Þjóðviljinn - 08.12.1962, Qupperneq 6

Þjóðviljinn - 08.12.1962, Qupperneq 6
J 6 SÍÐA ÞJÓÐVILJINN Ijaagwdagur 8. desember 1962 ! i Fréttir af sovézkum ballett — Gamall meistari vinnur góða sigra — Gershwin í Moskvu — Júgóslavnesk Sagan — Merk bók kemur út í Póllandi — Vísindarit skrifað í myrkri. Bolsjoj-leikhúsið í Moskvu hefur sett á svið nýjan ball- ett byggðan á ýmsumetýðum Skrjabíns og ber hann heitið Skrjabíníana. Ballettnum er lýst sem lofsöng til ástarinn- ar — djarfrar ástar og sigur- sællar þrátt fyrir alla erfið- leika, blíðrar ástar og dreymn- ar, örlátrar og áhyggjulausr- ar. Sjötugur ballettmeistari, Kasjan Goleizovskí, hefur samið dansana, en hann hef- ur ekki unnið fyrir stóra ball- ettflokka lengi. Hann hefur unanfarin misseri sett upp stuttar ballettetýður með ýms um unglingum úr ballettskól- um og sýnt í hljómleikasöl- um, en gagnrýnendur blaða hafa yfirleitt átt í vandræð- um með hans sérkennilega og Ijóðræna stíl. Sýningin er talin sigur fyrir Goleizovski og er ánægjulegt til þess að vita að honum hafa verið fengin svo þýðingarmikil verk- efni. Bolsjoj-leikhúsið undirbýr nú „Rússneskt prógramm", stutta balletta við músík eftir Glínka, Aljabéf, Rimskí-Kors- akof og Ljadof. Músíkleikhús Stanislavísks og Némírovístj-Dantsénko ætl- ar að færa upp Don Juan eftir Richard Strauss og Am- eríkumann í París eftir þann ágæta ameríska frumkvöðul sinfónísks djass, Gershwin. Sá ballett var síðast sýndur í Bandaríkjunum 1938, en verður nú settur á svið af Veru Bocadoro, franskri konu sem nú nemur við Leiklistar- háskólann í Moskvu. Gagn- rýnendur segjast hlakka til þessarar frumsýningar, en síð- asta verk sem farið var upp með í þessu húsi er talið mis- heppnað. Það er Gulllykillinn barnaballett gerður eftir ævin- týri Alexei Tolstojs. Músík- ina samdi Moisei Weinberg og þykir honum hafa tekizt vel upp — hann hafi sýnt góðan smekk fyrir gamansemi og laglega notkun á djasseff- ektum. Hinsvegar hafi dans- amir verið samdir af and- legri fátækt. Nýlega er komin út í danskri þýðingu skáldsaga eftir serbnesku skáldkonuna Grozdana Olujic, sem eftir ritfregnum að dæma virðist vera nokkurskonar júgóslavn- esk ' Sagan. 1 sögunni segir frá ungri stúdínu, Minja, sem var enn barn að aldri þegar styrjöld- in stóð yfir. Nógu gömul til að skilja skelfingar stríðsins en of ung til að taka þátt í eða skilja þann hversdags- lega hetjuskap sem hver ein- asti dagur í lífi hinnar mis- þyrmdu þjóðar henr.ar krafð- ist. En eftir styrjaldir koma upp ástríðulausar og blekk- ingalausar kynslóðir, álítur þessi unga stúlka. Hún bætir sér upp raunverulegar ástríð- ur með ímyndaðri brókarsótt sem rekur hana viljalaust frá einu kynferðisævintýrinu til annars. Tómleiki og leiði glotta að öllum ævintýrum lífs henn- ar. Ekki eru danskir gagnrýn- endur ánægðir með þessa bók. Hún sé uppskrúfuð og til- gerðarleg. Listbrögð verða ekki annað en tilfæringar. Og ekki gengur vel að trúa hinni Sagan-sku vonsvikni. „Máske uppgötvar Grozdana Olujic það einn góðan veður- dag að hún er alls ekki svona leið á öllu”, segir gagnrýn- andi Information. Út er komið í Varsjá fyrsta bindið af Kronika Iat wojny i okupacji (Annáll stríðsára og hernáms) eftir Ludwik Land- Landau var þekktur hag- fræðingur af gyðingaættum, en var samt ekki handtekinn af Gestapó fyrr en í febrúar 1944. í 1600 daga hafði hann fay-t nákvæman annál þýzka hernámsins í Póllandi. Dagbók hans er sérkennileg að því leyti að hún er einmitt annáll en ekki frásögn af hans einka- lífi. Hann minnist ekki á það I sem honum kemur einum