Þjóðviljinn - 07.12.1962, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 07.12.1962, Blaðsíða 10
10 SIÐA ÞJÓÐVILJINN Föstudagxir 7. desember 1962 CHARLOTTE ARMSTRONG: tónlistinni eins og þau vseru heima hjá sér í vinahóp á laug- ardagskvöldi. — Hvað geng- ur að þér, vina mín? Rut leit á hann þungbúin. — Eg hélt satt að segja, að mér tækist að leyna þig því núna. — Nei, hefurðu áhyggjur af Bunný? — Eg veit vel, að ég er ótta- legur kjáni. — Nei, það veiztu ekkert um, sagði hann. — Var eitthvað í sambandi við símtalið sem gerði þig órólega? — Ég veit það ekki. Hún renndi hendinni uppeftir jakka- ermi hans. — Það er víst bara af því að ég er sveitapía og stórborgin gerir mig hrædda. En Pétur, ég er fullorðin mann- eskja, þótt ég hegði mér ekki alltaf eins og slík. Leyfðu mér nú að gera dálítið. Leyfðu mér að taka leigubíl heim á hótel- ið og athuga málið. Það get ég auðveldlega og ég kem til baka undir eins og þá getum við dansað til morguns. Og ég skal ekki eyðileggja kvöldið þitt. — Við getum farið núna, sagði hann og sveiflaði henni í hring. — Já, en. .. hvað þá með þetta allt... Hann brosti og viðurkenndi að hann vildi ógjaman fara á mis við það. — Það er maður frá Chicago sem mig langar til að tala dálítið við ... — Gerðu það þá, vinur minn. Mér finnst ekki koma til mála að þú farir líka. Þú mátt alls ekki fara heim núna. — Þú átt við að þetta sé kvöldið mitt? sagði hann bros- andi. — Hefurðu peninga fyrir bílnum? Hann ætlaði að leyfa henni að fara. Pétur ætlaði ekki að neyða hana til að eyði- leggja kvöldið fyrir honum. — Ekki einn eyri, viðurkenndi hún. Hann dansaði með hana að speglaganginum, þrýsti henni að sér, sleppti henni og fékk henni fimmdollaraseðil. — Nú máttu ekki gefa þig á tal við ókunn- uga, fyrst þú ert með alla þessa peninga á þér. — Eg skal stilla mig um það. Eg treysti ekki þessari ókunn- ugu stúlku, þessari ungu bam- fóstru, hugsaði Rut. Það er það sem að mér er. Hún vildi ekki leyfa honum að fylgja sér nema fram í fata- geymsluna. Hann leit á litla úrið sem hún var með í tösk- unni og sagði að nokkru í al- vöru: — Þú verður ekki' lengi í gegnum borgina um þetta leyti kvölds. Svo kallaði einhver „Jones.“ Rut brosti til hans og hvarf burt af leiksviðinu. Henni leið strax betur, þegar hún var sloppin, var frjáls og gat komizt af stað. Dyravörðurinn útvegaði henni leigubíl. Borgin hafði engan á- huga á ungri, samkvæmisklæddri 1 konu sem ók í leigubíl ein síðla kvölds. Enginn tók eftir henni eða virti hana viðlits. Borgin sá Um sig. Á götunum var ógrynni af fólki sem sá um sig. Fóik millj- ' ónum saman, hugsaði Rut, ekki aðeins hér, heldur líka á millj- ón stöðum öðrum, fólk sem aldrei hefur heyrt um mig og mun aldrei heyra mig nefnda. Og hugsaði með sér að eiginlega væru aðeins sárafáir sem ekki væru ókunnugir hver öðrum. GEGGJUN 14. KAFLI Jed stóð inni í myrkrinu. Hann heyrði ungfrú Bailew kynna sig og vissi strax að það var roskna konan handan við portið Milli rímlanna fyrir glugganum á herbergi Bunnýar, gat hann séð herbergið hennar sem ennþá var upplýst Hann velti því fyrir sér, hvort hann gæti komizt framhjá þess- um tveimur kvenmönnum án þess að setja húsið á annan endann. Ef til vill hleypti Nell henni inn i herbergi 807 En ef hún" gerði það ekki . . Hann braut heilann um hvort hann gæti komizt burt hina leiðina. Hann hafði hugboð um að það væri ekki hægt — hótelið væri b.yggt eins og U. það voru herbergjasamstæður meðfram allri götuhliðinni og gangurmn endaði í sjálfheldu. Hann velti fyrir sér . hvort hann