Þjóðviljinn - 07.12.1962, Side 1

Þjóðviljinn - 07.12.1962, Side 1
Fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar lögð fram Útsvör hækka um 53,5 millj. eða 27% SJÓSLYS ÚT AF JÖKLG í GÆR: p—————————■■—■ ■■■■M .... ■ Bergur VE 4 Á nínnda tímanum í gærkvöld sökk vélbáturinn BERGUR frá Vestmanna- eyjum út af Jökli. Áhöfnin komst í gúmbjörgunarbát og var bjargað af vélbátn- um Iialkíon. Bergur var á leið til lands með urn. 800 tunnur síldar og var staddur um 11 mílur vestur að suðri frá Malarrifi, þegar slysið varð. Þjóðviljinn átti sím- tal við skipstjórann á Halkíon, Stefán Stefánsson, er hann var á leið til hafn- ar með mennina af Bergi.. Sagðist honum svo frá. að austan kaldi hefði verið á, 5—6 vindstig, og talsverð ylgja þegar bátnum hvolfdi. Hefði hann fengið á sig straumhnút og fyllti dekkið; lagðist báturinn á hliðina og rétti ekki við aftur Seig hann hægt og rólega í djúpið, og höfðu mennimir nægan tíma til að ná gúmbátnum og kom- ast í hann. Klukkan var um 8,15. er þetta varð. X bátn- um voru þeir 15—20 mín- útur, áður en Hajkion kom og bjargaði þeim. Mennirn- ir sluppu allir ómeiddir. Bergur var með um 600 tunnur af aflanum í lest, en hitt á dekki. Bergur VE 44 var 77 brúttólestir að stærð, smíð- aður í Svíþjóð 1946. Hann hét áður Ásþór og átti heima á Seyðisfirði. Berg- ur var af mjög svipaðri gerð og vélbáturinn Hamar, sem hvolfdi í Faxaflóa sl. sumar. Hafa þessi skip lengi þótt viðsjálsgripir og stöð- ugleiki þeirra mjög dreg- inn í efa allt frá því að Borgarey fórst í mynni Hornafjarðar ekki löngu eftir að hún kom til lands- ins. Sjómenn kalla þessa gerð báta beinagrindur. Skipstjóri á Bergi var Kristinn Pálsson, þekktur aflamaður úr Eyjum. Átti hann bátinn sjálfur ásamt fleirum. FTH. :WÍ>::ís-:ííí: , wtii '0m$m MÉÉSMfiÉfill Mgá WIHÍÍS •_• í gær var fjárhagsáætl-^ un Reykjavíkurborgar til fyrri umræðu í borg- arstjórn. Samkvæmt frumvarpinu nema út- svör o g aðstöðugjöld samtals 314,4 milljónum króna og er það 23 pró- sent hækkun frá fjár- hagsáætlun yfirstand- andi árs. Útsvörin sjálf hækka um 53,5 milljónir upp í 254,4 millj. kr. eða um nær 27%. Heildarupphæð tekna borgar- innar er áætluð nema kr. 409 millj. króna en var á fjárhags- áætlun 1962 337.3 milljónir. Nemur hækkunin 71.7 millj. eða rúmlega 21%. Heildargjöldin eru áætluð 404 miUj. kr. Er það 66.7 míilj. kr. hærra en á fjárhagáætlun yfir- standandi árs eða um 20% hækk- un. Rekstrargjöldin eru áætluð 339.4 millj. kr. og hækka um 51.9 millj. kr. eða 18%. Til eigna- aukningar er áætlað að fari 64.6 millj. kr. Er það 14.8 millj. eða 30%, hærri upphæð en á fjár- hagsáætlun 1962. Flestir gjaldaliðir borgarinnar hafa hækkað frá síðustu fjár- hagsáætlun. Þannig hækkar til dæmis skrifstofukostnaður við 9 skrifstofur borgarinnar um sam- tals 3.7 milljónir króna. Framlag til skólabygginga hækkar hins vegar aðeins um 1 milljón eða 7%. Framlag borgarinnar tll íbúðabygginga er áætlað ó- breytt frá f járhagsáætlun 1962, 9 milljóniir króna, þótt tekjur Byggingarsjóðs lækki samkvæmt áætluninni úr 44.9 millj. kr. 1962 í 36.2 milljónir eða um 8.7 milljónir. Er þannig sýnilegt að bygginga- framkvaamdir á vegum borg- arinnar munu dragast saman til mikilla muna, ef frum- varp þetta verður samþykkt óbreytt eins og allar líkur benda til. Frá umræðum um fjárhagsá- ætlunina verður sagt í blaðinu á morgun. ■ *, r r ■ » málin Guðmundur Þórðarson kom að landi í gær með 1800 mál af síld. Meira að segja skips- hundurinn tók þátt í löndun- inni." Hann rak hausinn út um brúargluggann og taldi málin, gelti og dinglaði róf- unni við hvert mál, sögðu menn. Ekki erum við svo fróðir að við getum sagt hvcr hlutur seppa verður úr afi- anum. Yfir svifu máfar í von um síld í svanginn. Það má með sannii segja að