Þjóðviljinn - 07.12.1962, Síða 5

Þjóðviljinn - 07.12.1962, Síða 5
Föséudagur 7- desember 1962 ÞJÓÐVILJINN SÍÐA 5 Talnablekkingar og staðleysur viðskiptamálaráðherra hraktar ÞINCSJÁ ÞJÓÐVILJANS Lúðvík Jósepsson tók í gær til rækilegrar meðferð- ar ósvífnar blekkingar og staðleysur, sem við- skiptamálaráðherra, Gylfi Þ. Gíslason, hafði haft í frammi, er hann ræddi um frumvarp þeirra Lúðvíks og Karls Guðjónssonar um stuðning við atvinnuvegina á Alþingi fyrir nokkru. Jafnframt rökstuddi Lúðvík nánar þær tillögur til stuðnings við framleiðsluatvinnuvegina, sem fram koma í frumvarpinu og sýndi fram á, að þær tölur, sem þar er miðað við eru fyllilega raunhæfar. 1 upphafi ræöu sinnar vék Lúðvík að þeim hneykslunar- tón, sem rádherrann hefði við- haft í ræðu sinni og þeim um- mælum, sem hann lét sér um munn fara í þvi sambandi. Hefði ráðherrann talið, að verið væri að „hampa íraman í Al- þingi röngum tölum, sem næmu hundruðum milljóna" og annað álíka. Tilefni siðaprédik- únar ráðherrans hefði verið, að flutningsmenn frumvarpsins teldu, að lækka mætti útgjöld útflutingsatvinnuveganna um allt að 400 miUjónir króna og á grundvelli þessa mætti hækka laun þess verkafóiks, sem að framleiðslunni ynni um 20% og fiskverð um 25—30%. Ráðherrann hefði nefnt margar tölur til þess að reyna að sanna, að þetta gæti ekki stað- izt, og kvaðst Lúðvík vilja at- huga þessar tölur og málflutn- ing ráðherrans út frá því nokkru nánar. Þar kæmu fram hinar ótrúlegustu fjarstæður og væri ráðherrann þó hagfræð- . ingur. Þannig héldi ráðherrann því fram, að ekki væri unnt að létta vaxtabyrgði útvegsins um meira en samtals 51.6 milljónir króna. Þetta væri fengið með því að telja afurðalán úr Séðla- bankánum um 610 m. kr., lán viðskiptabankanna um 700 m. kr. og lán Fiskveiðisjóðs, Stofn- lánadeildar o.fl. aðila um 970 m. kr. — En þessar tölur ráðherr- ans gæfu alranga mynd miðað við ákvæði frumvarpsins. Ráð- herrann miðaði sínar tölur við 50—52% afurðalán, í stað þess að gert væri ráð fyrir í frv. að þau yrðu 67% eins og áður var. Meðaltal afurðalána tvö s.l. ár væri 794.1 m. kr.. — en ekki 610 milljón eins og ráð- herrann miðaði við — og þó væru þau aðeins rúm 50% af- urðaverðs. Ef afurðalánin þessi tvö ár hefðu verið 67% eins og frumvarpið gerir ráð fyrir jafn- gilti það, 1.063 m. króna og vaxtalækkun af þeirri upphæð samkvæmt frumvarpinu myndi nema 47.8 m. króna. Fullyrða mætti, að lán í viðskiptabönk- um væru ekki undir 1070—1100 milljónum króna og vaxtalækk- un af þeirri upphæð samkvæmt frumvarpinu myndi nema a.m. k. 21,4 milljónum króna. Þá gerði frumyarpið ráð fyrir, að framiengingarvíxlar ......ýrðu reiknaðir eftir 6 mánuði en ekki eftir 3 mánuði eins og nú tíðkaðist. Þessu hefði ráðherr- an sleppt með öllu. Einnig hefði hann sleppt með öllu ýmsum öðrum lánum t.d. hiá sparisjóðum, verzlunarfyrir- tækjum, stuttum erlendum lán- um o.fl. Tölur ráðherrans væru því með öllu staðlausar og fjarri öllum veruleika. Full- yrða mætti, að þær ráðstafanir sem frumvarpið gerir ráð íyr- ir á þessu sviði, myndu lækka vaxtabyrgði útvegsins um a.m. k. 100 milljónir króna, eins og þar væri gert ráð fyrir. Bág afkoma fyrirtækja