gæti bjargað sér með því að berja á einhverjar dyr. Nei. fari það kolað. hugsaði hann. Hann ætlaði ekki að gera til- raunir með fleiri framandi hót- elherbergi. Hamingjan mátti vita hvað þau hefðu að geyma. Hann íhugaði flótta sinn i öll- um atriðum. Og flótti var ein- mitt rétta orðið Hann gat gert ýmislegt verra en vera á flug- vellinum það sem eftir var næt- ur. Hann vissi hvar stiginn var; hinum megin við lyftuna. Hann var skrefiangur og gat hlaupið hart, það vissi hann. Hann rifj- aði upp hvað hann hafði i her- bergi sinu og hvar hann átti að hlrða þetta og hitt í fiýtinum- Hánn var ekki með‘ mikinn' far- angur. Hann var fljóttíndur sam- an. Hann gæti komizt þangað og útúf'herberginu aftur á sex-. tiu sekúndum hugsaði hann. Og þá mætti hún hans vegna segja allar sínar lygasögur. Og hana langaði út að dansa! Ef honum hafði þá ekki tek- izt á nokkrum minútum og með örfáum orðum að berja svoiítiili varfæmi inn i kollinn á henni. Auðvitað hafði hann líka verið að hugsa um bamið. Hann hafði verið að revna að koma Neli í skilning um að það væri bættulegt og heimskulegt að sera baminu mein. Auðvitað til þess að hann fengi sjálfur tækifæri tii að hverfa. Já. hann yrði að losa sig úr bessu! Þetta voru i alla staði hábölvaðar kringumstæður. sem hann hafði lent i Hann gæti átt á hættu að verða tekinn fastur fyrir likamsárás. vegna Eddies sem iá í baðherberginu og frásögn Nells yrði fremur trúað en þvf sém hann hefði til málanna að leggia. Og Eddie myndi freistast já. hann væri kannski tiinevddur til að segia að eitthvað hefði hitt hann — hann vissi ekki hvað Honum hefði sortnað fyrir augum os svo framvegis. Ekkert væri auð- veldara fvrir Eddie en að segia þetta . . . já. hann myndi kannski ímynda sér að Það væri satt i þokkabót Það væri þokkalegur skolli. Fangelsi. trygging, símskeyti Skyidi hið nýja fyrirmyndar- starf hans — sem var stutt skref í rétta átt — bíða eftir því að einhver dómari sleppti honum lausum. Ef dómarinn gerði það þá? Æ. til fjandans með það allt saman! Hann nísti tönnum. Sjaldan er ein báran stök. Hann varð að komast héðan út. Þetta kom honum ekki við, þetta barn og fóstra þess. Hann átti ekki krakkann Þetta var bláókunn- ugt fólk. Fyrst foreldrarnir voru ekki skynsamari . . . þeim stóð sjálfsagt hjartanlega á sama um krakkann hugsaði hann reiður. Þau höfðu farið burt veizlu- klædd. Sennilega voru þau nú orðin kengfuil og á flakki um bæinn Hvað kom þetta honum við? Af hverju þurfti hann að taka þetta þannig — af hverju var hann svona reiður? Og ef Eddie lyftumaður var óvarkár og fékk höfuðhögg að launum. hvað kom honum það þá við? Hann hafði engar sér- stakar mætur á Eddie. Eddie hafði sjálfur orðið sér úti um þetta. Hann stóð grafkyrr inni í her- bergi númer 809 og hlustaði enn. Hann vissi ekki eftir hverju hann var að bíða. Nú var ekki um neitt annað að ræða en vera snar í snúningum. Gamla konan frammi var bú- in að bíta sig fasta. Hann heyrði hana segja; — Ég vil fá ,að sjá þetta bam, og hvert orð var kalt eins og ísmoli. Hún virtist vera þrjózk, gömul kona. „Og hún er heiðarleg.