við, að Vestfirðingar, Norðlendingar, vestan megin, og Austfirðingar látí það um sig spyrjast að una lengi neðstu sætum og sýni betri stöðu áður en næsta skrá verður birt. Eftirfarandi stöðum úti á landi viljum við færa sérstakar þakkir fyrir góð skil fram að þessu: Mosfellssveit, Þingeyri, Akranesi, Hveragerði, Borgarnesi, Kópavogi og Selfossi. SKYNDIHAPPDRÆTTI ÞJÓÐVILJANS. Mv Fimm-bék, Tées-bék- Óli Alexander eg SunddroHning C V ^ \ Jóia- I ) kjólar l Jólckdpur Komin er út hjá Iðunni ný bók í fiokknum um félagana fimm eftir Enid Blyton. Nefnist hú'n Fimm í útilegu og segir frá nýjum ævintýrum barnanna o.g félaga þeirra, hundsins Snata. Enid Blyton er öllum börnum kunn af Ævintýrabókunum. sem fluttar eru sem framhaldsleikrit í barnatíma útvarpsins. Myndir eru í bókinni eins og öðrum Hart i bak Framhald af 1. síðu. Öskiljanlegt Hvað olli strandinu? Hvemig má þvíiíkt og annað eins ske? Ekki hafa enn fengizt svör við þessum spumingum og fást sennilega ekki fyrr en sjópróf fara fram. Mönnum er þetta gjörsamlega óskiljanlegt. Siglingaleiðin um Eyjafjörð er síður en svo vandfarin, allra sízt með nútíma siglingatækni. Siglingavitar eru á Svalbarðs- eyri og Hjalteyri (sbr. kortið), og það þarf reyndar engin sigl- ingatæki til að fara þetta í sæmilegu veðri, a.m.k- ætti kompásinn að nægja. Hart í bak Ekki er annað sýnna en hér sé um ' 'ítavert gáleysi að ræða Þegas strandið varð, átti þriðji stýri* ,iaður, Páll Einarsson, stim- vakt og með honum tveir há-, setaí<. Skipstjórinn, Tryggvi Blöndal, mun hafa verið niðri. En það er engu líkara en skip- ið hafi verið alveg stjómiaust. Menn standa sem sagt alveg gáttaðir. Það mun varia of- mælt að hér sé um að ræða eitthvert hið furðulegasta strand í íslenzkri silgingasögu og megi jafnvel jafna til þess, er Goða- foss sigldi upp i Straumnesið, eins og frægt er orðið, nú síð- ast í nýju leikriti í íðnó. Svo mikið er víst, að skjpipu hefur verið snúið hart í bak frá réttri stefnu. Kemur til Reykja- víkur í nótt Samkvæmt upplýsingum, sem Þjóðviljinn fékk hjá Guðjóni Teitssyni forstjóra Skipaútgerð- ar ríkisins í gærkvöld, athugaði kafari skemmdirnar á Esju á Akureyri í gaér. Virtust vera töluverðar skemmtir á framhluta botnsins og leki hafði komizt að þrem botngeymum. Enginn leki var í lestum eða vélarrúmi. Að rannsókn lokinni ákvað skipaút- gerðin, að Esja skyldi þegar sigla tii Reykjavíkur, og var það með samþykki skipaskoðunar- stjóra. Lagði skipið af stað frá Akureyri kl. 8.30 í gærkvöld og má búast við því til Reykjavíkur i nótt. Má þá gera ráð fyrir, að sjópróf hefjist þegar á morgun, Esja þarf auðvitað að fara í slipp eftir þetta strandævintýri og við það hljóta ferðaáætlanir Ríkisskipa að breytast verulega. Getur það orðið til mikils baga, þa sem mesti annatími ársins fer í hönd. FTII. Saga Mmc- Lean wm sjé hernoð á ; Blyton-bókum. Þrjár aðrar bækur handa bömum og unglingum eru ný- komnar út hjá Iðunni, Óii Alex- ander fær skyrtu er sú þriðja í röðinni um þá söguhetju. Þýð- andi er Stefán Sigurðsson kenn- ari og margar myndir eru í bók- inni. Sunddrottningin er eins og nafnið bendir til um unga sund stjörnu, bók handa ungum stúlk- um. Andrés Kristjánsson hefur þýtt bókina. Tói í borginni við flóann er framhald sögu um strok sama pilts með varðskipi. Segir í nýju bókinni frá því er Tói sezt á skólabekk í borginni við fló- ann. Höfundur kallar sig Eystein unga. Ný skáldsaga eftir AlistaijT MacLean er komin út í íslenzkri þýðingu Andrésar Kristjánsson- ar ritstjóra. Nefnist hún Skip hans hátignar