Þjóðviljinn - 04.12.1962, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 04.12.1962, Blaðsíða 6
6 SÍÐA ÞJÓÐVILJINN « Þriðjudagur 4. desember 1962 Lyf gegn of háum blóðþrýstingi gerii sjúklinga sykursjúka! Myndin var tekin a£ t) Þant (t.v.) þegar Kúbudeilan stóð sem hæst. Hann cr þarna að taka á móti sérlegum fulltrúa Sovétríkjanna í því máli, Kúsnetsoff aðstoðarutanríkisráðherra. Rœtt við Ú Þant Ihugun er leiðin til sannleikans! 1 hálftíma sjónvarpsviðtali ræddi brezki fréttamaðurinn Alistair Cooke nýlega við að- alritara Samcinuðu þjóðanna, tJ Þant, um reynslu hans og helztu áhugamál. Cooke: Hvað aðhafizt þér helzt, þegar þér eigið frí? t) Þant: Ég fer í gönguferð- ir, les og þess á milli skrifa ég. Ég hef t.d. haldið dagbók á hverjum degi síðan 1925, er ég var 16 ára gamall. Ég hef haldið því við, mjög reglu- bundið. Ég skrifa þá niður eitthvað af því, sem ég hef hugsað eða gert yfir daginn. Auk þess les ég töluvert, þeg- ar ég hef tíma til. Svo hugsa ég dálítið — íhuga, ef þér viljið nota það hugtak. Cooke: Og það merkir auð- vitað ekki — ég á við — við hér á Vesturlöndum höfum tilhneigingu til að líta á það að sitja í stól og hugsa sem sljóleika og tímaeyðslu. Ú Þant: Nei, ég hafði allt annað í huga. Þegar ég notaði orðið „hugsun” eða „íhugun”, átti ég við aðra merkingu en venjulega er lögð í þessi orð hér. Því að þarna sjáum við einmitt mismuninn á hugtök- um í austri og vestri með hliðsjón af menntun, menn- ingu og ýmsum öðrum efn- um. Ég á við, að á Vestur- löndum er mest áherzla lögð á þroskun skynseminnar. Það sem hugsuðir Vesturlanda hafa um aldir nefnt „húman- isma”, hefur einmitt verið til- raun til að ná valdi á sjálf- um sér og umhverfinu. Tak- mark vestursins hefur verið að skapa, verða laeknar, verk- fræðingar og vísindamenn, rannsaka geiminn og komast til tunglsins og Marz og stjarnanna. Þetta er takmark menntunarinnar i löndum vestursins. En ég held, að í Austurlöndum, sé af gamalli hefð lögð meiri áherzla á sið- ferðilega og andlega þroskun mannsins. Cooke: Maður byrjar á sjálf- um sér? t) Þant: Einmitt, maður byrjar á sjálfum sér! Og ég held að við reynum að kom- ast að sannleikanum með í- hugun og hugleiðingu. Við reynum að rannsáka það, sem gerist innra með okkur. Viö reynum t.d. að skilja gildi auðmýktar og hins ljósa. Við erum meira eða minna önn- um kafnir við að gera okkur ljósa grein fyrir hlutunum með hugsun okkar, og það gerist á kostnað þekkingar- innar um það, sem ber við í kringum okkur. Með þessu á ég við, að bæði í austri og vestri viljum við reyna að sameina þessi ólíku sjónarmið. Ég álít, að þróun mannsins eigi að vera alhliða. Þróunin á ekki eingöngu að vera vitsmunaleg heldur einn- ig siðferðileg og andleg, því að ég hef á tilfinningunni, að hreinræktuð vitsmunaþróun, án siðferðilegrar og andlegr- ar þróunar, muni leiða oss úr einum vandanum í annan. Þess vegna finnst mér ómaks- ins vert, að veita andlegum og siðferðilegum hliðum lífs- ins meiri athygli. Eitt árangursríkasta lyf, sem fundið hefur ver- ið upp gegn of háum blóðþrýstingi, diaozide, hef- ur verið afturkallað af framleiðendum í Banda- ríkjunum, vegna þess að það reyndist valda magn- aðri sykursýki. Lyfið var framieitt af fyrir- tækinu Schering Corporation í New Jersey, sem notið heíur nokkurs álits í lyíjaframleiðslu, og hafði verið reynt á dýrum með ágætum árangri. Á síðasta ári var læknum víða um heim sendar diaozidepillur, og þeir beðnir að reyna þær á sjúkl- ingum með of háan bióðþrýst- ing. Jafnframt sótti fyrirtækið um leyfi til að mega framleiða lyfið í fjöldaframleiðslu. Allir læknar, sem reyndu lyfið á mönnum, sendu til baka skýrslur, sem sýndu, að lyfið hafði reynzt mjög vel. En nokkrir læknanna fullyrtu, að sjúklingar þeirra hefðu fengið bráða sykursýki af pillunum. Eftir að tveir kunnir, brezkir læknar höfðu ritað um málið í