bæði menn og málleysingjar fagna blessaðri síldinni sem afla- klæmár á Guðmundi Þórðar- syni færa að Iandi. (Ljósm. Þjóðv. A. K.). .1 t Talnaspeitingur og siðapost- uli sviptur blekkingahjúp Lúðvík Jósepsson hirtir viðskiptamála- ráðherra, Gylfa Þ. Gíslason á Aljpingi Tekið á móii bazarmunum í dag Bazar Kvenfélags sósíalista verður haldinn á morgun, laug- ardag, og hefst kl. 3 síðdcgis t Tjarnargötu 20. Tekið verður á móti munum á bazarinn frá kL 2 í dag, föstudag, í Tjarn- argötu 20 (bakdyramegin). — Bazarnefndin. Lúðvík Jóscpsson svaraði í gær á fundi neðri deildar siða- prédikun þeirri, sem viðskipta- málaráðherra, Gylfi Þ. Gíslason, flutti fyrir nokkru vegna frum- varpsins um stuðing við at- vinnuvcgina, sem Lúðvík og Karl Guðjónsson flytja. Ilafði ráðherrann m.a. sagt, að fmm- varpið væri „fráleitasta plagg, sem lagt hefði verið fyrir Al- þingi", það væri „óvirí>ing“ við Alþingi og þar væri farið með „rangar tölur“. Ráfherrann hafði romsað upp mörgum talnarunum máli sínu tSI stuðnings, og tók Lúðvík þessar tölur ráðherrans fyrir í ræðu sinni og hrakti þær lið fyrir lið. Sem dæmi um með- ferð ráðherrans á tölum ncfndi Lúðvík, að hann hefði talið út- flutningsverðmæti saltsíldar 341 milljón króna, þar af væri hrá- efniskostnaður 205 millj. króna, viinnulaun 68 milljónir, eða sam- tals 273 milljónir króna. En ráð- herranum hefði láðst að reikna með verði á tunnum undir þetta saltsíldarmagn, en það væri ekki undir 85 millj. króna; þessir þrír liðir samtals gerðu því 358 millj- ónir, eða nokkru hærri upphæð cn ráðherrann teldi ncma út- flutnilngsverðmæti síldarinnar. Nefndi Lúðvík fleiri dæmi, Gylfi Þ. Gíslason. SkHadagur er í dag Eftir þrjá daga verður dregið um þriðja aukavinning í Skyndi- happdrætti Þjóðviljans, 25 til 30 daga 'ferð með SÍS skipi tiJ Evrópu, en aðeins gilda seldir miðar. í dag er skrifs'tofa happ- drættisins opin á Þórsgötu 1 frá kl. 10 til 12 og 1 til 10 síð- degis. Símar 22396 og 19113. Opið til kl. 10 í kvöld. þar sem ráðherrann færi með ennþá freklegri blekkingar og staðleysur og minnti á að út- rcikningar hans væru svipaðir því og þegar hann hugðist sanna það á Alþingi í nóvember 1961, að aflamagn það ár yrði 3% minna en árið 1959 og hefði þess vegna þurft að lækka gengið í ágúst 1961. Aflamagnið hefði hins vegar orðið mcira það ár en nokkru sinni fyrr, og verð- mæti þess alls orðið um 170 milljónum króna meira. Og ráð- lierrann hel'ði sjálfur orðið að staðfesta það, að hann hefði far- ið með blekkingar og staðleysur, er hann undirritaði með eigin hendi skýrslu Seðlabankans fyrir það ár. — Gylfi Þ. Gíslasyni færi því illa, að setja sig í þann sess siðameistara, sem hann hefði gert í þcssu máli, sagði Lúðvík. Nánar er sagt frá nokkrum atriðum ræðu Lúðvíks á blað- síðu 5. | Kjartan Ölafs- |son kjörinn for- t maður mið- I stjórnar í gærkvöld lanst fyrir kl. 12 var slökkviðliðið gabbað að Laugavegi 72. Var hringt í síma og sagt að þar væri kvikn- að í. 1 ljós kom að hringt haíði i verið úr útisimanum á Laskjar-1 torgi. Fyrsti fundur hinnar ný- kjömu miðstjórnar Sósial- istaflokksins var lia-ldinn í fyrrakvöld. Samkvæmt lagabrcytingu sem sam- þykkt var á síðasta flokks- þingi vom formaður og varaformaður miðstjórnar nú kjörnir sérstaklcga; var Kjartan Ölafsson kosinn formaður miðstjómar en Guðmundur Hjartarson varaformaður. Einnig var framkvæmda- ncfnd miðstjórnar Sósíal- istaflokksins kjörin á þess- um fundi, og er hún þannig skipuð: Eðvarð Sigurðsson, Einar Olgeirsson, Guðmund- ur Hjartarson. Guðmund- ur Vigfússon, Ingi R. Helgason, Kjartan Ölafs- son, Lúðvík Jósepsson, Magnús Kjartansson, Snorri Jónsson. Varamenn: Böðv- ar Pétursson, Jón Böðv- arsson, Sigurður Guðgeirs-

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.