Þjóðviljinn - 09.12.1962, Blaðsíða 8
1.
Hann vissi ekki hve lengi
hann hafði sofið, en sólin var
komin upp og náttfallið úr
grasinu. Hann var þurr og
herptur í kverkum og líkt og
timburverkstæði í höfðinu.
Hann lá á milli tveggja þúfna
með hendur útfrá sér eins og
kross og tómur dauði í nokk-
urri fjarlægð.
Það var áleitni í mýi og
sólin skein beint framan í
hann.
Hann velti sér á hliðina.
I>á sá hann hana.
Hún skolaði þvott úr lækj-
arsytru og hafði stytt sig.
Golan hélt að henni klæð-
um og augu hans námu vöxt
hennar þéttan og ávalan.
Hann varð mjög feginn,
feginn yfir því að hafa séð
hana við lækinn, reis á fæt-
ur og rölti til hennar.
Halló!
Hún leit snöggt upp úr
þvottinum, blá augu slegin
felmtri og kippti niðrum sig
pilsinu.
Honum leizt vel á hendur
hennar, en hún bar hring á
baugfingri hægri handar.
Sæl, sagði hann því hún
hafði ekki anzað hallóinu og
felmtrið enn í augum hennar.
Sæll.
Má ég drekka? spurði hann
og kinkaði kolli til sytrunnar.
Þá brosti hún og honum
leizt vel á varir hennar, lagð-
ist á lækjarbakkann og svalg
stórum.
Vatnið var tært og svalt.
Er hann hafði slökkt þorsta
sinn og þurrkurinn f kverk-
unum og timbursmíðin í höfð-
inu vægari, settist hann í
grasið, reykti og virti fyrir
sér umhverfið.
Þetta var skammt frá sjó,
bær, hlaða og peningshús á
mararbakka, bátur f vör.
Hvað heitir bærinn?
Grund.
Það er fallegt hérna, sagði
hann. Hvernig fiskast?
Fiskast? Hér rær enginn.
Jæja, hér er þó útlit fyrir
gott útræði. Hver á hornið
þarna í fjörunni?
Maðurinn minn.
Og hann lætur hann standa
þama, fúna.
Hann er fyrir sunnan.
Veikur.
Ekki er það efnilegt, sagði
hann og fann til með henni
svona ungri og blómlegri.
Og þú baslar þetta ein.
Já, sagði hún. Það er ekki
um annað að gera.
Kannski kemur hann fljót-
lega heim.
Guð einn veit um það.
Hún strauk hár frá augum
dálítið roðasleginni hendi.
Hún hafði skolað fullan
bala og hann sá hún ætti
örðugt um vik, balinn fullur
og hún ein, og bauð henni
aðstoð sína.
Hún var á báðum áttum,
hélt hún væri einfær með
þetta, nokkrar rýjur.
Hann skeytti því engu,
þreif undir með hennl.
Hún hengdi þvottinn á
snúru og hann s'tóð yfir henni
á meðan.
Hún hafði boðið honum
kaffi og hann varð ekki var
neins fefmturs í blám
augum hennar.
Börnin voru ekki komin á
ról því þetta var árla morg-
uns.
Þau voru tvö og hún sagði
þau hefðu gott af því að lúra
frameftir á morgnana.
Suðan í katlinum og brum
flugnanna í glugganum gerðu
hann syfjaðan.
Varstu að skemmta þér?
Það var kankvíst bros í
augum hennar og bunan úr
ketilsstútnum regnbogalit í
sólinni innum gluggann.
Já, hann hafði verið að
skemmta sér. Það hafði víst
orðið einum of mikið, l.ann
var bara eftir sig.
Það vill oft verða, sagði
hún.
Kaffið hennar var gott og
hún drakk honum til samlæt-
is.
Hún var mjög varasöm í
orðum og fátöluð.
Kannski var hún hrædd,
svona eiry, ung og varnarlaus.
Hann hugsaði samt ekki til
hreyfings eftir kaffið, hallaði
sér f stólinn og hljóðlátt
bjásfur hennar í eldhúsinu
ran/i saman við suð og brum
flugnanna í glugganum.
Hann hrökk upp við hönd
á öxl sér.
Vildi hann ekki halla sér?
Hvort hann vildi. Hann var
alveg úrvinda.
Hún bjó honum hvílu á efri
hæð hússins, lítið herbergi á
kvisti.
Það var komið framyfir
miðdegi þegar hann vaknaði
og konan í heyi þegar hann
kom út. Hún var rjóð og
vinnuglöð og hafði kastað af
sér klæðum ofan mittis.
Þegar hann nálgaðist, hirti
hún þau af flekknum og
klæddi sig flaumósa.
En hann hafði séð hana.
Hún hafði þrifleg brjóst og
axlir og henni hafði ekki
unnizt tími til að hneppa að
sér treyjunni í hálsmálið.
Þetta eru býsn af heyi,
Ætlaði hún að hirða?
Já, það var ætlunin ef visn-
an héldist.
Hún hafði hneppt að sér
treyjunni og rifjaði af kappi.
Hann tók hrífu óbeðinn og
gekk í verk með henni.
Það sópaði að henni í
flekknum og heyið stóð um
hana eins og drif í sólinni.
Þetta ætlar að verða mikill
blessaður dagur.
Hún var heit og rjóð og sól-
in hélt áfram að skína.
Hann lagðist fyrir í flekkn-
um og hafði blundað þegar
hún kom með kaffi og heitar
lummur. Hún breiddi rósótt-
an dúk í grasið og renndi í
bolla handa honum.
Kaffið var svart og sterkt
g) — ÞJÖÐVILJINN