læknatímaritið The Lancet og skýrt frá óyggjandi niður- stöðum sínum, er lutu í sömu átt, var lyfið loks afturkallað og tilkynnt, að það yrði ekki framleitt í fjöldaframleiðslu. Mál þetta hefur vakið mikla athygli og umræður víða um lönd, og almenningur hefur furðað sig á, að sjúklingar skuli notaðir þannig sem tilrauna- dýr, eftirlitslaust. Þeir sem kunnugir eru þessum málum segja, að lyfjafyrirtækið banda- ríska hafi í þessu tilfelli hag- að sér hárrétt, bæði fylgt al- mennri venju og lögum um mcðferð nýrra lyfja. En víða er sú krafa borin fram, að lög- um um þessi efni verði taf- /arlaust breytt. í fyrsta lagi er þess krafizt, að lyfjatilraunir á mönnum fari aðeins fram undir ströngu eftirliti vísindamanna, og að- eins úrvalslæknum sé leyft að gera tilraunir, en lyfjafyrir- tækjum sé bannað að senda mikið magn af óreyndu lyfi út um allan heim, eins og tíðk- azt hefur. I öðru lagi verður að tryggja það, að sjúklingarnir sjálfir viti, að verið er að gera tilraunir með ný lyf. Það hef- ur sem sagt hvað eftir annað komið fyrir, að tilraunalyf eru notuð eftirlitslaust á fólki. sem ekkert gi-unar, og læknar hafa jafnvel þegið greiðslu fyrir lyf- in, enda þótt þau séu fengin ókeypis hjá framleiðendum. Sjúklingar hafa þannig greitt fyrir að vera notaðir sem til- raunadýr! Lyfjafyrirtækið, sem fram- leiddi diaozide, hefur tilkynnt, að sykursýkin, sem lyfið hefur í för með sér, sé að vísu bráð- ur sjúkdómur en ekki ólækn- andi. Er það sjúklingum vænt- anlega nokkur huggun, að þeir skuli sleppa lifandi, eftir að hafa tekið inn lyfið, sem lækn- irinn þeirra lét þá fá! Vegna mistaka af hólfu lækna eða hreinlega af óheppni létu 678 sjúklingar lífið í Bretlandi á einu ári. Þessar upplýsingar er að finna í opinberum, brezk- um hagskýrslum frá árinu 1960. 344 sjúklingar létust af völd- um ýmis konar deyfingar, en 117 fengu alltof kröftuga lyfja- skammta. í skýrslum þessum má auk þess sjá, að 785.000 börn hafa komið í heiminn þetta ár í Bretlandi, og hafa aldrei fæðzt svo margir á einu ári þar í landi síðan 1947. Fædd óskil- getin voru 43.000 börn eða um 6%, sem þykir nú heldur skítt hér á Islandi, þar sem meira en fjórða hvert barn, sem bor- ið er í heiminn, er óskilgetið. Samt er þetta talsvert miklu hærri tala í Englandi en var að meðaltali fyrir seinustu heims- styrjöld. Hjónaskilnuðum fer ört fjölg- andi í Bretlandi og voru 28.500 árið 1960. Meðalaldur brúð- hjóna fer hins vegar ört lækk- andi og voru 125.000 enskar brúðir undir 21 órs aldri. Fjöldi sjálfsmorða minnkar ekki neitt í Bretlandi og sviptu 5000 menn sig lífi á þessu sama ári. Stjórnarandstœðingar í fangelsi Norskir unglingar berjast um nýnorsku og ríkismál 1 Noregi hafa löngum verið mikil átök um tungumál þjóð- arinnar, og menn hafa skipzt í tvo hópa, annars vegar eru áhangendur ríkismálsins og hins vegar þeir menn sem vilja innleiða nýnorsku eða svonefnt landsmál. Undir dönsku ein- veldi glataði mikill hluti norsku þjóðarinnar tungu sinni á fyrri öldum, og það sem nú nefnist ríkismál í Noregi er í rauninni aðeins norskuskotin danska. En meðal bændaalþýðunnar á vesturströndinni varðveittist gamla tungan nokkurn veginn, og á miðri seinustu öld la°ði Xvar sen grundvöll að rituðu nýnorsku máli, og byggði þar á hinum gömlu mállýzkum bændanna. En Norðmenn hafa þó aldrei getað sameinazt um nýnorsk- una og ríkismálið hefur haldið velli. í seinni tíð hafa komið fram á sjónarsviðið málfræð- ingar, sem vilja auðga ríkis- málið með orðaforða úr ný- norsku, en telja ógerlegt iiéð- an af að innleiða hana sem þjóðtungu. Er þá komið þriðja málið á dagskrá, svonefnd sam- norska. Sú stétt manna í Noregi, sem mest verður fyrir barðinu á þessum tungumálaerjum, eru auðvitað skólanemendur því að oft er verið að breyta um kennslutilhögun og rugla þá í ríminu á ýmsan máta. En enda þótt þeir flestir séu sammála um, að