Þjóðviljinn - 07.12.1962, Qupperneq 3
Föstedagur 7. desember 1962
ÞitáWlLJlNN
Flokksþingin í Prag og Róm
Haldið áfram ádeilum á
Kommúnistaflokk Kína
PEAG og RÓM 6/12 — Á þingum kommúnistaflokka
Tékkóslóvakíu og Ítalíu var í dag enn deilt á kínverska
kommúnista fyrir andstöðu þeirra við stefnu Sovétríkj-
anna og stuðning við Kommúnistaflokk Albaníu..
Á þingi tékkneska flokksins
gagnrýndi Siroky forsætisráð-
herra kínverska kommúnista
harðlega fyrir að hafa tekið leið-
toga albanska kommúnista, sem
reyndu hvað þeir gætu að spilla
fyrir friðarstefnu Sovétríkjanna,
undir sinn sérstaka vemdar-
væng.
Tékkneska fréttastofan Ceteka
segir að ræðu Sirokys hafi verið
ákaft fagnað. Hann sagði að æv-
intýrapólitík sú sem Albanar
héldu fram myndi greiða götu
hins alþjóðlega ipiperíalisma, en
kalla hættu heimsstyrjaldar yfir
mannkynið. Hinir albönsku leið-
togar gætu ekki skýlt sér bak
við innantóman byltingarvaðal
né rógburð á Sovétríkin og
stefnu félaga Krústjoffs, sagði
Siroky.
Júgóslavar svara
Fulltrúi Kommúnistaflo’ks
Júgóslavíu á flokksþinginu í
Róm, Lazar Kolisevski, sakaði
kínversku fulltrúana á þinginu
um að hafa rægt júgóslavneska
kommúnista og sagði að afstaða
Kínverja gæti orðið til að tefja
fyrir valdatöku verkalýðsins í
heiminum. Kolisevski var lengi
fagnað að ræðu hans lokinni.
Kínverski fulltrúinn Sjao Jim-
ing hafði í gær sagt að júgóslav-
neskum kommúnistum væri
stjórnað af klíku sem hefði end-
urreist auðvaldsskipulagið og
gengið í þjónustu bandarískra
heimsvaldasinna. Kolisevski vís-
aði þessum ásökunum á bug og
sagði að júgóslayneskir komm-
únistar hefðu hvergi hvikað frá
kenningum Marx og Lenins,
heldur hefðu þeir unnið að fram-
kvæmd sósíalismans, oft við erf-
ið skilyrði, en með miklum á-
rangri. Hann lagði áherzlu á
nauðsyn samheldni og einingar
innan hinnar alþjóðlegu verka-
lýðshreyfingar og sakaði Kín-
verja um að spilla henni með
árásum sínum á júgóslavneska
flokkinn.
Hann lýsti fullum stuðningi
Júgóslava við friðarstefnu Sov-
étríkjanna og bar lof á Krúst-
joff fyrir framkomu hans í
Kúpumálinu.
Einum Spiegel-
manna sleppt
HAMBORG 6/12 — Fram-
kvæmdastjóra Der Spíegel Hans
Detlev Becker hefur verið sleppt
úr fangélsi, en hann var einn af
átta mönnum sem handteknir
voru vegna landráðaákærunnar á
vikublaðið. Ekki er vitað hvers
vegna hann er látinn laus, en
hinir ekki.
Krústjoff og Tító
ræddust við í gær
MOSKVU 6/12 — Þeir Krústjoff
forsætisráðherra og Tító forseti
ræddust við í dag í Kreml og
voru það fyrstu formlegu við-
ræður þeirra síðan Tító kom til
Sovétríkjanna á þriðjudaginn.
1 stuttri tilkynningu um fund
þeirra var sagt að þeir hefðu
fjallað um ráðstafanir til að
bæta' enn vinsamleg samskipti
Sovétríkjanna og Júgóslavíu.
Ekki var sagt hvaða mál hefði
borið sérstaklega á góma, né
Jólabazar Máls og menningar
íslenzkar brúður — Japanskar brúður — Rúmenskar brúður í
bjóðbúningum — Þýzk burstasett, margar gerðir.
Amerískt jólatrésskraut, óbrothætt — Úrval aí Jap-
önskum leikföngum — Jólapappír — Jólabönd — ^
Jólaservíettur — Jóladúkar — Jóladreglar ofl. ofl. T k / f
Handunnin myndaalbúm. k M
MÁL 0 G MENNING
m
LJUFA VOR
Eftir Magnús Hólm Árnason frá Krosshólum.
Höfundur bókarinnar er Magnús Hólm Árnason, fyrr bóndi á Krónustöðum,
margfróður og ágaetlega ritfær.
Endurminningar hans eru frá bernsku- og æskuárunum, mjög skemmtilegar og
merk menningarsöguleg heimild.
í hinum eyfirzku þáttum skráir höfundur margvíslegan fróðleik, sem ekki er
annars staðar að finna, og vísurnar sem ýmsar eru frumlegar og smellnar,
munu fæstar hafa komið á prent áður.