“ hugsaði hann án þess að vita hvers vegna hann notaði þetta orð um hana. Nell gerði sér upp sakleysi, en hann hugsaði með sér. að það liði ekki á löngu áður en gamla konan stikaði framhjá henni og inn í herbergið. Hann steig eitt skref fram. Hann yrði að fara að koma sér af stað. H'á'hn'' váfð'áð búa sig undir hlaupin. Ef hann komst út, burt af gistihúsinu, hugsaði hann, þá gætú þeir eins leitað í borgar- kortinu að honum. Hann sykki bókstaflega í jörðina. Hann hafði aldrei verið á þessu hótelher- bergi. Hann mundi hverfa ger- samlega. Og þá væri hann aftur í sömu sporum og hann hafði áður ver- ið •— á uppleið samkvæmt áætl- un. Enginn fengi nokkurn tíma að vita um þetta. Til hvers væri það? Og hvemig mætti það ske? Bamið svaf, og nú myndi gamla konan frammi að minnsta kosti gera uppistand. Hún var staðráðin i því. Það var eikki nauðsynlegt að hann gerði neitt. Nú gæti hún tekið við stjórninni. Hún var einmitt rétta mann- gerðin. Það var bezta lausnin. Hví skyldi hann skipta sér af því sem hún var þegar byrjuð að gera. En hann gæti þó minnzt á þetta við afgreiðsluborðið á leið- inni út. Hann gæti látið sem hann hefði heyrt hávaða héðan. Það hafði gamla konan líka heyrt úr herbergi sinu. Það var Jólakökur Framhald af 7. síðu. Konfektlrökur 125 g smjör, 125 g smjiirlíki. 80 g flórsykur, 250 g hveiti 25 g möndlur. Hrærið saman smjör, smjörlíki og sykur þangað til það er orð- ið hvitt og hrærið síðan hveit- inu saman við smátt og smátt. Setjið deigið í kökusprautu og sprautið því i litla toppa á smurða plötu Takið hýðið af möndlunum. takið þær sundur og skerið í flísar. Setjið möndlu- flís varlega á hverja köku og bakið þær ljósgular við jafn- an hita. Súkkulaðiflautur 2 eggjahvítur, Vt kg flórsyk- ur. 2 matsk. kakó. 1 tesk. hjartasalt. Hnoðið öllu vel saman og sprautið deiginu gegnum þakkavélina (notið sömu skífu og við vanillukransa). Skerið stengurnar í jafnstóra bita og bakið á smurðum. hveitistráð- um plötum við mjög hægan hita. Kardimommiikökiir 200 g smjörlíki, 250 g sykur. 1 egg. 200 g hveiti. 3 tesk. lyftiduft. ca. 1 Vi dl þykkur, súr rjómi. 50—100 g fínt malaðar hnetur, 1 matsk. strásykur. 10—15 gróft brytjaðar hnetur. Hrærið smjörlíki og sykur. Hrærið egginu saman við. Blandið saman lyftidufti og hveiti og hrærið því og rjóm- anum í til skiptis. Blandið hnetumulningnum saman við og setjið deigið í toppa með góðu millibili á smurðar plöt- ur. Stráið sykri og brytjuðum hnetum á kökumar og bakið þær í 8—10 min. í góðum hita. ítalskar töfflur Nýtt úrval Verð frá kr. 190,00 parið. Austurstræti 10. Dömur — Keflavík Hefi opnað hárgreiðslustofu að Túngötu 13 Keflavík undir nafninu IRIS Sími 2205. Ingibjörg Sigurðardóttir. Munið Jólagiafasjóð sfóru barnanna Tekið verður á móti gjöfum í sjóðinn eins og undanfar- in ár í skrifstofu Styrktarfélags vangefinna, Skólavörðu- stíg 18, sími 15941. Styrktarfélag vangefinna. VALVER—15692—VALVER—15692—VALVER—15692—VALVER- I K W ^ Laugavegi 48. <; > Við aðstoðum g yður við að to - gleðja börnin. td Ávallt urval ^ af Ieikföngum. > VALVER—15692—VALVER—15692—VALVER—15692—VALVER- IIALVER Baldursgðtu 39. Sendum heim og í póstkröfu um Iand allt. < > < w > C < s Sonur minn og ég ,,Hún á sama brýna erindi og Kofi Tómasar frœnda átti fyrir hundrað árum og er jafn verðug heims- frægðar“. Victor Svanberg í Stockholms Tidningen. ..Stórbrotin vegna hins auðuga raunsanna efnis, sinn- ar einkalegu innri glóðar". Erik Hj. Linder í Qöteborgs Posten. ,,Hver getur ritdæmt hróp á hjálp, bæn, reiðióp og örvæntingarákall. Maður getur aðeins mælzt til að svo margir sem auðið er hlusti á hana“. Thore Zetterholm í tímaritinu Idun. ,,Af fyrri ritverkum Söru Lidman var ljóst, að hún var góður rithöfundur. Með skáldsögunni „Sonur minn og ég“ hefst hún í hóp ritsnillinga. Hin óvæga mann- lýsmg með kynþáttavandamál Suður-Ameríku að sögusvlði, verður ógleymanleg“. Sigríður Thorlacius. Sókaútgáfan FRÓÐI AXMINSTERTEPPI

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.