betra sé að hafa eitt mál en mörg, eru þeir samt ekki á eitt sáttir, hvort velja skuli nýnorsku, ríkismól eða samnorsku. Og nýlega urðu mikil átök í Kristiansand, er tveimur fylkingum laust sam- an á útifundi. Gagnfræðaskólanemendur í bænum, er aðhylltust ríkismál- ið, fóru blysför um bæinn og báru kröfuspjöld, sem á voru letruð ýmis konar vígorð gegn samnorsku. Var hún almennt nefnd „skamnorsk" og farið ó- kvæðisorðum um ýmsar nafn- greindar kennslubækur. ritað- ar á þeirri tungu. Er kröfugangan kom á aðal- torg bæjarins, þar sem halda átti útifund, voru þar fyrir að- dáendur samnorsku og ný- norsku. Gerðu þeir mikil hróp að göngumönnum og varð lög- reglan að skerast í leikinn, svo að ríkismálsmenn gætu haldið fund sinn. Ræðumenn voru mjög' harð- orðir í garð skólayfirvalda, sem vildu þvinga nemendur til Framhald á 10. síðu Foringi stjórnarandstiiðunnar í Nlgeriu í Afríku. Ohafemi Awolowo, hefur verið handtekinn ásamt 26 samstarfsmönnum sínum og varpað i. fangelsi. Auk Awolowo, scm sést hér á myndinni i hvít- um frakka með húfu, voru þrír aðrir þingmcnn teknir fastir og ákærðir fyrir landráð. Ótrúlegt má þykja, að jarð- arbúar, sem geta tæplega enn- • þá kortlagt veðrið á öllum sínum hnetti, séu farnir að búa til veðurkort fyrir Marz- E búa, meira að segja áður en reynt hefur verið að senda þangað gervitungl. Myndin, sem fylgir hér með, er þó af einu slíku korti, sem banda- rískur veðurfræðingur, Seym- our L. Hess, hefur gert eftir fáanlegum heimildum um veð- ur á Marz, þegar vetur er þar á norðurhveli. Þær heimildir, sem Hess notaði. voru aðallega tvenns konar. í fyrsta lagi hafði hann athuganir, sem gerðar hafa Þetta á að vera sennilegt vcðurkort frá Marz, þegar vetur er þar á norðurhveli. Myndin er á höfði eins og Marz sést i stjörnukíkí, vestur til hægri og suður upp. Veðurkort frá MARZ verið á skýjafari á Marz. Þær sýna vindáttina, og af henni má ráða, hvernig þrýstilínur liggja á þeim svæðum. 1 öðru lagi eru til víðtækar athug- anir, sem gerðar hafa verið á hitastigi ó yfirborði Marz. Þegar órið 1926 voru slíkar mælingar gerðar á 50 — 60 svæðum víðsvegar á yfirborði plánetunnar, með rannsókn- um á geislum þeim, sem yfir- borðið sendi frá sér. Það kom í Ijós, að hitinn er þarna að vísu lægri en á jörðinni, en þó er þar hitabelti með meira en 20 stiga hita, og færist það norður og suður fyrir „mið- jarðarlínu” eftir árstjðum. Þetta er litlu kaldara en á jörðinni. og kemur það illa heim við þá kenningu, að Marz sé útkulnuð pláneta, som hafi lifað sitt blóma- skeið og se í hnignun. En þessi hái hiti á Marz, þrátt fyrir 52% meiri fjarlægð frá sól en á jörðinni, verður skilj- anlegur, þegar þess er gætt, að þar notast sólskinið miklu betur en hér, af því að skýin eru þar mjög fátíð, en þau endurvarpa mjög sólarljósi. Skýin, já. Menn telja vart vafa á. að skýin, sem sjást stundum á Marz, séu úr vatni og ís eins og á jörðinni. Og svo mikið er víst, að skautin á Marz eru snævi eða hrími hulin á vetrum. Sá góði drykk- ur vatnið er því nær örugg- lega fáanlegur á Marz, þótt í smáum skömmtum sé. Hins vegar eru „höf” þau, sem menn þóttust sjá þar áður, sjónhverfing. Og mjög er talið vafasamt, að „skurðirnir”, sem svo hafa verið nefndir, séu annað en náttúrulegt lands- lag þar í sveit. En þótt svala megi þorst- anum á Marz, er aftur minna um loftið. Það er þar minna en Vin þess, sem hér er. Að vísu væri það of lítið fyrir okkur, en hitt er verra, ef súrefni er þar tiltölulega minna en hér, eða ekkert, eins og jafnvel er talið. Það er þvi margt, sem vissast væri að stinga niður í nestispakkann fyrir geimferðina til Marz. Eitt af því er sérstakt almanak og sérstakar klukkur, sólar- hringurinn er þar að vísu lítið lengri en hér, en árið er hvorki mpira né minna en 686 dagar. Páll Bergþórsson. i 4

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.