Ódysseifur. Út- gefandi er Iðunn. Þetta er stríðssaga eins og fyrsta hók höfundar sem út kom á íslenzku, Byssurnar í Navarr- one. í þetta skipti er sögusvið- ið brezkt herskip í síðustu styrj- öld. Gerist meginhluti bókarinn- ar á hafinu norður og no.rðaust- ur af íslandi. Ódysseifur er fyrsta hók höf- undar og gerði hann frægan á fáum mánuðum. en áður var hann óþekktur kennari í Skot- landi. Síðan hefur hver bók hans hlotið sess á metsölulist- um. Skáldsaga fir prest Séra Stanley Melax hefur sent frá sér skáldsögu sem nefnist Gunnar helmingur. Gerist hún í vestfirzku þorpi á fyrsta árautg þessarar aldar. Söguhetjan er maður á miðj- um aldri, ekki mxkiil fyrir sér Veltur á ýmsu fyrir honum, einkum, í kvennamálum. Meðal annarra persóna sem koma við sögu er prestur, og ætti höfund- ur að geta lýst þeirrar stéttar manni af kunnugleik. Bókin er 163 þlaðsíður og bókaforiag Odds Bjömssonar gefur hana út. Full- komnust allra Það er mikill misskilning- ur að halda þvi fram að stjómarflokkamir misnoti fullveldisdag íslendinga til á. róðurs gegn sósíalisma. Þótt afturhaldsmenn hafi nú flutt þann boðskap fjögur ár í röð. Jónas H. Haralz, Guðmundur í. Guðmundsson, Bjami Bene- diktsson og Geir Hallgríms- son, vita það öllum mönnum betur að þeir eru ekki að gera sósíalismanum neinn óleik með hinum flatneskjulegu á- róðursræðum sínum. Þvert á móti hlutu menn að fá lif- andi áhuga á sósíalisma ef þeir hefðu lagt það á hlustir sínar að hlýða á Geir Hall- grímsson flytja skólastíl sem hann samdi endur fyrir löngu þegar hann gekk á námskeið um lýðræði hjá Birgi Kjar- an, sérfræðingi Sjálfstæðis- flokksins. En því miður hefur víst enginn hlustað á Geir Hallgrímsson, ekki einu sinni þeir embættismenn og at- vinnuklapparar sem fylltu út i fáein sæti í hátíðasal Há- skólans 1. desember. Það er all.t annað sem vak- ir fyrir stjórnarflokkunum Tilræði þeirra beinist gegn I. desember, gegn fullveldinu. gegn sjálfstæðnu. Fyrsti des- ember var áður einingardag- ur íslendinga; þá voru skáld menntamenn osg vísindamenn fengnir til að flytja ræður um allt það sem sameinaði þjóð- ina hversu mjög sem menn deildu um einstök fram- kvæmdaatriði; þennan dag beindu menn huga sínum að öllu því sem gerir hina fá- mennu fslenzku hjoð ^ ;að sjálfstæðri heild í stórum heimi Það var þessi tilfnn- ing sem stjómarflokkarnir vildu feiga. bess vegna var fullveldisdeginum breytt^ í innanflokksfyrirtæki Aiþýðu- flokksins og Sjálfstæðisflokks- ins til skiptis þar sem engu má flíka nema því allra lág- kúrulegasta og ekkert orð má segja nema það hafi verið flatt út endalaust í stjómar- blöðunum áratugum saman. Með því að vega að fullveld- isdeginum og þeirri sam- stöðu sem áður einkenndi viann er verið að vega að full- veldinu sjálfu. Og út frá beirri forsendu hafa ræður síðustu ára hitt algeriega í mark og ræða borgarstjórans í Reykjavik verið fullkomnust allra að mannviti og fögrum búningi. —• Austri. KftlíftÍiS töskur Fransklr hanzkar Laugavegi 89. Auglýsing til símnofenda í Reykjavík, Kópavogi og Hafnarfirði Vegna útgáfu nýrrar símaskrár eru símnotendur í Reykja- vík, Kópavogi og Hafnarfirði beðnir að senda breyt- ingar við nafna- og atvinnuskrá, ef einhverjar eru frá því sem er í símaskránni frá 1961, fyrir 15. desember n.k. Breytingar, sem koma eftir þann tíma, má búast við að verði ekki hægt að taka til greina. Breytingar, sem sendar verða, skal auðkenha „símaskrá”. Reykjavík, 3. desember 1962, BÆJARSlMI REYKJAVIKUR. T'rT cuiæíU|s i

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.