Þjóðviljinn - 07.12.1962, Qupperneq 6

Þjóðviljinn - 07.12.1962, Qupperneq 6
G SIÐA ÞJÓÖYILJINN -— Föstudagur 7. desember 1962 I SVARTIKASSINN eitt þrætuepli stórveldanna I Hugvitsmaðurinn Björn Malmgren Stórveldin eru mjög nálægt því að komast að samkomulagi um bann við tilraunum með kjarnorkuvopn. Nú seinustu dagana hefur komið í ljós, að samningar stranda eingöngu á því, hvern- ig eftirliti með fram- kvæmd bannsins skuli hagað. Bandaríkja- menn krefjast víðtæks eftirlits af hálfu al- þjóðlegrar nefndar, en Sovétr. óttast njósn- ir um hernaðarmann- virki sín og segja, að einfalt tæki, svarti kassinn svonefndi, nægi til að fylgjast með því, að banninu sé hlýtt. Sænski hugvitsmaðurinn, Björn Malmgren, sem á hug- myndina að alþjóðlegum eft- irlitsstöðvum með svörtum kössum, hefur nýlega ritað grein í sænska blaðið Stock- holms Tidningen og segist þar hafa gert ýmsar endurbætur á hugmynd sinni, m. a. með notkun gervitungla við eftir- litið. Upprunalega var hugmynd- in send til afvopnunarráð- stefnunnar í Genf fyrir rúm- um átta mánuðum og var hún mikið rædd af fulltrúum stórveldanna og vísindalegum ráðgjöfum þeirra. Hugmynd Svíans byggir á fyrri tillögum ýmissa vísindamanna um að koma upp jarðskjálftamælum með svipuðu millibili um all- an heim til að fylgjast með kjarnorkusprengingum neðan- jarðar. Malmgren leggur til, að biámáluðum SÞ-flutninga- bílum sé komið fyrir á af- girtum svæðum, sem gætt sé af lögreglu eða herliði. Bíl- amír eiga að vera vandlega blýinnsiglaðir og inni í þeim eiga að vera tvö blýipnsigluð jarðskjálftamælitæki. þ. e. Hugvitsmaðurinn ræðir um tækið, sem fylgzt getur með tilraunum með atómvopn ! i ! VARNARLAUST FÓLK SKOTIÐ NIÐUR svonefndir svartir kassar. Mælitækin verða í sambandi við segulbandstæki, sem skrá allar jarðhræringar, en últra- stuttbylgjusenditæki sendir með vissu millibili skýrslu segulbandsins til aðalstöðva SÞ í Genf. Gert er ráð fyrir að flutn- ingabílunum sé komið fyrir á stöðum, sem samkomulag verður um, og unnt á að vera að ganga úr skugga um, hvort tækin eru á réttum stað með svonefndum Dopplermæling- um. Enginn óviðkomandi aðili getur komizt inn í bílinn og enn síður í svarta kassann, án þess að vart verði við það. því að þá koma truflanir fram á segulbandinu og neyð- armerki heyrast í öllum öðr- um athugunastöðum. Á hverju ári var ætlunin að skipta um segulbandstæki og kgssana átti að senda til aðal- stöðvanna í Genf mánaðar- lega. Þegar tillaga Svíans kom fram vakti hún strax mikla eftirtekt og umræður, en vís- indamenn gagnrýndu þó ým- is framkvæmdaatriði.. Sumir sögðu, að innsiglaðir kassar kæmu að vísu að góðum not- um, en hins vegar væri erfitt að dreifa þeim um heilar heimsálfur og skipta um kassa mánaðarlega. 