með reikningshaldi Gylfa 1 síðari hluta ræðu sinnar vék Lúðvík nokkuð að öðrum útreikningum ráðherrans í sam- bandi við hlut hráefnis og vinnulauna í verðmæti útflutn- ingsafurðanna. T.d. hefði ráð- herrann tekið saltsíldarfram- leiðsluna 1961 og talið útflutn- ingsverðmæti hennar 341 millj- jón króna. Þar af taldi ráðherr- ann hráefni 205 millj. kr., viftnulaun 68 milljónir kr. En ef bætt væri við þetta óhjá- kvæmilegum tunnukostnaðí undir þetta magn, — sá liður myndi ekki vera undir 85 millj. kr„ — yrði heildarútkoma þess- ara þriggja liða 358 millj. kr. eða nokkru hærri en útflutn- ingsverðmætið. Mætti af þessu sjá rökfimi ráðherrans og méð- ferð á tölum. Það yrði að minnsta kosti bág útkoma á fyrirtæki, sem ráðherrann ætl- aði að reka á þennan hátt. Ekki væri útkoman betri, þegar litið væri á sömu tölur ráðherrans um útflutningsverð- mæti síldarmjöls og lýsis. Ráð- nerrann hefði talið hlut vinnu- launa í framleiðslu ársins 1961 nema aðeins 10 milljónum króna. En nýlega hefðu Síldar- verksmiðjur ríkisins sent ’rá sér reikninga fyrir árið 1961 og þar væru vinnulaun ekki minna en 14.5 millj. kr. — og þó hefðu Síldarverksmiöjur ríkisins einungis unnið þriðj- ung þess aflamagns, sem fór i bræðslu á því ári. Einkennilegt fiskverð Til þess að fá út þær tölur, j sem ráðherrann hefði þurft á j að halda í blekkingum sínum, i. benti Lúövík á, að ráðherrann hefði orðið að reikna með mun hærra fiskverði á kg. en raun- verulegt fiskverð hefði verið innanlands undanfarið. Þannig hefði verð á freðfiski samkv. tölum ráðherrans orðið að vera kr. 2.82 pr. kg., verð á saltfiski cg skreið kr. 3.52 pr. kg. og verð á saltsíld kr. 3.00 pr. kg. Mætti öllum vera ljóst hvílíkar firrur það væru, að reikna hrá- efnisverð saltfisks og skreiðar hærra en freðfisks og saltsíld- arverðið á kr. 3.00 pr. kg. ■^iðapostulinn ^ttvægur fundinn Viðskiptamálaráðherra, sem hér hefði sett sig á þáan liestó og talað um „furðulegt plagg“ og að „Alþingi væri óvirt með röngum tölum" og annað slikt í sambandi við þetta frumvarp. skyldi því varast að bera á Framhald á 8. siðu MÁL OG MENNING * NÝ FÉLAGSBÓK Hákarlinn ®® sardínurnar Eftir Juan José Arévalo. Hannes Sigfússon þýddi. Bók sú, sem hér kemur út í íslenzkri þýðingu, fjallar um sam- skipti Bandarikja Norður-Ameríku við lýðveldi Mið- og Suður- Ameríku, en í viðari skilningi er hún skilgreining og lýsing á að- ferðum handariskra framkvæmdamanna og bandárískrar utanrikis- stjórnar, eins og þær birtast lítilsmegandi ríkjum hvarvetna á hnettinum. Höfundurinn, Juan José Arévalo, varð forseti Guatemala eftir að einræðisherranum Ubico var steypt af stóli í striðslok. í ýmsum löndum Mið- og Suður-Ameríku hófust um þær mundir frjáls. lyndar ríkisstjómir til valda, en flestum þessum stjórnum var steypt af afturhaldsöflum í samvinnu við bandaríska auðhringa eftir fáein ár. United Fruit Co., sem lítur á Guatemala sem eign sina, reyndi líka að steypa Arévalo 31 sinni á k.iörtimabili hans. Arévalo hefur því notið eigin reynslu við samningu þessarar bókar. Hún f jallar þó ekki • sérstaklega um Guate- mala, heldur er annað land Mið-Ameríku. Nicaragua, einkum notað sem dæmi til að