Þjóðviljinn - 14.12.1962, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 14.12.1962, Blaðsíða 4
ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 14. desember 1962 4 SIÐA sitt af hvérj'u Þrír Japanir náðu ágætum árangri í maraþonhlaupi ný- Iega, og er hver þeirra um sig Iíklegur sigurvegari I næstu olympíuleikum. Þetta var í hinu alþjóðlega Fuku- oka Ashapmaraþonhlaupi. Fyrstur varð Tatsu Terasava, aðeins tvítugur að aldri, á 2.16.18,4 klst., en það er bezti tími sem náðst hefur í hlaup- inu. Annar varð Takayuki Nakaro og þriöji Kenji Kilmihara. Bandaríkjamaður- inn Leonardo Edelen varð fjórði og fimmti varð „Læknirinn hlaupandi" Pavel Kantorek frá Tékkóslóvakíu, en hann sigraði í hlaupinu I fyrra. Nýlega er lokið heimsmeist- arakeppni á hjólaskautum, og fór hún fram í Miami Beach í Bandaríkjunum. Sigurveg- ari í karlaflokki varð Karl- Heinz Losch (V.-Þýzkalandi) en í kvennaflokki Franzi Schmidt (Sviss). í listdansi á hjólaskautum sigruðu Patricia og Bran Colclough (Bretlandi). Sovézka olympíuliðið fyrir OL 1964 er nú á keppniferða- lagi í Asíu. I fyrradag keppti liðið við drengjalandslið Jap- ans og sigraði með 2:0, Sov- vézku knattspyrnumennirnir höfðu mikla yfirburði í lcikn- um, en voru óöruggir í mark- skotum. utan úr heimi Körfuknattleikur IR varð Reykja- víkurmeistari í ár ÍR varð Reykjavíkur- | meistari í körfuknatt- j leik 1962. ÍR-ingar unnu Ármenninga í fyrrakvöld með 79:42. Reykjavíkurmeistaramótinu í körfuknattleik lauk í fyrra- kvöld með leik IR og Ármanns í meistaraflokki, og leik a-liða IR og KR i 4. fl. iR-ingar unnu báða leikina. IR hefur þar með unnið alla leiki sína í meist- araflokki, en hin liðin þrjú hafa unnið einn leik hvert. 1 4.-flokks leiknum í fyrrakvöld sigraði IR KR með 46:0! 1R hlýtur því 6 stig í meist- araflokki. Miðað við úrslit leikja ættu hin félögin að hafa tvö stig hvert. KR sendi hins- vegar ólöglegt lið til keppninn- ar í meistaraflokki, og verða KFR því væntanlega dæmd bæði stigin fyrír tapleikinn við KR. Miðað við styrkleika lið- anna er lokastaðan þessi: L U T Stig IR .... 3 3 0 201:129 6 KFR ..3 1 2 162:174 2 (4) Árm. .. 3 12 115:176 2 KR .... 3 1 2 152:151 2(0) Sigurvegarar í öðrum flokk- um hafa orðið þessir: I. fl. Ármant II. fl. KR III. fl. IR IV. fl. IR Þótt kalt sé í veðrl, þá æfa ræðarar af kappi suður í Mið- Evrópu. Myndin er tekin á Vltava-fljótinu í Tékkóslóvakíu, en þar fór fram róðrarkeppni á ísköldu vatninu fyrir skömmu. Ræðararnir eru að leggja að Iandi. 25. iþróttamót háskólastú- denta í Moskvu hefst innan skamms. Þetta er keppni milli 13 háskóladeilda í 25 iþrótta- greinum. 9000 stúdentar taka þátt í mótinu, og hafa þcir aldrei verið fleiri. Fjölmargir erlendir stúdentar, sem stunda nám í Moskvu, taka þátt í mótinu. Erlendir stúdentar við Moskvuháskóla hafa ný- iega stofnað sérstakt íþrótta- ráð, og skipuleggur það m.a. keppni í ýmsum greinum miiii þjóðahópa við háskólann. Bœkur & Jólamarkoði Islenzkt mannlíf Nýtt bindi af hinum listrænu frásögnum Jóns Helgasonar, myndskreytt af Halldóri Péturssyni. Sjötíu og níu af stöðinni Þriðja útgáfa af hinni rómuðu skáldsögu Indriða G. Þor- steinssonar, prýdd fjölda mynda úr kvikmyndinni. Ödysseifur — skip hennar hátignar Ný æsispennandi bók eftir Alistair MacLean. höfund bók- anna Byssurnar í Navarone og Nóttin langa. Ben Húr Ný útgáfa af hinni sígildu sögu Lewis Wallace, prýdd sextán myndasíðum úr kvikmyndinni. Fyrsta bók í bóka- f’okknum um Sígildar sögur IÐUNNAR. I Ð U N N Skeggjagötu 1. Sími 1 2923 HOLDANAUTAKJÖT — Steikur — buíf — lundir — filé — ALIKÁLFAKJÖT — Steikur — buff — lundir — filé — SVÍNAKJÖT kótilettur — hamborgarhryggir — vafðar steikur — laeri — reykt flesk — skinkur hnakkar — lundir — svínakjötshakk — bógar. DILAKJÖT hryggir — læri — frampartar — kótilettur. REYKT DILKAKJÖT lambahamborgarhryggir og læri, hamborgar- Steikur, útbeinuð, reykt læri — og fram- partar, — hangikjöt. Matardeildin Hafnarstræti 5 — Kjötbúðin Brekkulæk 1 — sími 11211. sími 35525. Kjötbúð Vesturbæjar Bræðraborg- Kjötbúðin Réttarholtsvegi 1 arstíg 43 — sími 14879. sími 33682. Matarbúðin Laugavegi 42 — Kjörbúð Álfheimum 4 —- sími 13812. sími 34020. Kjötbúðin Skólavörðustíg 22 — Matarbúð SS Akranesi — Kjötbúðin Grettisgötu 64 — sími 46. sími 14685. sími 12667. SUÐURLANDS SKOLAGÖTU 20

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.