1 sumar var svo haldin ráðstefna vís- indamanna í London, svo- nefnd Pugwashráðstefna, og þar féllust bæði brezkir, banda- rískir bg sovézkir vísindamenn á það, að fullkomið eftirlit á þessum grundvelli væri framkvæmanlegt í raun og veru. Fulltrúar stórveldanna hafa enn ekki komið sér saman um, hvernig eftirliti skuli hátt- að. Bandarísku fulltrúarnir hafa ekki viljað viðurkenna, að svörtu kassarnir nægi ein- ir, og sovézku fulltrúamir hafa ekki viljað fallast á, að eftirlitsnefndum sé heimilt að rannsaka alla staði þar sem kössunum er komið fyrir, ef upp kæmu deilur um eina rannsóknarstöðina. En sænski hugvitsmaðurinn er þolinmóð- ur og hefur nú endurbætt hug- mynd sína verulega. Hann hefur gert endurbæt- ur á tækjunum og fullyrðir nú, að aðeins 30 tæki myndu nægja í hvoru landi um sig, Sovétríkjunum og Bandaríkj- unura í stað 50 áður. Hann er líka hættur við að láta stutt- bylgjutækin senda upplýsing- ar sínar beint til Genfar, en leggur nú til, að sérstakt gervi- tungl verði sent á loft og á ferð sinni umhverfis jörðina á það að safna skýrslum frá svör.tu kössunum, einum og einum í senn . Utvarpsbylgjur berast mjög greiöjega . pg. trúúúb.arlaust til gervitungla, og er talið, að á fimm sekúndum geti tunglið meðtekið allar upplýsingar frá hverri jarðhræringarann- sóknastöð, en þegar það fer yfir Genf er ætlunin að senda niður í einu lagi allar upp- lýsingar, sem tunglið hefur safnað á hringferð sinni. I i Nýjustu tillögumar um eftirlitskerfi með svokölluðum „svörl- um kössum” til að fylgjast með því, að banni við tilraunum með kjarnorkuvopn sé hlýtt, gera ráð fyrir, að gervitungl, sem gengur umhverfis jörðina, safni upplýsingum frá nokkur hundruð stöðum um jarðhræringar og sendi svo skýrslu til Genfar með jöfnu millibili. Myndin cr af endurvarpshnett- inum Telstar. < -Æ í/'-VJí-" Kynlífssiðgæði í mótun í Englandi Brezkir unglingar nútímans geta orðið brautryðjendur og hafa verk að vinna í því efni að fá þjóðfélagið til að viðurkenna kynferðislífið sem ánægjulegan hlut. Þannig komst einn helzti sálfræðingur Breta að orði í sjónvarpsviðtali fyrir nokkrum dögum, Ást ,en .ekJýi ,hr.ein- lífi er fegursta dyggðin, var boðskapur prófessorsins. — Svo virðist sem ungling- arnir séu snögglega að breyta þjóðfélagi okkar og fá það til að viðurkenna kynmök fyrir hjónabandið, en þau eru að mínu viti bráðnauðsynlegur skóli fyrir unga fólkið, áður en það giftist. Það var dr. George Carstairs, prófessor í geðlækningum við Edinborgar- -<S> Tító ræddi við Krústjoff, frúin hlýddi á söng MOSKVU 5/12. — Þeir Tító for- seti og Krústjoff forsætisráð- herra ræddust við í dag á sveita- setri Krústjoffs skammt frá Moskvu. Forsetafrúin Jovanka og aðrir úr fylgdarliði Títós hlýddu í dag á samsöng Pjatnitskí-kórsins í hljómleika- höllinni í Moskvu sem ber nafn Tsajkovskís. Þýzkir kratar ræða við báða BONN 5/12. — Leiðtogar vest- urþýzkra sósíaldemókrata ræddu í dag við foringja beggja hinna þingflokkanna, Kristilegra og Frjálsra demókrata, um mögu- leika á myndun samsteypustjórn- ar, en þeir gætu myndað meiri- hlutastjóm með hvorum sem væri. Viðræðunum verður hald- ið áfram. háskóla,- sem lét þesSi' Orð fálla í sjónvarpsþætti, er nefnist „England í dag”. — Ég