við J „þetta er pólitískur, þjóðfé- I lagslegur og efnahagslegur k annáll skrifaður af hlutlægni | af heiðarlegum og færum k manni”, segir einn gagnrýn- ^ enda um verkið. Heimildir Landaus eru op- k inber blöð hemámsstjórnar- I innar á þýzku og pólsku, pólsk k blöð og tímarit gefin út ó- ^ löglega, og rannsóknir hag- k fræðistofnunar sem starfaði ® neðanjarðar. Þessar heimild- k ir kannar Landau af varúð ® og samvizkusemi og tekst við h hin erfiðu skilyrði hernáms- J ins að setja saman geysi- B merkilegt rit og vísindalegt. J Skapstyrkur Landaus hefur ■ verið einstakur; honum tekst J seint á árinu 1939 í sundur- I skotinni og kúgaðri höfuðborg | Póllands að skrifa niður hug- I leiðingar sem þessar: „Ef k Indland nýtur góðs af þján- 1 ingum okkar, ef að þjáning- ^ um hinna 300 milljóna sem k það land byggja léttir nokk- * uð, þá höfum við ekki til k einskis þjáðst.... Þessi gang- Jl kvæmu tengsl tveggja fjar- ■ lægra þjóða eru ekki tilvilj- J un háð. Þau sýna það hlut- I verk sem nazisminn hefur að J gegna í sögunni og þróun al- I þjóðlegra samskipta, nazism- J inn, sem sviptir grímunni af I heimsvaldastefnunni og ftllu w því sem hingað til hefur yer- I ið falið undir fölskum húm- k anisma. Nazisminn er heims- ^ valdastefnan grímulaus, og k þessi staðreynd mun reynast | mannkyni gott vopn þegar | henni verður að fullu komið * fyrir kattamef.” Enn eru óútkomin tvö bindi k af þessu merka verki. @ á.b. Andstæðingar kþrnavopna í heimsókn Mikiið hefur verið ritað í er- lend blöð að undanförnu um ferðir kjarnorkuandstæðinga til Leníngrad. Andstæðingar kjarn- orkuvopna fóru til Sovétríkj- anna á snekkju, sem þeir nefndu „Everyman III” til að mótmæla tilraunum Sovét- manna með atómvopn. Áður höfðu þeir farið í sams konar leiðangra inn á tilraunasvæði Bandaríkjamanna á Kyrrahafi. Mótmælaskipið komst heilu og höldnu til Leníngrad, og þar var haldinn fundur með frið- amefnd borgarinnar, en gest- unum var ekki heimilað að efna til mótmælaaðgerða á al- mannafæri. Miklar sögur spunn- ust um fcrðalagið og flestar ósannar, m. a. sú, að áhöfnin hefði sökkt skipinu í Lenín- gradhöfn. Myndin er af fundi Everyman III og friðarnefnd- arinnar. Fallhlífaævintýri í Sovétríkjunum Lét lífið í metstökkinu Hetjudáð ungrar stúlku Sovézki flugmajórinn, Évgení Andreéf, hefur sett hcimsmet í fallhlífarstökki með því að láta sig falla 24.000 metra, áður en hann opnaði fallhlífina að- eins nokkur hundruð metrum yfir jörðu. Samtímis lét lífið einn mesti fallhlífarstökkvari Sovétríkj- anna, flugofurstinn Pjotr Dolg- of, sem átti fjölmörg heimsmet og sovézk met í fallhlífarstökki. Hann féll lengri leið en Andre- éf — hann féll sem sagt alla leið til jarðar, án þess að fall- hlifin opnaðist. Andreéf og Dolgof fóru upp í 25 km hæð í loftbelg og stukku þaðan. Andreéf majór lét sig falla eins og ráð var fyrir gert niður í um það bil 1300 metra hæð og opnaði þá fallhlífina. Dolgof ofursti. sem stökk á eftir honum, er talinn hafa dá- ið á leiðinni niður. Báðir voru þeir klæddir í geimferðabún- inga til verndar gegn kulda og súrefnisskorti, en hitastigið var 25 stiga frost, er þeir yfirgáfu loftbelginn. Andreéf hefur það að atvinnu að reyna nýsaumaðar fallhlíf- ar. Þetta var í 1510. sinn sem hann stökk. Atján ára gömul stúlka, kenn- ari að atvinnu, Valentína Tas- énko, vann nýlega ótrúlegt björgunarafrek í 1350 metra hæð, er hún bjargaði félaga sínum, sem hékk hjálparlaus í stéli flugvélar. Við keppni í fallhlífarstökki fyrir nokkrum dögum var Alex- ander Kidalof frá Kief svo ó- heppinn að opna