Þjóðviljinn - 09.12.1962, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 09.12.1962, Blaðsíða 12
Gulltunnan Arsenik Framhald aí' 5. síðu. ekki heitið að til væru xiema tvær tegundir, þ.e. eineykis- vagnar til vöru- og fólks- flutninga, sem ultu ófram á tveim hjólum dregnir af ein- um hesti. Fjórhjólaðir tvíeyk- isvagnar bæði til fólks- og vöruflutninga, voru að vísu til, en svo fátt var af þeim að þeirra gætti lítið sem ekk- ert. Á þessum morgni ökutækja- aldarinnar voru það tví- hjóluðu eíneykis fólksflutn- ingavagnamir sem mesta lukkuna gerðu og ollu raun- verulegri byltingu, enda þótt þeir yrðu aldrei svo heitið gæti annað en farartæki þeirra voldugu og ríku. Vagnar þessir voru þannig gerðir að i þeim voru tvö sæti hlið við hlið í miðjum vagni, en fyrir framan þau þriðja sætið, dálitið hærra en hin, ætlað ökumanninum, þ. e. þeim er hestunum stýrði. Á daglegu máli voru þetta kallaðir lystivagnar. Algeng- asta notkun þeirra var sú, að eigendurnir ferðuðust á þeim á sunnudögum á sumrin, bæði til Hafnarfjarðar og austur eftir Suðurlandsveginum í áttina til Hellisheiðar. Var þá venjulega farinn akvegur- inn á enda, svo langt sem hann var þá kominn á hverj- um tíma. Voru áningarstaðir þá, þegar upp fyrir Árbæ var komið, þessir: Baldurshagi, Geitháls, Lögberg og Kolvið- arhóll. Á þessum stöðum var hestum áð og hressing veitt mönnum. Sá var munur á ríkum og fátækum hér í Reykjavík á þessum árum, að okkur sauð- svartan almúgann dreymdi ekki um það að stíga nokk- um tíma í lystivagn. Þó vildi svo einkennilega til að útaf þessu bar með mig í eitt skipti. Þannig stóð á, að ég var málkunnugur ríkismanns- fjölskyldu einni hér í bæn- um. Eitt sinn að vorlagi skeði það að húsbóndinn var fjar- verandi vegna embættisanna úti á landi, en sunnudag einn þurfti frúin að ferðast til Víf- ilstaða til þess að heimsækja sjúkling. Frúin, sem orðin var nokkuð við aldur, trúði mér fyrir því að vera ökumaður í elnni þessari ferð. Með sér í vagninum hafði hún fimm ára gamlan dótturson sinn, sem nú er einn af stórmenn- um borgarinnar. Á þessum tímum voru þeír er stýrðu þeim hestum sem vagna drógu, hvort heldur um var að ræða fólks- eða vöru- flutningavagna, ýmist nefndir keyrslumenn eða kúskar. Að undanskilinni þessari Vífilstaðferð hafði ég ekk- ert af lystivagnadýrðinni að segja, annað en það að á sunnudögum, aðallega á milli klukkan eltt og tvö, þegar lúxusfólkið var að leggja af stað í skemmtiferðimar, sem ævinlega byrjuðu með því að ekið var inn Laugaveginn og austur Suðurlandsbrautina, eins og áður var getið, þá var það mín og margra annarra bezta skemmtun að standa á gatnamótum við Laugaveginn og virða fyrir okkur þennan dásamlega ferðalúxus, sem fæsta af okkur dreymdi um að verða nokkurntíma þátt- takendur í . Einn var sá vagninn og á- höfn hans sem mesta athygli vakti og mér er minnisstæð- astur, það er sá vagn sem nú hafði hlotið nafnið Gull- tunnuvagninn, en innihald hans var, eins og nafnið bendir til, hinn áðumefndi fyndni höfundur að Gull- tunnunafnínu á riku heima- sætunni, og hún sjálf, nú orð- in eiginkona við hlið hans. 1 fáum orðum sagt leit þetta þannig út: Maðurinn eins og menn gerast flestir, fallegasti vagninn dreginn af fallegasta hestinum, nú og svo sjálf Gulltunnan okkar, auðvitað fínasta frúin, klædd í pell og purpura, skrýdd gulli og gimsteinum, og vís- ast mun það hafa verið útlit hennar eins og hún kom mér fyrir sjónir í vagninum þama á Laugaveginum, sem olli því að til varð þessi ferskeytla. Flýtir prjálið för um land, fátt skal þar um ræða, en skitna bók i skrautlegt band skoplcgt er að kiæða. Nokkm lengur stóð þetta hjónaband en marga gmnaði í fyrstu að verða mundi, en ný kona batt á það endahnút- inn, dauðinn gerði það ekki. Elías Guðmundsson. Framhald aí 7. síðu. bácks, er hann var spurður, hvort hann hefði sett eitur í vín þurfalingsins Per Olssons. Hann vildi ekki neita