Þjóðviljinn - 07.12.1962, Side 12
Ra(magnsgjaldahækkunin|p|(|||y|y||||||
var harðlegaga gnrýnd
Á fundi borgarstjórnar^
í gær var til fyrri um-
ræðu tillaga sú um
hækkun á gjaldskrá Raf-
magnsveitu Reykjavík-
ur, sem frá var sagt hér
í blaðinu í fyrradag.
Miklar umræður urðu
um tillöguna og mjög
deildar meiningar um
réttmæti hækkunarinn-
ar. Benti Guðmundur
Vigfússon á, að rekstri
Rafmagnsveitunnar væri
injög ábótavant og tóku
fleiri borgarfulltrúar
undir það. Dró Guð-
mundur fram mörg rök
fyrir því, að hækkunin
væri óþörf og óverjahdi
og flutti eftirfarandi
dagskrártillögu í málinu.
„Þar eð
a) rekstur Raímagnsveitu
Reykjavíkur hefur lengi legið
undir rökstuddri gagnrýni end-
urskoðenda og borgarfulltrúa og
einnig almennings í bænum en
því ekki fengizt framgengt þrátt
fyrir ítrekaðar kröfur þar um,
að gagngerð rannsókn fari fram
á rekstri fyrirtækisins í því skyni
að koma honum á hagkvæmari
grundvöll.
b) að gjaldskrá Rafmagnsveit-
unnar var síðast hækkuð í júlí
1961 og þá um 6%,
c) heildartekjur Rafmagnsveit-
unnar hækkuðu á sl. ári upp í
116.4 millj. króna úr 87.3 millj-
ónum 1961,
d) að rekstrarafgangur Raf-
rr.agnsveitunnar nam á sl. ári
alls 26.7 millj. króna í stað 12.1
millj. 1960,
c) kaupmáttur launa hefur
farið stórlega minnkandi sl.
3—4 ár,
þá telur borgarstjóm ekki rétt
eöa frambærilegt að hækka nú
gjaldskrá Rafmagnsveitunnar og
samþykkir að v.ísa framkomnum
tíllögum um það frá og taka
fyrir næsta mál á dagskrá en
ákveður jafnframt að fela spam-
aðamefnd í samráði við raf-
magnsstjóra að taka þegar til
endurskoðunar frumvarp að fjár-
hagsáætlun Rafmagnsveitunnar
1963 í samræmi við þessa á-
kvörðun".
Dagskrártillagan var felld að við-
höföu nafnakalli með 12 atkvæð-
um gegn 3 atkvæðum fulltrúa
Alþýðubandalagsins. Gerðu full-
trúar Framsóknar þá grein fyrir
atkvæði sínu, að þeir vildu að
málið kæmi til 2. umræðu, þótt
þeir teldu vafasamt að hækkun-
in ætti rétt á sér. Fulltrúi Al-
þýðuflokksins gerði einnig grein
fyrir atkvæði sínu en hann flutti
sjálfur breytingartillögu við
gjaldskárfrumvarpið. Var málinu
vísað til annarrar umræðu.
Frá umræðum um májiö verð-
ur sagt, nánar sér í blaðinu
síðar.
Aðalfundr
ÆFK
Aðalfundur ÆFK verður
haldinn í félagsheimilinu,
Þinghól, á sunnudaginn
kl. 3 e,h.
Dagskrá:
Venjuleg aðalfundarstörf.
önnur mál.
Félagar eru hvattir til að
mæta vel og stundvíslega.
Stjómin.
Föstudagur 7. desember 1962
Gjöfull er Kolluáll
Ágætis veiði var hjá síldar-
bátunum í fyrrinótt. Síldin var
mjög stór og falleg og veiddist
öll í Kolluál.
Til Reykjavíkur komu 25 bát-
ar með um 22500 tunnur. Afi-
in.n var sem hér segir (áætlað)
Ásgeir 800 Pétur Sigurðsson 1200,
Gjafar 1000, Guðmundur Þórð-
arson 1800, Halldór Jónsson,
Hafþór 1100, Sigurður Bjama-
son 1100, Náttfari 1100, Runólfur
700, Reynir VE 1100, Hannes lóðs
900, Svanur 700, Súlan 700, Sæ-
þór 550, Helga 800, Mars 1100,
Stapafell 850, Hafrún 1700, Akra-
borg 500, Ólafur Bekkur 450,
Björn Jónsson 900, Ólafur Magn-
ússon EA 500, Helgi Flóvents-
son 600, Sólrún 1600, Seley 300.