er sannfærður um, að ótti okkai; við kynlífstilraunir æskunnar mun reynast ýktur og að nokkru leyti ástæðulaus. Líffræðilega og tilfinningalega séð eru unglingar færir um að hafa ánægju af kynlífinu þeg- ar á kynþroskaskeiðinu, enda þótt enn vanti nokkuð á, að þeir hafi náð fullum líkamleg- um og sálarlegum þroska og séu enn fjárhagslega ósjálfstæð- ir. 1 ýmsum samfélögum eru börnin jafnvel hvött til þess að gefa sig að kynlifi á unga aldri, og það merkilega er að reynslan sýnir, að eftir slíkt uppeldi eru unglingarnir vel búnir undir að lifa í góðu hjónabandi. Myndin er tekin í Chile á því ógn- þrungna augnabliki, er lögreglunni var sig- að á verkfallsmenn fyrir nokkrum dögum í úthverfi höfuðborg- arinnar Santiago. Lög- reglumaðurinn lyftir byssunni, en fólkið, þar á meðal fjöldi kvenna og barna brýzt um í örvæntingar- fullri tilraun til að flýja. Andartaki síðar lágu sex lík í valnum og átta særðir. Innrás fugla Hveitiuppskeran í Kenya er í mikilli hættu, því að fuglar 1 milljónatali hafa þyrpzt inn yfir akrana frá Súdan. Fuglamergð- in ræðst á akurlendið eins og engisprettuplágan. Miklar ráð- stafanir hafa verið gerðar til að stöðva eyðilegginguna, og er að- allega beitt dýnamíti, benzíni og dísilolíu. Þegar hafa verið drepnar um tvær milljónir fugla á þennan hátt. ihaldsstúdentar töpuðu í Noregi Uppreisnarhætta í Argentínu BUENOS AIRES 5/12. — Stjórn- in í Argentínu afturkallaði í dag öll orlof hermanna og fyrirskip- aði þeim að halda kyrru fyrir í búðum sínum. Þetta mun hún hafa gert vegna þess að grunur leikur á að formgjar í hernum hyggi á valdarán. 1 síðustu viku fóru fram for- mannskosningar í norska Stúd- entafélaginu. Frambjóðandi í- haldsstúdenta beið mikinn ósig- ur fyrir frambjóðanda róttækra og er langt síðan að formaður félagsins hcfur verið kjörinn með svo miklum atkvæðamun. Hinn nýi formaður Hans Fredrik Dahl hlaut 319 atkvæði, en íhaldsmaöurinn aðeins 184. Fyigi róttækra hefur farið mjög vaxandi meðal norskra stúdenta að undanförnu, svo að úrslitin komu ekki á óvart, þótt ekki hefði verið búizt við svo mikl- um atkvæðamun. Norskir stúdentar hafa látið til sín taka í baráttunni gegn kjamavopnum og einnig í and- stöðunni gegn aðild Noregs að Efnahagsbandalagi Evrópu. — Sama máli gegnir um marga háskólakennara og nægir að benda á, að allir kennararnir við hagfræðideild Oslóárháskóla nema einn hafa lýst sig and- víga aðild að Efnahagsbanda- laginu, en fremstur í flokki þeirra er prófessor Ragnar Frisch. Stúdentafélagið hyggst bjóða ýmsum kunnum erlendum mönnum til fyrirlestrahalds í vetur og má nefna t.d. að Rudolf Augstein, ritstjóri Der Spiegel, hefur lofað að koma til Oslóar, ef honum verður bá sleppt úr fangelsi. Einnig er ætlunin að sjálfstæðisleiðtogi Tanganyika, Nyerere, haldi fyr- irlestur um Afríku og Efna- hagsbandalagið. Vonir standa líka til að hið víðfræga mvézka ljóðskáld, Évtúsénko, komi til Oslóar í vor. % í i i

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.