varafallhlífina, sem festist í stéli flugvélarinn- ar. Honum tókst að draga hníf sinn úr slíðrum, en var þá svo klaufskur að missa hann úr höndum sér. Flugmaðurinn átti mjög erfitt með að halda stjóm á vélinni og þorði ekki að lenda vegna fallhlífastökkvar- ans, þó að áhöfnin væri í bráð- um lífsháska. Undir þessum kringumstæðum tók Valentína hina djörfu ákvörðun. Hún stökk út úr flugvélinni og reiknaði stökkið svo vel, að hún hafnaði á öxlum Kidalofs. Síðan skar hún hann frá vél- inni. Kidalof hafði meiðzt á handlegg og gat ekki opnað að- alfallhlífina, en Valentína hélt þeim báðum föstum við vélina, meðan hún var að reyna að opna fallhlífina. Þetta tókst, er vélin var kom- in niður í 400 metra hæð. Hún opnaði því næst sína fallhlíf og bæði komu til jarðar ó- meidd. Valentína hlaut gullarm- bandsúr að gjöf fyrir þessa hetjudáð. Systír Kennedys dæmd til að skoða bílakirkjugarða Systir Kennedys forseta, Patr- icia Lawford, var fyrir nokkr- um dögum dæmd til að heim- sækja börn, sem slasazt hafa við umferðarslys og semia skýrslu um ónýtar bifreiðir í bílakirkjugörðum. Dómarinn. Blair Gibbens, dæmdi hana til að taka út þessa refsingu, eftir að frú Lawford, sem er gift hinum heimsfræga leikara Peter Law- ford, hafði játað sig seka uinS> að hafa ekið bíl án þess að hafa ökuskírteini. Fyrir rúmum mánuði lenti Patricia í smáárekstri og kom þá í Ijós, að hún hafði ekki ökuréttindi. Nú er hún dæmd til að rannsaka, hvemig bílar eru útleiknir, þegar ökumaður- inn kann ekki að stjórna þeim, og daglega ber henni að heim- sækja slösuð börn, sem orðið hafa fórnarlömb kærulausra bílstjóra. Gibbens dómari hefur áður dæmt þá, sem brotið hafa um- ferðarlög, til að dveljast 1 bið- stofu sjúkrahúss, til að sópa götur og til að heimsækja lík- brennslur og kirkjugarða. Eitt sinn lét hann bera lik- kistu inn í réttarsalinn, á með- an hann þrumaöi yfir þrjátíu ungum mönnum, sem brotið höfðu umferðarlögin. Og við og við barði hann hnefanum í kistulokið til að leggja áherzlu á orð sín. Öðru sinni sýndi hann hálftíma kvikmynd, sem fjallaði öll um það óhugnan- legasta, er gerzt getur við um- ferðarslys. Meiri þjóðnýting ákveðin á Kúbu HAVANA 5/12. — Kúbustjóm hefur ákveQið að þjóðnýta fyrir- tæki í vefnaðar-, glervöru-, skó- gerðar- og jámvöruiðnaði. Þjóð- r.ýtingin nær til allra slíkra fyrirtækja sem enn eru í einka- eign nema þar sem um er að ræða alger fjölskyldufyrirtæki sem ekki ha£a aðkeypt virinuafl. Eigendunum verða greidd strax tiu prósent af verðmæti hluta- fjárins, eftirstöðvar á næstu tíu árum. Markviss skotvopn frá Suhl •X-X-xry;:::: -_:<!x*x-x-x* ÍOXlXvX-v.-.x JSSií!ö!<;>-!Hx:x:::x .klXOMXOklXwXw vxöxvíSiS:::::::;:::::::: v.-:v!::: Við seljum eftirtaldar tegundir: Bock-tvíhleypur þrjár tegundir, þríhleypur, fjórhleypur, einhleyp- ur með verksmiðjumerkinu: Merkel, TW. (áður I. P. Sauer & Sohn), Simson, Búhag, Huber- tus (áður Meffert und Wolf) einnig loftbyssur af gerðinni: Haenel und Manteuffel. Skot- færi fyrir loftbyssur og skot- liylki fyrir veiðibyssur getið þér einnig fengið frá okkur. Tvisvar á ári #ru þessir hlutir til sýnis á kaupstefnunni í Leip- zig í sýningarhöllinni Stentzlers- Hof. Umboðsmenn okkar ém: Fyrir: Simson — Samband isl. samvinnufélaga Reykja- vík. Fyrir: TW. áður I. P. Sauer & Sohn: Nilco h.f. Freyju- götu 1, Reykjavík. Fyrir: Búhag — Borgarfell, Laugavegi 18, Reykjavík. ®2§I03Ifi8> DEUTSCHER INNEN UND AUSSENHANDEL Berlin W 8. Markgrafenstrasse 46 Deutsche Demokratische Republik. /*= 1

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.