sýna megindrættina i heimsvaldapólitík Bandaríkjanna í meira en hálfa öld. Arevaio heíur pvi noti m Félagsbækur Máls og menníngar í ár eru: Hermann Pálsson: Sagnaskemmtun íslendinga Juan José Arévalo: Hákarlinn og sardínurnar Myndlist/Manet Tímarit Máls og menningar Síðasta hefti tímaritsins er í prentun. Árgjald Máls og menningar er kr. 250,00. Félagsmenn vitji bókarinnar í Bókabúð Máls og menningar, Laugavegi 18. M Á L O I N G Ctgetandi: Ritstjórar: Samelnlngai-f lokkur alþýðu — Sóslalistaflokk- urinn. — Magnús Kjartansson. Magnús Torfi ölafsson. Sigurður Guðmundsson (áb.i Fréttarítstjórar: tvar H Jónsson. Jón Bjarnason. Ritstjóm. afgrefðsla. auglýsingar. prentsmiðja: Skólavörðustig 19. Sími 17-500 (5 linurl Askriftarverð kr 65.00 á mánuði. KJör og framleiösla ^lþýðublaðið gerði það að umtalsefni fyrir nokkrum dögum að þjóðarframleiðsla íslend- inga hefði aukizt mjög verulega síðan stríði lauk. Samkvæmt tímariti Framkvæmdabankans „Úr þjóðarbúskapnum“ hefur þjóðarframleiðslan aukizt um 64% á árabilinu 1945—1960 eða um 3,4% á ári til jafnaðar. Sé tekið tillit til mann- fjölgunar á þessu tímabili verður árleg aukning 4,2% á hvert mannsbarn. þjóðviljinn hefur margsinnis vakið athygli á slíkum útreikningum sem sanna að síendur- teknar árásir stjórnarvaldanna á lífskjör al- mennings eru í engu samræmi við afkomu þjóð- arbúsins í heild. Á sama tíma og þjóðarfram- leiðslan hefur sífellt farið vaxandi hefur kaup- máttur tímakaups Dagsbrúnarmanna í almennri vinnu farið minnkandi — þrátt fyrir ýmsar fímabiiSSríar'svéiflur í sambandi við kjarabar- áttu verkalýðssamtakanna — og er nú minni en bann hefur nokkru sinni fyrr verið síðan stríði lauk. Stjórnarblöðin hafa einatt gert þá athuga- semd við þessar frásagnir að kaupmáttur tíma- kaupsins sé ekki einhlítur mælikvarði; það þurfi að bera saman árstekjur manna til þess að kom- ast að raun um hvort þeir hafi fengið í sinn hlut það sem þeim bar af vexti þjóðarframleiðslunn- ar. En kaupmáttur tímakaupsins er einmitt hinn eini rétti mælikvarði. Fari hann lækkandi merk- ir það að menn verða að leggja á sig aukinn brældóm til þess að halda raunverulegu árs- kaupi óskertu; lækki hann á sama tíma og þjóð- arframleiðslan vex er það sönnun um stóraukið ranglæti í þjóðfélaginu. Auknar tekjur heildar- innar, sem ættu að geta orðið til þess að tryggja mönnum betra og fjölbreyttara líf. birtast þá í staðinn í skertum lífskjörum. auknum þræl- dómi og fábreytilegra lífi. Ástæðan set.nr ekki verið önnur en sú að aukning hióðarframleiðsl- unnar rennur til fámennrar yfirstéttar sem gróði og sóun. Jjjóðfélag sem ekki getur tryggt það að aukin þjóðarframleiðsla komi þegnunum í heild að gagni, heldur lætur afkomu þeirra versna með aukinni auðlegð, er á alvarlegum villigöt-um. Slíku ranglæti verður ekki unað til lengdar hversu mjög sem reynt er að villa um fyrir laun- þegum. Og stjórnarblöðin mættu minnast þess að þótt það geti brifið um sinn að kalla kröfur um kjarabætur ..kommúnisma“. kann fliót.lega svo að fara að sá áróður verði ekki til bess að tefja kiarabæturnar heldur efla „kommúnism- ann m. i i i k

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.