Þjóðviljinn - 07.12.1962, Síða 4
4 SIÐA
ÞJÓÐVILJINN
Föstudagur 7. desember
1962
’ :
Vandamál knattspyrn-
unnar og ársþing KSI
í stuttri frásögn af Knattspymuþinginu hér á
síðunni var þess getið, að engar umræður hefðu
orðið um skýrslu stjórnar KSÍ, — enginn mað-
ur hefði tekið til máls, hvorki um þau verkefni
sem þar voru nefnd eða ónefnd né heldur um
reikningana, sem gáfu þó sannarlega tilefni til
þakklætis, þó ekki væri annað.
Vafalaust ber að skilja þessa
þögn þingfulltrúa sem tákn
þess að ekkert hafi verið við
starfsemi stjórnar KSÍ varðandi
málefni sambandsins að at-
huga. Þar hafi allt verið í stak-
asta lagi og ekki hægt að hafa
það betra.
Þeir sem til þekkja vita að
störf stjómar Knattspymusam-
bandsins eru margvísleg, og að
því er snertir daglegan rekstur,
virðist þar vel á haldið, og ekki
ástæða til að vera með miklar
aðfinnslur.
Framtíðarmálefni
En ef betur er að gáð kemur
það í ljós að Knattspyrnusam-
bandið ýtir á undan sér mál-
efnum sem meira snerta kom-
andi ár, og er þar um að ræða
málefni sem hafa grundvall-
andi áhrif á gengi knattspym-
unnar eftir ef til vill mörg
herrans ár. Þó að þessi mál
heyri framtíðinni til á hverjum
tíma, eru þau og eiga að vera
þau málin sem hamra verður
stöðugt á(,
Á hverju þingi verður að
taka þau til meðferðar, og gera
sér raunhæfa grein fyrir því
hvernig þau standa og taka á
þeim saínkvæmt því.
Það var þarna sem ekki var
tekizt á við vandamálin eins
ög þau liggja fyrir. Þetta skeði
á þinginu í fyrra. Það hefði því
verið eðlilegra að formaður
sambandsins hefði farið fleiri
orðum um þessi vandamál sem
alltaf liggja fyrir stjóminni og
þinginu. Hann hefði átt að
hefja áróður fyrir hinni ágætu
samvinnu við Iþróttaskólann á
Laugarvatni um þjálfaranám-
skeið og brýna það veru-
lega fyrir þingfulltrúum hversu
þýðingarmikið atriði þar væri
um að ræða. Hvetja þá til
þess að vinna að þvi í héruð-
um sínum að koma slíkum
námskeiðúm á með það fyrir
augum að í framtíðinni gætu
félög og héröð orðið að vissu
marki sjálfum sér nóg, gætu
hjálpað sér sjálf.
Þjálfunarmálin
Því miður var sem sagt
varla á þetta minnzt og ekki á
þann hátt að eftir því væri
tekið. Þetta er þó mál mál-
anna í íþróttahreyfingunni, og
ætti stjórn KSl ekki sízt að
vera' þetta ljóst, það oft verða
þeir að segja nei þegar þeir
eru beðnir að útvega þjálfara
eða leiðbeinendur.
öllum er það ljóst að samn-
ingurinn við Iþróttakennara-
skóla íslands ætti að geta
brotið blað í knattspymuþjálf-
un og leiðbeiningum í sam-
bandi við hana.
En þó málefnið sé augljós-
lega gott og mikilsvert, verður
að hamra á því stöðugt, og
brýna menn til að koma með
og vinna að því. Við lestur
skýrslu stjómarinnar er ekki
laust við að maður fái það á
tilfinninguna að stjómin fylg-
ist ekki með því hvernig útlit-
ið er með þessi þjálfunamám-
skeið. Þar segir í kaflanum um
þjálfara — „því miður hefur
jafnan reynzt mjög erfitt að fá
menn til þess að taka að sér
þjálfarastörf, en vonir standa
til, að þess verði ekki langt að
bíða, að allir sambandsaðilar
verði sjálfum sér nógir í þess-
Af hundavakt
d hundasleða
EFTIR EJNAR MIKKELSEN
Þessi bók hefur hlotið óvenjumikið og verðskuld-
að lof í erlendum blöðum.
BERLINGSKE TIDENDE segja:
„Allir geta skrafað, margir geta skrifað, en fáum
er gefin frásagnarsnilld. Ejnar Mikkélsen skip-
stjóri er jafnvígur á þetta þrennt .... fullur af
taugaspennu og ævintýrum“.
POLITIKEN segir:
„Dæmálaust hefur margt drifið á daga þessa skip-
stjóra. Maður verður að lesa AF HUNDAVAKT Á
HUNDASLEÐA hægt, því í bókinni er efni í tvö-
hundruð skáldsögur“.
EKSTRABLADET segir:
„Löng óslitin keðja ævintýralegra atvika frá þeim
tímá, þegar ævintýri gerðust enn“.
