Þjóðviljinn - 09.12.1962, Blaðsíða 5
GULLTUNNAN
Einu sinni voru karl og
kerling í koti sínu, hvort þau
áttu nokkurn kálf veit ég
ekki, held helzt ekki, og af
bömum til áttu þau aðeins
eina dóttur.
Þegar ég nú bæti því við
hér að karl þessi bjó í
Reykjavík fyrir og um síðustu
aldamót, var einhver auðug-
asti maður þessa lands og
einn að æðstu embættismönn-
um, þá býst ég við lesendum
fari að þykja það miður trú-
legt að hann hafi búið í koti,
en þar er því til að svara. að
sá einn var húsakostur hér í
Reykjavík á þeim tímum, að
það sem embættismenn
björguðust þá við mundi nú
helzt talið hæfa kotungum.
Það segir sig sjálft að þeg-
ar skólapiltarnir, sem ýmist
voru embættismannasynir eða
embættismannaefni, og alloft
hvortveggja, voru að líta í
kringum sig eftir brúðarefni,
þá kom þessi stórættaða og
vellauðuga heimasæta þar
mikið við sögu. Það má nú
nærri geta.
En orsakir eru til allra
hluta, og meðal annars til
þess að það drógst töluvert á
langinn að þessi blessuð
stúlka fengi heimsókn biðils,
en orsökin til þess leiðinlega
dráttar var sú, að vesalings
maimeskjuna vantaði hvað
andlitsfaU og líkamsvöxt
snertir allt það sem karl-
mannsaugað ieggur mest upp-
úr þegar um brúðarval er að
ræða. Satt að segja var stúlk-
an í útliti hreinasta herfa.
Það gekk því oft þannig til,
þegar ungu mennirnir voru
að ræða kvennamálin við sel-
skapsborðin sín, að þá virtist
sem þeim þætti ríka heima-
sætan, er þeir nefndu svo sín
á milli í daglegu tali, vera
tilvalið efni til að þjálfa á,
fyndni sína, og gerðu það
meðal annars með því að
skeyta nafn hennar með
ýmsu móti í sambandi við
auðlegð hennar. Kölluðu þeir
hana ýmsum gælunöfnum,
svo sem gullnámuna og gull-
fjallið, en öll áttu þessi gælu-
nöfn það sameiginlegt að
byrja á orðinu gull.
Sá af skólapiltunum sem
fyndnastur þótti og líklega
var á vissan hátt greindast-
ur, fann upp á því að nefna
hana gulltunnuna. Þetta þótti
á sínum tíma bezta fyndnin,
henni var tekið með dynj-
andi lófataki og þetta nafn
festist gjörsamlega við stúlku-
tetrið, að minnsta kosti í
skólapiltahópnum. Fyrst og
fremst af tveim ástæðum
þótti nafngjöf þessi einkar
heppileg. Þess má nefnilega
finna dæmi í sögum, að þeg-
ar um mikið gull var að
ræða, þá var það mælt f
tunnum. I öðru lagi þótti
tunnusamlíkingln þarna elga
vel við, af því að gárungarnir
lýstu þannig vexti stúlkunn-
ar, að hún væri gildust um
miðjuna en færi mjókkandi
til endanna svo sem títt er
um tunnur.
Leiðast stundum lífið fer/
löngu vöxnum fljóðum, var
eitt sinn kveðið. Sem betur
fór sannaðist það hér sem
oftar að allir dagar eiga
kvöld, og einnig hitt að þegar
neyðin er stærst er hjálpin
næst. Þegar vesalings Gull-
tunnan okkar var búin að
sitja heldur lengur en góðu
hófi gegndi í heimasætustóln-
um á hinum auðuga heimili
foreldranna, þá skeði það einn
góðan veðurdag að biðillinn
birtist, rétt eins og sjálf sól-
in, þegar hún ryðst fram úr
kolsvörtu skýjaþykkni og fær
loks að skína eftir langvinnt
og þrautafullt dimmviðri.
Þetta gerðist um jólaleytið.
En hver haldið þið nú að bið-
illinn hafi verið? Jú, hann
var þegar til kom enginn
annar en sjálfur höfundurinn
að Gulltunnu-nafninu.
Bónorðinu var tekið og
festar fóru fram, og áður en
langt um leið sjálít brúðkaup-
ið, en ekki þarf að eyða orð-
um að því, hvert verið hafi
uppáhaldsumræðuefni skóla-
pilta og annarra um þessar
mundlr.
Þó hjónaband þetta yrðl
akki ýkja langt, stóð það í
nokkur ár. Ekki hafði ég nein
persónuleg kynni af þessum
hjónum. Við konuna skipti ég
aldrei orðum, en við eigin-
manninn átti ég tvö eða þrjú
stutt samtöl, aðeins sem vold-
ugan embættismann, en það
varð hann skömmu eftir gift-
inguna.
Nokkur tækifæri fékk ég til
að virða fyrir mér ytra útlit
þessara sérkennilegu hjóna.
Þegar maður á mínum aldri
lítur um öxl og rennir hugan-
um 40 til 60 ár aftur í tímann,
þá liggja sem opin bók fyrir
augum manns tveir fyrstu
tugir þessarar aldar og þær
breytingar sem þá urðu á lífi
manna og háttum á landi
voru, og þá fyrst og fremst f
Reykjavík og umhverfi henn-
ar. En hæst af öllu ber sú
breyting er þá verður á ferða-
lögum, flutningum og farar-
tækjum á landi. Fram að
þeim tíma voru það manna-
bökin og hestahryggimir sem
önnuðust flutningana, en nú
komu ökutækin til sögunnar
og breiddust nokkuð ört út,
eftir þv£ sem akfæmm vegum
fjölgaði um bæinn og útfrá
honum í allar áttir.
ökutæki þau, er hér tíðkuð-
ust á þessum tímum, voru af
fjórum gerðum, er svo nefnd-
ust: Hjólbörur, hjólatíkur,
handvagnar og hestvagnar.
Síðast nefnda tegundin, hest-
vagnarnir, koma hér dálítið
við sögu mína, hinar þrjár
sortirnar læt ég alveg eiga
sig.
Um hestvagnana vll ég
segja þetta, að af þeim gat
Framhald á 12. síðu.
ÞJÖÐVILJINN (5