Bók þessi er allt eins við hæfi ungra sem roskinna og allra þeirra sem þjóðleg-
um fróðleik unna.
o
N
D I
heldur hve lengi viðræðumar
hefðu staðið. Mikojan varafor-
sætisráðherra, Gromiko utanrík-
isráðherra voru einnig á fundin-
um og Tító hafði með sér Ranko-
vic varaforsætisráðherra og Jov-
an Vesselinov, sem sæti á í
framkvæmdanefnd júgóslav-
neskra kommúnista.
Tító fer á morgun til Lenin-
grad, en kemur aftur til Moskvu
á laugardaginn og verður við-
ræðunum' þá haldið áfram.
örstuttri fréttaklausu sem
barst frá Washington í gær
segir að atvinnuleysingjum
hafi fjölgað í Bandaríkjunum
í nóvembermánuði um 507,000
upp í 3,8 milljónir og sé það
2 mesta atvinnuleysi sem ver-
■ ið hafi í nokkrum mánuði árs-
k ins og samsvari 5,8 af hundr-
8 aði vinnufærra og vinnufúsra
K manna Samkvæmt venjulegu
8 mati á „fréttagildi" að frétt
b sé því meiri sem hún er ný-
J stárlegri og óvæntari, er sjálf-
■ sagt ekki ástæða til að gera
mikið úr þessum tíðindum.
Það er löngu hætt að vekja
nokkra furðu, að i stærsta og
B auðugasta landi auðvalds-
heimsins skuli milljónir
8 manna sitja auðum höndum
h 0g lifa við þau- sultarkjör
® sem naumt skorinn og tak-
markaður atvinnuleysisstyrk-
ur eða ölmusugjafir skammta
þeim. Fréttin er þó fyrir
margra hluta sakir athyglis-
verð.
SÍDA 3
2 Þ'
^ Sovétríkjanna
!
,essi mikla aukning atvinnu-
leysisins í Bandaríkjunum
^ á þessum tíma árs er ekki
H góðs viti. Haustið og fyrri
J hluti vetrar er timi mikilla
I athafna í Bandaríkjunum,
neyzlan for þá venjulega vax-
8 andi, bílaiðnaðurinn starfaraf
L fuilum krafti að smíði hinna
B nýju árgerða, hátíðarnar sem
b fvrir dyrum standa orsaka
™ fjörkipp í atvinnulifinu. At-
b vinna er því venjulega með
J meira nióti og það er fyrst
■ eftir áramótin að aftur fer
að draga úr henni. Annað er
1 upp á teningnum nú: Á ein-
3 um mesta annatíma ársins
8 fjölgar atvinnuleysingjum um
k hálfa milijón. Þó mun þetta
8 varia koma á óvart þeim sem
h fylgzt hafa með þróun efna-
8 hagslífsins í Bandaríkjunum
b undanfarið. Hið mikla verð-
™ hrun sem varð á kauphöllinni
■ í New York í vor var í senn
J afleiðing þess að menn höfðu
vantrú á framtiðinni og orsök
þess að menn urðu enn von-
w daufari en áður um að birta
8 myndi til á næstunni. Banda-
k rískir kapítalistar hafa því
8 haldið að sér höndum. frest-
k að nýjum framkvæmdum eða
8 hætt við þær. Enda þótt stál-
fc framleiðslan sé e.t.v. ekki
" lengur jafn óyggjandi mæli-
b kvarði á ásigkomulag at-
J vinnulifsins og áður fyrr, er
D það þó athyglisvert að allt
þetta ár hefur stáliðnaðurinn
8 bandaríski afkastað langt
J undir getu og á þriðja fjórð-
8 ungi þessa árs gerðust þau
k tiðindi að stálframteiðslan i
8 Bandaríkjunum varð í fyrsta
sinn minni en stálframleiðsla
Þad er tómlegt um að litast í kauphöllum og skrifstofum verð-
bréfasala í Bandaríkjunum, enda er hlutabréfamarkaðurinn
enn í lamasessi eftir verðhrunið mikla í maí í vor. Tómir stól-
ar blasa við töflunni sem skráð er á gengi hlutabréfanna á
markaðnum. Mvndin er frá Los Angeles.
Atvinnuleysi vex
í Bandaríkjunum
Efnahagshorfurnar í Banda-
ríkjunum eru ískyggileg-
ar o.g fögur áform Kennedy-
stjórnarinnar um stóraukna
þjóðarframleiðslu hafa strand-
8 að á óumflýjanlegum stað-
k reyndum hins kapítalistíska
« bjóðfélags. Aukning atvinnu-
k leysisins er eitt dæmi um það.
8 Hitt er þó um leið rétt að
l| hafa í huga. að jafnvel þegar
™ bezt hefur árað fyrir banda-
K rísku atvinnulífi undanfarið
x hafa atvinnuleysingiar þar i
| landi skipt milljónum og
J reyndar er nú svo komið, að
borgaralegir hagfræðingar
telja verulegt atvinnuleysi ó-
hjákvæmilegt í háþróuðum
iðnaðarrikjum með auðvalds-
skipulagi hvernig svo sem ár-
ar. Áætlað hefur verið
fjöldi atvinnuleysingja í
Bandaríkjunum muni í lok
þessa áratugs vena kominn
upp í tíu milljónir, enda þótt
þjóðarframleiðslan .aukist
jafnt og þétt og mun meira
en hún hefur gert undanfarin
ár. Stórfellt atvinnuleysi er
að þeirra áliti sjálfsagður
-fylgifiskur. þeirrar nxiu iðn-.
byltingar sem nú er að verða
af völdum sjálfvirkninnar og
annarra tækninýjunga.