AF HuNDAVAKT
A HUNDASLEÐA
-fwllur pf lougaipennu-
og tBvinfýriiTl.' '
(Attlingtke tidende'. -
Einar Mikkelsen
. Leiðir Ejnars Mikkelsens lágu víða, — ým-
ist undir brennandi hitabeltissól, á ilmríkum
eyjum, — eða á ís og nöktum kiettum
norðurhjara. Jafnvel til íslands lá Ieið hans,
og segir í bókinni meðal annars frá ferð á
hestum frá Akureyri til Reykjavíkur og
karlinum á Húsavík, sem ekki vildi kann-
ast við að rauðsprettan væri fiskur.
Þetta er eins og SOCIAL DEMOKRATEN
segir: „Yndisleg bók, skrifuð af göfugmenni
úthafanna, kennslubók handa öllum sjó-
mönnum — og bók, sem allir soltnir iand-
krabbar geta huggað sig við“.
Fólk og
f o r I ö g
ÆVAR KVARAN segir frá
Frásagnir af sögufrægum persónum og mikilfengleg-
um atburðum, sem líkari eru ótrúlegustu ævintýr-
tun en raunveruleikanum sjálfum, enda þótt sannar
séu.
í öllum frásögnunum gætir hins sérkennilega frá-
sagnarstíls, sem gert hefur Ævar Kvaran að þjóð-
kunnum útvarpsmanni; dramatísk spenna, sem held-
ur lesandanum föngnum til síðustu blaðsíðu.
SKUGGSJÁ
Norðurlandamótin í handknattleik
Unglinga og kvenna-
mótín til Islands
UnglingameistaramQt Norðurlanda í hand-
knattleik fer fram í Hamar í Noregi 22. til 24.
marz n.k. Mót þessi eru haldin árlega, og í
þessum mánuði verður ákveðið hvort slíkt mdt
skuli haldið á íslandi eitthvert næsta árið.
um efnum, með tilkomu þeirra
námskeiða, sem fram fara á
vegum Tækninefndar KSl, og
Iþróttakennaraskóla Islands. —
Þarna kemur fram ósk stjórn-
arinnar og raunar allra sem að
þessum rnálum standa.
Tækninefndin „harmar
fáar umsóknir“
Ef svo er athuguð skýrsla
Tækninefndarinnar kemur í ljós
að hún er heldur svartsýn, og
má lesa út úr hinum fáu orð-
um hennar í skýrslunni að þess
vérðí langt að þíða að félögin
verði sjálfum sér nóg varðandi
þjálfaríi. Þar segir m.a. —
„Nefndin harmar sem fyrr hin-
ar fáu umsóknir um þjálfara-
námskeið, þrátt fyrir skort á
leiðbeinendum, og vill enn
benda sambandsaðilum á hinn
hagstæða samning IKÍ og KSl
um þjálfaranámskeið".
Það er því greinilegt að þetta
kemur ekki af sjálfu sér. Það
verður að hafa um þetta mik-
inn áróður og fyrir honum verð-
ur stjórn KSl að standa, og þá
ekki sízt á þingi sínu.
Um þetta mál eitt hefðu átt
að spinnast miklar umræður á
þinginu, þar sem reynt hefði
verið að upplýsa af hverju um-
sóknimar eru svona fáar eins
og Tækninefndin kvartar um.
Ef stjórn KSI hefði verið l'óst
hvernig málin stóðu raunveru-
lega, hefði hún farið þess á leit
við formann Tæknideildarinnar.
að hann flytti hörku-erindi um
málið og varpaði fram ákveðn-
um spurningum um þessi mál
til þingfulltrúa — spurningum
sem hefðu þvingað þá til að
taka til máls. Upp úr þeim um-
ræðum hefði svo ef til vill ver-
ið hægt að hefja nýtt áhlaup í
þessu undirstöðumáli knatt-
spymunnar í nútíð og framtíð.
Treystum
undirstöðuna!
Nú getur Knattspymusam-
bandið ekki borið við peninga-
leysi, eftir þann samning sem
gerður var við íþróttakennara-
skólann, en það skal tekið fram
að þessi samningur er mjög
hagstæður knattspyrnumönnum.
Það sem Knattspymusamband-
inu ber að gera er því fyrst
og fremst að ræða vinnu og
aftur vinnu við að vekja at-
hygli á þessu máli, koma sér
í samband við aðila, sýna þeim
fram á að með þátttöku í þessu
séu þeir að hjálpa sér sjálfir.
— Hjálpa til að .leysa það mál-
ið sem er undirstaða undir góða
knattspymu, og góða leiðsögn 1
félagsmálum, en þeir tveir
þættir verða að vera mjög sam-
ofnir.
Vilji knattspyrnumenn í
byggð og bæ ekki hlusta á
stjórn KSI, bá stöndum við
frammi fyrir beirri spumingu,
hvort knattspymumönnum sé
þá ekki við þjargandi? — Tím-
inn sker úr hvort stjómin hefst
handa, og þá verður svarið nei-
kvætt eða jákvætt.