Á Akranesi lönduðu þessir
bátar: Sigurður 900, Keilir 900,
Anna 850, Höfrungur II. 800,
Sigurfari 700, Sveinn Guðmunds-
son 700, Höfrungur 450, Farsæll
400, Skírnir 350, Sigrún 250,
Reynir AK 200, Skipaskagi 200,
Ölafur Magnússon AK 100
TiI Kcflavíkur komu: Jón Guð-
mundsson 900, Árni Þorkelsson
1000, Guðfjnnur 900, Ámi Geir
700, Ingiber Ólafsson 1100,
Manni 1000, Vonin 500, Bergvík
400, Þórkatla 350, Jón Oddsson
800. Hilmir lenti í nótinni hjá
Jóni Finnssyni og stórskemmdi
hana og hans eigin nót rifnaði
einnig lítillega. Hilmir kom með
100 tunnur, en Jón Finnsson
með 65.
Flokksþingið
rœtt á fé/ags
fundií kvöld
• í kvöld klukkan 20,30
er félagsfundur í Sósíal-
istafélagi Reykjavíkur í
Tjarnargötu 20.
• Einar Olgeirsson hef-
ur framsögu um nýaf-
staðið flokksþing og
Kjartan Helgason um
Happdrætti Þjóðviljans.
• Félagar eru beðnir að
sýna félagsskírteini við
innganginn.
21 bíll í boði - vinnandi veiur vagninn -
SKYNDIHAPPDRÆTTI ÞJÓÐVIJANS
Vinnuflokkur svarar
uppsögn með uppsögn
Ýmislcgt hefur þótt brogað við
starfshætti íhalds og framsóknar
í Hafnarfirði síðan það kompaní
tók þar við stjórn bæjarins og
ekki virðast þeir hafa skánað
Stefáo Júlíusson
formaðor Rithöf-
undasamhandsins
Á aðalfundi Rithöfundasam-
bands íslands er haldinn var
fyrir skömmu, skipti stjóm sam-
bandsins með sér verkum fyrir
næsta starfsár. Formaður sam-
bandsins er Stefán Júlíusson,
varaformaður Björn Th. Bjöms-
son, ritari Indriði Indriðason,
gjaldkeri Jóhannes úr Kötlum,
meðstjómandi Guðmundur G.
Hagalín. Varamenn em Ingólfur
Kristjánsson og Sigfús Daðason.
Rithöfundasambandið hefur
opna skrifstofu í Hafnarstræti 16
og veitir Kristinn Ó. Guðmunds-
son ritöfundum ýmiskonar fyr-
irgreiðslu um málefni þeirra,
satrtbandsins vegna.
upp á síökastið. Það gerðlst fyr-
ir skömmu, að forstjóri Bæjar-
útgerðar Hafnarfjarðar, íhalds-
maðurinn Othar Hanson, sagði
upp störfum Markúsi Jónssyni
verkstjóra, sem Iengi hefur starf-
að hjá fyrirtækinu.
Ekki var nein ástæða tilgreind,
fyrir uppsögninni, enda Markús
talinn góður verkstjóri af öll-
um sem til þekkja, og vel látinn
af sínum undirmönnum. Það er
hinsvegar almannarómur í Hafn-
arfirði, að uppsögnin sé fram-
kvæmd af pólitískum ástæðum.
Að vonum hefði þessi uppsögn
vakið mikla gremju, og þá ekki
sízt hjá verkamönnum, sem unn-
ið hafa undir stjórn Markúsar.
Hafa þeir nú allir, 14 talsins,
sent Bæjarútgerðinni skriflega
uppsögn og mótmæla þannig
bolabrögðum forstjórans. Vinnu-
flokkur þessi hefur annast alla
togaraafgreiðslu hjá fyrirtækinu
og verkun aflans í skreið og
salt. Þetta eru sömu mennimir
og Othar Hansson ætlaði í haust
að segja upp vinnu fyrirvara-
laust, sem alræmt var, og virð-
ist hann ekki ætla að gera enda-
sleppt með sín óhappaverk. Ekki
er þó svo, að Othar beri þarna
einn sök. Framsóknarmaðurinn
Guðmundur Þorláksson er for-
maður útgerðarráðs Bæjarútgerð-
arinnar og hlýtur hann að telj-
ast ábyrgur fyrir uppsögninni.
Nánar verður sagt frá þessu
máli í Þjóðviljanum á morgun.
Petrosjans hefst 21. marz
Heimsmeistarínn í skák, Mik-
hail Botvinnik, og áskorandi
lians Tigran Petrosjan, hafa nú
komið sér saman um það, hve-
nær einvígi þeirra um titilinn
skuli hefjast — Botvinnik hafði
stungið upp á 14. marz en Pet-
rosjan 1. apríl og síðan komu
þeir sér saman um að fara mcð-
alveginn og hefja einvígið 21.
marz.