En það er ekki aðeins í
Bandaríkjunum að at-
vinnuleysi hefur aukizt á
þessu hausti. enda þótt hvergi
í auðvaldsheiminúm séu at-
vinnuleysingjar jafn margir,
líka að tiltölu. og þar. í Bret-
landi fjölgaði þeim frá, miðj-
um október fram í miðjan
nóvember um tæp tíu af
hundraði og voru þeir þá rúm
hálf milljón. Þetta er mesta
atvinnuleysi sem skráð hefur
verið í Bretlandi á þessum
tima árs í 22 ár, og er þá
um leið tekið fram að í raun-
inni sé það enn meira en töl-
urnar gefa til kynna, þar sem
ekki eru taldir með ungir
menn sem hafa iokið kóla-
göngu og eru að leita sér vinnu
í fyrsta skipti. Gaitskell, teið-
togi Verkamannaflokksins,
hefur krafizt róttækra að-
gerða til að stöðva stöðuga
aukningu atvinnuleysisins, en
honum telst til að fjöldi at-
vinnuleysingja verði kominn
upp í 600.000 um áramótin.
Stjórn brezka alþýðusam-
bandsins hefur farið fram á
viðræður við Maudling fjár-
málaráðherra vegna þessarar
alvarlegu þróunar.
1 *vinnuleysi er enn óveru-
fl gt í aðildarríkjum Efna-
;sbandalagsins nema þá í
einstökum landshlutum og
vissum starfsgreinum, eins og
t.d. á Suður-Ítalíu og í belg-
iska námuiðnaðinum. En
skuggi þessa höfuðeinkennis
auðvaldsskipulagsins hvílir
þó yfir meginlandinu og mun
verða stærri þegar tekur fyr-
ir þá öru framleiðsluaukningu
sem einkennt hefur efnahags-
þróunina í EBE undanfarin
ár. Samdráttur í atvinnulífi
EBE-landanna er þegar far-
inn að gera vart við sig og
fyrir skömmu sagði einn af
deildarforsetum bandalagsins,
franski sósíaldemókratinn Ro-
bert Marjolin. að búast mætti
við vaxandi efnahagsörðug-
leikum í bandalagslöndunum
á næstu árum.
Hér á fslandi hefur ekki
borið á atvinnuleysi enn,
bótt vísvitandi sé að því
stefnt með þeim stjómarhátt-
um sem nú ríkja í landinu.
Hin glæsta fyrirmynd sem
frumkvöðlar viðreisnarinnar
höfðu fyrir augum var hið
..frjálsa", „óhefta“ efnahags-
iíf, eins og því er háttað í
Bandaríkjunum. Og að sjálf-
sögðu hafa þeir ekki lokað
augunum fyrir höfuðeinkenni
þess, atvinnuleysinu: 3,8 millj-
ónir atvinnuleysingja í Banda-
ríkjunum samsvara 3.800 at-
vinnuleysingjum á íslandi. ás.
Stjórnarkreppan í Bonn
Líkur eru á stjórn
allra þingflokka
BONN 6/12 — Líkur eru nú
einna helzt taldar á því að
mynduð verði stjórn allra
þriggja flokkanna sem eiga full-
trúa á vesturþýzka þinginu, só-
síaldemókrata, Kristilegra og
Frjálslyndra demókrata, segir
fréttaritari AFP.
Andstaða er þó í öllum flokk-
um gegn slíkri stjórnarmyndun,
en hvers konar samsteypustjórn
sem til greina getur komið á sér
einnig andstæðinga í þeim öllum.
Hins vegar er Lúbke foi'seti tal-
inn vera hlynntur „þjóðstjórn".
Adenauer ræddi við Ollenhau-
er, leiðtoga sósíaldemókrata, í
dag í hálfa aðra klukkustund,
eftir að hann hafði fengið full-
vissun um að þeir hefðu enga á-
kvörðun um það tekið, að setja
sem skilyrði fyrir stjómarsam-
starfi við Kristilega að Aden-
auer drægi sig í hlé. Orðrómur
um slíkt skilyrði hafði orðið til
þess að Adenauer aflýsti fundi
sem ákveðinn hafði verið í gær
með honum og Ollenhauer.
Adenauer ræddi einnig í dag
við Erhard varaforsætisráðherra
sem sagður er andstæðingur
samstarfs við sósíaldemókrata,
en Adenauer hefur litlar roætur
á honum.
Jafnframt var haldið áfram
, viðræðum Kristilegra og Frjáls-
! lyndra demókrata og þeir síðar-
nefndu hafa einnig boðað áfram-
■ haldandi viðræður við sósíal-
demókrata.