Blöð á Norðurlöndum fjalla
um þetta mál undanfarið í til-
efni þess að fulltrúar hand-
knattl.-samtakanna á Norður-
löndunum 5 koma saman til
fundar í Halmstad 13. þ.m. Á
fundi þessum verður fjallað
um samstarf Norðurlands í
handknattleiksíþróttinni. Sam-
kvæmt fréttum í norskum blöð-
um verður þar m.a. ákveðið
hvort unglingameistaramótjn
skuli í framtíðinni einnig hald-
in á íslandi og i Finnlandji
Fulltrúi HKÍ á fundinum mun
verða Rúnar Bjarnason efna-
fræðingur. sem nú dvelur í
Stokkhólmi.
Unglingamót Norðurlanda í
handknattleik eru haldin ár-
lega Það síðasta var haldið í
Hróarskeldu í Danmörku á önd-
verðu þessu ári og var það
í fyrsta sinn sem ísl. lið ' tók
þátt Þar sigruðu Svíar, en á
eftir fylgdu Danir, Norðroenn.
fslendingar o,g,Finna1r,„Í£len^u
piitarnir stóðu sig vel ög töp-
uðu með mjög litlum mun. —
gegri Svíum 11:14, Dönum 11:13
Norðmönnum 11:12. Jafntefíi
var við Finna — 12:12. en
fslendingar höfðu betra marka-
hlutfall í keppninni. f fyrra
átti Ármann flesta liðsmenn —
5 að töiu, en ; ár er það Val-
ur sem á 6 menn í liðinu. Að-
eins einn piltur úr síðasta liði
keppir næst. Hámarksaldur er
18 ár miðað við keppnisdag.
Þjóðviljinn snéri sér til
Vaigeirs Árssælssonar. stjórn-
armanns í HKÍ. og spurði hann
hvort rsett hafi verið um að
fá unglingamótið til íslands.
Hann sagðj, að þegar íslendT
ingar bófu þátttöku í mótinu
í fýrra hafi HKÍ ekki bundið
bátttökuna kröfu um að mót-
ið yrði haldið hér. Hjnsvegar
hefði yerið tekið fram að
handknattleikssamtökin hér
vjldu gjaman skipuleggja slíkt
mót á borð við bin Norður-
löndin. og taka á móti ung-
lingalandsiiðum þeirra.
Það sem HKÍ leggur áherzlu
á i Norðurlandasamstarfinu um
þessar mundir, er að tryggja
það að Norðurlandameistara-
mót í handknattleik kvenna
verði haldið hér 1964.
Slí-k mót eru haldin fjórða
hvert ár. Síðasta mót var í
Noregi 1960. Þar stóðu íslenzku
stúlkurnar sig frábærlega vel
og urðu nr. 2. HKÍ sótti um að
fá að halda næsta mót hér á
landi. og gáfu hinir aðilarnir
vilyrði fyrir Þvi. Það er allt-
af fyrir hendi viss tregða á
hinum Norðurlöndunum fyrir
að halda Norðurlandamótin á
íslandi vegna ferðakostnaðar-
ins, en vonandi verður mótið
samt haldið hér næst. Undir
búningur er þegar hafinn. Um
þetta mál vérður væntanlega
fjallað líka á fundinum ' í
Halmstad á fimmtudaginn kem-
ur.
15 ára hrezk stúlka, Lund-
grewe, setti heimsmet í 200 m.
baksundi kvenna á brczku
samveldisleikjunum í Perth I
Ástralíu. Hún synti á 2:35,2
mín. Það er 4/in sek- betra en
gamia metið sem hún átti
einnig. Þessi kornunga stúlka
þykir hafa frábært keppnis-
skap og sterkar taugar. Hún
Ieiðir aldrei keppnina framan ■.
af, en hefur gott auga með
keppinautunum. Á síðustu 50
metrunum tekur hún mikinn
endasprett og vinnur sigur.
utnn úr heimi
Reykjavíkur-
móti að Ijúka
Sú breyting verður á leikskrá
HandknatUeiksmóts Reýkjavík-
ur um helgiria, að - úcslitaleikur
í m.fl. kvenna niilii, Armanns
og Vals fer ekki fr^n á laug-
dag, heldur verður $að fyrsti
leikUr á sunnudagskVÖldið. Þess
í stað verður annað kvöld auka-
leikur i II. fL kvenna (b) milli
Ármanns og Víkings,. þar sem
bæði liðin er jöfn. '!
II. fl. kv. (b) : Víkingur—Fram
II. fl. kv. (a) : Árrnann—Vík.
! II. fl. k. (a) : Vík.—yálur (úrsl)
II. fl. k. (b) : Víkirí|ur—Fram
UI. fl. k: (a) : Vík,—l%lur (úrsl.)
(• fl. k. : lR—KR. §
Á sunnudag verður lokakvöld
mótsins. og mun Frímann
J spjalla um þá leiki á síðunni á
I morgun.
Frímann.
SAMVINNUTRYGGINGAR