því, að hann hefði borið það við, en vildi sem minnst um það tala: — Hann var alls ekki einn af þeim, sem þjáðust mest, svo ég skil eiginlega ekki, hvers vegna ég var að því. Ég man, að ég hugsaði mér þetta, en svo fannst mér sem hann hefði engan rétt á því að hljóta þessa lausn. Mein- ing mín var sú að eitra að- eins fyrir þá, sem vom haldn- ir ólæknandi sjúkdómi. (Per Olsson var reyndar fað- ir telpnanna tveggja, sem voru á heimili prestsins.) Lindback var að lokum ekki ákærður „nema” fyrir þrjú morð; ekki fyrir hinar endur- teknu morðtilraunir á drengn- um Daníel. Hann var dæmdur til að hálshöggvast, en fullnæging dómsins dróst fram f sept- ember 1865. Sagt er, að hann hafi játað á sig fleiri morð í fangelsinu, en ekkert var skráð um það. Hann lét eftir sig þrjú sendibréf, þar á með- al eitt til biskupsins. Vamarrit Aðeins eitt þessara bréfa hefur verið birt opinberlega. Það er einskonar vamarrit líknarmorðingjans. Þar skrif- ar hann m. a.: — Margir meðal haturs- manna minna hafa gert öðr- um verulega illt, en á þann hátt, að ekki verður lögum við komið. Þeir ganga lausir án hegningar. En sá, sem alls ekki ætlaði að gera meðbræðr- um sínum neitt illt, verður fyrir barðinu á lögunum fyr- ir tilstilli fjandmanna sinna. — því er það, að vísvitandi illsku er látið óhegnt, en ó- afvitandi afbrot, já, jafnvel liknarverk, hefur refsinguna í för með sér. Ég er ekki að segja, að verknaður minn hafi verið réttur, aðeins bað. að hann var ekki f/ nu illa, heldur aðeins á móti lands- lögum og bess vegna refsing- arverður. — Ég hef ekki viljað gera illt, aðeins lina þjáningar nokkurra volaðra manna. — Sjá, þetta er allt og sumt, sem ég hef af mér brot- ið. — Eins og sjá má, hefur hugs- unin á bak við líknarmorð ekki mikið breytzt á þeim hundrað árum, sem liðin eru. Afsökun Lindbacks er ekki ó- lík því, sem fram kemur í dag. Hann var að sinu leýti það raunsær, að honum var ljóst, að virðing hans fyrir mannslífum var ekki í sam- ræmi við það sem landslög mæltu fyrir um, og hefði þvf að líkindum hvorki búizt við né kært sig um sýknudóm eins og kveðinn var upp í Liége. Orðrómur komst á kreik þess efnis, að Lindback hefði áður, í annarri sókn, byrlað fjölda fólks eitur, en sjálfur lýsti hann því yfir, að það hefði ekki verið fyrr en 1862 að hann hefði ákveðið að hefja „líknarverk” sín. Það er sem sagt öld síðan. Og hér er að lokum hluti af játningu þeirri, sem Anders Lindbáck skrifaði: — Skyldu sálusorgarans hef ég skilið sem föðurskyldu. Ég lét umsjónarmenn mína segja mér, á hverjum sunnudegi, hvar sjúka fátæklinga væri að finna. Ég ferðaðist um meðal þessa fólks með lyf og lífsnauðsynjar og varð sjónar- vottur að mikilli eymd og vonleysi. Þegar maður stendur frammi fyrir ólæknandi sjúkum og herfilega þjáðum meðbróður, óskar maður þess af hjarta, að hann megi leysast undan sínum sundurskerandi þján- ingum. Frammi fyrir þessum hungruðu, fátæku og ólækn- andi sjúklingum hef ég iðu- lega staðið djúpt hrærður og fullur samúðar og hugsað: Ef ég sjálfur væri svo aumlega kominn, myndi ég blessa þann, sem stytti kvalir mínar, enda myndi Guð fyrirgefa hinum miskunnsaT^í- Ég hugsaði einnig um þá staðreynd, sem enginn getur í móti mælt, að sárafáir hverfa til annars heims á hinn nátt- úrulegasta hátt — það er, þegar likaminn er með öllu útslitinn. Einhver ytri orsöki er þess valdandi hjá flestum, orsök sem Herrann ekki kem- ur í veg fyrir.... Þess vegna hef ég trúað því, að náðugur Guð dæmi mig ekki hart, þótt ég stytti þján- ingartilveru ólæknandi náunga míns. Á ytra borði er slíkur verknaður vissulega móti landsins lögum, en tilfinning- in á bak við hann hvílir á miskunnsemi og samúð. Með djúpri iðran býður samvizka mín mér að líða harða hegn- ingu borgaralegra laga fyrir þá syndsamlegu samúð, sem ég hef auðsýnt þeim látnuv er hér um ræðir. 12) — ÞJÖÐVILJINN

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.