Botvinnik er þegar tekinn til
við æfingar en Petrosjan hefur
nýverið gengizt undir skurðað-
gerð til þess að láta taka úr
sér hálseitla og er ekki búinn
að ná sér eftir hana. Hann mun
þó hefja æfingar mjög bráðlega.
30. keppnin um skákmeistra-
titil Sovétríkjanna stendur nú
yfir í Armeníu. Þátttakendur eru
20, þeirra á meðal Spassky, Tal,
Taimanof, Kortsnoj og Stein.
Hefur Tal staðið sig vel í byrj-
un mótsins og virðist vera bú-
inn að ná sér eftir veikindi
sín. Það dregur nokkuð úr styrk-
leika mótsins, að nokkrir af fræg-
ustu meis'turum Sovétríkjanna,
eins og t.d. Keres, Geller og
Polugajevsky taka ekki þátt í
bví að þessu sinni.
Keres er nú á skákferðalagi
um Bretland og Svíþjóð. Kotof
og Spassky munu taka þátt í
Hastingsmótinu um nýárið og
Bronstein, Averbach og Nona
Gaprindashvili, hinn nýi heims-
meistari kvenna, munu taka þátt
: Beverwijkmótinu eftir nýárið.
Jólabazar Máls
og menningar
Mál og menning hefur opnað
myndalegan jólabazar og hefur
þar margt og mikið á boðstól-
um, sem fengur er að þegar gera
skal jólainnkaupin. Svo fátt eitt
sá nefnt má benda á: Islenzk-
ar brúður, japanskar brúður,
rúmenskar brúður í mjög skraut-
legum þjóðbúningum. Þýzk
burstasett, bandarískt jólatrés-
skraut, jólakort alls konar, jóla-
serviettur o.m.fl. og er sumt af
þessu talið upp í auglýsingu á
öðrum stað i blaðinu.
Munið bazarinn!
Minnum á bazar Kvenfélags
sósíalista í Tjamargötu 20 á
morgun, laugardag. Hann hefst
kl. 3 síðdegis og þar verður margt
góðra og eigulegra muna.
Kosningalánsbréfín gengu út
Sala á skuldabréfum tveggja
milljóna sterlingspunda Iáns Is-
lenzka ríkisins í London fór fram
i gær. Bréfin scldust upp og
kaupendur gáfu sig fram aö
50% meira magni en upphæð
lánsins nam.
1 fréttatilkynningu frá fjár-
málaráðuneytinu segir, að Ham-
bros Bank, sem annaðist útboð
og sölu skuldabréfanna, telji
árangur mjög góðan og und-
irtektir á verðbréfamarkaðnum
eins góð og á varð kosið.
Eins og áður er skýrt frá er
lánið til 26 ára með 6.7% raun-
'ærulegum vöxtum fyrir kaup-
endur skuldabréfanna, en raun-
eru 6.9% þegar með er talin
þóknun og kostnaður greitt Ham-
bros Bank, en það nemur 2*/?%
af lánsupphæðínni, sem er í ís-
lenzkum krónum 240 milljónir.
Kaupendur skuldabréfanna
greiða þau í þrennu lagi inn í
reikning ríkissjóðs hjá Hambros
Bank, 25% við útboð, önnur
25% 15. febrúar og afganginn
15 maí 1963.
Þetta er fyrsta óbundna
skuldabréfalánið sem ríki utan
brezka samveldisins fær að bjóða
út á peningamarkaðinum í
London eftir stríð. Telja brezk-
ir bankamenn hér um að ræða
stefnubreytingu hjá brezkum
verulegir vextir fycir ríki&sjóð I stjórnarvöldum, og búast við að
f’eiri ríki komi á eftir. Hefur
insútboðið því vakið verulega
athygli í Bretlandi.
Samkvæmt Iögunum um lán-
tökuna skal ríkisstjórnin skipta
því í samráði við fjárveitinga-
nefnd milli framkvæmda ríkis-
ir,s og annarra aðila sem mik-
iivægir eru fyrir þjóðarhag. Þeg-
ar Alþingi fjallaði um málið
hafnaði ríkisstjómin tillögum
um að þingið ákvarðaði til hvers
láninu skyldi varið, en það hefur
verið venjan við erlendar lán-
tckur. Er af þessu sýnt að fyrir
ríkisstjórninni vakir að reyna
að nota lánsféð til atkvæðaveiða
í næstu þingkosningum.